Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 8
4. kjördæmaþing Framsóknar-
manna í Vesturlandskjördæmi
•• __•_■ :_:_—_ • ■ ••••■ ' .•---
LAUGARDAGINN 14. sept., var
sett og haidið fjórða kjördæmis-
þing Vesturlandskjördæmis í fund
arsal Kaupfélags Borgfirðinga,
Gunnar Grimsson, formaður sam
bandsins setti þingið með stuttu
ávarpi.
Samkvæmt uppástungu for-
manns voru eftirtaldir menn kosn
ir starfsmenn þingsins:
Forsetar: Þórir Steinþórsson,
skólastjóri í Reykholti; Þórhallur
Sæmundsson, bæjarfógeti, Akra-
nesL
Rltarar: Húnbogi Þorsteinsson.
kaupfélagsstjóri, Grafamesi; Krist
mundur Jóhannesson, kennari,
Giljalandi, Dalasýslu.
Þingið satu 40 kjörnir fulltrúar
alþingismenn kjördæmisins og
nokkrir aðrir gestir.
Formað'ur flutti skýrslu um
störf sambandsins á árinu, og al-
þingismennirnir, Ásgeir Bjama-
son og Halldór E. Sigurðsson,
fluttu ávörp.
Alexander Stefánsson, Ólafsvik,
skilaði áliti stjórnmálanefndar, og
var það svohljóðandi:
„Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Vesturlandskjördæmi,
haldið í Borgarnesi laugardaginn
14. sept. 1963, færir fólki í kjör-
dæminu innilegar þakkir sínar fyr
ir veittan stuðning við Framsókn-
arflokkinn í síðustu kosnigum. —
Jafnframt lýsir kjördæmisþingið á-
nægju sinm yfir þeim árangri, sem
náðist þar sem flokkurinn jók veru
lega fylgi sitt í kjördæminu, og er
nú óumdeilanlega langfjölmenn-
asti stjórnmálaflokkurinn í Vestur
landskjördæmi.
„Kjördæmisþingið brýnir fyrir
stuðningsfólki Framsóknarflokks-
ins í kjördæminu. að vinna áfram
svo ötullega að vexti flokksins, svo
sem það hcfur gert á undanfömum
ámm, og þá mun takast fyrr en
síðar, að ná því takmarki, sem
stefnt er að um þingmannatölu
flokksins hér í kjördæminu. Þá
vill kjördæmisþingið lýsa ánægju
sinni yfir fylgisaukningu Fram-
sóknarflokksins í kosningunum yf-
irleitt, og þeirri fjölgun er varð í
þingflokki Framsóknarmanna. —
Kjördæmisþingið lýsir þeirri skoð
un sinni, að fylgisaukning Fram-
sóknaiflokksins í síðustu alþing-
iskosningum sé árangur af bar-
áttu flokksms í stjómarandstöðu.
Jafnframt er hún ótvíræður stuðn
ingur við þá þróttmiklu sjálfstæð
is- og framfarastefnu, sem síð-
asta flokksþing markaði með á-
lyktunum sínum.
„Kjördæmisþingið lýsir eindreg-
ið fylgi sinu við þá stefnu. sem
þar var irörkuð, og lýsir trausti
sínu á alþingismenn og aðra for-
ystumenn flokksins til að fram-
kvæma hana. Kjördæmisþingið vill
sérstaklega undirstrika, að það
treystir Framsóknarflokknum til
að fylgja fast eftir og vera vel á
verði, um eftirfarandi atriði:
1. Að vernda sjálfstæði landsins
og afsala í engu réttindum
þess. K’ördæmisþingið leggur
áherzlu á það, að í samskiptum
og samstarfi við aðrar þjóðir,
gæti fslendingar fyllstu varúð
ar, en komi fram með einurð
og festu.
2. Að undirstaða velmegunar og
bættra lifskjara er öruggur at-
vinnurekstur, þróttmikil upp-
bygging og stöðugar framfarir.
Kjördæmisþingið telur brýna
nauðsyn að hverfa þegar frá
þeirri stefnu, sem núverandi
ríkisstjórn hefur fylgt og sem
skapað hefur óðáverðbólgu, og
stórauknar álögur á atvinnuveg-
ina. Bendir þingið á máli sínu
lil stuðnings. ályktanir síðasta að-
alfundar Stéttarsambands
bænda og Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Kjördæmisþingið
heitir á þingmenn Framsóknar-
flokksins, að vinna ötullega að
því, að treysta grundvöll at-
vinnulifsins í landinu og allra
framkvæmda, meðal annars því,
að draga úr og fella niður álög-
ur á atvmnuvegina svo sem með
lækkun vaxta, niðurfellingu á
sérstökum skatti á bændur,
lækkun á útflutningsgjöldum á
sjávarút v'egsframleiðslu o .fl.
Og að ekki verði gengið á hlut
samvinnufélaga svo sem nú er,
og að tekið verði fullt tillit til
þeirra við úthlutun stofnlána
og árlegra rekstrarlána í þjóð-
bönkunum.
Enn fremur leggur þingið á-
herzlu á það, að tækni og vísind-
um verði beitt í enn ríkara mæli
í þágu atvmnuveganna. Unnið yrði
„ð atvinnuhagræðingu. þannig að
lauþegi, og vinnuveitandi beri sem
mest úr býtum.
Kjördæinisþingið leggur áherzlu
á að Framsóknarflokkurinn fylgi
fast eftir um framkvæmd stefnu
sinnar í samgöngumálum, raforku-
niálum og um rannsókn og not af
jarðhita o. fl.
Þá leggur þingið áherzlu á það,
að stefnt sé að því að atvinnu-
mennta- og vísindastofnanjr verði
reistar sem víðast um landið eftir
bví, sem aðstæður leyfa og fram-
kvæmdir a vegum ríkisins stuðli
sem mest að jafnvægi í byggð
’.andsins
Álit Allsherjarnefndar, sem
emnig var samþykkt, var borið
fram af Aiexander Guðbjartssyni,
svohljóðandi:
„Kjördæmisþingið lýsir eindregn
um stuðningi við kröfu bændasam-
takanna urn verðlagsmál þeirra frá
síðasta stéttarsambandsþingi. —
SbnjuleiðisJ telur þinglð: áð ITram-
sóknarflokkurinn þurfi að vinna öt
uilega að bættri aðstöðu bænda í
iaunamálum.
a Með því að lánstími fastra lána
lána verði lengdur til mikilla
muna,
b. með því að vextir verði lækk-
aðir.
c. með því að bætt verði til muna
aðstaða ungra manna til bústofn
unar, t. d. með sjóððstofnunum,
sem láni til langs tíma með lág-
um vöxtum.
Kjördæmisþingið mótmælir ein-
dregið því, að bændur séu sjálfir
■átnir byggja upp lánasjóði sina og
vill brýna það fast fyrir þingmönn
um Framsóknarflokksins að vinna
aö breytingum á gildandi lögum
i® stofniánadeild landbúnaðarins.
Þá skorar einnig á þingmenn
flokksins að vmna að því, að dreg-
ið verði úr útflutningsgjöldum
siávarútvegsins og létt til muna
á vaxtagreiðslum rekstrarlána,
enn fremur yrði unnið að því að
iðnaðurinn fái rekstrarlán hliðstæð
því. sem hinir aðalatvinnuvegirnir
nú fá.
2. Kjördæmisþingið telur að Fram
sóknarflokkurinn þurfi að vinna
ötullega að bættum kjörum þess
flokks til sjávar og sveita, sem
vinnur að öflun þeirra verð-
mæta, sem þjóðarbúið hefur með
að fara.
3 Kjördæmisþingið telur að allar
þær tekjur, sem ríkissjóður nú
hefur af umferðinni á vegum
iandsins ættu að fara óskiptar
til uppbyggingar og viðhalds
þjóðvegakerfinu.
4. Kjördæmisþingið telur að enn
þurfi að leggja mikla áherzlu á
framkvæmdir í raforkumálum
kjördæmisins og einnig að auka
þurfi mjóg fjárveitingar til jarð-
hitarannsókna bæði hér í kjþr-
dæminu svo og landinu öllu.
Guðmundur Guðjónsson. Saur-
um, og Knstinr. B. Gíslason, Stykk
ishólmi, báru fram tvær tillögur
sem voru samþykktar:
1. „Kjördæmisþing Framsóknar-
manna i Vesturlandskjördæmi
lítur svo á, að frá þjóðmenning-
arlegu sjónarmiði sé mikið í
húfi með að búseta haldist um
sveitir landsins".
2. „Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Vesturlandskjördæmi
14. sept 1963 lýsir enn yfir
fylgi sínu við niðurlagningu her
stöðva hér á landi sem annars
staðar, og er þar af leiðandi mót
fallið hvers konar aukningu her
stöðvabúnaðar hér á landi”.
KOSNINGAR.
Snorri Þorsteinsson. Hvassafelli,
var einróma kjörinn formaður kjör
dæmasambandsins. Aðrir í stjórn,
kosnir cftir tilnefningu:
Bjarni Th. Guðmundsson, Akra-
nesi.
Jón Þórisson, Reykholti.
Guðmundur Gíslason, Geirshlíð,
Dalasýslu.
Steinþór Þorsteinsson, Búðar-
dal.
Stefán J. Sigurðsson, Ólafsvik.
Alexander Stefánsson, Ólafsvik.
Varamenn:
Sigurdór Jóhannesson, Akran.
Jón Magnússon, Melaleiti,
Jósef Jóhannesson, Giljalandi.
Georg Hermannsson, Borgarn.
Bjarni Guðráðsson, Reykholts-
dag.
Kristinn B. Gíslason, Stykkis-
hólmi.
Jón Einarsson, Borgarnesi.
Endurskoðendur voru kjörnlr.
Jón Sigurðsson, Borgamesi; Jak
ob Jónsson, Varmalæk.
Varamenn.
Páll Guðbjartsson, Bifröst.
Magnús Óskarsson, Hvanneyri.
í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins voru kjömir:
Þórhallur Sæmundsson, Akran.;
Ingimundur Ásgeirsson, Hæli;
Sverrir Gislason, Hvammi; Guð-
mundur Hjálmarsson, Skriðu-
landi; Gunnar Guðbjartsson,
Hjarðarfelli; Sigurður Haralds-
son, Stykkishólmi; Snorri Þor-
steinsson Hvassafelli.
Varamenn:
Guðmundur Bjömsson, Akran.;
Guðm. Brynjólfsson, Hrafna-
björgum. Þórður Pálsson. Borg-
arnesi; Hjörtur Einarsson,
Hundadai; Alexander Stefáns-
son, Ólatsvík; Þorsteinn Ragnars
son, Akranesi; Sigurður Þórólfs-
son, Fagradal.
Einar Þórðarson
Skeljabrekku
í ÆSKU minni var hlakkað tii
þess tíma er göngur og réttir hóf-
ust. Aldrei var meiri hreyfing á
öllu í sveitinni en við leitir, réttir,
smalamennskur, fjárkaup og fjár-
rekstra og alls kyns ferðalög í sam-
bandi við réttirnar.
Það var á þessum árstima er ég
sá. fyrst Einar á Brekku, eins og
hann var kallaður í ungdæmi mínu.
Hann var þá á ferð vel ríðandi oft-
ast með tvo tíl reiðar, sat vel á
hesti, teygði hesta vel á skeiði og
fór oft geyst. Hann var þá á bezta
aldri, meira en meðalmaður á hæð,
þéttvaxinn og vörpulegur á velli,
hress í máli, en þó hógvær í tali,
svipurinn alvarlegur og festulegur,
en bar þó vott góðlátlegrar kímni
annað veifið, hæglátur, en þó á-
kveðinn í öllum hreyfingum.
Þannig man ég fyrst eftir Einari
Þórðarsyni frá Skeljabrekku og
þessi minning er mér efst í huga er
ég sting niður penna til að minnast
hans með nokkrum orðum, mitt í
önnum sveitamanna við göngur og
réttir.
Fyrir þrjátiu árum kynntist ég
honum aftur. Þá var hann afgreiðslu
maður hjá Olíuverzlun íslands við
Vesturgötu, en ég var þá á rölti
sem götulögregluþjónn við höfnina
eða i vesturbænum. Þau kynni
leiddu til margra ánægjulegra sam
verustunda og vináttu alla tíð síð-
an. Þá var hann byrjaður á því
hugðarefni sínu, sem hann varð
frægur fyrir og lengst mun halda
nafni hans á lofti, en það var að
safna og skrá vísur og kveðlinga
af vörum fólksins. Að þvi starfi
vann hann af mikiili alúð og at-
orku og bjargaði þannig miklum
menningarverðmætum frá glötun.
Vísnasafn hans, sem var orðið mik-
ið að vöxtum er nú geymt í Lands
bókasafni.
Vísan, þetta barnaglingur og
dægradvöl íslenzkrar alþýðu, þar
sem snjallar hugsanir eru tjáðar í
orðum, röðuðum og felldum í form
ýmissa bragarhátta, var yndi hans
og eftirlæti. Sjálfur var hann hag-
mæltur og hafði gaman af að varpa
fram stöku ef tækifæri bauðst.
Á sinni löngu ævi var Einar Þórð-
arson búinn mörgu að kynnast og
margt að reyna. Hann var fæddur
á Innri-Skeljabrekku í Andakíl 16.
m»rz 1877. Foreldrar hans voru
Þórður Bergþórsson, sem þar bjó
lengi og Guðrún Guðmundsdóttir.
Bæði voru þau Borgfirðingar og
Mýramenn í marga ættliði. Einar
ólst upp á Skeljabrekku og bjó þar
um aldarfjórðungsskeið, en fluttist
til Reykjavíkur 1926 og átti þar
heima síðan. Ungur kvæntist hann
í fyrra sinn Guðrúnu Jónsdóttur
frá Neðrahreppi, en missti hana eft-
ir stutta sambúð. Síðar kvæntist
hann Ragnheiði Jónasdóttur frá
Björk í Grímsnesi. Hún er dáin fyr-
ir nokkrum árum. Með henni eignað
ist hann eina dóttur, Guðrúnu, konu
Gústafs Hjartarsonar frá Grjóteyri.
Búa þau i Reykjavík. Áður en hann
kvæntist eignaðist hann eina dótt-
ur með Guðrúnu Magnúsdóttur frá
Miðvogi. Er það Hannesína Kristín,
er lengi var húsfreyja á Reynifelli á
Rangárvöllum, kona Tómasar Sig-
urðssonar frá Árkvörn.
Einar andaðist 18. september s.l.
og hafði þá lifað hálft sjöunda ár
hins níunda tugar. Hann var heilsu-
hraustur alla ævi og var andlega
fcraustur fram á síðasta ár, en mjög
farinn að líkamsþreki og kröftum.
Ég sá Einar Þórðarson fyrst í
réttunum í æsku minni. Ég sá hann
síðast um það bil er gamlir sveit-
ungar okkar voru farnir að hlakka
ti! rétta. Mér er hann enn minnis-
stæður eins og hann var, er ég
sá hann fyrst fyrir meira en hálfri
öld. Ég get vel hugsað mér hann
teygja gæðinga sína á skeiði í
réttirnar og raula fyrir munni sér
vísu, sem hann gerði eitt sinn á
efri árum:
Út er breiðj arminn sinn,
æsku þreyðir runnar.
Hulda seiðir huga minn
heim á leiðir kunnar.
Ég þakka honum fyrir margar
Framhald á 13. síðu.
LESTIN
[Eftir lát tveggja bekkjarbræðra við fimmtugsaldur]
Um troðning d.iúpan þokast lítil lest,
og leiðin styttist jafnt og þétt í hiaðið
Nú reiðir sá til höggs er hæfir sérhvern gest,
hann heggur einn — og tvo —, en lestin þræðir vaðið
Skati
fc
T í M I N N , fimmtudaginn 3. október 1963 —•