Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.11.1963, Blaðsíða 15
YFIRLÝSING FLUGMÁLASTJÓRA Framhald af 1. síSu. völlur kosta allt frá 320 til 420 millj. ísl. króna. Vegna hins mikla kostnaðar íelur flugmálaráðherra óxaunhæft oð hugsa sér byggingu flugvallar á Álftanesi. Hann telur, að beri að endurbæta Reykjavikur ílugvöll, þar sem það mundi ekki kosta nema brot af nýju mann- virki. Ráðherra er þeirrar skoð- unar, að í framtíðinni eigi að nota Keílavíkurflugvöll fyrir millilanda flag með þotum. Flugráð hefur endanlega ekki skilað áliti um þetta mál, en flug- málaráðherra hefur setið fundi með Flugráði og haft aðgang að sömu gögnum og það. Flugmála- stjóri vildi ekki segja sitt persónu- iega álit, en kvaðst vona, að end- anleg ákvörðun yrði tekin af öllum aðilum um áramótin. Flugmálastjóri kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að framlag r.íkisins til framkvæmda flugsins r.IIt frá því það byrjaði afskipti af þeim árið 1936 og til ársins 1964, væri að upphæð kr. 98,899,550 88, og geta menn borið þá upphæð saman við þann kostnað, sem áætl- aður er samfara byggingu nýs flug vallar á Álftanesi. Fyrir þessa upp- hæð hafa verið byggðir allir flug- vcilir landsins, fyrir utan Reykja- víkurflugvöll og Keflavíkurflug- völl, eða 85 litlir og stórir flug- vellir. Allt öryggiskerfi hefur ver- ið reist fyrir þetta fé, að vísu með mikilli hjálp bandarísku flugmála- stjórnarinnar og Alþjóðaflugmála- stjórnarinnar, auk þess keyptar allar þær vélar, sem þurft hefur á að halda, og húsbyggingar reist- ar. — Af þessari tölu, tæpl. 100 millj., sést, hversu óraunhæft er að tala um nokkrar stórfram- kvæmdir í sambandi við t. d. flug- vallargerð cg-hve augljóst er, að algjör stefr.ubreyting verðvr að vera, til þess að íslenzk flugmál eigi nokkra framtíð, sagði flug- málastjóri. Við eigum aðeins tvo raunverulega flugvelli, Reykjavík lirflugvöll, sem Bretar byggðu og aíhentu okkur, og Keflavíkurflug- vöilur, sem Banddríkjamenn hafa byggt og er stórum fullkomnara mannvirki. Og nú er Reykjavíkur- ílugvöllur að grotna niður vegna viðhaldsleysis. Við fáum ekki einu tinni fjármagn til eðlilegs við- halds. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Nokkuð hefur verið rætt um nauðsyn á varaflugvelli fyrir milli- ’andaflugið, og kvaðst flugmála- stjóri enn vera sömu skoðunar og iyrir tíu árum, að heppilegasti staðurinn i'yrir varaflugvöll væri í Aðaldal i Suður-Þingeyjasýslu. líann sagði, að fyrir tæpum tíu ár- um hefði hann verið búinn að fá vllyrði fyrir 5 milljón dollara óaft- urkræfu framlagi til byggingar fuilkomins flugvallar í Aðaldal, sem íslendingar áttu að byggja og reka algjörlega sjálfir, en þá hefði ráðamönnum ekki þótt henta áð taka þessu boði. Það boð stend ur ekki iengur, Flugmálastjóri sagði, að einnig væri hugsanlegt að stækka Akureyrarflugvöll og j setja á hann slitlag, svo að hann j gæti gegnt hlutverki sem • vara- j vóilur, t. q. fyrir Caravelle-þot- ur En það eitt að malbika Akur- eyrarflugvöll mundi kosta um 30 millj. kr., og þá væri eftir að lengja flugvöllinn um 1000 metra. Fjár- veiting til framkvæmda flugsins a vfirstandandi ári var 13,2 milljón- ir kr. og heíur aldrei verið meiri. ÁLIT LOFTLEIÐA Framhaid af 1. síðu. hefur veriS skipuð til þess aS sætfa hin óiíku sjónarmið flug- félaganna innan 1ATA um þessa lækkun, og þangað til viS heyr- um endarlega niðurstöðu, getum viS ekki annað gert en beðið á- tekta. LOFTLEIÐIR LIFA VARLA Framhald af 1. síðu. Hins vegar samþykkti Flug- ráð á s.l. vetri tímabundnar lækkanir fyrir bæði ísl. félögin, á vor- og haustfargjöldum F.í. til þeirra landa, sem það flýg- ur til, og vetrarfargjöldum Loft leiða til Luxemborgar. Vetrar- fargjöld L-oftleiða voru sam- þykkt til þess að létta þeim bar áttuna vegna hinnar nýju sam keppni við SAS, en Lofleiðir hafa viljað mæta henni með því að setja þrjár aukaferðir á Luxemborg til þess að flytja þaðan erlenda farþega til fs- lands og síðan áfram til New York með flugvélum þeim, sem koma hálítómar frá Norðurlönd unuœ, þannig að heildarút- koma ílugferðanna frá Norður löndunum verði hagkvæmari, þrátt fyrir hina hörðu sam- keppni SAS. Stjórn Loftleiða taldi slíka lækkun á Luxemborg arfargjöldunum höfuðnauðsyn. Flugmálastjóri var spurður álits á þeim ummæl'um Flug- félagsins, að það neyddist til að segja sig úr IATA, ef Loft- leiðir fengju fram lækkunina, og svaraði hann því til, að hann sæi ekki, að það breytti nokkru, nema þá til hins verra, því að Flugfélagið yrði eftir sem áður að fljúga á IATA-fargjöldum vegna samninga við flugmála- stjórnir all'ra þeirra Evrópu- landa, sem íslenzku flugfélögin fljúga til, nema Luxemborgar, og þangað gæti F.í. hafið flug, hvenær sem væri. — Það skiptir okkur sára- litlu máli, þótt hvorugt ís- lenzku flugfélaganna væri í IATA. Það eitt skiptir máli, að við hegðum okkur í sam- ræmi við gerða samninga, sagði Agnar Kofoed Hansen að lok- um. 5AMNINGARNIR Framhald af 1 síðu. Sem dæmi um þá styrfni, sem nú virðist hlaupin í samninga- málin, má geta þess, að í umræð- um um tryggingamál á Alþingi á fimmtudag sagði Emil Jónsson félagsmálaráðherra, annar tveggja ráðherra, sem annast samningamálin af hálfu ríkis- stjórnarinnar, eitthvað á þessa leið: Ríkisstjórnin hefur nú uppi tilburði til þess að bæta hlut þeirra lægst launuðu í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir, en' mér virðist að nú eigi að standa þannig að þeim málurn, að ekki verði unnt að koma fram þeim kjarabótum og á eftir að sýna sig hvernig það mál' allt fer. Má eins og af þessu ráða, að ríkisstjórnin ætli ekki að fóst til að víkja í neinu og hliðra til frá „viðreisnarstefnunni", nema hvað þetta boð varðandi útsvars breytinguna áhrærir. Atvinnu- rekendur, einkum útvegur og fiskiðnaður fara einnig fram á tilhliðranir og að vikið verði frá „viðreisninni* og vilja ekki fall- ast á kauphækkanir nema slíkar tilhliðranir verði gerðar af ríkis- stjórnarinnar hálfu. Það er því beðið eftir ríkisstjórninni. Hún á marga möguleika og ótal leiðir til að leysa þennan hnút og ef til verkfalla kemur, má skrifa þau á hennar reikning. ÁVÞÍSANAFALS Framiiai' ax bls 3 arlögreglan mun hafa mál þetta í II meðferðar og gefur engar upp- iýsingar. Eina ávísunina gaf piltur þessi út í einu veitingahúsa bæjarins og lét skriía rangt nafn fyrir sig sem framsal á ávísunina. Eins og áður er sagt, þá gaf rann •uknarlögreglan engar upplýsing- ar um málið, og því ekkert hægt að segja frekar um það nú. Mikil hálka IH-Seyðisfirði, 29. nóv. Mikil hálka hefur verið hér í dag, suðvestan vindur og 13 stiga hiti. Fjarðarheiði er nú fær öll- um bílum, en hún var rudd fyrir nokkrum dögum. Áður höfðu ver- ið daglegar ferðir á snjóbíl milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, svo Seyðfirðingar hafa ekki verið ein- angraðir þrátt fyrir ófærðina að undanförnu. Hinn reyndi vetrarferðabílstjóri Þorbjörn Arnoddsson lét af störf- um í haust og seldi snjóbíl sinn tveimur ungum mönnum, þeim Kustni Árnasyni og Jóni Gunn- þórssyni, sem hafa í hyggju að halda uppi vetrarferðum til' Egils- staða. Bakkafoss er staddur hér og lestar hann 600 lestir af síldar- mjöli til útííutnings. Þá eru vænt- anlegir hingað tveir aðrir fossar Eimskipafélagsins, og munu þeir lesta síld til Svíþjóðar og Dan- merkur. Hér er nú unnið stanz- laust að rannsókn elda af sérfræð- ingum okkar. Rak upp KJ-Reykjavik, 29. nóv. í óveðrinu í nótt sleit m.b. Flóa klett frá brygju í Hafnarfirði. Bát urinn losnaði að aftan og rak aft urendann upp í fjöru við bryggj- una. Engar skemmdir urðu á bátn um svo vitað sé, en hann náðist út á flóðinu um hádegi í dag. ANNA FRANK Framhald at 16. síðu. gieymdi málinu. Eg veit ekki hvað um þau varð, segir hann. í dag tilkynnti innanríkisráðu- neyti Austurríkis, að fyrirskipuð hefði verið rannsókn á hlutdeild S.lberbauei í handtöku fjölskyldu Ó:inu Frank. -Rannsóknin beinist einnig að öllu starfi Silberbauer á stríðsárunum. Jafnframt hefur þess verið óskað við hollenzk yfir völd, að þau gefi allar tiltækar upplýsingar um athafnir Silber- bauers í Hollandi. JOHNSON Framhald af 16. síðu. merki þess, að forsetinn hafi strax tekið að vinna af fullum krafti að því, að frumvarpið um borgara- réttindin verði samþykkt í þing- inu. Hann lýsti í dag yfir, að hann væri órólegur yfir seinaganginum í nefndinni, sem fjallar um málið, en suðurríkja-demókrati er for- maður hennar. ÁR FLÆÐA Framhald af bls. 3. að hann hefur verið ófær síðan, en nú er að Ijúka viðgerð á honum. Um leið og þetta gerðist, hlupu ár á Mýrdalssandi. Hjá Klifanda- brúnni, hafði flætt yfir veginn, en lokið er viðgerð þar. Vegurinn, sem liggur frá Kirkjubæjar- klaustri út á Síðu, skemmdist einn- ig á aðfaranótt þriðjudags, en áætlað var að laga það í dag. Veðurútlitið næsta sólarhring- inn er frekar slæmt. Búizt er við suðvestan átt og köldu skúraveðri og éljagangi. BANASLYS Framhair. aí bls. 3. Guðmundur Víðir mun hafa kom ið út á götuna um sama leyti og vörubifreið, sem stóð upp við húsið Hafnargötu 16 íór af stað, en drengurinn hafði verið að leik inni í garði við húsið Ilafnargötu 14. Er talið, að hann hafi orðið fyrir bifreiðinni, er hún fór af stað. Litli drengurinn er sonur Hall- björns Kristinssonar, Hringbraut 109 í Reykjavík, en dvaldist hjá föðursystur sinni á Seyðisfirði þai eð móðir hans lenti í bílslysi í vor, og hefur ekki náð sér síðan. Fyrsta kvikmyndin GB-Reykjavík, 29. nóv. Fyrsta kvikmyndin af gosinu við Geirfuglasker, sem kvikmyndafé- lagið Geysir kvikmyndaði, er nú tullgerð og hefjast sýningar á iienni í Laugarárbíói laugardaginn 30. nóv., en ekki í Austurbæjarbíói, e: ns og áður var hermt í fréttum. Verður þessi fyrsta goskvikmynd ,af yfirstandandi gosi næstu daga sýnd sem aukamynd á öllum sýn- ingum í Laugarásbíói. Fullveldisfagnaður Nokkrir óseldir miðar á full- veldisfagnað Stúdentafélags Reykjavíkur að Hótel Borg í kvöld verða seldir í skrifstofu H.B. frá hádegi í dag. Skemmtiatriði eru vönduð, m.a. leggja eftirhermurn ar Jón Gunnlaugsson og Karl Guð mundsson saman í sérstökum þætti, matur fjórréttaður, hucnar og rjúpur. dansað til kl. 2 eftir miðnætti, en samt kostar miðinn aðeins kr. 300 — Örfáir miðar á dansleikinn eftir borðhald verða seldir við innganginn eftir kl. 10 í kvöld. BRETAR Fiamhald af 1. síðu. um. Félagið er áfram gegn tólf cnílum, sagði hann. í apríl í vor sagði brezka stjórn- in upp Norðursjávar-samningnum frá 1882, þar sem þriggja mílna lögsaga var ákveðin í Norðursjón- um. Þessi samningur verður til umræðu á fiskveiðiþingínu, sem mun standa yfir dagana 3.—6. des. Þar verða fulltrúar frá EFTA- löndunum, ásamt íslandi, frlandi og Spáni. Aöalmálið á ráðstefn- unni verður annars að reyna að koma á sameiginlegri fiskveiði- stefnu þessara ríkja, svo sem í málefnum sem varða afnot af fiski miðum, tæknileg atriði, verndun stofnsins og fiskverzlun og tollar. TRULOFUNAR HKINGIRjf AMTMANNSSTIG2^V^1 HALLDOR KRISTINSSON qullsmiður — Sími 16979 VARMA PLAST F.INANGRUN LYKKJUR OG MÚRHÚÐUNARNET Þ. Þorgrfmsson & Co. Suðurlandsbraut 6 Simi) 22235. J3já3íd Avoo hjólharðar seldir og settir' undir viðgerSir Múla við Suðurlandsbraut Sími 32960. Þökkum hjarfanlega auSsýnda samúð við andlát og jarSarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. Sigríðar Guðmundsdóttur frá Nýp, Sigtúni 33, Reykjavík, Guðmunda Guðmundsdóttir, Ársæll Kr. Einarsson Stefán Guðmundsson, Þórdís Eiðsdóttir, Valtýr Guðmundsson, ingunn Sveinsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Jóna Stefánsdóttir, Gestur Guomundsson, Kristín Katarínusdóttir, Jón Guðmundsson, Guðný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar og mágkona, Stella Geirlaug Kristgeirsdóttir lézt í Landakotsspítala 28. jx.m. Vandamenn. Jarðarför bróður okkar og fósturföður Haildórs Guðmundssonar, Naustum, fer fram frá Akureyrarjxirkju, þriðjudaginn 3. des. kl. 1,30 e.h. Sysfkini o.q fósturbörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Skúia Jakobssonár Gunnhildur Þórmundsdóttir on synlr. Móðlr min andaðist 26. þ.m. Bergljót Runólfsdóttir frá Hólmi í Landbroti, Hilmar B. Ingvarsson. T í M I N N, laugardaginn 30. nóvember 1963. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.