Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 13
Ouðm. T ryggvason læknir PRÁ Fossvogskirkju er í dag gerð útför Guðmundar Tryggvasonar, læknis, er Iézt í Svíþjóð þann 23. september s. L Guðmundur var sonur hjónanna Tryggva Samúelssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól'anum í Reykjavík árið 1951 og kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 5 árum síðar. Eftir að hafa gegnt tilskilinni lækn- isþjónustu í ýmsum héruðum úti á landi, hélt hann til framhaldsnáms í Sviþjóð. Þar dvaldist hann við nám og iæknastörf til loka hinnar stuttu ævi. Árið 1956 kvæntist Guðmundur eft- irlifandi konu sinni Kristjönu Guð- mundsdóttur, Björnssonar kaup- manns á ísafirði. Þau eiga tvö fal- leg og elskuleg börn; Ölmu Sigríði 6 ára og Gunnar Tryggva 3ja ára, Guðmundur var eindæma gáfaður hæfileikamaður. Mér fannst hann ævinlega geta alla hluti. Það var ekki aðeins það, að náms feriU hans væri glæsilegri en tíðk- ast um flesta aðra menn — hann ! átti næma hljómlistargáfu og mál- verkin hans sómdu sér við hlið verka mestu snillinga þegar honum tókst bezt upp. En nú er hann horf- inn aðeins 32 ára. Hinir hárfínu og viðkvæmu streng ir sálar hans eru brostnir. Þeim varð ekki bjargað — ekki einu sinni með hjálp mjúkra en styrkra handa ástrikrar eiginkonu. Okkur vinum hans og ættmenn- um þykja þetta grimm örlög. En vegir guðs eru órannsakan- legir. Það er líka sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. í þessu tilfelli er létt að trúa því. En eiginkonan, ungu saklausu börnin hans og foreldrarnir, sem öll nutu trausts og hlýju návistar hans, hvers eiga þau að gjalda? Við getum spurt, en við fáum ekkert svar. Guðmundur er horfinn sjónum okkar í bill En þegar drottinn hef- ur gefið okkur nægan styrk til að yfirstíga sorgina, þá kemur tími tilhlökkunar og eftirvæntingar, að mega eiga von á þvl, áð'hittá: hánn aftur annars lífs. Við kunningjarnir og ættingjar Guðmundar 'Tryggvasonar vitum hvað við höfum misst. En hvílíkt af hroð ísienzk læknavísindi hafa beð ið veit enginn og fær aldrei að vita. Með þessum fáu orðum vildi ég mega biðja guð að blessa minningu þína, vinur minn. G.S. Minning Framhald af 8 síðu ánægjulegar samverustundir s. 1. 30 ár og óska honum góðrar ferðar eftir skeiðvelli eilífðarinnar tU hinnar síðustu skilaréttar. Guðmundur lllugason. Einar Þórðarson var fæddur á Innri-Skeljabrekku í Borgarfirði 16. marz 1877 og átti að lífsferli, full 86 ár. Hann var af borgfixzk- um ættum og voru foreldrar hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hvít- árvöllum og Þórður Bergþórsson Gunnlaugssonar frá Vogatungu. Einar ólst upp hjá foreldrum sínum á Skeljabrekku, en þar bjuggu þau í félagsbúi við Jóhann bróffur Þórðar. Við búi tók Einar af Jóhanni, sem varð háaldraður maður, og bjó síðan a Skeljabrekku til ársins lff26 að hann fluttist til Reykja- vikur, seldi jörðina og keypti hús ið Njarðargata 7. Þar bjó hann æ síðan. Á Skeljabrekku var Einar nppvaxtarárin og öll beztu mann dómsárin og þaðan átti hann mikl ar minningar og góðar. enda bund mn Borgarfirði, hug og hjarta, þar sem hann þekkti hvern bú- rnda og vissi nokku deili á hverj- um manni. Einar bjó góðu búi á Skelja- brekku, iók búið og vann að jarða- bótum, hann var hestamaður og dýravinur og bjó vel að öllum sem hann umgekkst. Hann þekkti þolraunir bóndans á erfiðum ár- um og gleði uppskerunnar og hafði mikils að sakna þegar hann fór frá Skeljabrekku en ekki eru mér kunn tildrög þess að hann brá búi. Eftir að Einar fluttist til Reykja vikur, vann hann hjá Olíufélagi íslands samfleytt í 24 ár og lengst af við afgreiðslustörf. Einar var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir af Reykjaætt hún lézt eftir þriggja árg sambúð en þá opnaðist Einari sú und sem seint greri. Ekki áttu þau böm saman, en áður hafði Einar átti eina dóttur, Hannesínu Kristínu að móðurætt úr Skorra- dai. Seinni kona Einars var Ragn- heiður Jónasdóttir frá Björk í Grímsnesi, fjölhæf kona og list- hneigð og áttu þau eina dóttur bama. Guðrúnu Jóhönnu sem er gift kona ! Reykjavík. Einar missti seinni konu sína fyrir allmörgum ámm og baf því oit harm í hug við hlið heitra minninga. en allt slíkt var hulið h'ð innra. Faðir Einars var maður ættfróð- ui og fjölminnugur og móðir hans hagmæÞ og ljcðelsk og sameinuðu í heimilislífi þá menningarþætti sein vom kjarni alþýðumenntun- ar. þar var rr.ikið lesið á kvöldvök um, kveðið og sungið og vandist Einar þvi snemma rúnum rims og kveðandi og hélt sjálfur í heiðri þeim fómu dyggðum og safnaði síðan kvæðum og lausavísum al- þýðufólks allt sitt lif. Sjálfum lá Einari hagmælskan á tungu, og stóð hann því vel að vísnasöfnun að ætíð bjó hann í þjóðbraut. Að Skeljabrekku komu mjög margir, enda gestrisni þar ríkj- andi og viðræðugleði. Leið vertíð- armanna lá þar við túngarð og oft á vorin var lestin að sjá óslitin ’angar leiðir á leið til Akraness. Að Njarðargötu 7 var Einar einn íg í þjóðbraut þeirra fjölmörgu hagyrðinga og vísnavina sem sóttu höfuðborgina heim. Einar lætur eftir sig mikið safn alþýðukveð- skapar, eftir fjölmarga höfunda víðs vegar af landinu og er mjög til þess vandað um heimildir, en þar varð margs að gæta, að rétt væri frá sagt um höfunda. tildrög og fyrstu framsetningu, safnjð er inikill fræðaforði um líf fólks og liugarhræringar í sorg og sæld sem geymist vegna hins sígilda list forms stuðla málsins, ferskeytl- unnar. Einar frá Skeljabrekku var erf- ðisvinnumaður frá æsku til elli, vísnasöfnunin var því algjör hjá- verkavinna, sem gekk út yfir svefn og hvíld En nú er hans dýra safn geymt á Landsbókasafninu og á vafalaust eftir að verða rannsókn arefni þeim fræðimönnum sem ’esa sögu lands síns og þjóðar í kjöl. Því ferskeytlan túlkar tungu og þjóðlífið með al-íslenzku tungu- taki af óendanlegri fjölbreytni. Einari var ferskeytlan sem dýrt kveðnar vísur, hljómfall samrím- aðs máls, sú uppspretta, sem veitti huganum svölun og hlýju. Hann hafði kveðandi alþýðu- radda og flutning, sér við eyru og stuðlamál kjörorð í huga og átti þá ósk heitasta að skáldmæltir menn haldi áfram að vera hag- mæltir og gefi þjóð sinni vísur ;il að kveða, ljóð til að syngja. Eg mun ætíð minnast Einars frá Skeljabrekku eins og ég kynnt- 'Bt honum. Hann var vinfastur og viiðræðuhiýr.. Tryggvi Emllsson 2. síðan nákvæmlega skipulagðar. Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess, að gera kvik- myndir sem eru þannig, að fólki finnst, að bæði Ijósmyndarinn og leikstjórinn séu undrandi yfir arangrinum. Hinn fransk—ítalski leikstjóri vakti athygli fyrir það að gera svona myndir. Ein þeirra fjallaði um lif fólksins í fátæk- legustu sveitahéruðum Mið- Frakklands og önnur um geð- veiki, eins og hún er verst. Jean Rouch gerði mjög skemmtilega kvikmynd um líf Parísarbúa, bæði á götunni, í kaffihúsum og inni á heimilium, sú mynd var gerð sumarið 1960. Nú hefur ungur maður að nafni, Bertrand Bllier. vakið at- hygli með einkennilegri kvik- mynd, sem hann nefnir, Hitler- connais pas. eða, Við vitum ekki hver Hitler var. Hann fékk ell- efu pilt'a og stúlkur, hvaðanæva að úr þjóðfélaginu, til að segja frá sjálfum sér, foreldrum sínum, heimili, vinum, ástum og að- stöðu sinnar til siðgæðis. Ekkert þeirra hefur áhuga á stjórnmál- um. Myndin virðist vera gerð vilj- andi tilviljunarkennd, því að unga fólkið talar, eins og það bæri ótakmarkaðan trúnað til á- horfenda. Blier hefmr annars sjálfur skýrt frá þeirri aðferð, sem notuð var við töku myndar- innar. Unglingamir ellefu voru vald- ir eftir að mikill fjöldi ungs fólks hafði verið athugaður. Eitt af að alatriðunum fyrir unglingana var það að geta talað og komið' fram alveg eðlilega. Teknar voru myndir ar drengjunum og stúlk- unum, hverjum fyrir sig og um KAUPFfiLAG EYFIRÐINGA ..."S AKl IRKYRI ■■ f s ! JARNFOT undan smjörlíkishráefnum til sölu. A.V. Það eru hreinustu fáanlegu járnfötin önnur en ný. Smjörlíkisgerð KEA Akureyri — Sími 1700 t!t • II • •• ::: í« »• :: »• :: :: : ■•. r« »• »• )• II ! ii 1 leið sögðu þau stuttlega frá htau stutta lífi sínu. Allt fór þetta fram í kvikmyndaveri, þar sem úir og grúir af kvikmyndavélum og öðrum tækjum. Þegar myndin byrjar sjáum v'ið' unga stúlku sitja eina á stól og allt í kringum hana eru tækni- t.ækin. Blier gerði mynd sína með því að raða til efninu, sem hann hafði fyrir höndum. Mynd- in er jafnframt þannig gerð, að stundum finnst áhorfendum, að leikararnir tali saman sín á milli þó að aldrei sjáist meira en ein persóna ’ etau á tjaldinu. Klipp- ingarnar eru gerðar eftir ákveðn- um útreikningum, en þeir koma samt ekki í veg fyrir það, að allt sem sést og heyrist virðist vera satt og eðlilegt. Unga lólkið, sem allt kemur fram nafnlaust, hefur ýmislegt að segja og allt lofar það, að segja sannleikann. Þeim var sýnd myndta, þegar hún var tilbúin, og þau höfðu ekkert við hana að athuga! Flestir Unglinganna VQru ómyndugir, en Bliér sá fyrir þ'ví og gerði samninga við foreldra þeirra eða fjárráðamenn. Eigin- lega er ’enginn efnisþráður í kvikmyndinni og hún er ekki skemmtiefni, en þrátt fyrir það, er víst erfitt að gleyma mörgum andlitanna og það er áhugavert að heyra um það, hvemig æskan í Frakklandi, árið 1963, lifir líf- inu. Margt af því, sem maður sér og heyrir í þessari mynd. hefur jafnmikið gildi í öðrum löndum, en það fer líka margt forgörðum, ef ætti að þýða textann yfir á annað mál. Örlög flestra unglinganna eru ömurleg og fábreytileg. Tveir af leikendunum eru laglegir, en mjög óaðlaðandi unglingar, sem 'ifa á foreldrum sínum, sem eru allt of eftirlátir. Krakkarnir eru heimskir, ómenntaðir, eigingjarn ir og hugsa aðetas um skemmt- anir og nautnir. Einn af drengj- unum hefur aðeins lesið eina bók á allri ævinni, en er ekki einu sinni fær um að skýra frá efni bessa reyfara. Vel efnuð, 'agleg og óhefluð stúlka hugsar ekki um annað en ævintýr með karlmönnum. Henni er nákvæm- lega sama um foreldrana og ekki vitund hrædd við dauðann. Ung- ur vel klæddur maður með gler augu hefur tekið við einni af 'ærksmiðjum föður stas. Hann er mjög hlægilegur í sjálfsöryggi sínu og hroka. — Ljósmynda- ^yrirsæta er nær dauða en lífi. vegna hrifningar sinnar á amerískum sjóliðum og nokkrar af hinum stúlkunum, sem koma fram eru vergjarnar og dans- brjálaðar. Ung, ógift móðir vek- ur mikla meðaumkun áhorfenda, þegar hún segir frá „kærastan- um“, sem hvarf og dónaskap þeim, sem hún varð fyrir í heima bæ sínum. Foreldrarnir sneru við henni bakinu, hún vinnur í verksmiðju, og elur barn sitt upp — upp á eigin spýtur. — Frásögn hennar er sorgleg og átakanleg Tveir ungir verkamenn eru samt einhverjir þeir viðkunnan- legustu af öllum hópnum. Ann- ar flúði heiman frá sér, en heim- ilið var eitt herbergi, þar sem sjö manns sváfu á gólfinu yfir nóttina og foreldrarnir slógust stöðugt. Þessi piltur virðist hafa einhvern heiðarlegan og tæran kjarna í sér, þó að hann hafi einu sinni stolið tösku, þegar hann var glorhungraður og átti ekki einseyring. Einn munaðarleys- íngi, sem aldrei hefur átt heim- ili, fær alla til að vorkenna sér, þegar hann segir írá frá því, hvernig hann reynir að mennta sig með því að lesa góðar bækur, fara í leikhús og nema af öðrum. Hann býr einn í litlu herbergi og hefur lítil peningaráð. Hitler er alls ekki nefndur á nafn í myndtani. en unglingarn- ir eru allir fæddir í síðari heims styrjöxdinni, eða eftir hana, og því tilheyrir hún fortíðinni fyrir þeim. Ef ætti að ásaka Bertrand Blier fyrir eitthvað í sambandi "ið þessa mynd, þá má segja, að hann hafi málað of etahliða og bölsýna mynd af franskri æsku. ÁLYKTUN UMSÍ (Framhaiö aí 9 ?P5u) ástæða til þess, skal stjórn sam- bandsins leita tilboða hjá trygg- ingafélögunum. Á þinginu voru íþróttamálin mikið rædd og margar tillögur samþykktar, sérstaklega í sam- bandi við landsmótið að Laugar vatni 1965. Ákveðnar voru keppnisgreinar mótsins og ákvarðanir teknar um undirbúning þess og ýmis fram- kvæmdaatriði mótsdagana. Nánar verður greint frá *" því síðar. FERMINGARVEIZLUR Tek a8 mér fermingarveiz'ur • Kalt borö • Panfið tímanlega Nánari upplýsingar í síma 37831 eftir kl. 5 T í M I N N , fimmtudaginn 3. október 1963 —. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.