Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 14
anBBawBBBHBaggs ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER Aftur bætti Ribbentrop við ,,við auka“ með persónulegum fyrir- mælum við skeytið til sendiherra síns. — Ég fer þess á leit, að þér l'esið aftur þessi fyrirmæli orði til orðs fyrir Molotov og biðjið þeg- ar um að fá að heyra um skoðanir rússnesku stjórnarinnar og Stalíns í fullkomnum trúnaði má bæta því við, yður til leiSjbeiningar, að það gæti verið okkur til mikils gagns, ef Moskvuferð mín gæti átt sér stað í lok þessarar viku eða fyrst í næstu viku. Næsta dag á fjalltindi síirúm, biðu Hitler og Ribbentrop þolin- móðir eftir svari frá Moskvu. Sím- skeytasambandið milii Berlínar og Moskvu, var engan veginn fljót- virkt — en mennirnir, sem voru í þessu undarlega andrúmslofti í Bæernsku Ölpunum, virtust alls ekki gera sér grein fyrir því. Um 17. ágúst var Ribbentrop farinn að senda „mjög áríðandi" svör um, að hann hefði aðeins fengið skeyti utanríkisráðherrans klukk- an ellefu kvöldið áður, og þá hefði verið orðið of seint að gera nokkuð í málinu, og þegar árla morguns í dag, 17. ágúst, hefði hann feng- ið viðtal við Molotov klukkan 8 í kvöld. Þessi fundur átti eftir að verða hinum æstu nazistum til von- brigða. Rússneski utanríkisráð- herrann, sem var búinn að gera sér grein fyrir ákafa Hitlers og án efa einnig ástæðunni fyrir hon- um, lék sér að Þjóðverjunum, stríddi þeim og hæddi. Eftir að Schulenburg hafði lesið fyrir hann skeyti Ribbentrops, lagði Molotov fram skriflegt svar við fyrstu orð- sendingu utanríkisráðherrans frá 15. ágúst, en lagði vart eyrun við þeirri, sem nú var komin. Þarna var byrjað mjög biturlega á því að minna nazistastjórnina á undanfarandi óvináttu Þjóðverja í garð Sovétríkjanna, og útskýrt, „að þar til fyrir stuttu hafi Sovét- stjórnin verið þeirrar skoðunar, að þýzka stjórnin haii verið að leita sér að tækifæri til þess að lenda í átökurn við Sovétríkin. . . . Svo, ekki sé minnzt á þá stað- reynd, að þýzka stjórnin hefur með andkommúnistiska sáttmál- anum verið að reyna að skapa og skapað sameinaða aðstöðu all- margra ríkja gegn Sovétríkjun- um.“ Það var af þessum sökum, stóð í orðsendingunni, að Rússland „tók þátt í að skipuleggja varnir gegn (þýzkri) árás.“ — Ef þýzka stjórnin (hélt orð- sendingin áfram) tekur samt sem áður upp stefnubreytingu, sem stefnir að alvarlegum bótum á stjórnmálasambandinu við Sovét- ríkin, þá getur Sovétstjórnin auð- vitað ekki annað en fagnað slíkri breytingu, og er fyrir sitt leyti reiðubúin að endurskoða stefnu sína með alvarlega bót fyrir aug- um hvað við kemur sambandinu við Þýzkaland. En þetta verður, stóð í rúss- nesku orðsendingunni, að gera „með alvarlegum og hagnýtum að- gerðum" — ekki með einu stóru stökki eins og Ribbentrop hafði stungið upp á. Með hvaða aðgerðum? Fyrsta stigið: með gerð verzlun- ar- og lánasamnings. Annað stigið, „sem tekið skyldi skömmu síðar“: Gerð samnings, þar sem ákvððið væri, að hvorugt ríkið gerði árás á hitt. Samtímis öðru skrefinu krafð- ist Sovétstjórnin þess, „að gerð- ur yrði sáttmáli, sem skýrði hags- muni beggja aðila í hvcrju máli fyrir sig á sviði utanríkismála". Þetta var meira en ábending um að hvað viðkæmi skiptingu Austur Evrópu að minnsta kosti, þá við- urkenndi Moskva að um slíkt gæti verið að ræða. Og um heimsókn Ribbentrops, sem stungið hafði verið upp á, sagði Molotov, að Sovétstjórnin væri „mjög ánægð“ yfir hugmynd inni, „þar eð hún sýndi ljóslega, að Þjóðverjum væri alvara fyrst þeir hygðust senda jafn háttsett- an og mikinn stjórnmálamann og leiðtoga. „Þetta var mjög ólíkt“, bætti hann við, „því að England hafði sent Strang, sem aðeins var annars flokks stjórnmálamaður, til Moskvu. Samt se'm áður krafð-j ist heimsókn þýzka utanríkisráð-j herrans mikils undirbúnings. | Sovétstjórninni líkaði ekki það mikla veður, sem gert yrði út af| ferðinni. Hún var undir það búin að vinna hagnýtt verk án mikilla láta“. Molotov minntist alls ekki á hina áríðandi, sérstöku tillögu Ribbentrops um, að hann kæmi til Moskvu um helgina, og Schul- enburg, sem ef til vill hafði misst að nokkru kjarkinn í þessum við- ræðum, lagði ekki hart að honum með þetta. Næsta dag, eftir að skýrsla sendiherrans hafði verið send, gerði Ribbentrop það hins vegar. Augljóst er, að Hitler var nú að verða örvæntingarfullur. Frá sum arbækistöðvum hans í Obersalz- berg fór enn eitt „mjög áríðandi“ skeyti til Schulenburgs 18. ágúst, undirrilað af Ribbentrop Það kom í þýzka sendiráðið í Moskvu klukk an 5:45 um morguninn hinn 19. og fól sendiherranum að „koma þeg- ar í stað í kring viðtali við Molo- tov og gera allt, sem hægt væri til þess að sjá til þess að það ætti sér stað án tafar“. Það mátti eng- an tíma missa. „Ég bið yður“, sagði Ribbentrop í skeytinu, „að segja eftirfarandi við Molotov": . . . Við myndum einnig, undir venjulégum kringumstæðum, vera tilbúnir til þess að bæta sambúð- ina milli Rússa og Þjóðverja á venjulegan hátt eftir diplómatísk- um leiðum. En ástandið í dag ger ir nauðsynlegt, að því er foringinn ál’ítur, að beita öðrum aðferðum, sem myndu hafa í för með sér fljótvirkari niðurstöðu. Þýzk-pólska sambandið verður alvarlegra með hverjum deginum, sem líður. Við verðum að taka með í reikninginn, að þeir atburð ir gætu att sér stað, sem myndu gera óhjákvæmiíegí, að til átaka kæmi . Foringinn álítur nauð- synlegt, að okkur verði ekki kom- ið að óvörum í pólsk-þýzkum átök- um á meðan við erum að leitast við að bæta sambúðina við Rússa. 'Því telur hann nauðsynlegt, að áður hafi verið gengið frá málun- um við Rússa, þó ekki nema af þeirri ástæðu, að litið hafi verið á hagsmuni þeirra, ef til slíkra átaka kæmi, en það yrði að sjálf sögðu erfi'tt, ef þetta hefði ekki verið gert áður. Sendiherranum var ' sagt að segja, að „fyrsta skrefið" í við- ræðunum. sem Molotov hafði nefnt, gerð viðskiptasamnings, hefði þegar verið tekið í Berlín, einmitt þennan sama dag (18. ág.), og nú væri kominn timi til þess að „ráðast“ í annað stigið. Til þess að það mætti verða, stakk þýzki utanríkisráðherrann upp á, „að hann legði þegar í stað af stað til Moskvu", en þangað kæmi hann með fullt vald frá foringjanum, sem „hefur veitt mér heimild til þess að ganga fullkomlega og í heild frá öllum vandamálunum“. í Moskvu, bætti Ribbentrop við, myndi hann „hafa aðstöðu . . . til þess að taka óskir Rússa með í reikninginn“ Hvaða óskir? Þjóðverjar voru ekki að fara neitt í kringum hlut- ina lengur. — Ég hefði einnig aðstöðu til þess (hélt Ribbentrop áfram) að undirrita sérstakan sáttmála, sem myndi samræma hagsmuni beggja aðila, hvað við kæmi ufanríkis- stefnunni yfirleitt. T. d. taka á- kvarðanir í sambandi við hags- munakröfur við Eystrasaltið. Sam komulag þess eðlis getur þó að- eins náðst með viðræðum. Við þessu mátti sendiherrann ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT 26 læknis við ýmis smáatriði, sem taka þyrfti tillit til. Phil kvaðst hafa áhuga á verk- efninu, en kvaðst hafa komið til Boone til að stunda rannsóknir. — McNaire segir, að þér séuð fær skurðlæknir, sagði forstöðu- maðurinn. — McNaire hefur verið mér á- kaflega vinsamlegur. — Ég hef aldrei vitað til þess, að hann hældi nokkrúm, sem ekki hefur átt það skilið. — Þákka yður fyrir, herra. Síðar átti Phil eftir að líta á samstarf sitt við'tæknifræðingana sem réttlætingu á þessu ári, sem hann eyddi í St. Louis. Honum varð skjótt ljóst mikilvægi þess verkefnis, sem hann var að fást við. Hann hafði séð svart-hvíta sjónvarpssehdingú á fuppskurði, og hann áttaði sig fljótt á þeim vandamálum, sem leysa þyrfti. Ef vel tækist til með litasendingu, mi'ndu þeií' lO'Sna við hina hvim- leiðu gráu skugga, sem rugluðu stúdentana og áhorfendurna, t.d. við sendingu á taugauppskurði í svart-hvítu. Litasjónvarp ýrði betra en kvik- mynd af sama atriði, vegna þess að við sjónvarpssendinguna, yrðu hvorki áhorfendur né þátttakénd- ur vissir um, að uppskurðurinn mundi heppnast. Ef mistök yrðu, mundu stúdentarnir læra af þeim, læra, hvernig vandinn yrði leystur o.s.frv. Vikum og mánuðum saman vann Phil með tæknifræðingunum að því að leysa öll þau vandamál, sem smám saman skutu upp koll- inurn. Hvar sjónvarpstækin ættu að vera staðsett til að gefa sem bezta snynd? Hve margir skyldu taka þátt í uppskurðinum? Hvort skurðlæknirinn ætti að skýra gerð- ir sínar munnlega um leið og hann framkvæmdi uppskurðinn? Hvar hljóðneminn ætti að vera til þess að vera ekki í vegi fyrir l'æknin- um? Hvort annar læknir ætti e.t.v. að vera til staðar til þess að skýra verkið og grípa in'n í, ef þess gerð- ist þörf? Og Phil krufði, meðan tækni- fræðingarnir gerðu sínar tilraun- ir með upptökur og sendingar. Hann var óþreytandi að finna ráð til að lagfæra galla, sem fram komu, og hann gekk að slarfinu með áhuga og elju. Hann reyndist mjög hæfur til sjónvarpsmyndun- ar, og rödd hans, mjúk en skýr, var sérstaklega vel fallin til þess að tala í hljóðnema. Svo kom að því, að stúdentum ýar safnað að sjónvarpsskermin- um til að sjá Phil kryfja. Annar skurðlæknir var meðal áhorfenda, að ósk Phils, til þess að skýra það, sem fram fór, en hann þurfti varla að opna munninn, skýringar Phils sjálfs reyndust fullkomlega nægi- legar og skýrar. Stúdentarnir urðu hrifnir af sendingunni og fóru fram á, að fá að sjá uppskurð á lifandi fólki. Það var gert. Og nú streymdu fyr irspurnir til aðalskrifstofunnar. Hvers vegna hafði ekki Scoles læknir framkvæmt uppskurðinn? McNaire var hæstánægður og spurði Phil, hvort hann vildi ekki fara að óskum stúdentanna. Phil samþykkti að reyna. Hann gerði einn keisaraupp- skurð, og að honum loknum hafði hann eignazt heilan hóp aðdáenda. Hann var í senn upp með sér, undr andi og ringlaður. Hann hafði komið um landið þvert til þess að hefjast handa á nýju starfssviði, og hér var hann nú sem miðpunkt ur í sjónvarpssendingum á ná- kvæmlega sama verki og hann hafði unnið í Berilo. Næsta skref var að sjónvarpa lengra. Tilraunin tókst mjög vel, og hvert bréfið á eftir öðru barst til skrifstofunnar, þar sem óskað var eftir því, að andlit læknisins sæist í næstu sjónvarpssendingu! Hinir læknarnir stríddu Phil góð- látlega, kölluðu hann sjónvarps- stjörnuna. Phil var ekki alls kost- ar ánægður, — og þó! Sjónvarps- sendingarnar náðu til svo margra stúdenta og lækna. Það var vel þess virði að kosta fé til þess, og ekki sá Phil eftir tímanum. sem til þess fór. Hann gleymdi ákvörðun sinni að snúa aftur til Berilo. Hann var mjög önnum kafinn — og mjög ánægður með lífið. Horium þótti leitt að verða að hætta starfi sínu við gamalmenna- deildina, en með því að leggja að sér, tókst honum að stunda starf sitt á fæðingardeildinni eftir sem áður. Og nú gegndi hann ekki aðeins aðstoðarstörfum þar, held- ur skar einnig uþp sjálfur, ef þess gerðist þörf. Og hann fékk á ný yfir sig for- vitni manna og spurningar. Hvers vegna var hann, svo fær skurð- læknir sem hann var, að sóa tím- anum í rannsóknir, sem ef ti) vill myndu engan árangur bera? Og störfin hlóðust að honum rneir og meir, hann fór jafnvel að taka að sér kenns'u fyrir aðra lækna, ýmist vegna þess, að þeir urðu taugaóstyrkir gagnvart hljóð nemanum og öllum þessum tækj- um, eða vegna þess að þeir höfðu ekki rödd til þess að tala í hljóð- nema. Það var hrein furða, hve margir snjallir skurðlæknar fundu til óþæginda gagnvart hljóðnem- anum. Og vesældarleg rödd svipti kennsluna gildi sínu að hálfu leyti. Phil var eins og heima hjá sér innan um öll tækin, og munn- legar útskýringar hans höfðu ekki hin minnstu truflandi áhrif á handaverk hans. Hann fór að bræða með sér að taka starfandi lækna í tíma og kenna þeim að koma fram við sjónvarpskennslu. Hann fann til hreykni yfir vel- gengni sinni og hve fljótt hann hafði unnið sig í álit. En hann gat þó ekki fyllilega sætt sig við þessa stefnu málanna. Jafnvel þegar Page horfði á hann með nýrri að- dáun og ræddi við hann af áhuga á starfi hans, játaði hann fyrir henni, að starf hans hefði nú beinzt í aðra átt en hann ætlaði, þegar hann kom til Boone — Og ef ég held ekki áfram þessum rannsóknum mínum, til hvers er ég þá að þvælast hérna? — Þú kennir ótal stúdentum, hvernig þeir eigi að verða góðir skurðlæknar, sagði hún brosandi. — Manstu eftir ræðunni, sem ég hélt yfir þér um nauðsyn gaum gæfilegrar athugunar á einstakl- ingnum í sambandi við rannsókn- ir? Hún brosti aftur. — Já. sagði hún þýðlega — Mundirðu segja, að það starf, sem ég inni nú af höndum sem sjónvarpskennari samræmist þessari sannfæringu minni? Hún studdi hönd undir kinn og horfði íhugandi á andlit hans. Hann hugsaði með sér, að á ná- kvæmlega sama hátt mundi hún horfa á hræ af rauðvængjuðum svartþresti. Þau höfðu rekizt á hvort annað í dyrunum á matstof unni. Hann vissi, að hún mundi heimta að fá að borga sjálf fyrir sig, en það hefði verið kjánalegt að borða ekki saman. — Ég samsinnti því aldrei, að einn sjúklingur væri meira virði en hundrað, sagði hún á ögrandi hátt, sem hreif hann skyndilega, svo að hann fann til undrunar. — Ég staðhæfði aldrei, að cinn væri meira virði en hundrað. Eg sagði aðeins, að hver og einn væri mikils virði sem einstaklingur og að við mættum aldrei gleyma ein- staklingseðli hans. Eg staðhæfði, að læknirinn ætti fyrst og fremst að hugsa um einstaklinginn sem slíkan. Og í hvert skipti, sem lækn irinn eykur þekkingu sína og hæfni, kemur það sjúklingnum, einstaklingnum, til góða. — Og starf þitt nú samræmist ekki þessari sannfæringu þinni? — Ég eyk ekki þekkingu mína með þessu. Eg nota sÖmu tækni og ég hef alltaf gert — en nú und ir sjónvarpslampa. En . . — Læknir, það er möguleiki á þyí, að þessi sama gamla tækni, sém þú nefnir svo, geri svo mikið gagn öllum þeim nrörgu sjúkling- um, sem verða hæfni þinnar að- njótandi, að það nægi sem ríkú- legur skerfur til mannúðarstarfa, ekki satt? Hann hallaði sér aftur á bak og horfði undrandi á hana. — Heyri ég rétt? Hún roðnaði lítið eitt. — Ég er mjög hreykin af þér og hinu nýja starfi þínu, játaði hún dræmt. I 14 T f M I N N, laugardaginn 30. nóvember 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.