Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 8
tawi
ÞATTUR KIRKJUNNAR
Gullna lífsreglan
„ALLT, sem þér viljið, að
aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þcr og þeim gjöra“.
Flestir kunna þessi orð ut-
an eins og ekkert sé eðlilegra.
Hin gullna regla Krists nýtur
þeirrar náðar að vera lærð hér
1 skólum enn eða minnsta kosti
við fermingarundirbúning barn
anna.
Hitt er svo annað mál, hvern
ig hún er haldin í þjóðlífinu
og samfélaginu yfirleitt. Við
göngurr, og ökum á götunni.
eins og hún hafi aldrei verið
lærð né kennd. Það væru ekki
mörg umferðarslysin, ekki harð
ir árskstrarnir, ef hún væri
höfð í huga af vegfarendum og
allir reyndu að gera nákvæm-
lega gagnvart öðrum, það sem
þeir telja sjálfsagt sín vegna.
Ef það er ég sem á í hlut,
þá ætlast ég til þess, að þú
víkir og takir fullt tillit til
ucnferðarreglnanna og gætir
þess í hvivetna að koma í veg
fyrir árekstra og slys. Yfirleitt
ættu alitaf og alls staðar að
fara með gát, svo að ekkert
geti orðið að mér eða mínu.
En hitt er svo annað mál,
þótt ég geri sitthvað til dæm-
is, þegar ég kemst seint af
stað og þarf að flýta mér, sem
gæti orðiö' þér og þínum bíl til
.jricaða. Bíllinn þinn er nú
hálfgerð drusla hvort eð er, og
svo er fráleitt að þú sért að
flækjast fyrir, þegar fði'k þarf
að flýta sér. Auk þess eru mín
erindi og áhugamál svo ákaf-
lega þýðingarmikil. Ég verð
fyrst og fremst að hugsa um
mig, og hver mundi annars
gera það, ef ég gerði það ekki?
Þannig hugsa og tala kann-
ski ekki margir. Það er ekki
nógu mikii háttvísi. En þann-
ig brevta flestir í umferðinni
því miður. Og það er talið að
fólk aki og ferðist eins og það
lifir. Og þannig gæti umferðin
og umferðarslysin verið góður
mælikvarði á kristindóm í
landinu.
Kristindómur er ekki mjög
lagaboðorð og flókin, heldur
fyrst og fremst líf og starf. •—
Eiginlega felst hann allur í
þessari einu lífsreglu, og Krist
ur, sem var ekki gefinn fyrir
allt of mörg orð gerði
þetta enn styttra með
boðorðinu — Elska skaltu.
Tvö orð og allt var í lagi með
kristmn dóminn. Og einhver
spekingur, líklega postuli gaf
þessa skýringu. „Elskan gjörir
ckki náunganum mein, þess
vegna er elskan uppfylling lög-
málsins'*. Sem sagt, það þarf
ekki mikið að læra , hitt er mik
ilsverðara að gera eins vel og
maður kann
„Jú, gullna lífsreglan er mik
ilsverð á götunni, í strætisvagn
inum og yfirleitt í umgengni
við fjöldann". Þetta viðurkenn
um við flest eða öll. En samt
’er það aðeins ofurlítill og
ijversdagslegur hluti lífsins.
Hverntg er það annars í við-
skiptalífinu? Heyrðu viltu láta
svíkja af þér og ræna þig, jafn
v.el þótt það komi þér ekki al-
veg á vonarvöl eins og stendur
af því að þú hefur góða at-
vinnu og aðstöðu til að afla þér
fjár á ný? Nei, það viltu auð-
vitað ekki En tókstu eftir því,
hve mörgum milljónum fölsku
avísanirnar námu hérna um
daginn á stuttum tíma? Þær
voru sko ekki fáar.
Það eru margir kærulausir.
Kannski ekki þú og ég, en
hann eða hún, þessi eða hinn,
sem eru orðin svo mörg, að
bráðum verður næstum tízka
og aldarháttur að svíkja, falsa
og ræna. Smáþjófarnir, sem
taka þúsundkall úr veski eða
vasa verða hreinustu börn í
samanburöi við það.
Og þegar til kemur, og þú
veizt, hver falsarinn er, þá
veiztu um leið, að hann er ekk
ert vondur drengur í raun og
veru. Rangsnúinn aldarháttur,
sljó siðferðisvitund, áfengis-
vella og athugunarleysi, en
fyrst og fremst kæruleysi og
tililtsleysi til annarra, sam-
ferðafólksins, samfélagsins, eru
allt afsakanir hans. Hann er
ekkert verri en þúsundir ann-
arya, sem áttu bara ekki sams
konar tækifæri, urðu ekki fyr-
ir sömu freistingum.
Svona gengur þetta með
gullnu regluna. Og ekki sýn-
ist það betra ef vel er að gætt
við sjálft hjarta þjóðfélagsins
t d. i sjálfum stjórnmálunum.
Hve miklu er rænt frá bæði
heild og einstaklingum með
allri sundrunginni, verkfalls-
bröltinu og öfuguggahætti
stjórnmálaforingja og flokks-
leiðtoga, sem sífellt reyna að
sundra og koma í veg fyrir
sættir og sacnninga eins lengi
og mögulegt er, þótt hver dag
ur þýði milljóna tap þá er ekki
verið að tala um þjófana. En
samt er þetta þjófnaður á sinn
hátt. Sama gildir með öll skatt
svikin og undansláttinn með
gjöld til hins opinbera, sem
kallað er. Þar reyna flestir að
láta sem minnst, en vilja aftur
lieimta sem mest. Hve mikið
er heimtað af bæ og ríki? En
hvað er bær og ríki, er það
ekki sjóður annarra, fyrst og
fremst þeirra, sem vinna og
greiða sín gjöld, og svo þeirra.
!sem raunverulega þurfa á
hjálp og stuðmngi að halda?
Gæti ekki verið, og ætti það
ekki að vera svo, að skattgreið
endur séu raunverulega að
gefa bæði keisaranum það sem
keisarans er og Guði það, sem
Guðs er, um leið og þeir lúka
sínum skatti og útsvari? Við
ættum þv? að gleðjast yfir
hverri krónu, sem þangað fer.
Hún á að notast til að efla
menningu og velferð allra
landsins barna, en einkum
þeirra, sera um sárt eiga að
binda.
í þessari skuggsjá er því
unnt að skynja, að allt, sem
aflaga fer í samfélaginu er
skortur á kristindómi, undan-
sláttur við gullnu lífsregluna.
Umfcrðarslys og árekstrar
koma af tillitsleysi og kæru-
leysi gagnvart öðrum. Banka-
svindlið, falsanirnar og árás-
irnar eru viss stig í sama til-
litsleysinu. Verðbólguskrúfan,
kröfurnar, verkföllin, skattsvik
in og sundrungin eru allt eit-
urjurt af sömu rót undir mis-
jafnlega fögrum nöfnum og fal
legu yfirbragði. Þar væri hægt
að fara miklu mannlegri leiðir
undir yfirskriftinni: „Allt, sem
þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim
gjöra" Væri það gert, kæmi
réttlæti, sanngirni og friður af
Kristinn dómur, lífsspeki
gullnu reglunnar er ekki eitt
hvað framandi og fjarlægt, það
er hinn rauði þráður hamingj-
unnar 1 hverju hjarta, á hverju
heimili, í hverju þjóðfélagi. Sé
honum ekki sinnt þá verður
þar af ógæfa, slys og böl.
Kristinn dómurinn er þó
ekki aðeins einn þáttur, heldur
er hann samofinn lífi og starfi
okkar með óteljandi fíngerðum
þráðum.
Frá þessum þræði eða þráð-
um, sem bæði er í uppistöðu
og ívafi sannrar menningar,
koma hugmyndirnar. um mann
helgi og verðimæti hvers
emstaklings, hver og hvernig
sem hann er. Þaðan stafar
allri sannri mannúð og mann-
leika, samfélagslegri vemd og
velsæld. Frá þessum leyniþráð-
um kristindóms stafar geislun
almennrai upplýsingar og
t'ræðslu, þaðan koma siðgæðis
kröfur okkar og siðfágun, jafnt
sem göfgi listar og guðstrúin
og traustið, sem er hið berandi
afl til sannrar farsældar í sál
um fólksins eða þjóðarsálinni
ef svo mætti segja.
Tækjum við burtu kristinn
dóm, hina gullnu reglu Drott-
ins út lífi fólksins verður allt
í voða.
Klippið krossinn úr íslenzka
fánanum. Og allt hitt verður
þá aðeins tætlur, einskisverð-
ai og einskisnýtar.
Kristinn dómur byggður á
bjargi kærleikans, sem í dag-
legu lífi heitir tillitssemi og
ástúð gagnvart öðrum, er okk-
ar dýrmætasti arfur. Og hann
birtist okkur í orðunum eilífu.
„Allt, sem þér viljið að aðr-
ir menn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra", á götunni,
í viðskiptalífinu, í stjómmál-
um, í sköttum. Gefið því Guði
það, sem Guðs er og keisaran-
um það, sem keisarans er.
Árelíus Níelsson.
Friðrik Ólafsson skrifar um
SVÆDAMÖT1 i HOUANDI
SB5TB
í ENSCIIEDE í Hollandi hófst
í október s. 1. enn eitt svæðacnót-
ið og eiga þrír efstu menn úr því
að öðlast réttindi til að tefla í
milli-svæðamótinu á næsta ári. —
Þátttakendur eru þessir: Gligoric,
Júgðslaviu, stórmeistari. Dr. Filip,
Tékkóslóvakíu, stórmeistari. Pom-
ar. Spáni, stórmeistari. Darga, V,-
Þýzkalandi, sem er verðandi stór-
meistari efiir árangur sinn í minn
ingarmóti Capablanca í Havanna.
Eftirtaldir menn eru allir alþjóð-
legir meistarar: Van Scheltinga,
Hollandi; Penrose, Englandi; Dr.
Kupper, Sviss; Lengyel, Ungverja
landi. A3 síðustu eru svo taldir
þeir, sem engan titil hafa: Popov,
Búlgaríu. Dr. Aitken, Skotlandi.
Duaro, Portúgal. Philippe, Luxem-
burg. Heindenfeld, írlandi. Boey,
Belgíu. Lladó, Spáni. Dr. Tatai,
Ítalíu.
Það vekur strax eftirtekt, þegar
þessi listi er borinn saman við
8
lista þátttakenda í svæðamótinu í
Halle í sumar (þar sem Ingi R.
Jóhannsson var meðal þátttak-
enda) hversu mót þetta er í heild
miklu lakara skipað en mótið í
Halle. í Enschede tefla 4 stór-
meistarar og 4 alþjóðlegir meist-
arar, í I-falle tóku þátt 7 stór-
meistarar og fi alþjóðlegir meist
arar. Auk þess hef ég grun um, að
þeir titillausu í Halle hafi ráðið
yfir ögn meiri styrkleika en kol-
legar þeirra í Enschede. Að vísu
hefur borið á því áður, að eitt
svæðamótið í Evrópu væri miklu
öflugra en hin, eða eitt þeirra
væri þá synu lakast, en sjaldan
held ég, að nuinurinn hafi verið
jafn mikill og nú. Er ekki annað
að sjá, en FIDE (alþjóðasamband
ið) sé komið i megnustu ógöngur
í sambandi við niðurröðun í svæða
mótin og er ekki seinna vænna, að
fram komi róttækar tillögur til
úrbóta. Tkkert réttlæti er i því,
að maður, sem mundi þurfa að
berjast harðri baráttu við að næla
sér í eitt af úrslitasætunum í til-
teknu móti, skuli bókstaflega
„fljúga upp“, ef hann er svo hepp
inn að lenda í öðru móti. Að sjálf
sögðu er Ijórt, að FIDE á við
tölúverða örðugleika að stríða í
þessu efni, en varla eru þeir eins
miklir og þetta óskaplega ósam-
ræmi í niðurröðuninni gefur til
kynna. Málum þessum hlýtur að
vera hægt að skipa á betri veg,
það er ek<ert vafamál. En látum
það útrætt að sinni.
Hér birtist nú fyrst stutt skák,
sem tefld var í 1. umferð mótsins
í Enschede. Það er hinn trausti
stórmeistari Dr. Filip, sem óvænt
verður að láta í minni pokann
fyrir Englendingnum Penrose.
Hvítt: Jonathan PENROSE.
Svart: Miroslav FILIP.
Spánski leikurinn.
1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5,
a6. 1. Ba4, Rf6. 5. o-o, Be7.
6. Hel, d6. 7. c3, o-o. 8. d4,
exd4.
(Þessi leikur svarts og hinir
næstu eru nýjung. Ekki reynist
hún ýkja vel, en ætla má, að tafl-
mennsku svarts sé meira um að
kenna en sjálfri nýjunginni).
9. cxd4, d5. 10. exd5, —
(Það er rét' hjá hvíti að opna
taflið, þar eð menn hans verða
miklu virkari á eftir).
10. — Rb4. 11. Rc3, Rbxd5.
12. Bg5, Be6. 13. Dd3, c6. 14.
a3, Dd6. 15. Re5, g6.
(Hvítur hefur töglin og hagldirn-
ar í stöðunni og verður svartur að
tefla framhaldið mjög gætilega,
ef ekki á il)a að fara).
16. Df.í. Hfe8. 17. Bb3, Kg7.
18. Kacl, IIad8. 19. Ra4 —
(Hvítur er nú allsráðandi á borð-
inu, og svartur bugast að lokum
undan þvi, að þurfa að hafa gát
á öllum hlutum).
19. — Rd7. 20. Bd2, —
(Uppskipri mundu einungis létta
undir með vörn svarts).
20. — Bf6. 21. Rxd7, Hxd7.
22. Rc5, Hde7??
(Hér verður svarti alvarlega á í
messunni. Með 22. —, Hc7 gat
hann haldið í horfinu og er þá
ekki að sjá, a'ð hvítur eigi nokkra
afgerandi leið. T. d.: 22. —, Hc7.
23 Re4, Dd8. 24. Bxd5, Bxd5. 25.
Ba5, Hxe4 26 Hxe4, Bxe4. 27.
Bxc7, Dxd4 og þrátt fyrir skipta-
munstapið hefur svartur góð gagn
færi).
23. Ke4, —
(Rothöggið'. — Svartur gafst nú
upp. Eftir 23. —, Dd8. 24. Bxd5,
stendur biskup hans á f6 í upp-
námi.
Þessi ágæti sigur yfir dr. Filip
gaf Penrose byr undir báða vængi
J
og hann hafði forystu í mótinu
allt þar til í 10. umferð, að hann
tapaði fyrir V.-Þjóðverjanum
Darga. Þessi skák varð vísir að
meira mótlæti fyrir Penrose, en
framgangi fyrir Darga.
Hvítt: PENROSE.
Svart: DARGA.
Sikileyjarvörn.
1. e4, c5. 2. Rf3, e6.
(Þetta afbrigði er kennt við Poul-
sen nokkum og er mjög í tízku
nú á dögum).
3. d4, cxd4 4. Rxd4, a6.
(Hvítu riddurunum er nú mein-
aður aðgangur að b5-reitnum, en
jafnframt vinnur svartur að því,
að leika s.iálfur b7-b5).
5. Bd3, —
(Erfitt cr að gera upp á milli
þessa leiks og 5. Re3. Þegar hið
endurbætta Poulsen-afbrigði kom
fyrst fram, lék hvítur hér oftast
5. c4, en sá leikur sést mjög sjald-
an nú orðið).
5. — RHS.
(Darga hugsar íyog fremst
um öryggi sitt á kóngsvængnum,
Aðrir leikir sem til greina koma
eru 5. —, Dc7 —, b5 —, Rcfi —,
Bc5, en í óllum tilvikum má segja,
að skákin ’alli í nokkuð svipaðan
farveg).
6. o-o, Dc7. 7. De2, d6. 8. f4,
Rbd7. 9 c4, —
(Kemur í veg fyrir b7-b5 hjá
svarti, en gæta verður hvítur bess
mjög vel, að leikurinn hafi ekki
veikjandi áhrif á hans eigin peða
stöðu).
9. —, Be7. 10. Ilc3, o-o. 11.
Khl, He8.
(Eins og að framan er sagt hugs-
ar Darga fyrst og fremst um ör-
yggi kóngsstöðu sinnar en leitar
TÍMINN, laugardaginn 16. nóvember 1963
* .1 :'| i ? I n
1 3 / f.
1 t C
: I i