Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 14
í austri, að „aðstæðurnar hefðu
í grundvallaratriðum breytzt frá
því á Munchen-fundinum.“ Þessi
teygjanl'ega athugasemd var brátt
■hártoguð af þýzka ráðherranum
þar t-B varð að algjörri yfir-
lýsingu, sem hann flutti Hitler,
um „að í París hefði Bonnet lýst
yfir því, að hann hefði ekki leng-
ur áhuga á málum, sem vörðuðu
Austur-Evrópu.“ Hin skjóta upp-
gjöf Frakklands í Munchen hafði
þegar orðið til þess að foringinn
trúði þessu. En þetta var ekki al-
gjörlega á rökum reist.
Slóvakía „vinnur"
sjálfstædi sitt.
Hvað hafði komið fyrir Þýzku
trygginguna fyrir því, sem eftir
var af Tékkóslóvakíu og Hitler
-hafði l'ofað hátíðlega að gefa í
Munchen? Þegar nýi, franski sendi
herrann í Berlín, Robert Cou-
londre, spurði Weizsacker um það
21. desember 1938, svaraði ríkisrit-
arinn, að örlög Tékkóslóvakíu
væru í höndum Þýzkalands og
hann hafnaði hugmyndinni um
tryggingu Breta og Frakklands.
Strax 14. október, þegar nýi, tékk-
neski utanríkisráðberrann, Frant'i-
sek Chvalkovsky, hafði komið og
beðið auðmjúklega um mola úr
hendi Hitlers í Miinchen, og hafði
spurzt fyrir um það, hvort Þýzka-
land myndi sameinast Bretum og
Frökkum í því að tryggja landa-
mæri lands hans, sem svo mikið
hafði' minnkað, svaraði foringinn
háðsl'ega, „að trygging Breta og
Frakka væri einskis virði . . . og
eina tryggingin, sem væri ein-
hvers virði væri sú, sem gefin
væri af Þýzkalandi.“
Samt var hún enn ekki komin
fram, þegar árið 1939 gekk í garð.
Ást'æðan var einföld. Foringinn
hafði alls ekki hugsað sér að gefa
hana. Slík trygging hefði verið
andstæð áætluninni, sem hann var
byrjaður að gerk strax eftir Mtin-
chenfundinn. Brátt yrði engin
Tékkóslóvakía til, sem þyrfti á
tryggingu að halda. Til að byrja
með yrði Slóvakía hvött' til þess
að brjótast undan stjórn Tékkósló-
vakíu.
Nokkrum dögum eftir Miinchen-
fundinn 17. október, hafði Göring
tekið á móti tveimur foringjum
Slóvaka, Ferdinand Durcansky og
Mach, og foringja þýzka minni-
hlutans í Slóvakíu, Franz Karma-
sin Durcansky, sem var aðstoðar-^
forsæt'isráðherra hinnar nýmynd- ^
uðu sjál'fstæðu stjórnar Slóvakíu,
fullvissaði marskálkinn um, að
það, sem Slóvakarnir í raun og
veru óskuðu eftir, væri „algjört
sjálfstæði, með mjög nánu stjórn-
málalegu, efnahagslegu og hern-
aðarlegu sambandi við Þýzka-
land.“ í leynilegri skýrslu utan-
ríkisráðuneytisins frá þessum
sama degi var sagt, að Göring
hefði ákveðið að styðja yrði sjálf-
stæði Slóvakíu. „Tékkneska rikið
án Sl'óvakíu á jafnvel enn meira
undir miskunn okkar að sækja en
ella. Flugvellir í Slóvakíu eru
' mjög mikilvægir t'il aðgerða gegn
i Austur-Evrópu.“ Þetta voru hug-
Irenningar Görings varðandi málið
um miðjan október.
I Hér verðum við að reyna að
■ fylgjast með tveimur þráðum í
-einu í þýzku áætluninni: að skilja
' Slóvakíu frá Prag, og að undirbúa
ú'þurrkun þess, sem eftir var af
ríkinu mcð hernámi landa Tékka,
Bæheims og Mæri. Hinn 21. októ-
ber, 1938 hafði Hitler falið Wehr-
macht að vera tUbúinn að fram-
kvæma áætlunina um útþurrkun-
ina. Hinn 17. desember gaf Keitel
hershöfðingi út, það sem hann
kallaði „viðbót við skipanirnar
frá 21. október":
„Algjört leyndarmál:
í sambandi við „úiþurrkun á
því, sem eftir er af tékkneska rík-
inu,“ hefur foringinn gefið eftir-
farandi skipanir:
Aðgerðirnar á að undirbúa með
það fyrir augum, að ekki verði bú-
izt' við neinni teljandi mótspyrnu.
í augum umheimsins verður
þetta að lí'ta út sem algjörlega
friðsamlegar aðgerðir, og hafa
ekki allra minnsta útlit fyrir að
vera hernaðarl'egs eðlis.
. 195
Aðgerðirnar verður því að fram-
kvæma með einungis því herliði,
sem fyrir hendi er á friðartimum
án nokkurs Þðsstyrks, sem fæst
með herútboði ....
Hin nýja þýzksinnaða stjórn í
Tékkóslóvakíu byrjaði að gera sér
grein fyrir því í ársbyrjun, að úti
var um landið, þrátt fyrir allt,
sem hún hafði gert til þess að
fara að vdja Hitlers. Rétt fyrir
jól 1938, hafði tékkneska stjórnin
leyst' upp kommúnistaflokk lands-
ins og rekið alla Gyðingakennara
frá skólunum til þess að geðjast
Hitler enn frekar. Uíanríkisráð-
herra Tékkóslóvakíu lagði á það
áherzlu í orðsendingu til þýzka
utanríkisráðuneytisins 12. janúar
1939, að stjórn hans „muni reyna
að sanna tryggð sína og vinsemd
með því að ganga sem lengst í því
að uppfylla kröfur Þýzkalands.“
Sama dag benti hann þýzka sendi-
herranum í Prag á það, að orð-
rómur væri farinn að breiðast út
um „að innlimun Tékkóslóvakíu
í Ríkið væri yfirvofandi.“
Tékkneska stjórnin fór þess nú
á leit við Hitler, að hann tæki á|
móti honum í Berlín 21. janúar, ■
til þess að sjá, hvort ekki mætti
bjarga að minnst'a kosti því, sem
eftir var af landinu. Þeita átti,
eftir að verða sársaukafullur fund-|
ur, þó eklci jafn sársaukafullur
fyrir Tékkana eins og annað atvik,
sem fylgdi skömmu eftir. Tékk-
neski utanríkisráðherrann skreið
fyrir hinum máttuga þýzka ein-1
ræðisherra, sem var í einu af sín-j
um verslu köstum. Tékkóslóvakíu, ■
sagði Hitler, hafði verið bjargað
frá skelfingu með „hógværð
Þýzkalands." Samt myndi hann
„lortíma“ Tékum nema því aðeins,
að þeir sýndu annan anda. Þeir
yrðu að gleyma „sögu“ sinni, sem
var ekkert annað en „skóladrengja
vitleysa", og gera eins og Þjoð-
verjar segðu þeim. Það var þeirra
eina björgun. Nánar tiltekið,
Tékkóslóvakía yrði að fara úr
Þjóðabandalagmu, minnka að
miklúm mun landher sinn —
„vegna þess að,' hann skipti hvort
eð er engu máli“ — ganga í sam-
bandið gegn kommúnistaríkjun-
um, lát'a Þjóðverja sjá um utan-
ríkisstefnu landsins, gera sérstak-
an viðskip'asamning vifj Þýzka-
land, en eitt skdyrði þess samn-
ings var, að engin ný tékknesk iðn-
aðarfyrirtæki yrðu sett á stofn,
án þess að Þjóðverjar gæfu sér-
stakt samþykki sitt, segja öllum
opinberum s'.arfsmönnum og rit-
stjórum, sem ekki væru vinsam-
legir í garð Ríkisins upp stöðum
þeirra, og að lokum, gera Gyðinga
útlæga, eins og Þýzkaland hafði
gert með Niirnberg-lögunum.
(„Hjá okkur verða Gyðingarnir
eyðilagðir“,) sagði Hitl'er við gest
sinn. Sama dag bárust' Tékkósló-
vakíu frekari kröfur frá Ribbef*-
trop, sem hótaði „skelfilegum af-
leiðingum“ nema því aðeins að
Tékkar bættu ráð sitt undir eins
og gerðu eins og þeim væri sagt.
Þýzki utanrikisráðherrann, sem
var ekkert nema sleikjuskapurinn
í návist Hitlers en mesli fauti og
fantur við þá, sem hann hélt sig
hafa í fullu tré við, bannaði Tékkó-
slóvakíu að minnast á þessar nýju
kröfur Þjóðverja við Breta og
Frakka, heldur gera svo vel að
framkvæma þær.
Og að gera það, án þess að vera
neitt að velta vöngum yfir trygg-
ingu Þjóðverja á landamærunum!
Menn höfðu auðsjáanlega litlar á-
hyggjur haft af þessu í París og
London. Fjórir mánuðir höfðu
liðið frá Munchen-fundinum, og
enn hafði Hitler ekki staðið við
orð sín um að bæta tryggingu
36
margt, sem gerist' hér. Gerðu það
fyrir mig að segja, að þú viljir
giftast mér, Gail.
Hún hristi þvermóðskulega höf-
uðið og sagði:
— Eg ætla að vinna við stofn-
unina í tvö ár, Brett. Ef þú vilt
bíða eftir mér, getum við t'alað
um giftingu að þeim tíma liðnum.
Og nú bið ég þig að aka mér heim.
Mér er orðið kalt, og ég er alveg
að hníga niður af þreytu.
Þau ræddust lítið við á heim-
leiðinni, og hann virtist' mjög
hugsi eins og eitt'hvað hvfldi þungt
á honum.
Hann kvaddi hana fremur stutt-
aralega. Henni þótti leitt, ef hann
var móðgaður, en hún var svo
þreyl't, að hún orkaði ekki ag
brjóta heilann meira um þetta í
kvöld. Kannski var hann sár,
vegna þess að hún hafði ekki svar-
að atlotum hans. En hún hafði
ekki fundið hjá sér neina löngun
til þess. Án þess að hún gerði sér
grein fyrir því, án þess að vilja
játa það, hafði hún breytzt. E'n
hvað hafði valdið þeirri breyt-
ingu?
Hún smeygði sér í rúmið hið
snarasta. Mildred var annaðhvort
steinsofandi eða lézt sofa. Hún
var því fegin, hana langaði ekki
að tala við Mildred. Reiði hennar
í garð Mil'dred var enn mjög
mikil.
Hún breiddi sængba upp að
höku og sofnaði samstundis.
16. KAFLI
Grant var ekki í rannsóknarstof-
unni næsta morgun. Bobby sagði
henni, að hann hefði farið er-
inda á sjúkrahúsin. Þau unnu sam-
an við tilraun, sem fyrir lá. Þetta
var ánægjulegur morgunn og leið
fljótt og Gail hafði gleymt misklíð
þeirra og hlakkaði til að segja
Grant frá niðurstöðunni.
Rétt fyrir hádegið fór hún inn
í skrifstofu hans, en snarstanzaði
og starði furðu lostin. Grant' sat
við skrifborð sitt, en hann var
ekki einn. Brett var þarna líka.
Báðir mennirnir risu á fætur, þeg-
ar hún kom inn. Hún leit kvíðandi
á þá til skipt'is.
Grant tal'aði fyrst. Han sagði:
— Gjörið svo vel og fáið yður
sæti, systir. Ýmislegt harla furðu-
legt hefur gerzt. Þetta er í raun-|
inni mjög svo spaugilegt'. Þessi,
ungi maður, hr. Dyson, er vinur
yðar, að því er mér skilst, hefur
komið á minn fund til að biðjaj
mig um hönd yðar, eins og ég i
væri strangur og siðavandur |
faðir. Grant hló, en hún vissi, að
honum leið engan veginn vel. I
Hann hélt áfram. — Eg hef
tjáð honum, að þér séuð frjálsar^
að giftast honum eða hverjum
þeim, sem þér óskið;
— En læknir, ég lofaði að vinna
hjá yður í tvö ár — ég lofaði því,
áður en við komum hingað.
— O, hvað er að tala um það,
sagði hann og bandaði hendi. —
Það var fjarstæða af mér að fara
fram á sl'íkt, og ef þér óskið, getið
þér þess vegna gifzt manninum.
Eg mun ekki reyna að hindra yð-
ur, systir.
— Þarna sérðu, áftin mín,
greip Brett ákafur fram í. — Eg
sagði þér, að þetta væri eintóm
vitleysa að brjóta heilann um svo
fáránlegt loforð. Englinn hefur
rét til að krefjast þess, að þú
standir við það.
— Eg hef þegar sagt, að ég
mun ekki heimta það af ungfrú
Stewart, að hún haldi það loforð,
sagði Grant stirðmæltur.
Brett reis á fætur. Hann rétti
fram aðra höndina.
— Eg þakka yður hjartanlega
fyrir, læknir. Þér hafið hreinsað
andrúmsloftið fyrir okkur. Eg |
HJÚKRUNARKONA í VANDA
Maysie Greig
vissi, að það var eitthvað bogið
við þetta, en Gail var haldin þeim
barnalégum grill'um að vilja ekki
svíkja loforð sitt við yður. Nú
æt'la ég að fara. Eg hef víst tafið
yður nógu lengi.
Hann sneri sér að Gail.
— Eg hringi til þín annað
kvöld, yndið mitt.
Hann kvaddi aftur og fór síðan.
Hún sat kyrr í stólnum. Grant
leit seinlega á hana; hann reyndi
að brosa til hennar, en úr varð
gretta ein. Þag var einkennilegur
kvalasvipur á andlit'i hans.
— Eg óska yður til hamingju,
systir, sagði hann virðulega. —
Dyson hefur sagt mér heilmikið
um sjálfan sig. Eg spurði hann að
vísu engra spurninga; mér fannst
þetta ekki koma mér við. En sýni-
lega á hann glæsta framtíð fram-
undan. Og ég óska yður aftur tíl
hamingju.
Hún hrópaði upp yfir sig.
— Af hverju hafið þér skipt um
skoðun? Það eru ekki nema fáeinir
dagar, síðan þér minntug mig á
loforðið.
— Eg veit það, en mér er nú
ljóst, að ég hefði aldrei átt að
taka það loforð af yður. Það var
ekki rét'tlátt. Þér voruð mjög á-
kafar að fara hingað; þér hefðuð
lofag hverju sem var. Eg er hrædd
ur um, að ég hafi ekki verig að
hugsa um yðar hag, ég hugsaði
aðeins um yður sem góðan starfs-
kraft; ég þekkt'i yður varla sem
manneskju. i
— Og er það eina ástæðan til,
að þér hafið skipt um skoðun —
að þér hafið kynnzt mér? spurði
hún eftir nokkura þögn.
— Nei, sagði hann seinlega. —
Þag var út af nokkru, sem Dyson
sagði mér. Hann sagð'i, að vegna
til'rauna yðar að finna manninn,
sem ábyrgð ber á dauða foreldra
yðar, hefðug þér lagt yður í mikla
áhæt'tu. Ef þér eruð í hættu hér,
hef ég engin tök á að vernda yð-
ur. Eg þekki borgina lítið og fólk-
ið enn minna. En vissulega er
andrúmsloftið hér lævi blandið að
mörgu leyti. Maður hefur á tilfinn
ingunni, að allt geti gerzt. Og ég
varð kvíðafullur vegna yðar. Eg
held, að hann geti kannski veitt
yður öruggari vernd — þag er að
segja, ef yður fýsir jafnmikið að
gift'ast honum og hann lét í veðri
vaka. En ef þér af einhverjum
ástæðum viljið ekki giftast hon-
um, held ég, að hyggllegast væri,
að.þér snerug aftur heim til Eng-
land^.
Hún starði á hann og kom varla
upp neinu orði.
— Er yður alvara?
Hann kinkaði seinlega kolli. —
Mér er rammasta alvara.
Hún hélt áfram að stara á hann,
þar til hann leit undan augnaráð*
hennar. Hún sá andlitsvöðva hans
titra og augun hvörfluðu sitt á
hvag um herbergið.
— Mig langar ekki til að giftast
Brett, sagði hún að lokum. — Aðj
minnsta kosti ekki í bráð. Eg veit
ekki, hvort ég kæri mig um að
giftast honum nokkum tíma. En
mig langar heldur ekki til að fara
heim til Englands.
— En hvers vegna ekki? Ef þér
erug ekki örugg hérna, er bezt að
þér hverfig heim.
— En ég vil ekki fara, sagði
hún hásri röddu. — Gerið það
fyrir mig, læknir, — látið mig ekki
fara.
— Þér hafið ekki sagt mér,
hvers vegna þér viljið ekki fara,
sagði hann lágróma. — Ef þér
eruð ekki vissar um, hvort þér
elskig þennan unga mann, getur
vel verið, að það væri bezt fyrir
alla aðila.
— En ég vil ekki fara, sagði
hún í þriðja sinn og furðaði sig
á örvæntingarhreimnum í rödd-
inni. En hvers vegna var hún svo
ákveðin í þessum sökum, og vildi
ekki hætta störfum sínum við
stofnunina og giftast Brett.?
Og nú vissi hún ástæðuna. Hún
vissi það loksins greinilega og á-
reiðanlega. Hana langaði ekki að
fara burtu — ekki vegna Bretts
— ekki vegna starfs hennar, ekki
vegna glaumsins og gleðinnar í
skemmtanalífinu í Hong Kong;
hún vildi ekki fara frá Grant.
Hún gat ekki afborið þá tilhugs-
un að skiljast við hann. Hann
var henni svo óendanlega mikils
virði — miklu meira virði en starf
þeirra, miklu meira virði en Brett
hafði nokkurn tíma verið. Þetta
var eitthvað miklu dýpra og hreif
14
TÍMINN, fimmtudaginn 3. október 1963 —