Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 6
BORGARMAL £* BORGARMÁL - / “'T ■■ .■ ir' ■•; ■■ '••:;■■■ ’'v'■ BORGARMÁL — FAXAVERKSMIDJAN VIÐ GRANDAGARÐ Loks var ævintýrafé- laginu um Faxa slitið Á fnndi borgarstjórnar Reykja- vfkur hinn 7 þ.m., meðan prent- araverkfall stóð yfir, var sam- þykkt að ganga að tilboði Sfldar- cg fiskimjöisverksmiðjunnar h.f. nm kaup á öllum eignum Faxa s.f. í Örfirisey, en Faxaverksmiðjan var sameign Reykjavíkurborgar og Kvöldúlfs. Kauptilboðið var 414,5 millj. kr. og skyldi greiðast þann- ig samkvœmt samningi; Kaupandi yfirtaki skuld Faxa við ríkissjóð að upphæð 21,3 millj. kr. svo og skuld vegna ógreiddra afborgana og vaxta samtals kr. 6,7 millj. en lán þetta á að endur- greiðast ríkissjóði á 20 árum. Kaupandi tekur einnig að sór skuld við Landsbankann kr. 10,9 millj. kr. en borgarsjóður Reykja- víkur tekur á sig einfalda ábyrgð á láninu. Kaupandi greiðir síðan með skuldabréfi til Reykjavíkur kr. 5,5 millj. kr. er endurgreiðist á 17 árum og er tryggt með 3. veð rétti í hinuni seldu eignum. Þá er einnig í kaupsamningnum, að kaup sndi fái góða lóðaraðstöðu á þessu svæði við höfnina, og var einnig samþykktur á fundinum leigumáli um lóð Faxa á Grandagarði og lóð in stækkuð úr 8 þús. fermetrum i 14,5 þús. fermetra og er leigu- tími lóðar 40 ár og leigugjald 20 kr. á fermetra en endurskoðist é fimm ára fresti. Á lóð þessari má reisa síldarverksmiðju með allt cð 5 þús. mála afköstum á sólar- hring. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri fylgdi þessum tillögum úr hlaði með nokkruTi orðum og skýrði efni þeirra. Gat hann þess, að borgar- stjóri hefði fyrir tæpum tveimur árum heimilað að leitað yrði eftir tilboðum i eignir Faxa og kosin skilanefnd. Faxi hefði síðan verið suglýstur og tveir aðilar sýnt á- huga á kaupum, Sildar- og fiski- mjölsverksmiðjan og Guðmundur Jórundsson. útgerðarmaður ásamt fleiri. Eftir viðræður við aðila varð árangurinn kauptilboð það, sem fram er komið Kvaðst borgarstjóri meðmæltur því að gengið yrði að Borgin slapp furðu vel, þó a9 hún tapi nokkrum milljónum og verði ad lána svipaða upphæð til 17 ára. þessu tilboði, þótt nokkuð vantaði á, að það nægði fyrir skuldum, sem hvíldu á Faxa. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu fcJK h’V'RIKLiGGJANDI p p.iRGKÍMSSON & Co Soðiirlanasbraut 6 Kristján Benediktsson. oorgarstjóra og rifjaði fyrst upp nokkur atriði um stofnun og rekst ur sameignarfélagsins Faxa og taldi að af því mætti draga ýms- ai merkilegar og lærdómsríkar á- lyktanir. Það var 6. október 1948, sem und irritaður var samningur milli Reykjavikurborgar og Kveldúlfs h.f. um byggingu allt að 5 þús. mála síldarverksmiðju. Stofnféð var 3,5 millj »g voru eignahlutföll þannig. að Reykjavíkurborg átti 60% en Kveldúlfur 40%. Þetta var sameignarfélag og gagnvart lánardrottnum skyldu samningsað- i!ar bera ábyrgð hvor fyrir annan. Eins og menn rekur minni til. sagði Kristján. kom mikil síld í Faxaflóa og Hvalfjörð einn vetrar tíma og mun það öðru fremur hafa hrundið í framkvæmd þessari fé- lagsstrffnun. En næsta ár var lítið um síld, en það breytti hins vegar engu um bvggingu og rekstur þess- arar verksmiðju. Það var sem sagt ákveðið í upphafi. að þessi verk- smiðja skyldi byggð eftir algerlega nýrri hugmynd og beita vinnsluað- ferðum, sem ég held. að hvergi hafi verið fengin reynsla á í heim inum. Gegnir það mikilli furðu. að lagt skyldi út í þá tvísýnu að reisa slíka tilraunaverksmiðju Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. Verksmiðjan var mis- heppnuð frá upphafi og algerlega óstarfhæf og næstum ógerlegt að fcreyta henni til annarrar starf- rækslu. Það hafði því engin áhrif á rekstur hennar, þótt síldin léti ekki sjá sig næstu árin eftir að verksmiðjan reis af grunni. En sú bára var ekki stök. Stofnkostnaður verksmiðjunnar hafði verið áætlaður 10—12 millj. Hann varð hins vegar um 28 millj. eða næstum þreföld áætlunarupp- hæð. Og þar sem engin rekstur gat hafizt, tóku vextir, viðhaldskostn- aður, lóðagjöld o. fl. fliótlega að hfaðast Ófan á stöffikostnaðinn Árið 1953 voru skuldir fýrfitækis- ins orðnar yfir 30 millj., sem var mikið fé á þeim tíma, og hið breiða bak Kveldúlfs var tekið að kikna, þótt reynt væri að létta honum byrðarnar eftir föngum. Þegar á árinu 1953 flutti full- trúi Framsóknarflokksins í borgar- stjórninni, Þórður Björnsson. til- lögu um að staðar yrði numið og ekki haldið lengra út í foraðið. Næstu árin flutti hann árlega sams konar tilllögu, og voru þær ýmist felldar eða vísað til félagsstjórnar Faxa. Á sama tíma urðu skuldir Faxa jafnt og þétt. Árið 1957 lagði Þórður Björns- son tillögu hér .í borgarstjórninni um að félaginu yrði slitið og eign- 'ii"ryéss séldar upþ í skuldir. Ár- lega flutti nann síðan sams konar tillögu, sem að lokum fékkst sam- þykkt fyrir tveimur árum. Nú eru skuldir Faxa orðnar um 50 milljónir. Samkvæmt því vant- ar 5—6 milljónir til þess að að kauptilboð Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar nægi fyrir skuld- um. Þannig mun Reykjavíkurborg nú við söluna verða að afskrifa 3—4 milljónir af því fé, sem hún á hjá sameignarfélaginu og auk þess lána til 17 ára með 6,5% vöxtum svipaða upphæð Þrátt fyrir þetta er ég meðmælt- ur því, sagði Kristján, að þessu tilboði Síldar og fiskimjölsverk- smiðjunnar verði tekið og tel reynd ar, að borgin sleppi furðuvel frá þessu stórkostlega fjármálaævin- týri, sem Faxaverksmiðjan vissu- lega hefur verið. Um leið og ég lýk þessari grafskrift minni yfir Faxa, þessu óskabarni Kveldúlfs og meirihluta borgarstjórnai vildi eg aðeins oenda núverandi meiri- hluta boigarstjórnar á að láta Faxaævintýrið verða víti til varn- aðar í framtíðinni Það var vissu- lega djarft og óvarlegt að reisa verksmiðjuna sem tilraunaverk- smiðju, enda varð reyndin slík. Það var líka djarft spilað hjá meiri- hluta borgarstjórnar gagnvart skattgreiðendum borgarinnar að ætla að hressa við hörnandi hag Kveldúlfs með því að gefa honum tækifæri til að vera með í að höndla silfrið ef heppnin hefði verið með, en vera hins vegar í ábyrgð gagnvart öllum lánardrottn um sameignarfélagsins. Að vísu var ábyrgðin gagnkvæm. en allir sjá samt muninn Guðmundur Vigfússon, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins talaði næstur og tjáði sig samþykkan því að ganga að kauptilboðinu, þótt hann teldi hins vegar, að ólíkt æski legra hefði verið, að bæjarútgerð- in hefði yfirtekið þetta fyrirtæki. Hann tók undir það í ræðu Kristj- áns, að hann teldi eftir atvikum og eins og á horfðist um tíma hjá Faxa, að borgin mætti teljast sleppa vel með þessa sölu. Var síð- an samþykkt einróma tillaga sú, sem fyrir lá um að ganga að kaup- tilboði Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar. Hinám þarf brask lóða- fríðindamanna með íbúðir Á fundi borgarstjórnar hinn 7. þ.m. urðu miklar umræður um lóðaúthlutun og íbúðabyggingar og stórfellt brask, sem ætti sér stað, einkum með íbúðir, sem væru i smiðum. Á dagskrá var til- laga frá Guðmundi Vigfússyni svo hljóðandi: „Borgaisfcjórn Reykjavíkur álykt ar að taka upp þá reglu við út- hlutun lóða til einstaklinga, hluta félaga og sameignarfélaga, sem ætlaðar eru til íbúðabygginga, að áskilja borgarsjóði forkaupsrétt samkvæmt mati á mannvirkjum og íbúðuni, sem reistar eru á lóð- unum og boðnar kunna að verða til kaups, alÞ þar til um fullgerð ar íbúðir er að ræða“. Flutnmg-r.naður taldi í fram- sögu, að stórfellt brask með íbúð- ir ætti ser stað, enda léti meiri- hluti borgarstjórnar það viðgang- ast, að braskarar sætu -fyrir lóð um, meðan oyggingarfélög væru afskipt. Nafndi Guðmundur dæmi máli sínu til stuðnings. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins tók til máls á eftir og kvaðst vera sam mála flestu í málflutningi tillögu- manns. Eina ’-aunhæfa aðgerðin gegn braskx með íbúðir og lóðir væri þó að hafa nægar byggingar- lóðir á boðstólum þannig að þeir, setn þyrftu á íbúð að halda, væru ekki nauðfceygðir til þess að sæta afarkostum hinna útvöldu, sem fengið hefðu lóðir hjá borginni. Nú skorti mjög á, að borgin gæti fullnægt eftirspurn eftir lóðum. Kristján kvaðst álíta, að tillaga Guðmundar, þótt samþykkt yrði, mundi ekki verða til bóta, þar sem auðvelt yrði að fara fram hjá ákvæðinu um forkaupsrétt borgar innar með því að gefa ekki afsal fyrir sölu fyrr en íbúð væri full- gerð, þótt sa’a hefði farið fram fyrr. Kristján kvaðst álíta, að nauðsyn bæri til £>ð rannsaka, hvernig þess um málum væri háttað nú og jafn framt reyna að finna skynsamleg ar og raunhæfar áðferðir til að lcoma í veg fyrir óhóflegan gróða þeirra aðila, sem fá lóðir hjá borg inni og byggja til að selja. Lagði hann .síðan fram tillögu í fimm liðum svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að kjósa 5 ir.annc nefnd, er taki eftir farandi atriði til ýtarlegrar rann- sóknar og skili álitsgerð þar um til borgarsUórnar eigi síðar en 1. marz næstkomandi: 1. Hversu rnikill hluti þeirra' í- 1 íbúða, sem byggðar eru á lóðum, er borgaistjórn hefur úthlutað, er seldur, og þá á hvaða byggingar- stigi íbúðirnar eru, þegar salan fer frarn, t.d. hvort þær eru: a. fokheldar; D] tilbúnar undir tré- verk, c) fullfrágengnar. 2. Með hvaða greiðsluskilmálum slíkar íbúöir eru yfirleitt seldar. 3. Hver álagning seljanda er miðað við eðlilegan byggingar- kostnað, sem metinn verði af sér- stökum möniium, er nefndin kveð ur til þess starfs. Skal sundurliða t.d. hvor íbúð er seld: a) fokheld, b) tilbúin uno’ir tréverk, c) full- frágengin. 4. Hver áhrif ætla mætti að það mundi hafa á byggingar í borg- inni, ef það ákvæði væri sett í lóðasamniuga, að borgin ætti for- kaupsrétt samkvæmt mati að þeim íbúðum eða mannvirkjum, sem reist kynnu að verða á lóðinni. 5. Á hvern hátt verði komið í veg fyrir, að þeir, sem fá lóðir hjá borginni undir íbúðarhúsnæði geti selt íbúðir með óhóflega mik- illi álagningu miðað.við kostnaðar ,verð íbúðanna á hverjum tíma“. Einnig tóku til máls í máli þess.u Óskar Hallgrímsson og borg arstjóri og þeir Kristján og Guð- mundur aftur Báðum tillögunum var vísað lil borgarráðs og ann- arrar umræðu í borgarstjórn. 6 TÍMINN, laugsrdaginn 16. nóvember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.