Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1963, Blaðsíða 6
Gúmmíbátarnlr hafa bjargað mörgum mannslífum. Fljótandi líkkistur (Úr „DER SPIEGEL" Nr. 29, 17. júlí 1963). allIR Komust fiskimennirnir í gúmmíijátana nema þrír, en samt sem áður lifðu aðeins 15 af 42 mönnum. Tuttugu og fjórir létu lífið, eftir að hafa legið í tvær klukkustundir í sjónum, sem vætl- aði inn í óþétta gúmmíbátana. — Sjávnrhitinn var 2 gráður yfir frostmark. Af hverju dieseltogarinn „Mun- chen“ frá Cuxhaven, 941 brúttó- tonn að stærg og eign „Nordsee" Deutsche Hochseefischerei GmbH, v arð lekur og sökk á skutinn á 200 m. dýpi að morgni þess 25. júní undan strönd Vestur-Grænlands, reýna nú sérfræfíingar ájóréttar- ins í Hamborg að komast 'að. A ' Hvers vegna skipshöfnin af ,.Munchen“ flutti af sökkvandi íiskiðjuven sínu yfir á hinar „fljótandi líkkistur" (eins og ,Ham burger Morgenpost* orðaði það) og flesfir létu lífið við það, að íshafið iak inn á þá, er í milli- tíðinni nokkurn veginn vitað. Fjórum dögum eftir blaðamanna fund útgerðarfélagsins „Nordsee" sagði annar stýrimaður á „Munch- en“,Heinz Henke, frá því, sem skipstjóra og framkvæmdastjórn útgerðaifélagsins hafði láðst að minnast á, vig lýsingu á skipbrot Grein úr þýzka biaðinu „Der Spiegel“ 17. júií sí$astii@inn um „Miinchen*slysið<(. inu: — Yfirbyggðu gúmbátarnir þrír og opni gúmbáturinn, sem skipstjórinn á „Miinchen", Erwin Trodler lét setja út, laust fyrir kl. 9, þann 25. júní, og saksóknar- inn í STADE hefur nú gert upp- tæka, voru ekki meðhöndlaðir rétt. Skipstjónnn hafði látið nægja þá skýringu við blöðin, að bátarn- ;r hefðu, af órannsökuðum ástæð um, verið skemmdir í botninn og þar af leiðandi lekir. Henke stýxi- maður mundi þó miklu greinileg st eftír júnímorgninum við Vestur Grænland: — Þegar skipstjórinn gaf fyrirskipanir um að fara í bátana, Tögðum við pakkana á dekkig' öj drógum svo’bátana í sundur a köðlunum. Við það skemmdust bátarnir. Fiskimennirnir á „Miinchen" gerðu þar með nákvæmlega það gagnstæða við það, sem framleið- endumir gefa upp: — Samkvæmt leiðarvísi á að henda bátunum, sem eru útbúnir neyðarsenditækj- um, í umbúðunum útbyrðis, sem þá opnast sjálfkrafa eins og fall- hlíf og eru tengdir vig hið sökkv- andi skip með línu. Kapt. Gröschel, yfirmaður deild- arinnar fyrir öryggi á sjó hjá aðal stöðvum Sjómannasambandsins í Hamborg, er ag vísu „sannfærður um það,‘ að fiskimennimir á „Miinchen“ „vissu hvernig svona hlutur „tunktioneraði", þar sem } eir hefðu lesið leiðarvísana, sem hanga uppi um borð og eru á bátaumbúðunum. Allt of mikig tækifæri til þess að fá verklega æfingu í viðbót vúg þessa leiðarvísa, hafa vestur- þýzkir sjómenn samt sem áður ekki, jafnvel þó að gúmbátarnir séu búnir að vera árum saman um borð. Vegna hmnar góðu'reynj|lu, sejgj sjóliðar og flugmennihöfðuj af upp 'blásnum björ'gtmarskeljnin í síð- ustu heimsstyrjöld, létu jafnvel borgaralegir sjóarar, þótt íhaldsam ir væru, sannfærast um gúmbát- r.na, sem hafa stóra kosti fram yfir björeunarbáta af venjulegri gerð. Þeir — eru taldir ósökkvandi, — skýla áhöfninni gegn sjó með tjaldinu og — þurfa ekki flóknar dav- íður, sem oft hættir til að ísast, til þess að sjó- setjast. Síðan á sjávaröryggismálaráð- stefnunni í London 1960 eru gúm- bátar leyfðir, sem viðbótaröryggis tæki á verzlunarskipum, sem lúta alþjóða-öryggisreglum. Frá því 1957 mega eigendur þýzkra strand ferðaskipa og fiskiskipa, sem lúta þýzkum öryggisreglum, útbúa skip sín einvörðungu með gúmbátum. Vegna þessarar breytingar, sem var studa af Sjómannasamband- inu af miklum móð, — 40% þýzkra hafa enga venjulega báta meir um borg — urðu smáskipaeigendur og fiskimenn að hætta æfingum á einu sviði, sem þeir höfðu hingað til búið sig undir, ef slys bæri að höndum. Gúmbátamr eru eins illa fallnir til bátaæfinga, að gömlum sið og venjum, og unnt er ag hugsa sér. Aðeins sérfræðingur, æfður af verksmiðjunni, getur brotig sam- an bát, sem hefur verið útblás- inn, þó ekki sé nema til æfingar, þannig að hann sé öruggur fyrir næstu notkun. Sjómaður fær því aðeins að sjá bát í sama ástandi og hann þarf að henda sér í hann við slys, undir serstökum og sjaldgæfum kringumstæðum, — ef hann er munstrdðui' á nýtt skip, sem fer sinn fyrsta túr. í slíku tilfelli er sýning á björgunartækjunum skylda. Sjómmnasambandið hefur hing að til haH litla gleði af gúmbátun- um sínum — Tvisvar þurftu á- hafnir þýzkra skipa á þeim að halda síðustu sex mánuði, en í báðum tiHellum, sagði Kapt. Grös chel, „urðum við eiginlega fyrir vonbrigðum“. Hálfu ári fyrir „Miinchen“-slys- ið, í des. 1962, drukknuðu 23 sjó menn af flutningaskipinu „Nautil- us“ frá Bremen við árekstur við hollenzka vitaskipig „Texel“. —• Gúmbátur „Nautilus" var dreginn seinna upp úr Norðursjónum tóm ur — og aðeins blásinn upp til hálfs. STAKIR HERRAJAKKAR kr. 890.00 aqkaup MIKLATORGI Frá Reykjavíkur Frá og með 1. september n.k. hætta eftirtaldir læknar að gegna heimilislæknisstörfum fyrir Sjúkrasamlagið, vegna annríkis við önnur störf: Arinbjörn Kolbeinsson Kristín E. Jónsdóttir Þess vegna þurfa allir beir. sem hafa þá- fyrir heimilislækni, að koma í afgreiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, með samlagsbækur sínar hið fyrsta, til þess að velja sér iækni í þeirra stað. , .^S^á ^yfir samlagslækna þá, sem velja^ má um, liggur frammi í samlaginu Sjúkrosamlag Reykjavíkur íslenzkir stúdentar erlendis Samband íslenzkra stúdenta erlendis heldur al- mennan sambandsfund, sunnudaginn 18. ágúst í íþöku Menntaskólans í Reykjavík kl. 16.00. Stjórnin Hjónunum Krisffnu SlgurSardóttur og Valtý Krlstjánssyni, oddvita í Nesi í Fnjóskadal, S Þing., fæddust þrí- burar, 2 stúlkur og 1 drengur s.l. mánudagskvöld, og stækkaði þá barnahópur þelrra skyndilega úr timm I átta. Fæðlngln átti sér stað á sjúkrahúslnu á Akureyrl, og gekk hún ágætlega. Myndina tók SB af þeim hjónum með nýfæddu þriburana sfna. ■ ::ío Pengrskabe Dokumentskabe lioksanltrg Boksdere Garderobeskabe Einkaumboð: PÁLL ÓLAFSSON & CO. R. O. Box 143 Simar: 20540 . 16230 Hverfisgötu 78 Reykjavík c^Cáíel ^aiðu’i Hringbraut Simi 15918 6 T í M I N N, laugardagurinn 17. ágúst 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.