Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 15
UNDRAKARTÖFLUR
Framhald af 1. síðu.
hvfla garðana í 8—10 ár eða með
því að rækta kartöflur, sem eru
cnæmar fyrir hnúðorminum. Kar-
töfluræktarmenn á þessum slóðum
hafa því mikinn áhuga á starfi
Finars.
Einar sýndi okkur uppskeru á
kartöfluafbrigði, sem hann hefur
nú ræktað í sex ár og hefur í sér
mótstöðueiginleika gegn hnúðormi.
Hann æxlaði fyrst saman rauðar
íslenzkar kartöflur og kartöflur
frá Perú, sem hafa í sér þennan
eiginleika, en síðan hefur hann
þróað þetta afbrigði frá ári til
árs, og nú gefur það af sér sæmi-
legair matarkartöfliir. Þetta af-
brigði, sem komið er af svonefnd-
um Ólafsrauðum og Perúkartöfl-
um, hefur reynzt bezt, en annars
hefur Einar gert tilraunir með um
34 afbrigði og höfðu fimm þeirra
mfkla mótstöðuhæfileika gegn orm
inum. Einar kvaðst vona, að eftir
nokkur ár yrði þetta afbrigði orð-
ið að allgóðum matarkartöflum.
Þá sýndi Einar okkur stórar og
failegar bartöflur, sem hann kall
a oi steikarakartöflur. Þær hafa einn
ig í sér mðtstöðueiginleika gegn
hnúðormi og eru afbrigði af amer
ískum steikarakartöflum og is-
lenzkrl tegund. Steikarakartöflur
þurfa að hafa sérstakt mjölvainni-
hald og hafa ekki verið ræktaðar
hérlendis fyrr. Hótelin hafa kvart-
að sáran undan því, en nú hefur
Einar ræktað slíkar kartöflur. sem
eiga vel við íslenzkan jarðveg og
eru góðar til steikingar. Þær vaxa
sérstaklega vel í sandblendnum
jarðvegi, og til marks um þá góðu
uppskeru, sem þær gefa, fékk
Einar 360 tunnur á hektarann í
haust, og var aðeins 6% af því
smælki og skaddaðar kartöflur.
Þetta afbrigði er snemmþroska og
með ræktun þess mundi fást góð-
ur sumarmárkaður.
Þá hefur Einar ræktað kartöflu-
afbrigði, sem er bæði ónæmt fyr-
ir hnúðorminum og kláða, en þessi
síðarnefndi kartöflusjúkdómur er
algengur í sandjarðvegi hérlendis
og herjar einkum á Eyrarbakka og
Stokkseyri og lágsveitum Suður-
Jands. Kláðaónæmið er fengið frá
svonefndum Ontariokartöflum úr
fslendingabyggðunum kringum
Winnipeg, en þar er mikill kláða-
jarðvegur. Afbrigði þetta er í með
aflagi fljótþroska og sæmilegt til
matar.
Einar hefur einnig æxlað sam
an gullauga og rauðar íslenzkar
og fengið við það góðar matarkart-
öflur, meðan þær eru nýjar, en
þær eru ekki góðar tfl geymslu.
þar sem í þeim verður of mikil
sykurmyndun. En Einar sagði, að
með því að æxla þeim oftar hlytu
að fást góðar kartöflur.
Loks skal getið eins afbrigðis,
sem við fengum því miður ekki
að sjá, en það eru bláar kartöfl-
ur. Upprunalega foreldrið er frá
Perú, tekið úr þúsund metra hæð
yfir sjávarmáli, og eru að því
íeyti ágætar, að þær þola tals-
vert frost, en eru því miður bragð
vondar. Eraar æxlaði þeim saman
við rauðar, íslenzkar, en hefur
hug á að æxla því afbrigði til gull
auga. Grasið blómstrar fallega blá
um blómum, en uppskeran og lítil.
f fyrra féll grasið ekki fyrr en um
20. nóvember.
Einar hefur unnið alla sína tfl-
raunastarfsemi án styrks frá ís-
lenzkum aðilum. hann kvaðst hafa
leitað eftir styrk til þess, meðal
annars hjá Vísindasjóði, en verið
synjað. Hann hefur samband við
vísindastofnanir í öðrum löndum,
sendir þeim sín afbrigði og fær
ör.nur í staðinn. í haust hefur
hann sent nokkur afbrigði til
Þýzkalands, Hollands og Englands,
og þegar við heimsóttum hann í
bílskúrinn, var hann að undirbúa
sendingu á 30 afbrigðum til Vís-
indaakademíunnar í Bandaríkjun-
um.
FISKIRÆKT
Framhald af 1. síðu.
veiðiréttindi fylgja.
Þá kvað veiðimálastjóri laxi fara
almennt fækkandi um allan heim,
og væri ástæðan sú, að komið væri
fyrir rafstíflum í fjölmörgum ám,
þar sem lax hefur áður gengið upp
og hrygnt. Nefndi hann sem dæmi
eina af mestu iaxveiðiám Svíþjóð-
ar, þar sem nú væru 14 til 15 stífl-
ur og enginn lax lengur.
Einu sinni voru einnig margar
laxveiðiár á austurströnd Bandaríkj
anna, en nú er þar aðeins lax í
tveimur eða þremur ám, en laxinn
var meira að segja í Hudson-fljót-
inu, sem rennur í gegnum New
York. Sama máli gegnir víðs
vegar annars staðar í heiminum.
Rín var t. d. mikil laxveiðiá, og
Thames í Englandi, en á báðum
stöðum er laxinn dauður. En það er
annað en rafstíflur, sem drepur lax
inn. Óhreinindi £ ám gera út af við
hann, því bæði laxar og silungar
eru mjög viðkvæmir fyrir öllu
sl£ku. Þar sem mikið er um iðnað
rennur úrgangur frá verksmiðjun-
um oft á tíðum út í árnar, og getur
hér verið um ýmis konar eiturefni
að ræða auk þess sem öll önnur
óhreinindi fara illa með laxinn. Hér
hafa verið nokkur brögð að því,
að sláturhús hafa látið úrgang
renna út £ ár, og hefur þess verið
farið á leit við þau, að þv£ verði
hætt, en þó virðist nokkur misbrest
ur vera á þvi, að eftir þessu hafi
verið farið.
Hér hefur að undanförnu orðið
vart við lax á stöðum, þar sem
hann þekkist ekki áður. Laxinn er
kominn í ár á Vestfjörðum, og hann
hefur lika fengizt við ísafjarðar-
djúp, en þar hefur hann ekki verið
til skamms tíma, og i öðrum ám
hafa nýir laxastigar orðið til þess
að laxinn hefur hafið göngu sína
i þær.
Veiðimálastjóri lagði mikla á-
herzlu á, að i tíma yrði farið -að
hugsa um hreiníæti við árnar hér-
lendis, til þess að hægt yrði að
koma í veg fyrir tjón, sem gæti
orðið á síðar meir.
.......
Hér kemur mynd af risaskjaldbökunni, sem veiddist á Steingrímsfirði í fyrradag, Einar Hansen, eigandi henn.
ar, stendur hjá henni í fjörunni. (Ljósmynd: Jónas Jónsson).
SMYGL Á VELLINUM
Framhalö ai 16. síðu
á kvöld. Ólafur kvaðst ekki geta sagt
um, hversu mikið verðmæti um væri
að ræða, en blaðið frétti, að það
væri ufir 50 þúsund krónur.
Blaðið átti í kvöld tal við Björn
Ingvarsson lögreglustjóra á Kefla-
víkurflugvelli um smyglmál þetta.
Hann kvað málið enn á rannsóknar-
stigi og því l'ítið um það að segja
fram yfir það, sem áður er greint
frá. Hins vegar kvað hann það
mundu liggja ljósara fyrir á morgun,
um hve mikið verðmæti hér væri að
ræða.
SÍMAVÆNDI
Framhalc aí bls. 3.
ráðuneytisins, vegna afskipta Ind-
verjans af málinu.
Að því er Ritzau-fréttastofan
segir mun indversku uta.iríkis-
þjónustunni verða send áminning,
en ekki mun sendiráðsstarfsmann
inum verða vikið úr stöðu. Reynd-
ar fór hann til Indlands hinn 1
ágúst, en af öðrum ástæðum en
þeim, er hér er sagt frá.
Dyraverðirnir tveir, sem hand-
teknir voru í dag, heita Camlo-
lotto Gregersen, 57 ára og Freddy
Jensen 44 ára, en áður hafði lög-
reglan handtekið þriðja manninn,
e'ns konar „alltmuligmann'1, en
margar stúlknanna bjuggu hjá
honum. Tvímenningarnir játuðu
að hafa verið mflligöngumenn í
símavændinu ,og hefðu þeir stuhn
um veitt stúlkunum og vinum
þeirra aðgang að hótelherbergjum
fyrir störf sm.
Hins vegar neituðu þeir að hafa
tekið nokkra þóknun fyrir aðstoð
sína. Ekki sögðust þeir tvímenn-
ingar hafa neitt grennslazt fyrir
um aldur stúlknanna, sem vændið
stunduðu.
HAFA LÆRT
FramhalJ ai 16. síðu.
eru ekki sérlega margir.
— Er nokkuð sérstakt, sem þér
furðuðu yður á hér á landi?
— Já. Á Grænlandi er venjan
að húsmóðírin taki á móti gestum
með manni sínum, þegar þá ber að
garði. Hér tók venjulega aðeins
húsbóndinn á móti okkur, og við
sáum varla konuna. Það er álitið
tákna, að konan vilji ekkert með
gestina hafa, ef þetta gerist heima
hjá okkur. En svo var okkur sagt,
að svona væri þetta hérna, og
þetta væri ekki vegna þess, að
konan hefði ekki viljað fá okkur
í heimsókn. /
— Eg varð líka undrandi, þegar
ég sá hvað hér er lítið af stein-
um. Heima er allt í grjóti, og þótt
aðeins sé hreinsuð smáspilda, kem
ur af henni hefl steinahrúga, og
veldur þetta miklum erfiðleikum
við alla ræktun.
— Við höfum öll haft mikið
gagh af þéssafi ferð, og 'ég veit
'fyrir víst,"áð mörgu'vefður'bré'ýtt
þegar heim kemur.
JÁRNPLÖTUR FUKU
Framhaió ai 16. síðu
hæð voru unglingar í svefnher
bergi, þar sem járnplötur komu
inn um gluggann. Sem betur fór
sakaði engan, en plöturnar stór-
skemmdu rúm og annan húsbún-
að, og í stofunni skemmdust sófi,
stóll og borð og gólfteppið. Þá
urðu miklar skemmdir af vatninu,
sem lamdist inn um brotna gl'ugg-
ana, og í morgun var heimili Run-
ólfs eins og eftir loftárás. Þeir
Runólfur og Þórður eru báðir með
heimilistryggingar, en vafi leikur
á, hvort þeir fá tjón sitt bætt.
Þykir mönnum harla undarlegt og
hart að göngu, ef svo verður ekki.
Þá fauk þakið af nýju íbúðar-
húsi í Tröð í Fróðárhreppi, en það
var byggt upp eítir bruna í fyrra.
í Tröð býr Ragnheiður Skarp-
héðinsdóttir, ekkja, sem missti
mann sinn í fyrra.
Hluti af þaki síldarverksmiðj-
unnar fauk í veðrinu, og þar urðu
skemmdir á mjöli, sem eftir er
að kanna. Vigfús Vigfússon tré-
smiður, var nýbúinn að slá upp
mótum fyrir nýju trésmíðaverk-
stæði skammt fyrir innan þorpið,
en mótin féllu sem spilaborg, og
var engin spýta uppistandandi í
morgun. Vélbátarnir Baldur og
Tindafell slitnuðu frá bryggjunni
og rak upp, en þeir eru óskemmd-
ir. Nýja hafnarmannvirkið
skemmdist ekkert. Þetta er_ eitt
mesta sunnan ofviðri, sem Ólafs-
víkingar muna, en klukkan 10 í
morgun var komið logn.
Blaðið lalaði við mann á Hellis-
sandi í dag, en þar hafði ekki
orðið tjón. Hins vegar var tölu-
vert rok þar í nótt. Húnbogi Þor-
steinssori i Grafarnesi sagði, að
þar hefði verið stinningshvasst, en
ekkert tjón.
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Framhala af 16. síðu.
og kórar. Alls voru flutt 74 tón-
verk, þar af 11 eftir 8 íslenzka
höfunda. Aðsókn var ágæt, og
segja má að fullt hús hafi verið á
öllum tónleikunum.
Fyrstu tónleikarnir á þessum
vetri verða í Háskólabíói 10. okt.
og eru þeir nokkurs konar af-
mælistónleikar til heiðurs dr. Páli
ísólfssyni, sem verður sjötugur 12.
október. Þarna verða flutt 5 söng-
lög með hljómsveitarundirleik
eftír dr. Pál, og syngur Guðmund-
ur Guðjónsson óperusöngvari ein
söng. Þá leikur Ketill Ingólfsson
píanóleikari einleik í Konzert-
stiik fyrir píanó og hljómsveit
eftir Weber, og að lokum leikur
sveitin Sinfó'níu nr. 8 í G-dúr
eftir Dvorák.
Ýmsir þekktir menn og konur
koma fram á hljómleikunum í vet-
ur, og má nefna Erling Blöndal
Bengtsson, sem leikur einleik á
öðrum '{órfleikum. Síðar í~ velur
kemur hingað söngkonan Betty
Allen, sem áður hefur sungið hér
á landi, og einnig eru líkur á því
að Rudolf Serkin komi hingað
og leiki með sveitinni.
Á morgun hefst sala ársmiða á
tónleikana, og ganga þeir fyrir
fram á mánudag, sem keyptu slíka
miða í fyrra. Verð miðanna verð-
ur 980 kr., 840 kr., og 560 kr., og
spara menn verð tveggja miða,
með því að kaupa þessa heilsárs-
miða, en verð lausra miða er 70,
60 og 40 kr.
O’Duinn hljómsveitarstjóri er
aðeins tæpra 22 ára gamall. Hann
hefur verið hljómsveitarstjóri um
tveggja ára skeið, en sagði á fundi
með blaðamönnum í dag, að
stærsti óvinur hans nú væri ald-
urinn. Hann eltist ekki nógu fljótt,
og þótti honum þetta óréttlátt, því
hann gæti því ekki ráðið sjálfur.
O’Duinn hefur stjórnað einu sin-
fóníuhljómsveit írlands, sem er
rekin af írska útvarpinu, eins og
sú íslenzka, en leikur þar a^ auki
í óperunni og á opinberum hljóm-
leikum. f henni eru 68 menn, en
flestir hafa þeir verið 90 undir
stjórn hins unga st'jórnanda.
Sinfóníuhljómsveitin mun koma
fram í fjölmörg skipti í útvarp-
inu í vetur, 15—20 sinnum sem
sjálfstæður dagskrárliður, en í
fyrra kom hún alls 165 sinnum
fram í útvarpinu, þegar með voru
talin einstök lög, sem sveitin lék.
Víðivangur
um, sem fram hiafa komið í
blaðaskrifum um Búnaðarbanka
málið svonefnda og verðbréfa
söluna í landinu. Alnniinjnigur
tekur undir þessa kröfu Tím-
ans. __________
ÓTRÚLEGAR UPPHÆÐIR !
Framhalu af 16. síðu
ari stefnu verður að hverfa. Hún
leiðir til ófarnaðar. Enn halda
stjórnarblöðin þó áfram að tönn
last á því að „viðreisninni" verði
að halda áfram.
Reykjavík, 2. okt.
í dag varð 13 ára drengur, Ólaf-
ur Helgason, Vitastíg 15, fyrir bíl á
Njálsgötunni. Hann var fluttur til
rannsóknar á Slysavarðstofunni
f hvassviðrinu síðast liðna nótt
vildi það til í Hafnarfirði, að véi-
báturinn Laugi, GK 207, sökk og
brotnaði nokkuð, þar sem hann lá
bundinn við syðri hafnargarðinn.
Eiginkona mín
Guðbjörg Sigurðardóttir
frá Árkvörn,
andaðist á sjúkrahúsinu Selfossi 1. okt, — Jarðarförin fer fram
frá Hliðarenda í Fljótshlíð, laugardaglnn 5. okt. og hefst kl. 2 e.h
Sæmundur Jónsson, Hellu.
Innilegar þakkir færum við öllum, sem veittu hjálp og sýndu
samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, fósturföður og afa:
Ágústar Guðmundssonar
Sæbóli, Ingjaldssandi,
Sérstaklega þökkum við sambýlisfólki á Ingjaldssandi fyrir þeirra
miklu aðstoð og hluttekningu.
Elísabet Guðnadóttir, Steinunn Ágústsdóttir,
Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson,
Jónína Ágústsdóttir, Pétur Þorkelsson,
Sólveig Jónsdóttir, og barnabörn.
Maðurinn minn
Gísli Jónsson
frá Hnappavölium, Öræfum,
lézt að St. Josepsspítala, Hafnarfirð! 2. október s.l. — Jarðarförin
ákveðin siðar.
Guðný Pálsdóttir.
TIMINN, fimmtudaginn 3. október 1963
15