Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 15
Framhald af 1. síóu. vel hugsa sér að gosið hefði átt nokkurn aðdraganda og botn- inn þarna hefði volgnað og fælt burtu fiskinn af svæðinu. Botn þarna var rennisléttur og mjög vel fallinn til togveiða, en nú eru komnir þar hryggir sem ekki hafa áður komið fram á dýptarmælum. Frá því í gær hefur gosið tekið þó nokkrum stakkaskipt- um, að sögn þeirra sem fylgst hafa með því frá byrjun. Gos- strókurinn var í morgunn miklu öflugri og meiri en í gær, bæði hvað hæð og gildleika snertir. Að því er Eyjabúar sögðu í dag fór allt daglegt líf þeirra úr skorðum í gærmorgun þeg- ar gosið fyrst sást. f dagbókum lögreglunnar má lesa bókun á þá leið, að hringt hafi verið á lögregluvarðstofuna um klukk- an átta og tilkynnt að mikill mökkur væri í hafinu suður af Vestmannaeyjum. Ekki sé vit- að hvað sé um að vera. en þess getið til, að hér sé um eldgos úr hafinu að ræða. Gefið var frí í Gagnfræðaskólanum, til þess að nemendur gætu farið og virt þessar stórkostlegu hamfarir fyrir sér. Sú saga gekk manna á meðal í Eyjum í dag að káupmaður nokkur hafi að venju komið í verzlun sína klukkan níu og opnað hana Leið svo og beið og klukkan varð hálf tíu og hún varð tíu. Á þá kaupmaður að hafa spurt sjálfan sig hvort hann væri enn í heimi hér, eða einn í heiminum, því ekki kom ein hræða inn í búðina til hans. Þá var það fisksalinn í Eyj- um sem var að fræða húsmæð- urnar á því að eldgos væri í hafinu fyrii sunnan. En þær tóku það sem hverja aðra gróu- sögu og spurðu á móti hvort þær fengju ekki stpiktan fisk í matinn hjá honum fyrst eldur væri í hafinu á miðunum. Almennt munu eyjaskeggjar hafa tekið gosfregninni rólega. Vindáttin hefur verið hagstæð fram að þessu, en strax og átt- in breytist og verður suðlæg má búast við að vikur berist inn yfir bæinn og þá eru vatnsbirgð ir íbúanna i hættu því mest allt neyzluvatn sitt fá þeir af hús- þökum. Nckkrir húsbændur, sem hafa góða brunna og næg- ar birgðir vatns munu þegar i dag hafa lokað fyrir vatns- rennsli í brunna sína til að forðast hugsanlegt öskufall ELDAVÉL Til sölu er stór eldavél. — Hentug fyrir skóla, félags- heimili eða mötuneyti. Sími 37097. ið við Bifreiðastjórar í Vestmanna- eyjum ’nafa aldrei lent í öðru eins umferðaröngþveiti og var í gærmorgun. Vildu allir fá far upp á eyju til að líta eigin aug urti hið stórfenglega gos, sem sást vel rétt fyrir ofan bæinn, hjá flugvellinum og þar í kring. Leið, sem venjulega er farin á 10 mínútum fram og til baka á bíl, var ekki farin á skemmri tíma en klukkustund. Hver ein- asti bíll, sem til er í Eyjum, var notaðui. Klukkan fjögur í dag, er við á Haraldi héldum aftur til Eyja var farið að rökkva nokkuð, og var gosstrókurinn alldrunga- legur og mikilfenglegur þar sem hann bar við bjartan kvöld himininn. Mátti sjá eldsúlur miklar giósa upp eftir gosstrókn um er birtu fór að bregða, og komið var heim undir eyjarn- ar. Er komið var í land mátti sjá að fólk var enn á ferð suður á ey til að sjá gosið, og þá sér- staklega eldsúlurnar sem gusu öðruhvovu upp. KH-Reykjavík, 14. nóv. fræðingur, kvað upp úr með það, að land væri risið, um klukkan 9 í morgun. Var þá mökkurinn um 8 km. á hæð, en eyjan mun hafa verið um 8 metrar. Jarðfræðingarnir og haffræðíngar hafa verið á sveimi kringum gosstaðinn í dag og gert athuganir sínar. Væntanlega verður unnt að fiytja fregnir af niðurstöðum þeirra inr.an skamms. Gosið var orðið fallegt í kvöld, var það svipað og í gær, nema að gióandi spýjur sáust nú öðru hverju þeytast upp. Mikill fjöldi fólks skoðaði náttúru- undur þessi í dag. Nýju eyjunni hefur þegar verið gefin mörg nöfn, hvort sem nokkurt þeirra nái að fest ast við hana. Vilja sumir kalla hana Hverfei og láta með því þá ósk sina í ljós, að hún hverfi eigi. Því nafni segjast þeir svo breyta snarlega í Hvarf ei, þeg ar hún sé orðin föst í sessi, og að lokum Hvarfey. Menn um borð í Albert kalla eyna Séstey, sem síðar verði Sést ei, — þeir búast sem sagt ekki við því, að hún verði langlíf. Þá eru margir, sem vilja kalla eyna Vestmannsey eftir Ólafi Vest- mann, s°.m varð svo frægur að sjá það fyrstur manna, að neð ansjávargos var byrjað. Hvert sem nafnið verður, mun eyjan PÍANÓLEIKUR Framhald af 16. siðu. bandarískum borgum, og í London með Leningradsinfóníu hljómsveitinni, en þar léku þá einnig feðgarnir David og Igor Oistrakh, á sovézkri tónlistar- hátíð Er Flíer ræddi við frétta- menn í sovézka sendiráðinu í gær, kvaðst hann hlakka til að leika fyrir íslenzka áheyrendur Eyjar hafa verið orðin um 10 metrar i hæð í kvöld, og bíða menn þess með eftirvæntingu, að vita, hvað hún verði orðin há á morgun. Gosmökkurinn var hærri í dag en í gær og sást nú betur, þar sem heiðskírt var. Meira var nú um eldglæringar og Öskufall, ar. annars hagaði gos- ið sér svipað. Um kl. 5,12 í dag varð öflug sprenging, og fylgdi geysimikil eldsúla í kjöl farið, allt að 300 metra há. Er gosið smám sarnan að líkjast meir jarðeldi, og má þá búast við, að útsýni verði fagurt úr Eyjum í myrkrinu. Tómas Tryggvason, var einn hinna fáu vísindamanna, sem einhverja ró hafði í sínum beinum í dag, og þess vegna náði blaðið tali af honum heima. Þá var hann að vísu nýkominn úr ökuferð á Kamba brún, en kveðst annars munu bíða stéttarbræðra sinna, sem ýmist væru nú fljúgandi eða siglandi umhveriis gosstaðinn. Þá munu hinir vísu menn ræða málið, og getur blaðið þá vænt anlega ilutt fregnir af sameig- inlegu álit.i þeirra á atburðum þessum. — Þetta virðist vissulega vera sami hryggur og hinar eyjarnar liggja á, sagði Tómas, — og þegar ég legg svona reglustriku á kortið, sýnist mér Tindafjöll koma inn á línuna, og væntanlega er þetta ekki Jangt frá þeirri línu, sem Hekla er á. Ég gizka á, að gosið sé á smásprungu, u.þ.b. 200 metra langri, og sprungustefnan er á .Vestmannaeyjar, eins og gang- arnir Iiggja þarna suðvestur frá Eyjum Annars sá ég þetta bara með eigin augum í gær í LANDHELGI Framhald af 16. síðu. fyrir tveimur árum sló lögreglu- þjóninn Arnar Jónsson á ísafirði og sat í steininum í Reykjavík, en var síðan náðaður fyrir jól það ár af Bjarna Benediktssyni Þegar Þór kom að togaranum var greinilegt, að hann var að veiðum, og hjuggu sjómennirnir á vírana og héldu til hafs, enda þótt skotið hefði verið að þeim lausum skotum. Klukkan 7 mínútur yfir tólf var enn skotið lausu skoti að togaran- um og stöðvaðist hann þá og fór II. stýrimaður um borð. en skip- stjórinn vildi ekki hlýða skipunum Jóns Jónssonar skipstjóra á varð- skipinu, um að halda inn til fsa- fjarðar fyrr en hann hefði rætt við skipherrann á brezka herskip- inu Duncan. Að þeim viðræðum loknum sættist hann þó á að halda til ísafjarðar og komu skipin þang- að um kl. 7:30 í morgun. Réttur var settur á ísafirði kl. 13:30, en síðan frestað. því lög- fræðingar voru ekki komnir frá Reykjavík. Málið verður tekið upp aftur á morgun, og dómur væntan- lega kveðinn upp. UNG KONA með tvö stálpuð börn óskar að komast á rólegt sveita- heimili sem fyrst. Tilboð óskast send Tíman- um fyrir 25. þ.m. merkt. „Umgengnisgóð“. Dökkblá nylonúlpa gleymdist í Mi($bæjarbarnaskóla- portinu. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 18351. á flugi þarna yfir, það er ef- Iaust meira að sjá núna, þegar land t:r komið. — Ég tel ekki Vestmanna- eyinga í neinni hættu frá gos- inu. Það gæti kannski rignt vikri yfir þá, en ætli það skaði mikið. Verra væri, ef brenni- steinsvatnsefni eitruðu sjóinn í ríkum mæli, sem vissulega er möguleiki, og gætu þá borizt langt með straumum. En þetta geta nú haffræðingarnir betur sagt um. Þeir eru þarna á svæð inu í dag að kanna sjóinn og taka sýnishorn. — Hvað um flóðbylgjuhættu? — Jú, sá möguleiki er vissu lega fyrir hendi, en ekki er ástæða til mikils ótta þess vegna. Við þekkjum aðeins eitt dæmi slíkt, þegar sprenging varð í Krakatá í Sundaeyjum í Kyrrahafi árið 1883, en þá myndaðist flóðbylgja, sem fór tvisvar sinnum kringum hnött- inn, og urðu 36 þúsund manns henni að bráð. Sá atburður til- heyrir því, sem sjaldgæft er, en hættan er vissulega fyrir hendi. Tómas taldi sérstaklega at- hyglisvert, hversu mikill kraft- ur hefði verið á gosinu, að eyja skyldi hlaðast upp á svo skömm um tíma, því að talið er, að gos ið hafi byrjað á 120 metra dýpi. — Við skulum vona, að hafið gleypi ekki nýju eyjuna strax, sagði Tómas. Fjölmargir nutu þess að sjá gosmökkinn við Eyjar í dag, enda skygni eins gott og bezt verður á kosið. Sem dæmi um það sáu Burðeyringar mökkinn. greinilega í sjónauka, og Hrút- firðingar. sem gengu upp á Holtavörðuheiði, nutu góðs út- sýnis suður til gosstöðvarinn- ar. Mökkurinn sást prýðilega frá Reykjavík, enda var hann orðinn nálægt 8 þúsund metr- um í Ijósaskiptunum. Flugumsjón hafði meira en nóg að gera í dag, því að heita mátti, að hver einasta flugvél, sem flogið getur, stefndi för sinni til Eyja í dag. Voru allt að 8—10 vélar á sveirni kringum gosstaðinn í einu. Eftir ljósa- skiptin dró úr fluginu, en bú- izt var við, að ef eldur yrði mik ill í gosinu, mundi eitthvað verða flogið til Eyja í kvöld. Síminn stanzaði ekki eitt and artak ajá Flugfélaginu eða Löndum og leiðum. sem sáu um ferðir til gosstöðvarinnar. Alls flaug Flugfélagið sex ferðir beint á staðinn í dag, en auk þess eina ferð til lendingar í Eyjum, ug ein ferð var farin frá Akureyri Þarf naumast að taka fram. að fullt var með öll- um vélum, og komust með miklu færri en vildu til að sjá þessi náttúruundur. Auk þess fóru margir austur á Kamba- brún og lengra austur til að sjá gosið úr landi. MiLiIanda- flugvélarnar lögðu leið sína fram hjá Eyjum, svo að farþeg arnir gætu séð gosið. Heiðskírt var í allan dag, og sást mökk- urinn allur, eins og hann lagði sig. Ingimundur Þorsteinsson var flugstjóri í síðustu ferðinni, sem Flugfélagið fór fyrir myrk ur, og náði blaðið tali af hon um, þegar hann kom til baka, laust eftir kl. 5. Hann flaug einnig yfir staðinn í gær, og sagði hann. að sér virtist gos- ið enn tilkomumeira í dag, mökkurinn væri meiri, og nú sæist landið, sem upp er kom- ið. Hann sagðist hafa séð gíg- barmana greinilega, og hraun- molar sáust þeytast út úr mekk inum. Engar sá hann eldglær- ingar, en farþegarnir sáu þær, og voru þeir yfir sig hrifnir af því, sem fyrir augu bar. Ekki var hægt að fljúga í kringum mökkinn vegna öskufallsins, er lagði suður undan vindinum. Ingimundur sagði, að stanzlaus straumur flugvéla hefði verið í allan dag, bæði smárra og stórra, og þyrfti talsverða að- gát á fluginu þess vegna. VÍÐAVANGUR almættinu bót og betrun, ef hann fái að lialda lífi. „Guðmund litla í Geil ég á“. — — „Höfrunum í haust ég stal“. — — „Eg skal borga brúna hestinn, Birni gamla í Snauðadal". — — Ríkisstjórn fslands minnir nú mjög á þennan hrapandi synda- sel. Hún hangið framan í bjargi á afsleppri snös yfir hengiflugi. Hún er byrjuð að viðurkenna yfirsjónir einar. Þorir ekki ann- að. Segist vilja gefa með Gvendi litla í GeU, dýrtíðar- króganum sínum, ef hún fái að Iifa, þó að hún áður særi fyrir hann. „Gengið má ekki fella" (sem sé: Hætta verður að stela höfr- unum). „Þeim leik verður að vera lokið“, segir dómsmála- ráðherrann fyrir stjórnarinnar hönd. „Kaup hinna Iægst launuðu (þ. e. Björns í Snauðadal) verð- ur eitthvað að hækka“, heyrist frá snösinni. Rétt er að gera sér þess ful'la grein. að það er aðeins HRÆÐSLAN VIÐ HRAPIÐ, en engin sinnaskipti, sem þess- um og þvílíkum yfirlýsingum veldur. HRÆÐSLUNA má þó alls ekki taka frá ríkisstjórn- inni. Náunginn, sem Jakob Thor- arensen kvað um, fékk aðeins „dauðra kletta bergmálssamúð“ -----og hrapaði „hálfnaður í signingunni". BRANDUR." Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og kær- leika við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Margrétar Jónsdóttur Dal, Borgarnesi. Einnig þökkum við hjartanlega frændfólki og vinurr fjær og nær, sem glöddu hana með heimsóknum f veikindum hennar. Sérstakar þakkir fær- um vlð mágkonu hennar, Jónínu Eyvindsdóttur, fyrlr alla hjálp og um- hyggju. — Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Ragney Eggertsdóttir, Þórður Eggertsson; Sólveig Árnadóttir; Eggert M. Þórðarson', Theodór Kr. Þórðarson; Guðrún Þórðardóttir. Hjartkær elginmaður minn Sigurður Kristinsson andaðist fimmtudaginn 14. þ.m. Guðlaug Hjörleifsdóttir. T í M I N N , laugardaginn 16. nóvember 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.