Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 16
Laugardagur 16. nóv. 1963
243. tbl. 47. árg.
UTLAHRAUNS-
GESTUR TEKINN
í LANDHELGINNI
GS-ísafirði, 15. nóv.
Klukkan 23:30 kom varðskipið
HAFNARFJÖRBUR
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar
heldur fund í Góðiemplarahúsinu
í Hafnarfirði sunnudaginn 17. nóv.
kl. 4 e.h. Rætt verður um stjórn
málaviðhorfið. Frummælendur
verða alþingismcnnirnir Ólafur
Jóhannesso»i og Jón Skaftason. —
ICosnir verða fultlrúar á kjör-
dæmaþingið.
Þór að brezka togaranum James
Barrie H 15 þar sem hann var að
meintum ólöglegum veiðum tvær
sjómílur innan fiskveiðitakmark-
anna út af Stiga. Skipstjórinn er
hinn frægi Richard Taylor, sem
Framhald á 15. siðu.
K0PAV0GUR
Aðalfundur F.U.F. í Kópavogi
verður haldinn sunnudaginn 17.
þ.m. í barnaskólanum við Digra-
nesveg kl. 2 e.h.
EINN MESTI PIANO-
LEIKARI HEIMS HÉR
GB-Reykjavík, 15. nóv.
Næstkomandi sunnudags-
kvöld heldur hér tónleika Jakov
Flíer. sem af mörgum er talinn
í róð mestu píanósnillinga
heims. Verða þetta einu tónleik
ar hans héi, og leikur hann
þessi verk: Sónötu í c-mcdl eftir
Mozart. sénötu í b-moll eftir
Chopin, fimm prelúdíur eftir
Kabalevsky; Myndir á sýningu
eftir Mússorgsky og loks þessi
verk eftir Liszt: Gleymdur vals
nr. 2; Snjóbylur; Huggun og
Jakov Flíer viS píanólð.
ungversk rapsódía nr. 12.
Jakov Flier lauk námi við
tónlistarháskólann í Moskvu
1933, og var þá nafn hans skráð
á marmaratöflu, en sú heiðurs
viðurkenning hlotnast aðeins
afburða listamönnum. Fimm
árum síðar varð hann prófess-
or við sama skóla. Erlendis
varð hann fyrst frægur er hann
tók þátt í keppni píanóleikara
í Vínarborg 1936, og var landi
hans Emil Gilels meðal kepp-
enda. Lauk keppninni með
því að Flíer hlaut fyrstu verð-
laun, an Gilels önnur. Nokkru
seinna tóku þeir aftur þátt í
keppni, og fór hún á þann veg,
að Gilels hlaut fyrstu verðlaun
og Flíer önnur.
Síðan hefur Flíer haldið tón
leika víðs vegar um heim, að
undanskildum tíu árum, er
hann gekK með handarmein og
varð að leggja píanóleikinn á
hilluna, en þau ár kenndi hann
samt sem áður við tónlistar-
háskóíann
Síðast lék Flíer í New York
með hljómsveit undir stjórn
Leonard Bernstein, og í fleiri
Framhald á 15. síðu.
TALAÐ VIÐ FJALLKÓNG FLJÓTSDÆLINGA UM HLAUPID í BRÚARJÖKLI
200 km
HF-Reykjavík, 15. nóv.
Tíminn skýrði frá því í dag, að
á rúmlega einum mánuði hefði
Brúarjökufl, mikil jökulbunga,
sem gengur út af Vatnajökli norð
austanverðum skriðið fram um 3
kílómetra. Það voru gangnamenn
af Héraði, sem fyrst urðu varir
við þetta t.laup, en gangnastjóri
var Jörgen Sigurðsson, Víðivöll-
um í Fljótsdal, og liafði Tíminn
tal af honum í dag.
Hvenær var það Jörgen, sem
þið urðuð fyrst varir við einhverj
ar breytingar á jöklinum?
— Ja, það var 18.—19 sept.,
sem við tókum eftir því að jök-
ullinn var óvenju úfinn og höfðu
myndast i honum ótal strýtur og
gjár, en þá hafði hann ekkert
skriðið fram. Svo var það núna
3. nóvember, að við fórum í síð-
ustu leitir og þá sáum við að
jökullinn hafði hlaupið fram.
— Ykkur hefur ekki orðið bilt
við þessa sjón?
— Nei, það kom svipað fyrir,
fyrir einum 6—7 árum. en þá
kom skriða úr Brúarjökli og vest
asta hluta Eyjabakkajökuls og
náði hún yfir æðimikið svæði.
Svo vita eiztu menn hér til þess,
að annað .úns skeði árið 1890.
— Hvernig lítur landið þarna
út, Jörgen?
— Það vex þar fljótlega kjarn
mikill gróður og dökkgrænn, þeg
ar jökullinn bráðnar og segja má,
að Jökullinn sé sífellt að minnka
en frjósaml gróðurlendi komi ;
staðinn.
Síðan nöfðum við tal af Jóni
Eyþórssym veðurfræðingi, sem
manna frúðastur er um jökla og
hátterni peirra, og sagði hann
okkur, að það virtist sem sumir
jöklar hetðu það fyrir sið að
safnast svona saman í lengri tíma
og hlaupa svu skyndilega. Hiaup-
ið árið 1890 hefði náð um 10
kílómetra tram. en þetta hlaup
sagði hann að mætti ætla að
næði yfir 200 ferkílómetra.
Ekki er vitað, hvort þessu
hlaupi er iokið, en vísindamenn,
eiga eftir að rannsaka það að'
öllu leyti. Einnig þarf að athuga,!
hvort flein jöklar eru að búa sig|
undir hlaup því að það virðistj
oft ske samtímis veðurbreyting-
um. að jöKJar hlaupi.
VatnamæJingarmenn eru þarna
staðsettir í Hjarðarhaga á Jökul-
dal, Grímsstöðum á Fjöllum og
Hóli í Fliotsdal. og samkvæmt
upplýsingum frá þeim sagði Sig
urjón Rist ukkur að árnar væru
nú fullar at jökulkorg, og vatnið
í þeim þvi líkast sementsvatni.
Þarna er um að ræða Jökulsá á
Brú og Jökulsá á Fjöllum, en
Jökulsá i Fljótsdal tær og eðli-
leg, eða eins og hún á að sér
í svona veðráttu. Eftir þessu að
dæma virðist framhlaupið ná allt
vestur að Jökulsá á Fjöllum, og
svæðið ætti því að vera u. þ. b. 25
kílómetra treitt.
Vatnamælingamennirnir urðu
fyrst varir við þennan annarlega
lit á ánum hinn 20 ágúst, en það
vakti ekki sérstaka athygli, þar
sem jökulárnar eru dökkar að
sumrigy.
Gústaf Sigvaldason kosinn
fosm. Framsóknarfél. Rvk.
EFTIRLEGUKINDURNAR
GENGU BERSERKSGANG
FB-Reykjavík, 15. nóv.
Um síðustu helgi var haldinn
dansleikur í hinu nýja félags-
heimili Kolhreppinga, Lindar-
tungu, og munu endalok hans
hafa orðið nokkuð söguleg.
Neitaði hópur manna að yfir-
gefa samkomuhúsið, og endaði
það al'lt með slagsmálum, og
meiddist einn lögregluþjónn.
Fyrrnefnd samkoma hófst kl.
22. Fór skemmtunin vel fram,
og laust eftir kl. 2 um nóttina
voru flestir samkomugestir
farnir af staðnum, að undan-
ikildum einum fimm mönnum,
sem neituðu að fara út.
Sjónarvottar tjáðu blaðinu.
að menn þessir hafi viðhaft
mesta ruddaskap í samkomu-
salnum, fóru að hamast með
borð og stóla, og hlýddu ekki
þótt lögreglan bæði þá kurteis-
lega að fara út. Segja sjónar-
vottar, að hér hafi verið um að
ræða vinnuflokk frá Rafveitum
ríkisins, en Gísli Þórðarson
hreppstjóri í Mýrdal skýrði
blaðinu frá því í dag að ekki
væri sannað, hverjir mennirn-
ir hefðu verið, því þeii neituðu
að segja til nafns.
Fjórir lögreglumenn voru
þarna og með aðstoð heima-
manna komu þeir óróaseggjun-
um út úr húsinu, en í þeim á-
tökum meiddist einn lögreglu-
þjónn í andliti, en þó ekki al-
varlega, að sögn hreppstjórans
Málið er nú í rannsókn hjá
sýslumanninum í Borgarnesi.
■n
Aðalfundur Framsóknarfélags
Reykjavíkur var nýlega haldinn í
Framsóknarhúsinu í Reykjavík, og
var hann allfjölmennur. Starfsemi
félagsins á árinu var góð og alls
hafa 134 nýir meðlimir gengið í
félagið á árinu.
Varaformaður félagsins, Gústaf
Sigvaldason, setti fundinn, en
hann hefur gegnt störfum for-
manns í forföllum Hauks Jörunds-
sonar, sem á s.l. sumri tók við
stjórn bændaskólans á Hólum.
Hann flutti síðan skýrslu sína um
störf félagsins, og gjaldkeri, Björn
Guðmundsson, gerði grein fyrir
reikningum félagsins.
Gústaf Sigvaldason var kjörinn
formaður félagsins.
Aðrir i stjórn voru kjörnir:
Björn Guðmundsson, Kristján Frið
riksson. Jón S. Pétursson, Sverrir
Jónsson. Hannes Pálsson, banka-
fulltrúi, og Gunnar Steindórsson
Varamenn: Hjálmar Tómasson,
Einar Eysteinsson, Þórður Hjalta-
son og Björn Stefánsson. Einnig
voru kjörmr endurskoðendur fé-
lagsins og aðal- og varamenn i
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna
Gúataf Sigvaldason.
í Reykjavík.
Að loknum kosningum talaði
Einar Ágústsson, alþm. og ræddi
nokkuð úrsiit kosninganna á s.l
vori og lýsti ánægju sinni yfir
þeim árangri. sem náðist hér i
Reykjavík Hann kom einnig inn 3
flokksstaríi? í borginni og hvatti
til árvekni og átaka í því efni.
Framhald á 3. síðu.