Tíminn - 21.08.1963, Page 7

Tíminn - 21.08.1963, Page 7
Útgefandf: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Orsakir dýrtíðarinnar Sá dagur líður nú naumast, að menn frétti ekki af ein- hverri nýrri verð- eða kauphækkun. Um alllangt skeið hefur dýrtíðarvísitalan hækkað mánaðarlega. Dýrtíðin hefur aldrei magnazt eins hratt hér á landi og seinustu misserin, þegar undan er skilið valdatímabil flokksstjórn- ar Ólafs Thors 1942. ÖllHm má vera ljóst, að stefnt er í hreinustu ógöngur, ef þannig er haldið áfram. Til þess að leysa einhvern vanda, er það frumskilyrðið að þekkja orsakir hans. Orsakir þeirrar dýrtíðarþenslu sem nú er glímt við, eru einkum tvenns konar. í fyrsta lagi rekur hún rætur til gengisfellinganna 1960 og 1961. Þessar gengisfeliingar orsökuðu víxl- hækkanir, sem síðan hafa halcíizt áfram. Af því má mikið læra um það, að gengislækkanir hafa miklú meiri langvarandi áhrif til dýrtiðaraukningar en menn hafa yfirleitt gert sér Ijóst. Hins vegar eyðast fljótt þau áhrif, sem þær hafa til bóta fyrir útflutnings- vinnuvegina. í öðru lagi rekur dýrtíðarþenslan rætur til stór- aukinna álaga ríkisins. Síðan 19.SR hafa ríkisálögurnar verið talsvert meira en tvöfaldaðar. Hvers konar sölu- skattar og tollar hafa verið auknir. Það hefur ekki verið látið nægja að innheimta nægilegt fé til að mæta útgjöldum ríkisins, heldur stórum meira. Á síðastl. ári námu umframtekjur ríkisins, — þ. e. umfram það, sem f járlög gerðu ráð fyrir, — hvorki meira né minna en 310 millj. kr. eða nær 9 þús. kr. á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Þessar umframtekjur jafngiltu 10% almennri kauphækkun. Það getur hver sagt sér sjálfur, hvaða áhrif betta hefur á vöxt dýr- tíðarinnar í landinu. I stjórnarblöðunum er reynt að halda því fram, að dýr- tíðin sé fýrst og fremst afleiðing kauphækkana. Þetta er alrangt. Kauphækkanirnar hafa komið sem mótvægi gegn þeim kjaraskerðingum, sem gengisfellingar og hækk un ríkisálaganna hafa valdið. Þær hafa verið afleiðing, en ekki orsök. Auk þess hefur kaup hækkað mun minna en verðlag í valdatíð núv. ríkisstjórnar. Af framangreindum niðurstöðum má glögglega ráða, að til þess að stöðva dýrtíðina þarf einkum tvennt: Hverfa frá gengisfellingarstefnunm og hætta að hækka álögur ríkisins. Það er frumskilyrð. þess að sá grund- völlur skapist, er geri verðlags- og kaupgjaldsmálin við- ráðanleg. Það myndi hins vegar verka eins og olía á e!d, ef gengið væri fellt eða ríkisálögur hækkaðar, enda engin rök til fyrir slíkum aðgerðum nú. Lúaleg afsökun Mbl. heldur því fram í forustugrein. að ríkisstjórnin haldi ekki í verðlagshöftin vegna bess, að Sjálfstæðis- flokkurinn vantreysti kaupmönnunum, heldur ráði hér afstaða Alþýðufloksins.. Örðugt mun að finna öllu lúalegri pfsökun. Allir vita, að foringjar Alþýðuflokksins gera það eitt. sem Sjálfstæðisflokkurinn vill. Það er því álíka lúalegt af Sjálfstæðisflokknum að eigna Álþýðuflokknum verð- lagshöftin og að fjósamaðurinn kenni rekunni um, ef flórinn er ekki mokaður. Ástæðan til þess, að haldið er í verðlagshöftin, getir því naumast verið önnur en sú, að foringjar Sjálfstæðis flokksins treysta ekki frjálsri verziun, þegar til kemur. AðaSatriðiö er að girða fyrir slys í meðfylgjandi grein er lítillega sagt frá þeim ráðstöf- unum, sem eitt stærsta iðnaðaríyrirtæki Bandarikj- anna, North American Aviation, gerir til að girða fyrir slys í vinnusölum sínum. Starfsmenn veröa a6 nota alls konar öryggisgleraugu við vinnu sína, og tll þess að tryggja, að menn notl alltaf rétt gleraugu, fer sér. stakur starfsmaður um og lætur einstaka menn prófa gleraugu, sem hentugust eru við hverja starfsgrein. Þetta tryggir j senn starfsmanninn og fyrirtækið. Slysaskýrslur sýna, að Banda- ríkjamenn njótia me'ira öryggis á vinnustöðum sínum en á heim- Hum sínum. Síðan áríð 1912 hef- ur tekizt að fækka islysum í iðn- aðl í Bandaríkjunum næstum um helming, einda þótt verkamönn- um hafi iað sjálfsögðu fjöigað stóriega á þessu tímabil'i. Þetta er iþeim mun eftirtektar verðara og merikiltegra sem það verður erfiðara að girða fyrir slys af ýmsu tagi í verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum þessar- ar miklu tækniaidar. Nýr efnivið ur til framleiðslu og nýjar að- ferðir við framleiðsluna skapa sýknt og heilagt ný vandamál, sem öryggissérfræðingar iðnaðar ins verða að finna lausn á. Margir verða að leggja hönd á plógtnn. Þetta er ekki verkefni, sem einstaklingur getur l'eyst af hendi, jafnvel þótt honum sé margt til lista lagt og hann sé allur af vilja gerður. Ekki er unnt að skapa öruggan vinnu- stað, þar sem heilsusamlegt er að starfa, nema margir leggi hönd á plóginn, og í þeim hópi eru læknar, eiturefnafræðingar, efnafræðingar og öryggisverk- fræðingar. Fyrir tiltölulega skömmu bætt ist í þennan hóp nýr starfsmað- ur, sem ef til vill má nefna á íslenzku iðnáðarhreinlætisfræð- ing (á ensku industrial hygien- ist). Hann hefur náið samstarf við efnafræðing og verkfræðing í þeim tdgangi að koma á nauð- synlegum hömlum gegn slysum af ýmsu tagi. Hann ræðir einnig við lækna um sömu atriði, og framkvæmir rannsókn samkvæmt undirstöðuatriðum slysavarna. Hann beitir hinum næmustu og nákvæmustu tækjum við dagleg- ar rannsóknir sínar á vinnuskil- yrðum. Aðalatriði að giríu fyrir slys. Hlutverk iðnaðarhreiniætis- fræðingsins er frekar að girða fyrir, að slys geti orðið en að bæta úr þeim, þegar þau hafa komið fyrir. Hann reynir að sjá fyrir mögulegar hættur pg upp- ræta þær, áður en þær verða svo miklar, að þær verða ekki um- flúnar og ógæfan dynur yfir. Hlutverk hans er einnig fólgið í að innræta starfsmönnum þörf ina á auknu öryggi og að gera verður sérstakar ráðstafanir, þegar unnið er með ýmsum efni- við. Dæmi um þetta er ril dæmis að uppgötva hljóðöldur, sem eru af þeirri tíðni, að þær geta skað- að menn, þótt þeir heyri þær ekki eða gera sér að minnsía kosti ekki grein fyrir skaðsemi þeirra. t verksmiðjum Norfch Ameri- can Aviation er lögð mikil áherzla á að auka öryggi starfs- mannanna, og starfandi eru sér- fræðingar, sem hafa nána sam vinnu í baráltunni við slysahætt una. Undirstaða þessarar starf- semi hjá þessu fyrirtæki er fólg- in í sérstöku og nákvæmu hed brigðiseftirliti, sem haft er með öllu starfsfólki fyrirtækisins. Leitað að smitberum. Heilbrigðiseftirlit verksmiðj anna leitast til dæmis við að kom ast að því, hvort meðal starfs mannanna eru einhverjir smit herr, sem ge'a orðið umhverf sínu hættulegir með því að bera í þá ýmsa smitandi sjúkdóma. Þannig fer til dæmis fram mjög nákvæm læknisskoðun á hverj- um manni, sem sækir um starf hjá fyrirtækinu. Séu umsækjend- ur með einhverja líkamsgalla, sem hægt er að bæta, er þeim bent á, hvernig þeir eiga að hegða sér í því efni. Þá sér eft-ir- Utið einnig um, að mönnum sé veitt fyrsta læknishjálp, þegar slys ber að höndum, og það hef- ur einnig umsjá með skoðun á s'arfsmönnum, sem verið hafa veikir eða orðið fyrir slysum, svo að þeir hefji eklri vinnu aft- ur of snemma. Hjá North American Aviation- fyrirtækinu hefur það einnig ver ið tekið upp, sem ekki hefur tíðk- azt annars staðar, að verksmiðj- ur, sem selja fyrirtækinu ýmis kemísk efni, verða að láta fylgja hverri sendingu upplýsingar um innihald hverrar sendingar Vegna þessa vita st-arfsmenn heii brigðiseftirlits fyrirtækisins allt- af, hvaða efni eru notuð í hverri deild og geta gripið til viðeig- andi ráðs'afana tii að girða fyrir hvers konar hættur U'pplýsingiar um miinnstu skrámu. Öryggismáladeild fyrirtækis- ins safnar skýrslum um öli meiðsli, sem starfsmenn þess verða fyrir, og skiptir ekki máli. hversu lítilfjörleg þau eru — iafnvei minnsta skráma er skrá -ett þegar í stað. Öryggiseftir litsmennirnir vita, að það er ril viljunum háð, hversu miklum meiðslum menn verða fyrir Haður getur hrasað eða dottið. og stundum verða menn ekki fyrir neinum meiðslum, sem orð eru á gerandi, en daginn eftir getur sams konar fall orsakað meiðsli, svo að viðkomandi mað ur verði frá vinnu um tíma. Hvernig sem farið hefur, er aðal- atriðið að ganga úr skugga um orsökina og uppræta hana. Hægt er að geta góðs dæmis um, hversu vel North American Aviation tekst að vernda starfs- lið sitt fyrir alls konar hættum. Ein af deildum fyrirtækisins, Atomics International, hefur til dæmis aldrei orðið fyrir því, að starfsmaður þar yrði fyrir geisl- un, og er þó starfssvið deildar- innar fyrst og fremst varðandi nýtingu kjarnorkunnar í friðsam legum tilgangi. Þetta hefur tek- izt með sívaxandi aðgæzlu og sam vinnu öryggisdeilda fyrirtækisins og fulltrúa lækna og heilsu- gæzlumanna, er á vegum þess starfa. Öryggig er fyrir öliu. E. D. Starkweather, sem fjall- ar um málefni starfsmanna fyr- irtækisins, lýsir stefnu og mark- miði fyrírtækisins í þessu efni með svofelldum orðum: „Heilbrigðissérfræðingar okk- ar lækna ekki sjúka En hlutverk þeirra er að vernda starfsmenn okkar fyrir hvers konar hættum á vinnustað. Þeir eiga að girða fyrir að slys geti orðið Við reynum að bægja hættunum frá. áður en þær verða að veruleika Og hér er ekki um það að ræða að einstakur starfsmaður ráðist til a'.lögu við vandamál — — — hver slíkur starfsmaður í hverri deild fyrirtækisins nýtur fyllsta Framh á 15. síðu « 1 TÍMINN, miðvikudaginn 21. ágúst 1963 —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.