Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 1
hhhmbsbe ■ r' *vp! . . 1 : . ' ' . •'V' aeliii . 11 ■' Íííic::ilÍÍi I h. n^rr-. mk Ililil : y,.: . Söia mmmm maM VÖRUR BRAGÐAST bbZT 243. tbl. — Laugardagur 16. nóv. 1963 — 47. árg. Frá gosstöðvunum í gær. Varðskipið Sæbjörg á siglingu við gosið. (Ljósm.: TÍMINN — K.J.) FRÉTTAMAÐUR TÍMANS Á GOSSTÖÐVUNUM í GÆR: y|an oftast ósýnileg EN VÍSINDAMENN FYLGJAST MEÐ HENNI Á MÆLUM KJ-ReyKjavík, 15. nóv. Blaðamaður frá Tímanum flaug í dag til Vestmanna- eyja og fór síðan þaðan með báti í kringum gosstöðvarn ar á Eyjabanka. Það að sjá gosið frá sjó, jafnast ekkert á við að sjá það úr lofti eða frá landi. Varðskipið Albert lá í höfn- inni fyrripartinn i dag og Sæ- björg kom í morgun með vís- indamenn, sem síðan fóru yfir í Albert og hélt hann til gos- stöðvanna um hádegið. Um borð voru m. a Unnsteinn Stefáns- son. Þorleifur Einarsson. Sigurð ur Þóraiinsson. Trausti Einars- son, Guðmundur Sigurðsson, Páll Gúsfafsson. Sven Malberg. Skipherra er Gunnar Ólafsson. Blaðamaður Tímans fcr með mótorbá'.num Haraldi SF 70. á gosstöðvarnar Skipstjóri er Gústav Sigurjónsson og stýri- maður Óiafur Þórðarson. Það tór um það bil klukku- tíma og fimmtán mínútur að sigla út að gosstöðvunum. Sjór var nokkuð ókyrr á leiðinni en ókyrrðist enn meir er á móts við gosið kom Voru þá fyrir við gosstöðvarnar varðskipið Sæ- björg og Albert. Flugvélar sveimuðu um loftið og hnituðu hringa marga umhverfis gos- súluna Frá sjónum að sjá sýnd ust þær fara mjög nærri gos- inu, enda munu þær hafa feng- ið vikur á vængina Er Haraldur var um halfnaður að eldsstöðv- unum foru sprengingarnar í gos inu að sjást Eru þær næstum stöðugar og sjást mjög vel af sjó Sjáltur er strókurinn hvit- ur eða mjöt ljós. en við spreng ingarnai kemu’- dökkur litur á neðsta r.luta stróksins og má öðruhvoru sjá griót eða björg þeytast í loft upp Megna fýlu leggur af gosinu. en hverrar lyktar hún er gat blaðamaður inn því liður ekki greint Trú- legast er bó hér um að ræða brennisteinsfýlu Sæbjörg hélt af staðnom skömmu ettir Komu okkar en Albert með alla vís- indamennina innanborðs varð eftir og lónaði við gosið. Við á Haraldi Komum vestan megin að gosinu en vindur var þá norð- norðaustlægur og lagði stórt reykský frá sjálfri gossúl unni yfir bátinn. Neðan úr þessu re.vkskýi sáldraðist vikur og varð úr þétt slikja sem lá frá neðra borði skýsins og nið- ur að naffletinum. Þegar við sigldum i gegn um þessa slikju varð allt um borð alsvart af vikri. sem settist á sílaðan bát- inn og sá á tíma ekki út um gluggana á stýrishúsinu Mikii kvika vai þá þarna og bvoði hún sem betur fór allan bát- inn í einu vetfangi er sjórinn gekk yfir Er sjórinn hafði skoi að af rúðunum blasti við hrika- leg sýn Kolmórauðir. hvítir og svaríir skýíabólstrar byltust um yfir höfóum okkar og niður úr þeim sáldraðist vikurinn ' stór um haglmolum svo söng í stýris húsinu. Þeim er innan Þorðs voru, muri ekki öllum hafa stað- ið á sama enda aðeins 250— 300 meu.ai i sjálft gosið. Þótt sterkum sjónaukum væri á loft brugðið og i þá rýnt tókst okkur eKki að sjá hið nýja land, sem þarna er að myndast. Gufu mökkunnn er svo mikill og á hreyfingo að erfitt er að greina hvort þar er land eður ei. Að sögn Gunnars Ólafssonar var eyjan sem þarna myndast orðin í dag 10 irietra há og um 200 metrar r lengd þar sem hún var lengst Munu þeir varð- skipsmenn og vísindamenr, er um borð voru hafa framkvæmt miklar og flóknar mælingar til þess að komast að raun um hvort um landmyndun væri að ræða Skipstjónarmennirnir. — þeir Gústat og Ólafur. báðir vaskir sjómenn frá Eyjum, og þekkja því botninn þarna mæta- vel, sögðo að fyrir nokkrum ár- um hefðu þarna á Eyjabanka verið einhver fengsælustu mið Eyjabáta en í fyrravetur hefði brugðið «vo við að varla hefði fengist bar branda Mætti þvi Framhald á 15 sfðu. Dýptarrr.ælir sýndi nýjan hraun- hrygg á botninum vlS gosiS. ,'V 11 /V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.