Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1963, Blaðsíða 9
Ályktanir sambandsþings U M FI 23. SAMBANDSÞING UMFÍ, haldið í Reykjavík dagana 7. og 8. sept. 1963 þakkar skólum lands ins fyrir hinn mikla skerf, sem þeir hafa lagt fram til heil- brigðs félagslífs æskulýðsins. — Þingið telur að auka þurfi fél'ags legt uppeldi í skólum landsins og meta beri félagsstörf til launa ekki siður en önnur störf í skól- unum. Þingið vekur í þessu sambandi athygli á fyrirhugaðri stofnun lýðháskóla í Skálholti og minnir á skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Þingið telur, að ekki megi svipta unglinga tómstundum þeirra með of löngum vinnudegi, enda séu þær skipulagðar með aðstoð hins opinbera. Varast ber og að láta börn og unglinga vinna störf, sem eru of áhættusöm og erfið miðað við þroska þeirra. Þingið leggur áherzlu á, að gefa verði þeirri staðreynd auknar gætur, að heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins og að þar þurfa börn og unglingar að eiga at- hvarf, hvað húsakynni snertir og ytri aðstæður, en um fram allt að foreldrar sinni bömum sínum sem mest. Sambandsþingið telur rétt, að kirkjan og æskulýðssamtök taki höndum saman og hefji forustu- starf fyrir ungt fólk, sem hyggur á búskap, m. a. með útgáfu rita um þessi efni. Þingið telur, að ríkisútvarpið hafi með lofsverðum hætti reynt að stuðla að heimaveru fólks með ýmsu góðu útvarpsefni, svo sem vinsælum skemmtiþáttum. Þingið beinir því til Alþingis og annarra aðila, að aukið verði eftirlit með fjárreiðum unglinga og að heimilunum sé veitt aðstoð í þessum efnum og telur lög um skyldusparnað í rétta átt. Þingið harmar vaxandi afbrot unglinga og ýmiss konar uppi- vöðslu á almannafæri og brýnir það fyrir stjórnarvöldum um leið og það þakkar aukna viðleitni þeirra, að taka þessi mál föstum tökum og gæta í hvívetna laga- fyrirmæla um þau. Þingið skorar á æskulýðsfé- lagsskap, hvern sem er, að hafa skemmtiatriði á samkomum með menningarbrag, hvað dagskrár- atriði snertir og ytri aðbúnað all an. Þingið bendir á Ungmenna- samband Borgfirðinga í því sam- bandi, sem nýlega hefur hafizt handa um bætt skemmtanalíf unglinga í héraði sínu m. a. með vegabréfaskyldu ungmenna. Sambandsþingið fagnar þeirri fyrirætlan menntamálaráðherra, að koma á sérstakri löggjöf um æskulýðsmál og tehir að stofna beri sérstaka deild innan mennta málaráðuneytisins, er fari með þau mál. Þingið telur að vinna beri að því, að allir unglingar eigi þess kost, að vera í hollum æskulýðs- félagsskap, við góð starfsskilyrði sem keppir að því að varðveita þá frá glapstigum. Þingið telur aðkallandi, að sér- stökum lytmskeiðum sé komið á fyrir æskulýðsleiðtoga og séu þau í tengslum við Kennaraskóla ís- iands og íþróttakennaraskólann. Þingið telur, að skemmtanalíf unglinga eigi að vera óháð fjár- plógssjónarmiðum og koma eigi í veg fyrir það, að beita þurfi misjöfnum fjáröflunaraðferðum til þess að standa straum af upp- eldisstarfsemi æskulýðsfélaga, sem ætti að styrkja eins og skóla starf væri. Þá telur þingið, að keppa beri að því, að reisa æskulýðsheimili og sumarbúðir sem víðast. Þingið telur yfirleitt æskulegt, að hið opinbera styrki æskulýðs- starfsemi í landinu svo sem fram ast má verða, en láti hin ýmsu félagssamtök um framkvæmdir undir hlutlausu og sjálfsögðu eft- irliti. Þingið lýsir ánægju sinni yfir starfsemi UMFÍ og ÍSÍ að vel- ferðarmálum íslenzkrar æsku og hvetur æskuna til starfs og dáða í þágu eigin velferðarmála, and- legs og líkamsl'egs þroska, landi eg þjóð til blessunar. TILLÖGUR. 23. sambandsþing Ungmenna- félags íslands hvetur öll héraðs- sambönd og einstök félög innan UMFÍ til þess að undirbúa sem mesta og bezta þátttöku í næsta landsmóti. Þingið telur æskilegt að heima í héruðum séu haldin námskeið í íþróttum og komið á keppni í þeim þróttagreinum, sem fyrirhugað er að taka þátt í á landsmóíinu. Enn fremur hvetur sambandsþingið alla þátt takendur, íþróttamenn sem aðra, til prúðmannlegrar framkomu og góðrar umgengni samtökunum til sóma. Þingið leggur til að sem flest héraðssambönd og ungmennafé- lög komi með eitthvað dagskrár- atriði til skemmtunar á mótinu í samráði við framkvæmdanefnd mótsins. Þingið mælist til þess, að stjómir héraðssambandanna gang ist fyrir sérstökum mótum í frjálsum íþróttum og sundi sumar ið 1964 fyrir aldursfl'okkana 12— 13 ára og veiti þeim, sem bezt af- rek vinnur eða stigahæst verður, pilti og stúfku, ókeypis far til 12. landsmóts UMFÍ. Þingið vek- ur athygli á því, að á slikum mót um fyrir böm og unglinga séu keppnisgreinar ekki yfir sex. Þingið felur stjórn UMFÍ að hlutast til um, að starfrækt verði æfingamiðstöð hjá hverju héraðs sambandi í viku til 12 daga í júní mánuði 1964. Starfstíma stöðv- anna verði þannig hagað að sömu úrvals kennarar eða leið- beinendur komi því vtð að starfa á tvelm til þrem stöðvum. Fram- kvæmd þessi verði í fullu samráði við stjórair héraðssambandanna. Þingið telur starfsípróttir merkan þátt í menningarlegu starfi ungmennafélaganna sem leggja beri mikla rækt við. Iðk- un þeirra efli vandvirkni, starfs- gleði og verkmenningu unglinga og stuðli að tæknilegum framför um og vöruvöndun. Þingið hvet- ur því öll ungmennafélög til þess að gera starfsíþróttir að föstum lið í starfsemi sinni og telur hag kvæmt að samvinna geti orðið við félagssamtök atvinnuveganna og skóla landsins um vaxandi stuðn- ing við leiðbeiningar í starfsíþrótt um og keppni í þeim. Samþykkir þingið því að fela stjórn TJMFÍ að skipuleggja leiðbeiningar í starfs- fþróttum þannig, að þær nái til sem flestra unglinga í landinu enda treystir þingið á vaxandi fjárframlög til þessa menningar- Séra Elrlkur J. Elriksson flytur ræðu á þinglnu. máls. Þingið þakkar öllum ein- staklingum og stofnunum, sem stutt hafa viðgang starfsíþrótta, ómetanleg framlög í þeirra þágu. f þeim felst viðurkenning á því að leggja beri áherzlu á þennan þátt til aukins þroska fyrir æsku landsins. Þingið leggur til, að á næsta landsmóti UMFÍ fari fram keppni í eftirtöldum starfsiþróttum: 1 Lagt á borð og blómaskreyting 2. flokkur. 2. Ostafat og eggjakaka 2. fl. 3. Jurtagreining 2. fl. 4 Dráttarvélarakstur 1. flokkur unglingar. 5. Gróðursetning trjáplantna 1. flokkur, full'orðnir. 6 Búfjárdómar, 1. flokkur. Stjórn og mótsnefnd heimilast þó að láta búfjárdóma fara fram á öðrum stað og tima, ef hag- kvæmara þykir. Ef keppni fer fram I tveimur aldursflokkum, skal yngri flokkur miðast við 20 ára og yngri, en sá eldri yfir 20 ára. Sé keppt í tveimur aldurs- flokkum, eru tveir þátttakendur hámark frá hverju héraðssam- bandi, en þrír ef um einn flokk er að ræða. Þingið telur að stefna beri að því, að hal'dm verði sjálfstæð starfsíþróttamót, enda verði keppnisgreinum fjölgað og þær teknar úr fleiri atvinnugreinum f samræmi við keppni hjá hinum Norðurlöndunum. Þingið þakkar ungmennafélög- um, sem unnið hafa við gróður- setningu í Þrastaskógi, vel unnin störf og hvetur öll ungmennafé- lög á landinu til að vinna vel að skógræktarmálum. Þingið leggur áherzlu á, að hald ið verði áfram framkvæmdum við fþróttavöllinn í Þrastaskógi og að lokið verði við að jafna völl- inn og sá í hann á næstkomandi vori. Þingið felur stjóm UMFÍ, að athuga möguleika á, að komið verði upp greiðasölu í Þrastaskógi á svæði því, sem Þrastalundur hafði áður verið og stefnt verði að því, að þar verði bækistöð fyr- ir ungmennafélögin. Þingið beinir þeim tilmælum til menntamálaráðherra, að UMFÍ fái fulltrúa í nefnd þeirri, er íjallar um væntanlega löggjöf um fjárhagslegan stuðning við leikstarfsemi i landinu. Þingið felur sambandsstjórn að taka ákvörðun um Norrænu æskulýðsvikuna í samræmi við þá venju, sem verið hefur undan farið. Þingið samþykkir, að áskriftar gjald Skinfaxa skuli vera kr. 60,00. Bl'aðið komi út ekki sjaldn ar en tvisvar á ári, vor og haust, og aukablöð, ef sambandsstjórn telur ástæðu til og fjárhagur leyfir. Sambandsstjórn skal sjá um útgáfu blaðsins. Þingið samþykkir að fela skóg- arverði í Þrastaskógi að athuga nú þegar, hvort ástæða er til að brunatryggja Þrastaskóg. Þyki ■Eiramh. é 13 siðu. Nokkrir þingfulltrúa. (Ljósmyndlr: TÍMXNN, Gudjón Einarsson). Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, gengur í fundarsalinn ásamt formannl UMFÍ, séra Elrfkl J. Elrfkssyni. TÍMINN, fimmtudaginn 3. október 1963 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.