Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1963, Blaðsíða 7
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frainkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. t lausasölu kr 4.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h.f — Bústofnslán Það er viðurkennd staðreynd af öll.im þeim, sem gerzt þekkja til mála, að efnahagsráðstafanir núverandi. ríkis- stjómar hafi ekki orðið öðrum stéttum þyngri í skauti eji bændum, og við hefur bætzt margvíslegt óréttlæti og stirfni stjórnarvalda við bændastéttjna, c. d. í veitingu afurðalána, svo sem alkunnugt er. Harðast hafa þeir bændur þó orðið úti, sem hafa lítil bú, lítinn vélakost og litla ræktun, ekki sízt frumbýlingar. Hinir, sem höfðu þetta allt í betra lagi, áður en „viðreisnin“ hófst, hafa komizt betur af. Það er talin óyggjandi staðreynd, að síðustu árin hafi enn breikkað að miklum mun efnahagsbil milli þessara bænda. Munur búanna er enn meiri en áður, og efnahag hinna búminni bænda hrakar. Síðustu tvo áratugi hefur Búnaðarþing og Stéttarsamband bænda þó sífellt lagt á það áherzlu, að búa yrði svo um hnúta, að litlu búin stækk- uðu svo að þau gætu veitt bændum sæmileg afkomuskil- yrði. Veigamikill þáttur í því er að sjáifsögðu góður lána- stuðningur við byggingar og ræktur. en það hrekkur ekki til. Búskapurinn hefur einnig b»'eytzt svo, að miklu meiri og dýrari vélar þarf til en áður og meðalbúið verð- ur að stækka. Engin sérstök lánastofr.un hefur sinnt bú- stofnslánúm sérstaklega, og vísir hinrar aimennu stofn- lánadeildar til þess kemur að litlu haidi. Hér er þörf stórátaks, ef ekki á nia að fara, eins og þróunin er nú. Þessum málum verður að sinna sérstak- lega með fastmótaðri lánastofnun. Framsóknarflokkurinn hefur mjög beitt sér fyrir því hinsíðari ár, að hér yrðu haldkvæm ráð fundin í samræmi við þörfina og breytta þróun. Á síði^stu þingum hefur hann flutt frumvarp um sérstakan bústofnslánasjóð, sem hefði verulegan styrk til úrbóta. Þetta frumvarp hefur el£ki fundið náð fyrir augum stjórnarflokkanna, sem virðast kappkosta að halda bændum ? sömu kreppunni i þessu efni. Enn hafa sex þingmenn F1? amsóknarflokksins lagt fram frumvarp um bústofnslánas>óð á þessu þingi, og er þar gert ráð fyrir því, að hann tái þegar um 100 milljónir króna til umráða. bæði af íramlagi ríkisins og að láni. Tilgangur hans er að lána frumbýlingum myndar- leg lán til bústofns- og búvélakaupa, svo og öðrum bænd- um, sem hafa of lítinn bústofn og getr ekk" aðstoðarlaust stækkað búin í sæmilegt horf. Ef þetta frumvarp næði fram að ganga, mundi það verða mikil lyftistöng og koma eðliíegum framleiðslu- fótum undir fjölda bænda, sem nú haía ekki bústærð eða vélakost til sæmilegrar afkomu. Engin stórvirki Morgunblaðið flytur Bjarna Benediktssyni sérstök eft- írmæli sem góðs iðnaðarmálaráðhe’ ra. Þetta minnir á þá hörmulegu staðreynd, að s.l. fimrn ár eða í tíð Bjarna og þessarar stjórnar hafa engin stó 'átök átt sér stað í iðnvæðingu landsins Þar hafa engin stórvirki verið unnin á borð við þau viðfangsefni, sem áður voru með höndum höfð, svo sem áburðarverksmiðju og sements- verksmiðju. Kyrrstaðan er einkunn Bíarna sem iðnaðar- málaráðherra. Með því dáðleysi hefur þjóðinni verið unn- ið tjón, sem hún mun síðar gjalda, og óskandi væri, að eftirmaður hans yrð? skeieggari. Þetta hefur haldizt bróðurlega í hendur við kvrrstöð una í rafvirkjunarmálum, svo að raf eiagnsskortur krepp ir nú mjög að og lamar m. a. starf áhnrðarverksmiðju. Þingið óþjált Kennedy og Rusk EfnahagsaSstoS víið aðrar þjóðir sætir vaxandi gagnrýni RUSK, utanríkisráðherra. KENNEDÝ forseti hefur mætt miklum mótgangi á Bandaríkjaþingi undanfarna mánuði, þótt flokkur hans sé í miklum meirihluta í báðum deildum. Seinustu vikurnar hef ur þessi mótgangur einkum mætt honum i sambandi við frumvarp stjórnarinnar um efnahagslega aðstoð við aðrar þjóðir. Hvað eftir annað hafa staðið vonir til, að það yrði af- greitt frá þinginu, en það jafn- an dregizt og þessi dráttur orð- ið til þess, að þingið hefur stöð- ugt verið að minnka þau fram- lög, sem stjórninni eru heimil- uð til efnahagslegrar aðstoðar við önnur ríki, og jafnframt sett strangari skilyrði um veit- ingu slíkrar aðstoðar. Upphaf- lega lagði stjórnin til, að hún fengi 4,900 millj. dollara fjár- veitingu til umræddrar aðstoð- ar. Öldungadeildin. sem fyrst fjallaði um málið. lækkaði þessa upphæð nokkuð, en síðan lækkaði fulltrúadeildin hana enn meira eða niður i 3.900 milljónir dollara Öldungadeild in fékk málið þá aftur til með- ferðár og þar hefur það verið til umræðu seinustu dagana. Það hefur hingað til verið venj an, að öldungadeildin hefur dregið úr niðurskurði fulltrúa- deildarinnar og síðan náðst samkomulag milli deildanna á þeim grundvelli. Nú er öldunga deildin hins vegar búin að minnka fjárveitinguna niður í 3.722 miiljónir dollara. AF HÁLFU ríkisstjórnarinn- ar, og þó alveg sérstaklega af þeim Kennedy forseta og Rusk utgnríkisráðherra, hefur þess- um niðurskurði jaingsins verið harðlega mótmælt. Kennedy og Rusk hafa sagt. að Bandaríkja- stjórn gæti illa fylgt fram nú- verandi utanríkisstefnu sinni ef ekki yrði dregi.ð úr þessum niðurskurði. þar sem hún bygg- ist mjög á því að geta veitt efna hagslega aðstoð vinveittum þjóð um. Þessar yfirlýsingar þeirra Kennedys og Rusks virðast lítil áhrif hafa haft. á þingmenn Þau átök, sem átt hafa sér stað um þessi mál á Bandaríkja þingi. hafa alls ekki farið eft- ir flokkum. Forustumenn beggja flokkanna í öldunga- deildinni hafa t. d. staðið við hlið stjórnarinnar og reynt að hamla gegn niðurskurði og strangari skilyrðum um veit- M O R S H * W ingu aðstoðar. Þetta hefur ekki nægt. í báðum flokkum hefur verið gerð uppreisn gegn for- ustunni. Það kann að ráða einhverju hér um, að þingkosningar fara fram á næsta ári og ekki er ótítt undir þeim kringumstæð- um. að þingmenn gerist þá spar samari en ella á þau útgjöld. sem ekki renna til framkvæmda í kjördæmum þeirra Þetta er þó ekki aðalástæðan. Aðalástæð an er sú. að reynslan virðist sanna, að miklu af því fé, sem hefur farið til aðstoðar öðrum þjóðum, hefur ekki verið vel varið. Það hefur farið í sukk og óreiðu hjá þeim ríkisstjórn- um, sem hafa fengið það og sennilega i ýmsum tilfellum orðið til þess, að þær hafa gerzi andvaralausari og áhugaminni um að taka efnahagsmálin fösA um tökum. SÁ MAÐUR. sem látið hefur mest bera á sér í umræðunum um þessi mál í öldungadeild inni að undanförnu, er Wayne Morse öldungadeildarþingmað ur frá Oregon. Hann tilheyrir róttækari armi ciemokrata, þótt hann væri áður republikani Hann hefur m. a. bent á. að ýmis hernaðaraðstoð. sem Bandarikin hafa veitt öðrum þjóðum, hafi komið að teljandi gagni, eins og t. d. í Laos. Þá hefur hann gagnrýnt þá dýru hernaðaraðstoð, sem Suður Vietnam hefur verið veitt, því að hún muni einnig reynast glatað fé, því að fyrr en síðar hljóti Suður-Vietnam og Norður Vietnam að sameinast og beri að vinna að því, eins og de Gaulle hefur lagt til. Þá sé hinn mikli stuðningur, sem Chiang Kai Shek sé veittur til að halda uppi stórum her, hreinn óvita háttur. f her Chiang Kai Sheks séu fleiri hershöfðingjar en ! öllum her Bandaríkjanna og sé annað sukk eftir því. Þessi her hafi ekki heldur minnstu þýð- ingu fyrir varnir Formósu, því að ekki þyrfti nema skáta til að sigra hann. í Suður-Kóreu sé ástandið litlu betra og væri nær að láta herinn þar leggja vegi og rækta landið en að borga honum fyrir ekki neitt, en þar eins og á Formósu byggj ast varnirnar raunverulega al- veg á Bandaríkjunum Öll hern aðaraðstoðin. sem sé veitt i Suðaustur-Asíu sé meira og minna hreint bruðl til að styðja til valda afturhaldsklíkur, er reyni síðan að auðga sjálfar sig á allan hátt MORSE deilir ekki síður á þá efnahagsaðstoð, sem er veitt ríkjum í Suður-Ameríku Hann segir. að þessi aðstoð beri oft- ast ekki annan árangui en þann að halda lífi í ríkisstjórnum. sem ekki hafi hug og dug til að taka viðfangsefnin réttum tökum Þannig verði efnahags- aðstoð Bandaríkjanna til að fresta þeim aðgerðum. sem koma þurfi i Suður-Ameríku Þá sé Htið vit í því. að Banda- ríkin veiti Suður-Ameríku mikil fjá^framlög á sama tíma og auðmenn þar keppisi við að leggja fé sitt inn í svissneska banka í stað þess að nota það til framkvæ.mda heima fyrir Það hefur styrkt Morse í þess ari gagnrýni. að Goulart, for- seti Brasilíu hefur nýlega látið svo ummælt að umrædd að- stoð Bandaríkjanna væri Suður Ameríku ekki mikils virði, og að hinn nýi forseti i Argentínu, tllia. virðist staðráðinn í því að þjóðnýta olíunámur banda- rísku olíufélaga þar. þótt Bandaríkjastjórn reyni að snorna gegn því Morse hefur oft áður vakið á sér athygli fyrir það að berj ast fyrir málum. er lítinn stuðn ing áttu i öldungadeildinni í þetta sinn hefur hann hins ves ar fengið til stuðnings við sig marga þingmenn úr þáðum flokkum, þótt sumir þeirra byggi það á nokkuð öðrum for sendum en hann. Framhðie * <3 -ilSo TÍMINN, laugardaginn 16. nóvember 1963 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.