Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 9
1 MÁNUDAGINN 4. þ. ra. flutti dr. Benjamin Eiríksson, bankastj. útvarpserindi um daginn og veg- inn. í upphafi erindis síns vék hann máli sínu til bænda og ræddi m. a. um útrýmingu mæðiveiki úr Dala og Mýrahólfi. Ámælti hann bændum í Dölum fyrir trassaskap í útrýmingaraðgerðum og fullyrti, að bændur, sem þarna ættu hlut að máli vildu ekki skera niður féð til útrýmingar veikinni. Hér tel ég að rætt sé af ókunnugleika og van- þekkingu um vandmeðfarið mál. Bankastjóranum hefði verið í lófa lagið að kynna sér málið, áður en liann feildi sleggjudóma um menn og þetta málefni. Verið er að framkvæma niður- skurð í öllum hreppum Suður-Dala nú. Sannleikurinn er sá, að óvíða mun við fjárskipti hafa verið gætt jafnmikillar nákvæmni í útrýming araðgerðum eins og var í Mýra- og Dalahólfi. Þeim aðgerðum var á sínum tíma stjórnað af ágætis- manninum Cuðmundi heitnum á Hvítárbakka. Árlega síðan féð kom hefur far- lítt aðgerða á drottningarvængn- um). ( 12. Rf3, RfS. 13. Bd2, b6. 14. eð, — (Hvítur v'rðist full fljótur á sér að hefja sóknaraðgerðirnar, þar eð staða hans' gefur ekki tilefni til neins oráðlætis. Betra var að treysta stöðuna með t. d. 14. Hcl. 15. b3 o. f. frv., og athuga síðan, hvernig svartur brj'gðist við könn unarleikjum, ef svo má nefna 16. Rg5. Svart.i er þá lagður sá vandi á herðar, hvort hann vill reka riddarann á brott, eða láta hann afskiptalausan, en óneitanlega hlyti h7-h6 að veikja svörtu stöð- una). 14. —, Rfd7. 15. Re4(?) (Þessi liður í sóknargerðunum virðist óneitanlega háður skekkju í útreikningunum. Hvítur fær nú stakt peð a e5 og hefði verið af- farasælast fyrir hann að leika í staðinn 15. exd6, Bxd6. 16. Re4 o. s. frv.). 15. —, dxe5. 16. fxe5, Bb7. 17. Bc3, Rg6. 18. Rfg5? (Enn er bráðlætið einkennandi fyrir sóknaraðgerðir hvíts. Með 18. De3! gat hvítur haldið öllu sínu til haga, því að 18. —, Rdxe5. 19. Rxe5, Rxe5, strandar á 20. Dg3). 18. —, Bxe4! (Þessi leikur, sem hvíti hefur e. t. v. yfirséM, markar þáttaskil í skákinni. Svartur fekur atburða- rásina í sinar hendur). 19. Bxe4!? (Eftir 19. Rxe4, Rxe5, hefur svart ur unnið peð og sókn hvíts algjör iega fjarað út. Hvítur reynir því að flækja taflið með því að gefa tvo létta nenn fyrir hrók, en all- ar sóknartilraunir hans stranda á öruggri vörn svarts). 19. —, Bxg5. 20. Bxa8, Hxa8. 21. Hxf7, Hf8. (21. —, K>-f7. 22. Df3f hefði veitt hvíti meu-a mótspil). 22. Hxf8t, Rdxf8. 23. Hfl, — (Hrókurinn virðist eiga meira er- indi á d-hnunni). 23. —, Dc6. 24. Bb4, Rd7. 25. Bd6, Bf4. („Ekki verður feigum forðað": Framhald á 13. síðu. ið fram skoðun á heilbrigði þess. Það er því áreiðanlega ekki sök þeirra bænda, er í þessu hólfi búa, að veikin hefur borizt þangað á ný. Þar má frekar um kenna erf- iðum staðháttum og óhentugum til öruggra varna. Fljótlega eftir að veikinnar varð vart að nýju var haldinn almennur fundur bænda og hann samþykkti tillögur um útrýmingaraðgerðir. En þá stóð á sérfræðingum ríkis- valdsins og lafnframt stóð á fjár- veitingarvaídinu að Ieggja til nægi legt fé, svo hægt væri að fram- kvæma niðurskurð í öllu hólfinu á ný. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Doktorinn hefði því átt að beina geiri sínum og ádeilum um fáfræði, trassaskap og seinlæti gegn þeim aðilum, en ekki bænd- unum, sem verða að búa við pest- ina eða a. m. k. óvissu og öryggis- leysi. Dr. Benjamín ræddi um yfir- standandi launabaráttu stéttafélaga c.g fannst fátt um kröfur bænda og verkamanna um að fá laun, sem nægðu til að lifa menningarlífi. — Hann taldi íétt að launamismun- ur færi vaxandi á milli „fákunn- andi bænda og verkamanna" ann- ars vegar og tækni- og háskóla- menntaðra manna hins vegar. Ekki vil ég gera lítið úr sér- þekkingu eða menntun háskóla- genginna manna og þó eru þeir mjög mistækir til starfa eins og aðrir menn. Vissulega eru störf þeirra margra mikilsverð en það má ekki heldur vanmeta verkþekk ingu og vinnuvilja þeirra, sem vinna hörðum höndum erfiðustu framleiðslustörfin til sjós og lands. Allar þjóðir eiga mikið undir því komið, að pau störf séu vel af hendi leyst, en fáar þjóðir eiga jafn mikið í húfi í þessu efni eins og íslendingar, sem byggja megin- hluta afkomu sinnar á framleiðslu matvæla til neyzlu innanlands og hráefna sem flutt eru úr landi meira og minna óunnin. Góð verkþekking er mikilla pen- inga virði. Að sjálfsögðu er hægt að bæta af komu þjóðarinnar með aukinni tækni og vinnslu hráefnanna í landinu sjálfu. Og allar stéttir ættu að njóta bættrar afkomu af slíkri þróun. En ekki virðist banka stjórinn koma auga á þann mögu- leika a. m. k. nefndi hann ekkert ’ þá átt. Á undanförnum árum hefur þjóð arframleiðslan aukizt verulega, vegna aukinnar tækni og iðnvæð- ingar og meira að segja þeir „fá- kunnandi bændur“, sem bankastjór inn nefndi svo, hafa verið þar í broddi fylkingar og nýtur öll þjóð- in hagnaðar af því. En þrátt fyrir þetta hafa kjör erfiðisvinnustétt anna versnað síðustu árin. Ein- hverjir sjúga þar merginn. Það væri verðugt verkefni fyrir dokt- orinn, sem er hagfræðingur, að finna ráð, sem tryggði að öll þjóð- in geti notið bættra lífskjara vegna tækniframfara og aukinnar fram- leiðslu undanfarinna ára. Það má minna bankastjórann á það, að öll þióðin leggur á sig miklar byrðar vegna skólakerfis- ins, þar á meðal til reksturs Há- skóla íslands og líka til að styrkja ungt fólk til háskólanáms erlend- is. Þjóðin öll á því rétt til að njóta góðs af þekkingu þeirra manna. Þeir standa í skuld við þjóð sína fyrir þau tækifæri og þann fjár- styrk, sem þeir hafa fengið til námsins. Uáglaunastéttirnar eiga ekki síður sinn hlut í þessu. Menntamennirnir svokölluðu verða að sýna þegnskap ekki síð ur en aðrir landsmenn. Og þeir verða að sýna meiri hæfni til starfa vegna menntunar sinnar, til þess að þeim séu borgandi meiri laun. Þetta á ekki sízt við um hag- fræðinga og bankastjóra. Það eru engin meðmæli með menntun þeirra, að beir hafa nú síðustu ár- in með endurteknum gengisbreyt- ingum, vaxtaokri. sölusköttum o. fl skipulagt verðbólgu, sem étið hefur upp allan hagnað vegna auk innar þjóðariramleiðslu, svo kjör þeirra, sem vinna hörðum höndum fara versnandi. Slfkir menn eiga ekki mikil laun skilið. Er bankastjórinn að mæla fyrir þvi að þjóðin skiptist í iðju- litla yfirstétt annars vegar og ó- menntaðan öreigalýð liins vegar? Mér fannst ræða bankastjórans bera vott um litla þekkingu og lít- inn skilning á þjóðlífinu yfirleitt Og mér kom í hug saga af banka stjóra, sem ætlaði að hefja búskap Hann fór til ráðunautar og leitaði ráða hans. Hann kvaðst ætla að hafa 300 ær á búi sínu og spurði hvort hann þyrfti jafn marga hrúta. Ráðunauturinn sagði, að hann þyrfti 5—6 hrúta. Bankastjór- inn spurði hvort hann væri að gera grín að sér. Hann væri viss um að ærnar sættu sig ekki við slíkt ,,fjölkvæni“ og yrðu larnb- lausar!! Ræða bankastjórans um lands- gæðin og sauðféð bar þennan svip. Hvað skyldi eiga nota landsgæð- in, t. d. afréttina. ef sauðfénu stór fækkaði eða yrði útrýmt? Skyldi bankastjórinn ekki hafa heyrt tal- að um landbúnaðarvísindi og rækt un? Veit hann ekki, að með nú- tima tækni, áburði og fræi er hægt að stórauka og bæta gróðurlendi íslands ,án þess að friða landið fyrir beit? Væri ekki betra að verja fé úr Framkvæmdabanka fs- lands til gróðurrannsókna og upp- græðslu lands í stað þess að búa til glerfjöll í Reykjavík? Bónði. NYRZTAGARD 1 RKJUSTÖDIN Laufin falla, litir dofna, ljúf- ust blóm á hausti sofna. Klæð- izt úlpu, kyndið ofna, karlinn vetur >:nýr í garð. Verður hann í bragði byrstur, bölrúnum í annál ristur? Hver vill spádóms freista fyrstur? Ég frétti um músagang við Skarð! Jæja, að öllu gamni slepptu mun enn þá vera tími til að setja niður blómlauka úti í görðum. Nóg er af þeim á boð- stólum og maöurinn lifir ekki af einu saman brauði. Uppskera garðávaxta reyndist rýr s.l. sumar. Island er af sumum tal- ið í jaðri hins byggilega heims. >ó eru til staðir miklu norðar þar sem reynd er garðyrkja! í Upernivik á Grænlandi á 73 gr. norður breiddar, þar sem meðalhiti er aðeins 3 mánuði yfir frostmarki og næturfrost tið allt sumarið, og úrkoma lit- ið meiri en í Sahara-eyðimörk- inni, eru samt gerðir vermireit- ir og í þeim ræktað ofurlítið af grænkáli, hreðkum, salati, spínati, kerfli og steinselju. Við Umanak á 71. gr. er hægt að rækta grænkál og hreðkur úti. Kartöflur, blómkál og gul rætur eru þar ræktaðar undir gleri En í Alta í Noregi, skamrnt sunnan við 70. breidd- arbaug mun vera nyrzta garð- yrkjustöð i heimi. Þar stundar Kári Gransliagen gróðurhúsa- garðyrkju við góðan orðstír. Hann hefur 2 gróðurhús, alls 500 íerinetra og auk þess nokkra sólreiti. Og ræktar með góður árangri nellikkur, krýs- anthemur o.fl. afskurðarblóm og margar tegundir potta- blóma Þið getið litið á kortið og séð hve stöð Kára í Alta ligg ur langt norðan við Horn, Mel- rakkasléttu og Grimsey. Reykja vík er suðlægur staður í saman burði við Alta og Hammerfest. Þar nyrðra má heita stöðugt bjart hálfan þriðja mánuð, en vetrarmyrkrið er að sama skapi mikið. Ég var að minnast á blóm- lauka. Þið þekkið vel túlípana, páskaliljur og dvergaliljur (crocus). Reynið líka hinar sérkennilega fögru perluliljur (Muscari) sem blómgast mjög lengi. t.d. undir trjám og runn um. Einnig er gaman að rækta blómlauka inni í stofu og njóta blómskrúðs þeirra um hávetur- inn! Goðaiiljur (hýasintur) eru alkunrar. Setja má laukana i fremur sendna mold í jurta- potta, okki dýpra en svo að að- eins sjái á laukoddinn. Síðan eru pottarnir hafðir í svala, t.d. í frostlausum kjallara og í dimm i. Má breiða yfir pottana. Sjá þarf um að moldin sé alltaf sæmilega rök. Þarna eru pott- arnir hafðii unz blómhnappur er komin í ljós á spírunum. Þá má taka bá inn í stofu. Umskipt in mega þó ekki verða of snögg. Hægt er líka að skorða goðaliljulaukana í opinu á glasi með vatni í sem á aðeins að ná upp ao lauknum. Vaxa svo rætur niður í vatnið og er að- ferðin að öðru leyti hin sama og áður er lýst. Jólaliljur (jólazettur Tatus albus) eru einnig hentugar til vetrarblómgunar. Má setja lauk ana í skálar sem fylltar eru með smasteinum, möl eða sandi, þannig að oddur lauks- ins s'andi upp úr. Síðan er vatni hellt í skálina og á það sífellt að ná upp á miðjan lauk inn allan tímann. Þessar jóla tazettur mcga vera inni í stofu strax irá byrjun, ef það er ekki mjög heitt og þær þurfa birtu. Geta t.d. staðið í glugga, þar sem ekk: er ofn undir. Eftir 4—6 vikur bera þær hvít ilm- andi Wóm sem endast lengi. Dvergaiiliui (crocus) er hægt að rækta inni eins og goðalilj- ur í pottum. Þær þurfa að vera á svölum dimmum stað .framan af eins og goðaliljur. — Eftir rúma 2 mánuði má setja pottana í birtu í 8—10 gráða heitt herbergi og láta þá standa þar unz blóm koma í ljós. Þá fyrst er tími til kominn til að láta dvergliljurnar inn í stofu. Tulipana er líka hægt að rækta inni á svölum stað í sírakri mold ö svipaðan hátt og goða liljur En þolinmæði þarf til, því að tíminn frá setningu til blómgunar er oft 3—4 mánuð- ir. Ingólfur Davíðsson. SILDARSKYRSLA Fiskifélagið birtir nú fyrstu heildarskýrslu yfir haust- og vetr- arsíldveiðarnar á þessum vetri. — Meðfylgjandi skýrsla nær yfir tímabilið 11. okt., en þann dag var fyrsta löndunin, til laugardagsins 9. nóv. og, var þá heildarmagnið á land komið 159,614 uppm. tn., en á sama tíma í fyrra var engin síld- veiði, enda stóð þá yfir verkfall á bátaflotanum. Á þessu tímabili hafa gæftir verið fremur stirðar, og langt fyr ir bátana að sækja, en aðalveiði- svæðið hefur verið í Jökuldjúpi. Hæstu veiðistöðvar eru: (Upp- mældar tunnur). Grindavík Sandgerði Keflavík Hafnarfjörður Reykjavík Akranes Hellissandur Ólafsvík Grundarfjörður 8.405 12.505 31,875 13.306 51.750 23.946 2.015 10.939 98 Stykkishólmur 1.569 Patreksfj. /Tálknafj. 1,690 Bolungarvík 1.516 Samtals 159.614 Vitað er um 83 skip, sem fengið hafa afla og af þeim hafa 61 skip aflað 1000 tunnur eða meira og fylgir hér með skrá yfir þau skip. Anna, Siglufirði 2219 Arnfirðingur Reykjavík 3078 Ámi Geir, Keflavík 1276 Árni Magnusson, Sandgerði 3826 Arnkell. Sandi 1070 Ásbjörn, Reykjavík 4315 Auðun, Hafnarfirði 1810 Bára, Keflavík 1070 Eldey, Keflavík 2926 Engey, Reykjavík 4293 Faxi, Hafnarfirði 3383 Garðar, G^irðahreppi 1238 Gnýfari, Grafarnesi 1438 Grótta, Revkjavík 3262 Gullfaxi, Neskaupstað 1063 Hafrún, Bolungarvík 2837 Hafþór, Reykjavík 1376 Halldór Jónsson, Ólafsvík 3487 Hamravfk. Keflavík 2528 Hannes Hafstein, Dalvik 3410 Haraldur, Akranesi 2703 Hilmir II. Keflavík 3703 Hólmanes, Keflavík 1768 Hrafn Sveinbjarnarson GK 1058 Hrafn Sveinbjarnarson II. GK 1560 Erafn Sveinbjarnarson III. 7173 Höfrungur, Akranesi 1825 Höfrungur 11., Akranesi 6224 íngiber Ólafsson, Keflavík 1218 Jón Finnsson Garði 2048 Jón Gunnlaugss.. Sandgerði 2136 Jón Jónsson. Ólafsvík 1229 Jón á Stapa, Ólafsvík 2707 Jökull, Ólafsvík 1523 Kópur, Kef1avík 3528 Kristján Valgeir, Garði 1507 I.ómur. Keflavík 3023 Margrét, Siglufirði 2121 Pétur Sigurðsson, Reykjavík 2420 Reykjanes, Hafnarfirði 2600 Eifsnes, Revkjavík Sigurður, Akranesi Sigurpáll, Garði Sigurvon, Akranesi 2398 2461 5760 1360 Framhald é 13. «(8u. T í M I N N , laugardaginn 16. növember 1963 9 « • > V •>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.