Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 5
 - ■ ■ STUTTAR FRÉTTIR RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON TÍMINN, fimmtudaginn 3. október 1963 ■ . ■ Nokkrir leikir fóru fram í ensku knattspymunnl á mánu- dag og þriðjudag. Úrslit urðu þessi: 1. deild: Blackpool—Fulham 1—0 Bumley—Blackburn 3—0 Ipswich—Bolton 1—3 2. deild: Northampton—Leeds 0—3 Rotherhiam—Southampton 2—3 Scunthorpe—Leyton Or. 0—0 Swindon—Charlton 2—2 STIGAKEPPNIN Þa8 er mjótt á mununum í stiga- keppninni um Reykjavíkurstyttuna, sem reykvísku knattspyrnufélögin keppa um innbyrðis. Nú er flest öllum l.eikjum lokið i yngri aldurs- flokkunum — og siðustu leiklrnir fara fram um næstu helgi. Fram hefur enn þá forustu, leiðir með 7 ítiga mun. KR er alveg á hælun- um, en Valur, sem er i þriðja sæti, er talsvert fyrir neðan. Það eru sterkar líkur fyrir því, að KR vinni styttuna að þessu sinni. KR á óioklð 5—6 leikjum, en Fram aðeins einum. KR á m.a. eftir að leika úrslitaleik í bikarkeppninni, úrslitaleik í 2. flokki við Keflvík- inga, úrslitaleik í 5. flokki vlð Fram — og leiki við Víking í 4 flokki. Þess má geta, að ef svo kynni að fara, að Fram sigraði i stiga- keppninni að þessu sinni, vinnur Fram styttuna til eignar. Vetrarstarfsemi Ár- menninga að hef jast Ármenningar eru um þess- ar mundir að hefja vetrar- starfið í hinum ýmsu deildum félagsins og verður starfsemin að venju umsvifamikil. Næstu daga byrja þrjár deildir æf- ingar í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu. Það eru fimleikadeild, frjáls- íþróttadeild og glímudeild. í þessum þremur deildum gefst ungum sem gömlum, tækifæri til að iðka viðkomandi íþrótta areinar undir handleiðslu reyndar og hæfra þjálfara. Aðalþjálfari í fimleikadeild verður Þórir Kjartansson, í frjálsíþróttadeild Arthur Ól- afsson og í glímudeild Sigurð- ur Jóhannsson. Hér á eftir verður vikið að starfsemi hverrar deildar út af fyrir sig. Fimleikadeild Fimleikadeild Ármauns er að hefja vetrarstarfið og verður starf semin mjög fjölbreytt og umsvifa mikil. Æft verður í tveim flokkum karla í vetur, 1. og 2. flokki, og er xfingatimi þeirra á þriðjudögum og föstudögum kl. 8—10,30 síðdeg- is í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson ar við Lindargötu. Þjálfari flokk- anna verður ungur íþróttakennari, Þórir Kjartansson. sem er n.ýkom- mn heim frá framhaldsnámi við iþróttaskóla í Danmörku. Æfingar í karlaflokkunum hefjast annað kvöld, föstudag. Væntanlegir þátt- ‘akendur eru beðnir að skrá sig í æfingatímunum. Stúlknaflokkur Fimleikastúlkur Ármanns hafa áunnið sér mikið og gott álit und- anfarið með sýningum, er vakið — Fimleikadeild, frjálsíþrótfadeild og glímudeild byrja æfingar næstu daga. hafa mikla athygli í vetur verða tveir stúlknaflokkar við æfingar, annar fyrii þær sem lengra eru Komnar, en hinn fyrir byrjendur. Æfingatímar verða á mánudögum kl. 7—8, miðvikudögum kl. 8— J0,30 og föstudögum kl. 8—9 síð- deigs. Nánar verður tilkynnt síð- ar hvenær æfingar stúlknanna hefjast. Frúarleikfimi Þá mun fimleikadeild Ármanns gangast fyrir frúarleikfimi í leik- fimisal Breiðagerðisskólans í vet- ur, eins og undanfarið. Húsmæður kunna vel að meta þennan þátt starfseminnar, og hefur aðsókn verið geysimikil. Kennari verður Halldóra Árnadóttir. sem kennt hefur frúarflokknum við miklar vrnsældir síðastliðna þrjá vetur. Æfingatímar verða mánudaga og fimmtudaga kl. 8,15—9 s.d. - Kennsla hefst n.k. mánudag. Old h- - í vetur verða emmg æfingar hjá „old boys“-flokki á vegum Ár- manns. Slíkar æfingar nutu mik- illa vinsælda hjá félaginu fyrir fá- um árum, en þær hafa legið niðri sökum kennaraskorts s.l. tvo vet- ur Æft verður á þriðjudögum og íöstudögum kl. 9—10 s.d. í fþrótta húsinu við Lindargötu. Tilkynnt verður síðar ''■■»•'“• ^f’ngarnar tiefjast Dreng!" Þá tekui fimleikadeild Ármanns upp það nýmæli að koma á fim- leikaæfingum fyrir unga drengi. ívennt 'ærður í leikfimisal Laug- arnesskólans, og verður Skúli Magnússon kennari. Æfingatímar vcrða tilkynntir innan skamms. Frjálsíþróttadeild Æfingar hjá frjálsíþróttadeild- nni hefjast næstu daga. Æfingar verða í íþróttahúsi Jóns Þorsteins Framhald á bls. 6. • Á iaugardaginn fór fnam landsleikur áhugamannaiands- liða írlands og Englands og var leikurinn háður í Belfast. Irskia liðið kom mjög á óvart og sigr- aði með 2:1 og var sá sigur sanngjarn. Englendingar mis- notuðu þó vítaspyrnu. (Þess má geta, að enska liðið var Hær hið samia og sigraði ís- iand í Óiympíukeppnlnni með 10:0 í tveimur ieikjum. Aðeins tvær breytingar voru gertSar á brezka liðinu frá leiknum við ísiand á Wimbledon. Fimleikadeildin hjá Ármanni hefur staðið með miklum blóma siðustu ár. — Hér að ofan eru nokkrar svipmyndir frá æfingum hjá deildinni. Vestur-Þjóðverjar hafa gert mikiar breytingar á fyrirkomu Iagi deildakeppninnar í knatt- spyrnu. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á, að land. inu hefur verið skipt í fjórar deildir „lígur“ t.d. norðurdeild. suðurdeild og svo framvegis. Nú hafa hins vegar verið stofn aðar deildir eins og í fiestum öðrum Iöndum og leika 16 beztu lið Vestur-Þýzkalands í 1. deild inni. Þess má geta, að Hoistein- Kiel, sem lék hér s.l. sumar, er í 1. deiid. Þessi breyting hef ur hiaft mikil áhrif hvað áhorf endafjölda snertir og þess má geta, að fyrsta keppnisdaginn voru áhorfendur yfir eina millj. á 1. deildar Ieikjunum. Myndin til hliðiar er af markverðinum Torwart Zingraf, iniarkverði Saarbriieken, en þrátt fyrir snilldarmarkvörziu hans gegn þýzku meisturunum. Borussia Dortmund, tókst honum ekki að koma í veg fyrir tap liðs síns 2:4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.