Tíminn - 03.10.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 03.10.1963, Qupperneq 7
Útgefc ísdl: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjóma^skrifstofur 1 Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Sama Sölva-hólið „Allir íslendingar vita, að árangur viðreisnarinnar varð stórkostlegur". Þetta eru einkunnarorð Mbl. um „viðreisnina“ í for- ystugrein í gær. Það má segja, að sjálfsgagnrýnin bregð- ist þeim ekki, blessuðum, fremur en Sölva gamla Helga- syni forðum. Finnst mönnum ekki „stórkostlegt“ að líta yfir akur „viðreisnarstefnunnar" á þessum haustdögum? Hver er annars þessi stórkostlegi árangur, sem Mbl. fagnar svona íjárlega? Blaðið á líklega við hækkun dýrtíðarinnar um meira en 50% í þessari stjórnartið, hækkun álagnanna um nær hálfan annan milljarð og hækkun beinna skatta um rúm 4 vísitölustig. Ein stoðin, sem blaðið telur renna undir hinn „stórkostlega árangur“, er vafalaust okur- vextirnir margfrægu, tvær gengisfellingar og sitt hvað fleira. Þá gleymir blaðið vafalaust ekki heldur vildar- samningi við Breta í landhelgismálmu og veikri viðleitni til að komast í EBE ásamt fleiri smávináttubrögðum við útlendinga, sem auðvitað fást margborguð aftur? Finnst þjóðinni þetta ekki stórkostlegt, allt saman? Hvað er fólk að tala um dýrtíðarflóð? Hví eru menn að spyxja stjómina um úrræði — eins og hún sé ekki fyrir löngu búin að ráða fram úr öllum vandanum? Satt að segja er það aðeins eitt, sem er ,,stórkostlegt“ við „viðreisnarstjórnina“, starf hennar og stefnu. Það er úthaldið við sama skefjalausa Sölva-hólið dag eftir dag, og hvemig, sem allt veltur og gengur, sjálfskrumið um allan hrakfallabálkinn. Jafnvel þó að ófarnaðurinn blasi við eins og núna í óðadýrtíð og sífelldum áföllum stjórn- arstefnunnar, þá birtist Mbl. annan hvern morgun með fullyrðingar eins og þá, sem tilfærð er hér að ofan. Við ’nvert afhroð og hverja veltu, sem stjórnin fær, hrópar Mbl.: Sjáið, „stórkostlegur árangur viðreisnarinnar“. Hvað finnst þjóðinni um það að misbjóða heilbrigðri dóm- greind hennar með þessum hætti? Er furða, þó að hún krefjist þess, að Mbl. hætti að kyrja öfugmælavísur en svari í þess stað hiklausum spurningum um það, hvern- ig standi á því, að dýrtíðarflóðið æðir yfir með sívaxandi þunga, — hvernig standi á því, að hin óskeikulu úrræðin hafa brugðizt, og hvaða úrræði þessi stjórn hafi, fyrst hún þykist ætla að burðast með stjórn landsins áfram? Það eru svör við þessu. sem þjóðin vill fá, en ekki neinar öfugmælaupphrópanir um „stórkostlegan árangur.“ Það er engin furða, þótt fólki finnist þetta sífellda Sölva-hól svívirðing við sig, þegar upplausnarástand stjórnarstefnunnar er svo augljóst, að jafnvel Mbl. sjálft dettur úr gloríuhlutverkinu í miðr’ grein og fer að tala um, að nú „verði að hindra, að nýtt verðbólguflóð nái að grafa undan þeim heilbrigða grundvelli, sem viðreisn- arstefnunni tókst að leggja". Nú er þá eitthvað að? Er „stórkostlegi árangurinn“ orðinn að ,nýju verðbólgu- flóði“? Lýsti stjórnin því ekki yfir, að viðreisnarráðstaf- anirnar væru alveg einhlítar og obrigðular? Hvað hefur bilað? Sá „heilbrigði11 ætti ekki að 'bifast!! Var það ekki aðeins glópska Framsóknarmanna að segja, að það væri ekki heppileg jaínvægisráðstöfun eða dýrtíðarhemill að byria á því að (eggja 1100 milljónir í nýjar álögur á þjóðina þegar þjóðartekjurnar allar voru 5—6 milljarðar? Og því er Mbl. að tala um nýja dýrtíð núna? Það væri miklu nær að Mbi tevndi að fræða fólk um það, hvaða missiri allrar stjórnarsetunnar dýrtíðin hefur ekki verið á hraðflugi upp á við T í M I N N , fimmtudaginn 3. október 1963 — HalSclér Krlstjánsson, Kirkjubóli: Til hvers er ríkisstjórn? Þetta kann að virðast fávísleg spurning. Þó virðist tnér, að þeg- ar litiff er yfir íslenzka stjórn- málasögu í ljósi síðustu atburða, sé ekki ástæðulaust að hugleiða hana í fullri alvöru. Það er að minnsta kosti ekki nema eðhlegt, að íslenzkir kjósendur glöggvi fyrir sér, til hvers þeir ætlist af ríkisstjórn. Fyrirheit um viSreísn Núverandi stjórn kaus sér nafn ið Viðreisnarstjórn, þegar hún kom til valda. Eitt fyrsta verk hennar var, að gefa út á kostnað almennings bókarkorn með nafn- inu Viðreisn og dreifa því á öll heimili í landinu. Þar var gerð grein fyrir því, hvað stjórn- in teldi einkum þörf að gera og hvernig hún ætlaffi að fram- kvæma það. Bókin var lýsing á þeirri viðreisn, sem framundan væri og ríkisstjórnin drægi nafn af Það, sem var efst á baugi i s'efnuskrá stjórnarinnar var, að sigrast á verðbólgunni. Þjóðinni var heitið traustum gjaldeyri, stöðugu verffilagi og fullu við- skiptafrelsi. Þessu ætlaði stjórn Iin sér að ná með því að halda kaupgetu almennings svo í skefj- um, að ekki þyrfti neina sér- staka stjórn á gjaldeyrismálum. Fyrsta ráðstöfunin var því sú að fella gengi krónunnar og hækka enn fremur allt verðlag í landinu með auknum tollum og sölu- skatti. Jafnhliða voru svo gerðar ráðstafanir til að bæta hlut há- tekjumanna með skattalækkun- um. Almennur neyzluskattur var^ í vaxandi mæli tekjustofn ríkissjóðs í stað beinna skatta. Þegar launastéttirnar mættu þessari kjaraskerðingu með kaup hækkunum, svaraði ríkisstjórnin því á þann veg, að afhenda Seðla bankanum gengisskráningarvald- ið með bráðabirgffalögum og jafn- framt gerði Seðlabankinn þegar í stað nýja gengislækkun. Þetfa eru aðalatriði úr sögu þessarar ríkisstjórnar aff því er snertir verðlagsmál og verðgildi 1 íslenzkra peninga. Rjjkissfiórnin réSi ekki vi$ neitt Hér brast grundvöllur viðreisn arinnar. Enda þótt ríkisstjórnin hefði alltaf töluvert forskot kapphlaupinu milli verfflags og kaupgjalds, tókst henni ekki að halda kaupgetunni niðri, eins og nauðsynlegt var til þess, að skort urinn yrði sá skömmtunarstjóri sem hana dreymdi um og hún '' mætti treysta. Henni tókst að sönnu að þrengja að landbúnað inum með lánsfjárkreppu og fleiru en í sjávarútvegi rak hvert metáriö annað, þannig að útflutningstekjur þjóðarinnar árið 1962 urðu 800 milljón krón um meiri en dæmi voru til. Þannig fékk „Viðreisnarstjórn in,‘ gjaldeyrisforða til að fleyta sér á meffan á kosningabarátt- unni stóð, og komu þó til sam !tímis verulegar lántökur erlendis Xosningarök Fátt eitt verður hér rifjað upp Erá kosningabaráttunni í vor. Þó '■erður ekki bjá bví komizt af ■MMHWMM iMMHO Halldór Kristjánsson minna á emstakar fullyrðingar stjórnarsinna. Þeir sögðu, að varanlegt viðskiptafrelsi væri komiff á í landinu, algjör and- staffa hinna gömlu daga. Þegar Framsóknarflokkurinn átti hlut að stjórn landsins og menn þurftu „leyfi til að lifa“. Velmeg- unin væri svo mikil, ag á hverj- um einasta degi væri milljónum króna varið U1 bílakaupa. Og gjaldeyrisstaðan væri með mikl- um ágætum og hraðvaxandi. Slíkt væri sæluríki viðreisnar- innar. Ríksssfjórnin fátar Ríkisstjórnin mun viðurkenna að hún hafi ekki haft full tök á efnahagsmálunum. Hún mun segja, að kauphækkanir hafi ver- ið ótímabærar og þeirra vegna hafi efnahagslífi^ gengið úr skorðum. Hefðu íaunastéttirnar hins vegar gert sér að góðu þá kjaraskerffingu, sem fylgdi geng- islækkun og álögum Viðreisnar- innar hefði allt heppnazt. Þá væri gott að lifa í landinu. Hverpm er um að kenna? Stjórnarsinnar eru vanir að hafa þann háttinn á í sambandi við verðbólguna, að segja að á' dögum vinstri stjórnarinnar hafi öll þróun í þá átt verið sök stjórnarinnar, en síðan sé þetta allt að kenna stjórnarandstöð- unni. Slíkt tal er vitanlega mark- laust fleipur. Sérhver ríkisstjórn vill sporna við verðbólgu. En vinstri stjórnin fór frá völdum þegar ekki var samstaða innan hennar um ráð til þess. Núver andi stjórn situr sem fastast, þó a^ verðbólgan vaxi örar, en dæmi eru til. Er kommúnismíRn kentinn í stiérnina? Stjórnarblöffin hafa oft sagt, að kommúnistar reyndu að grafa undan heilbrigðum stjórnarhátt. um og farsælli þróun efnahags- mála með ótímabærum kaup kröfum og verkföllum án kjara bóta. Undanfarið hefur mes! kveðið aff opinberum starfsmönn- um og samtökum sjómanna á kauphækkunarsviðinu. Stjórnar- flokkarnir eru nokkurs megandi í þessum samtökum og forustu- menn í félagsskap sjómanna eru 'vrirmenn í báðum stjórnarflokk unum og jafnvel í tölu alþingis- manna þeirra. Kommúnisminn er því kominn inn í stjórnarher- búðirnar, ef trúa má stjórnar- blöðunum. Stefnan @r vonSaus Það, sem raunverulega er um að ræða, þegar skyggnzt' er bak viff áróðurinn, er þetta, að ríkis- stjórnin hefur tekig málin öfug- um tökum. Hún hefur kosið bar- áttu við stéttarfélögin í staðinn fyrir samst'arf. Það var auðvitað í rökrétlu samhengi við ádeilur á vinstri stjórnina fyrir að vilja hafa samráff vig stéttarfélögin en hins vegar sannar reynslan hve heimskulegar og ósanngjarn- ar þær ádeilur voru, þegar ein- sýnir flokksmenn eins og Pétur Sigurðsson, standa í fylkingar- brjósti að sundurtæta og fótum- troða kenningar og stefnu ríkis- stjórnar sinnar. Almenningur hafnar leið ríkisstjórnarinnar. Jafnvel alþingismenn hennar standa með sínu fólki þegar á herðir, og draga taumana úr höndum hennar. Svo vonlaus er sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur valið sér. íslandsmet í a® sitja Okkur var sagt í kosningabar- áttunni í vor, ag ef stjórnarflokk- arnir héldu velli í kosningunum, myndi ríkisstjórn þeirra sitja allt kjörtímabilið og yrði það glæsi- legt íslandsmet í stjórnarsetu. Ekki mun vera ástæða til að tor- tryggja þá spádóma, en fáir munu kunna að segja fyrir hvað verður viðreisnargengi íslenzkra peninga í lok þess tímabils. Svo mikiff er víst að þeir, sem græða mest á því að skulda, standa nú kampakátir og glotía breitt þeg- ar ráðherrarnir eru að tala um að vernda spariféð og rétta hlut sparifjáreigenda. Þeim líkar líf- ið. Togarinn Sigurður verður ó- dýr eftir nokkur ár. segir Einar Sigurðsson. Þá verffa 50 milljón ir ekki nema trilluverð. En það er alveg sama á hverju veltur Stjórnin situr. Það er hennar helzla íþrótt að sitja og falla eltki úr ráðherra- stólunum á hverju sem gengur. TfS hvers er ríkis- sfjérn? Það er full ástæða til ag spyrja til hvers ríkisstjórnir séu. Eiga þær fyrst og fremst aff vera til að hanga í stólunum, þó að þær fái ekki við nei't ráðið? Eða eiga þær ag vera til að ráða þróun þjóffmálanna? Er það manndómur eða mann- dómsleysi af ríkisstjórn, að biðj- ast lausnar ef hún hefur ekki bak við sig þá samstöðu og þann styrk sem þarf, til þess að hún hafi vald á málunum? Hvort á ríkisstjórn landsins að meta meira, ag ve“ja þjóffar- búið áföllum eða sjálfa sig? Þessum spurningum verður ekki svarað hér. Að vísu þykist ég kunna við þeim skýlaus svör, sem nægja mér. En það er bezt ag hver svari fyrir sig. Þess vildi ég óska, að kjósend ur almennt vildu svara þessurn spurningum. hver fyrir sig. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.