Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON Gamall óskadraumur TÍMINN, laugardaginn 16. nóvember 1963 Ársþing Körfuknattleikssam- bands íslands verður haldið í félagsheimili KE á sunnudaginn og hefst það klukkan 10 f.h. Aðalfundur Knattspyrnufé- lagsins Fram verður haldinn á sunnudaginn og hefst klukkan 14. Fram athugar nú möguleika á deildaskiptingu hjá félaginu með svipuðu fyrirkomulagi og hjá flestum íþróttafélögum borg arinnar. Aðalfundur Knattspyrnufélags ins Þróttar var haldin fyrir skemmstu og var Jón Ásgeirs- son endurkjörinn formaður. Sundmót skólanna Hið fyrra sundmót skólanna, skólaárið 1963—’64, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudag- inn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 20,30. Eins og áður, sér Iþrótta- bandalag framhaldsskóla í Reykja- vík og nágrenni (ÍFRN) um frain- kvæmd mótsins. Frá því 1958 hefur sá háttur verið hafður á þessu móti, að nem endur í unglingabekkjum (1. og 2. bekk unglinga, mið- og gagn-- fræðaskóla) kepptu sér í unglinga fiokki og eldri nemendur. þ. e. þeir, sem lokið hafa unglingaprófi eða tilsvarandi prófi, kepptu sér í eldri flokki. Sami háttur verður hafður á þessu móti og tekið fram að nemendur úr unglingabekkjun- um verður ekki leyft að keppa í eldra flokki, þótt skólinn sendi ekki unglingaflokk. — Er þetta gert til þess að forðast úrval hinna stóru skóla og hvetja til þess, að þátttaka verði meiri. Keppt verð- ur í þessum boðsundum: I. TJnglingaflokkur: A. Stúlkur: Bringusund 10x33% m Besta tíma á G. Keflavík 4.55,1, meðaltími einstaklinga 29,5 sek. — Nú er keppt um bikar ÍFRN frá 3961, sem Gagnfræðaskóli Hafnar- fjarðar vann þá á tímanum 5,13,1, en G. Keflavíkur 1963 á 4,55,1 B. Piltar: Bringusund 20x33% m. Keppt um bikar ÍFRN, sem unninn var af Gagnfræðaskóla Hafnarfjarð ar 1958 (tími 9,36,8), 1959 af Gagn- fræðadeild Laugamessk. (tími 9.28, 5)!, 1960 af sama skóla (tími 9,28,5), 1961 af Oagnfræðask. Hafnarfjarð- ar (tími 9.20,8) og 1963 af G. Hafnar fjarðar (timi 9.17,3). Bezti meðal- tími hvers manns um 27,9 sek. II. Eldri fldkkur: A. Stúlkur: Bringusund 10x30% m. Bikar ÍBR vann Gagnfræð? ' "í Hafnarfjarðai til eignar 196: — (5,12,9). Árið'1962 vann Kvenna skólinn í Reykjavík (5,20,5). Verð- laun voru keramikdiskur. Nú er keppt um ný verðlaun. Beztan tíma á þessu sundi á Gagnfræðaskóli Keflavíkur, 4.58,7, eða meðaltíma einstaklinga 29,8 sek. Óskar Guömundsson, formaður hinnar nýstofnuðu badminton- deiidar KR KR-inga rættist BADMINTONDEILD STOFNUÐ HJÁ K. R. Gamall óskadraumur margra KR-inga rættist fyrir skemmstu, þegar nokkrir félagar tóku sig til og stofnuðu badmintondeild innan félagsins. Badminton á vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi, sem annars staðar, enda má segja, að það sé íþrótt fyrir alla. Oftast hefur einungis eitt badmintonfélag verið starfandi hér í höfuðstaðnum, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Nýtt andlit, nýr blær setur nú svipmót sinn á badmintoníþróttina í Reykjavík, breiddin hefur verið aukin. verið keppandi fyrir Með stofnun hinnar nýju bad mintondeildar KR, hverfur styrk ur stofn úr röðum þeirra TBR- manna, en aðaldriffjöður í starf- semi badmintondeildar KR, er margfaldur íslandsmeistari í bad- minton, og reyndar núverandi, Óskar Guðmundsson,, sem um ára- Körfuknattfeiksver- tíi byrjar í kvöld VERTÍÐ körfuknattleiks- manna hefst fyrir alvöru nú um helgina með Reykjavíkur- mótinu. Eiga að verða 6 leikir að Hálogalandi og þar af tveir í meistaraflokki karla. Óhætt er að fullyrða, að körfuknatt- leiksmenn koma vel undirbún- ir til keppni að þessu sinni. Þeir hafa æft vel síðustu vik- urnar og árangur erfiðra æf- inga kom bezt í ljós í góðum leikjum Rvíkurúrvals gegn úrvali af Keflavíkurflugvelli nú nýverið. Þrír leikir fara fram í kvöld. KR og ÍR b leika í 3. flokki, Ár- mann — ÍR í 2. flokki og þriðji leikurinn verður í meistaraflokki karla og mætast þá KR og KFR. Má búast við jöfnum leik. — Fyrsti leikur hefst klukkan 20.15. Á sunnudagskvöld fara einnig þrír leikir fram. Fyrsti leikurinn verður í 3. flokki milli Ármanns a ög KFR. Einnig leika í 3. fl'okki KR og ÍR. Loks verður meistara- flokksleikur, og mætast þá Ár- i mann og ÍR. KR leikur í kvöld. Á myndinni sést Einar Bollason skora. Johanson í Stjörnubíó Sænski linefaleikakappinn Ingi- mar Johanson toefur leikið í nokkr um kvikmyndum með misjöfnum árangri. íslenzkum kvikmyndagest um gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá kappann á hvíta tjaldinu, þar sem hann er ekki í hnefaleika hringnum, í Stjörnubíó þessa dag ana. Stjöraubíó er byrjað sýning- ar á ameriskn mynd, „Orrustan um fja’la:karðið“, sem gerist í Kóreustyrjöldinni. Fer Johanson með hlutverk í myndinni. bil hefur TBR. Við gerðum okkur ferð vestur í KR-heimili fyrir nokkrum dögum og litum inn á æfingu hjá bad- mintondeildinni nýju. Við hittum Óskar fyrir í stórum hóp KR-inga. Þarna voru ólíkustu menn með spaða í hönd, knatt- spyrnumennirnir Hörður Felixson og bróðir hans Gunnar. Gunnar Sigurðsson hjá Sameinaða, og af kvenfólki þekktum við m.a. Gerði Guðmundsdóttur, sem hefur gert garðinn frægan fyrir KR á hand- knattleikssviðinu. — Þetta gengur vel, Óskar? — Já, já, alveg ljómandi. — Og það mæta þar margir á æfingarnar? — Meira en það. Það komast færri að en vilja. Við erum þegar búnir að sprengja utan af okkur. Þetta stendur þó til bóta á næst- unni, og ég vona að við fáum meira húspláss. — Hver voru tildrögin fyrir — Það hefur verið gamall óska- draumur margra KR-inga, að stofn uð yrði badmintondeild innan fé- lagsins. KR er fjölmennt félag og fjöldi KR-inga hefur iðkað bad- minton. Þetta verður betri og þægilegri aðstoð — og fyrir utan, að nauðsynlegt er að auka breidd- ina. Birgir Þorvaldsson var ann- ars aðalhvatamaður fyrir stofnun- inni. — Ég sé, að það mætir alls konar fólk á æfingar? — Já, á æfingar hefur mætt fólk úr ólíkustu íþróttagreinum, knattspyrnumenn, handboltafólk og skíðamenn. Badminton er íþrótt fyrir alla, eldri sem yngri. Góð og skemmtileg upplyfting. Við ræddum síðan við Óskar um badminton á breiðari grundvelli. Hann sagðist vonast til, að góð samvinna héldist milli KR og TBR. Tilkoma hinnar nýju deildar KR skapar meiri möguleika til skemmtilegri keppni. — Ég von- ast einnig til, sagði Óskar, að fleiri fylgi í kjölfarið, enn þá fleiri ný félög verði stofnuð. Það hefur’ nokkuð verið rætt um það í röðum badmintonmanna, að stofnað yrði sérsamband. Þetta tel ég brýnt verkefni, sem athuga þarf gaum- gæfilega. Við spurðum Óskar að lokum, hvort aðeins KR-ingar fengju inn- göngu í deildina. Hann hélt nú ekki, en bætti við, að auðvitað yrði maður KR-ingur, ef maður Olíklogustu menn í badminton. Þarna er Höröur Felixson á æflngu. Badminton er fyrir alla, eldri sem yngri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.