Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 14
var ný byrjun hjá Þjóðverjunum. Átylla Weizsackers til þess að kalla á rússneska fulltrúann var sú, að ræða skyldi framtíð sovézku verzl'unarsendinefndarinnar í Prag, en Rússum var mjög annt um að hafa hana þar áfram. Diplómatarn- ir tveir deildu um þetta mál, til þess að komast að raun um, hvað bjó í hugum þeirra. Weizsácker sagðist vera á sama máli og Molo- tov um, að hið stjórnmálalega og efnahagslega væri ekki algerlega hægt að skilja sundur, og lét í ljós áhuga á, að „koma samskipt- um Rússa og Þjóðverja í eðlilegt horf“. Astakhov fullyrti, að Molo- tov hefði ekki „í hyggju að byrgja dyrnar fyrir áframhaldandi rúss- nesk-þýzkum viðræðum“. Jafn varkárir og báðir mennirn- ir voru, fengu Þjóðverjarnir samt hvatningu. Klukkan 10,40 að kvöldi 30. maí sendi Weizsácker „mjög áríðandi" skeyti til Schulenburg í Moskvu: Gagnstætt þeim aðferðum, sem við höfum fram til þessa ráðgert að beita, hefur eftir al.lt saman verið ákveðið að setja sig í sam- band við sovézku stjórnina. Vel hefur það getað verið hin langa leyniskýrsla, er Mussolini skrifaði Hitler 30. maí, sem styrkti ákvörðun foringjans um afi snúa-sér að Sovétríkjunum, en þó með varúð. Eftir því sem á sumarið leið, fóru efasemdir ítalska foringjans að aukast varð- andi það, að árás yrði gerð svona fljótt. Hann var þess fullviss, skrif- aði hann Hitler, að „styrjöld milli auðvaldslegu, eigingjörnu íhalds- ríkjanna*- og Öxulríkjanna væri „óhjákvæmileg“. En — „Ítalía þarfnast undirbúningstímabils, sem gæti enzt til árslöka 1942 . . . Aðeins frá 1943 og þar á eftir mundu sigurmöguleikai fylgja (stríðstilraununum“. Eftir að hafa : talið upp nokkrar ástæður fyrir jþví, hvers vegna „Ítalía þarfnaðist ] friðartímabils", endaði Mussolini j með þessum orðum: „Af öllum |þessum ástæðum óskar Ítalía ekki j eftir að flýta fyrir Evrópustyrjöld, enda þótt hún sé viss um, að slík styrjöld sé óhjákvæmileg“. Hitler, sem ekki hafði gert sinn j góða vin og bandamann að trún- aðarmanni sínum um dagsetning- una 1. september, spm hann hafði ákveðið fyrir árásina á Pólland, svaraði, að hann hefði lesið leyni- , skýrsluna „af miklum áhuga“ og stakk upp á, að leiðtogarnir tveir hittust og ræddust við einhvern tíma á næstunni. Á meðan ákvað foringinn að athuga, hvort hægt væri að gera gat á Kreml-múrinn. Allan júnímánuð fóru fram undir- búningsviðræður varðandi nýjan verzlunarsamning í Moskvu milli þýzka sendiráðsins og Anastas Mikoyan, ráðhei-rans, sem.,fór með mál' varðandi utanríkisverzlunina. Sovétstjórnin var enn þá full grunsemda í garð Berlínar. Schul- enburg sagði í skýrslu í lok mán- aðarins (27. júní), að Kremlmenn héldu, að með því að knýja fram viðskiptasáttmála, óskuðu Þjóð- verjarnir eftir að eyðileggja samn- ingaviðræðurnar við Breta og Frakka. „Þeir eru hræddir uni“, sagði hann í skeyti til Berlínar, ,,að um leið og okkur hefur tek- izt þetta munum við láta viðræð- urnar fara út um þúfur“. Schulenburg átti langar viðræð- ur við Molotov 28. júní, og þær fóru fram á „vinsamlegan hátt“, sagði hann í „leynilegu og áríð- andi“ skeyti til Berlínar. Samt sem áður, þegar þýzki sendiherrann minntist fullur sannfæringar á sáttmálann, sem Þýzkaland hafði verið að gera við Eystrasaltsríkin um að árás yrði ekki gerð á þau, þá svaraði sovézki ráöherrann ónotalega, að „hann efaðist um endingu slíks sáttmála eftir það, sem gerzt hefði hjá Pól'verjum". Þegar Schulenburg endursagði við- ræðurnar í nokkrum orðum hljóð- uðu þær þannig: Skoðun mín er sú, að Sovét- stjórnin hafi mikinn áhuga á að kynnast stjórnmálalegum skoðun- um okkar og að viðhalda samband inu við okkur. En þrátt fyrir hið greinilega vantraust, sem fram kom í öllu, sem Molotov sagði, þá lét hann samt í það skína, að æskilegt og mögulegt væri, að eðlilegt samband kæmist aftur á við Þýzkaland. Sendiherrann fór fram á að fá símsend fyrirmæli um það, hvað hann ætti að gera næst. Schulen- burg var einn þeirra síðustu, sem lifði af í flokki Seeckt, Maltzan og Brockdorff-Rantzaus, sem vildu eindregið koma á friði við Sovét- ríkin eftir 1919, og hafði lát- ið það vitnast í Rapallo. Eins og greinilega kemur í Ijós í sending- um hans til Berlínar allt árið 1939, þá reyndi hann af heilum hug að koma á því nána samstarfi, sem verið hafði fyrir hendi á dögum Weimar-lýðveldisins. En eins og svo margir aðrir þýzkir diplómat- ar af gamla skólanum, skildi hann lítið í Hitler Skyndilega 29. júní skipaði Hitl- er úr fjallagreni sínu í Berchtes- gaden, að hætt yrði viðræðunum við Rússa. Berchtesgaden, 29. júní 1939. . . . Foringinn hefur ákveðið eftirfarandi: Skýra á Rússunum frá því, að við höfum getað séð af afstöðu þeirra, að þeir hafa komið því svo fyrir, að áframhaldandi viðræður byggjast á því, að gengið verði að undirstöðuatriðum efnahags- viðræðna okkar eins og ákveðið var í janúar. Þar sem við gátum ekki gengið að þessum atriðum, höfum við ekki áhuga á því, að efnahagsviðræðurnar verði tekn- ar upp aftur við Rússa nú sem stendur. Foringinn hefur samþykkt, að þetta svar verði látið bíða í nokkra daga. Reyndar fór það svo, að megin hluti þess var sendur í símskeyti til þýzka sendiráðsins í. Moskvu1 næsta dag. Utanríkisráðherrann (sagði ■ j Weizsacker í skeytinu) . . er þeirr ■ ar skoðunar, að á stjórnmálal'ega sviðinu hafi nóg verið sagt, þar til nánari fyrirmæli bera*it, og að ekki skuli hefja viðræðurnar nú þegar af okkar hálfu. Hvað við kemur mögulegum ofnahagsviðræðum við rússnesku stjórnina, þá hafa enn ekki verið teknar ákvarðanir um þær hér. Á þessu sviði eruð þér einnig beðnir um að gera ekkert um sinn, heldur oíða nánari fyrirmæla. Ekkert það kemur fram í þýzk- um leyniskjölum, sem skýrt gæti þessa skyndilegu hugarfarsbreyt- ingu Hitlers. Rússarnir höfðu þeg- ar byrjað að leggja fram mála- miðlunartillögur í tillögunum, sem komu fram í janúar og febrú- ar. Og Schnurre hafði varað við því 15 júní, að það yrði Þýzka- landi til tjóns bæði efnahagslega og stjórnmálalega, ef viðræðurn- ar færu út um þúfur. Ekki getur heldur hin grýtta leið ensk-fransk-sovézku viðræðn- anna hafa dregið svo mjög kjark- inn úr Hitler, að hann tæki henn- ar vegna slíka ákvörðun. Hann vissi það af skýrslum þýzka sendi- ráðsins í Moskvu, að Rússland og Vesturveldin voru komin í ófærur vegna spurninga sinna um trygg- ingu til handa Póllandi, Rúmeníu og Eystrasaltsríkjunum Pólland og Rúmenía voru fús til þess að þiggja tryggingu Bretlands og Frakklands, sem varla gátu hjálp- að þeim, ef til þýzkrar árásar kæmi, nema með því að nota óbeinar leiðir til þess að kom» upp vestrænni vörn. En þessi lönd neituðu að taka við tryggingu af hálfu Sovétríkjanna, eða meira að segja leyfa hermönnum þeirra að fara yfir landið til þess áð mæta þýzkri árás. Lettland, Eistland og Finnland höfnuðu einnig ákveðið 14 Eg samgladdist honum vegna persónutöfra hans, því að nú þurfti hann svo sannarlega á þeim að halda. Hefði ekki verið þetta töfr- andi bros, djúpa hlýja röddin, brún augun ... — Frú Lowe, sagði hann blátt áfram, ég gerði fastlega ráð fyrir, að þér hefði borizt til eyrna, að ég er á förum héðan. Hún starði á hann skilningssljó. — En, Phil . . . — Eg fer til St. Louis í næstu viku og mun dveljast þar um skeið við rannsóknarstörf. — En það er engin ástæða til þess, kæri Phil. — Eg finn mig knúðan til þess, frú Lowe. —Ó, þú ert ungur. En þú munt komast að raun um, að það er ekki hægt að flýja sorgina á þenn- an hátt. — Það er ekki aðeins það. Auð- vitað vonast ég til, að annríki og rý viðfangsefni muni dreifa hug- anum, en . . — Eg skil, greip frú Lowe Iram í mjóum, sífrandi rómi. Þú hlýtur að ásaka sjálfan þig fyrir — fyrir slysið, sem henti Marynelle. Roði hljóp fram í kinnar Phil. Hvernig gat móðir Marynelle vit- að. að þeim hafði orðið sundur- orða? — Eg var því mótfallin, að hún færi á skíði þessa helgi, útskýrði frú Lowe. Hún var svo önnum kafin við allt mögulegt, og hárið á henni og húðin . . . en þú vildir fara. Eg ásaka þig ekki, karlmenn skilja ekki öll þau smáatriði, sem konur þurfa að hugsa um. En hún gerði eins og þú vildir. því að þrátt fyrir allt. var þinn vilji einn- ig hennar. Hamingjan góða! Ef Marynelle ihafði einhvern tíma gert eitthvað, sem hún vildi ekki sjálf, þá voru Iþað nýjar fréttir fyrir mig, og áreiðanlega Phil einnig! — Svo að þú hefur enga ástæðu til sjálfsásökunnar, Philip, sagði frú Lowe ákveðin. — Hefurðu selt hluta þinn í sjúkrahúsinu? spurði Eugene í þurrum viðskiptatón. — Nei, sagði Phil, alls hugar feginn að umræðuefnið skyldi snú ast þá leið. Mér virðist réttast að athuga minn gang betur, áður en ég tek fullnaðarákvörðun um það. — Eg verð að segja, að fyrir mér lítur þetta einnig út eins og flótti, sagði Eugene. Mér finnst, að starfið hér ætti að vera þér fyr- ir mestu, og mér finnst. að þú ættir að taka ofurlítið meira tillit til mömmu, eins og aðstæðurnar eru. Phil fölnaöi lítið eitt. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því, hvern ig litið yrði á brottför hans í bæn um, til þess hafði hann verið of upptekinn af sjálfum sér og eigin áætlunum. Eg hafði heldur ekki liáð slúðrinu í bænum eyra, en ég vissi, að ýmsar sögur voru á lofti. — Við pabbi, hélt frú Lowe á- fram veikum rómi, höfum rætt um að láta útbúa fullkomna skurð- stofu á sjúkrahúsinu og helga hana minningu Marynelle. En ef þú verð ur ekki þar . . . hún þagnaði. Eg fann til samúðar með báð- um aðilum. Frú Lowe hélt sér dauðahaldi I hverja taug sem t.engdi hana Marynelle, og Phil var jafn umhugað að skera á slíkar taugar. — Frú Lowe, sagði hann með hægt. Eg ætlaði ekki að kvænast Marynelle vegna auðæfa fjölskyldu hennar, og ég mun heldur ekki láta þau hafa áhrif á líf mitt, nú þegar hún er dáin. Við kvöddum fljótlega eftir þetta. Lowe-fjölskyldan var særð og vonsvikin. Hún (hafði ætlað sér ASTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT að reyna að halda í Phil, en mis- tekizt algjörlega. Þegar Phil sat í lestinni og hugs aði um þetta allt saman. fann hann til sárrar iðrunar. Það var hreinn óþarfi að særa Lowe-fjölskylduna. Hann hafði áreiðanlega getað kom ið kurteislegar fram. SJÖTTI KAFLI. Phil skrifaði mér langt bréf um ferðalagið og komu sína til St. Louis. Borgin hafði breytzt, sagði hann, hún var einhvern veginn hreinni. En, öfugt við það, sem ætla mætti, þá virtist honum allt jafn stórt og þegar hann fluttist þaðað tíu ára gamall til Boston með foreldrum sínum. Hann hafði áformað að fá sér herbergi nálægt sjúkrahúsinu. En þar var allt yfirfullt af baseball- köppum, svo að hann varð að leita fyrir sér annars staðar. Hann fékk sér herbergi í gistihúsi í hjarta borgarinnar Það var hrein tilvilj- un, að hann skyldi fara á þetta vissa gistihús, hrein tilviljun að hann fór niður klukkan sjö í leit að matsalnum, en villtist inn á barinn. — Eg var hungraður, ekki þyrst ur, svo að ég ætlaði að snúa við aftur, skrifaði hann. Og þá . . . Hann sagðist ekki vilja halda því fram, að hann hefði ekki tek- ið eftir stúlkunni, sem sat næst dyrunum. Honum hafði fundizt hann kannast við baksvipinn, rnjúka dökka hárið, grannan lík- amann í rauða kjólnum og vel skapaða fótleggina. Stúlkan kastaði lil höíðinu og hló. Phil leit aftur1 á hana, en sneri síðan við og ætlaði burt. — Halló, rauðhaus! Þrátt fyrir rauða hárið, voru fá- ir, sem kölluðu Phil þetta. Engin stúlka gerði það, nema — það hlaut að vera — það var Min! — Hugsaðu þér Whit, skrifaði hann. Fyrsta manneskjan, sem ég rakst á í St. Louis, var Min. Þegar ég las þetta, tók hjarta mitt við- bragð. — Hún hefur breytzt ótrúlega mikið. Jafnvel þú hefur gengið fram hjá henni. Þú getur blátt á- fram ekki gert þér í hugarlund, hvað ein stúlka getur breytzt á tveimur mánuðum. Þú manst, hún var alltaf svo blátt áfram og næst um því stelpulega klædd. Jafnvel daginn, sem hún fór frá Berilo, var hún hún sjálf. En þessi Min! Þessi rauði kjóll var stórkostlegur, maður næstum hlaut að flauta. Og skórnir! Hælar og rautt band, ekk- ert annað. Og framkoman! Þetta er ekki lengur hún litla Min. Þessi Min veit, hvað hún á að segja, og hún segir það Ef til vill hefur þetta alltaf búið með henni, við höfum bara ekki veitt því athygli. — Framkoma hennar, maður, og fólkið, sem hún var með. Hún var þarna með þremur karlmönn- um og einni konu og sú var aug- l.ióslega heimavön þarna. Einn karlmannanna, um fertugt, var blaðamaður við sama blað og Min. Annar, glæsimenni, reynsluflug- maður við stóra flugvélaverk- smiðju, og sá þriðji — hann var ai þeirri gerðinni, sem lifir og, hrærist í dreggjum glasanna og I skreiðist út, þegar síðasta ljósið er slökkt. Min var svo ólík þeim öllum og þó lík þeim. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á þess- ari breytingu — Breytingin er ekki svo slæm. Hún var svo sæt, að ég hefði getað staðið þarna og glápt úr mér aug- un. En samt — þetta var ekki okkar Min — Eg fékk mér glas með þeim, en afþakkaði að koma með þeim í djassklúbbinn, eins og þau buðu mér. Eg var þreyttur og minnti Min á nýafstaðin veikindi mín. Hún samsinnti, að ég mundi vera hvíldar þurfi, og þau fóru við svo búið, en hétu því, að við mundum hittast bráðlega aftur — og oft. — Auðvitað var einfaldast að segja já jg amen við því, Whit,- en ég vona að, mér veitist létt að komast hjá því Eg kom hingað lil þess að vinna, og ég vil byrja strax á því. Eg ætla að vinna mik- ið og vinna vel F.g ætla ekki að skemma lungun á tóbaksreyk á börum sóa ptningum mínum í vín og skemmtanir Né heldur ætla ég að þveiíast um á milli veit- ingahúsanna með þirmi stúlku Larry. Fullyrðingar hans róuðu mig ekki ögn. Eg vissi, hvað mundi ger ast, þar sem bau voru bæði sam- an. Gneistar mundu fljúga. Phil kom til St. Louis á fimmtu aegi. Hann hafði nægan tíma til að skoða sig um í borginni, þar sem hann ætlaði ekki að mæta á sjúkra húsinu fyrr en á mánudag. Faðir hans átti parna heima í tuttugu ár. hann hafði starfað á sjúkrahús- T4 T í .V; 1 I - . . -1- T<, :?Í3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.