Tíminn - 21.01.1964, Page 3

Tíminn - 21.01.1964, Page 3
itt lítið etters-bréf um leikhús Reykjavík Á MEÐAN brczki leiktjaldamál- arinn Disley Jones var hér að vinna a3 sviðsbímaði fyrir Hamlet sýninguna. er mi stendur yfir í Þjóðleikhúsinu, skrifaði hann fréttabréf héðan handa leiklistar- tímaritinu Plays and Players. — Ferðapistill sá birtist í nýútkomnu hefti og fer hér á eftir nokkuð styttur. Þegar við göngum upp úr mið- bænum og erum komin fram hjá hólnum, þar sem gnæfir^ stytta fyrsta landnámsmanns íslands, komum við að svargráu steinhús- bákni, setn ber það ekki utan á sér, hvað þar er aðhafzt innan dyra. Á torginu fyrir framan Stjórnarráðið eru nokkur hundruð íslendingar að halda pólitískan fund, þeim er mikið niðri fyrir, vilja stofna til allsherjarverkfalls og steypa stjórninni. En uppi í Þjóðleikhúsinu er verið að æfa undir leikarakvöldvöku, það á að verða eins konar kvöld með hundr- að stjörnum og eru allir miðar út- seldir. En héðan úr glugga bún- ingsherbergis, þar scm ég er að pára ykkur þetta „letters-bréf“, sést niður á fundarhópinn á torg- inu og yfir flóann, yfir til Esjunn- ar, sem er öll á lengdina- Þjóðleikhúsið er ekki fallegasta bygging í heimi, það kemur ekki til mála, og þó er það bara sjálfu sér líkt. íslendingum er ekki lá- andi að hafa byrjað að byggja svona hús fyrir aldarfjórðungi. Svo voru þeir stöðvaðir í miðju verki af stríðinu og hernámi okk- ar. Það hefur þægllegan 700 manna áhorfendasal, stórt svið, secn er dálítið þungt í vöfum, þröngt geymslupláss, ófullnægj- andi raftækjaútbúnað (brezkan), of litlá trésmíðastofu, sæmilega málarastofu, setustofu með játvarð artímabilsmyndum af islenzkum leikurum, að ógleymdum nætur- klúbb í kjallaranum, þar sem rnað ur getur stungið sér inn fyrir eða eftir sýningu eða jafnvel meðan hún stendur sem hæst, allt eftir þörfum. Verkefni eru af ýmsu tagi, búið að sýna Andorra, Húsvörðinn, Plónið og Dýrin í skóginum síð- an leikárið byrjaði í september, þá er Hamlet frumsýndur á jól- um, ekki til að halda upp á fæð- ingardag Krists, heldur Shake- speares. Næst koma svo Læðurnar, finnskt leikrit um kynvillu meðal verksmiðjukvenna, síðan Mjall- hvít, þá danski músíkleikurinn Táningaást og loks rekur Czardas- drottningin eftir Kálman lestina með vorinu. Leiklistarkröfur eru nokkuð hefðbundnar og íhaldssamar, en þó eru hér atvinnuleikarar og leik DISLEV JONES í Þjóðleikhúsinu. stjórar .einkum af yngri kynslóð- inni, sem gera sér þetta ljóst og eru fúsir til að fitja upp ó nýjung um. Ekki má gleyma að geta þess að hér ríkir mjög góð samvinna tneðal atvinnuleikara og tóm- ALLT Á SAMA STAÐ TIL ALLRA STARFA ALLT A SAMA STAÐ TIL ALLRA STARFA FLEIRI 0G FIFJRI KAUPA WILLYS-JEPP/I STÓRAUKIN SAL A ÁRIÐ 1963 Léttur — Ste«*km — Lipur og sparneytinn Pantið yðar W:llys jeppa tímanlegs Framdrifslokur spara benzín um 15—25%. IVtismunadrifslás er ómissandi í ófærð. Varahlutirnir eru til Willys-ieppann. 'Sfill Viíkj álmsson stundaleikhópa, og eru leikarar lán aðir til skiptis af einu leiksviðinu á annað. Auk Þjóðleikhússins eru starfandi hér tvö minni leikhús, sem hvort rúmar um 250 í sæti og hefur áhugaleikurum á að skipa — en svo er einnig um leikhúsið í nœststærsta bænum, Akureyri, það rúmar um 400, en íbú'ar eru um 8500. Ríkið styrkir þrjá eða fjóra leikstjóra til að starfa meðal áhugaleikfélaganna, þar eð leik- listin er talin geta átt drjúgan þátt í að sameina þá, sem einangraðir búa. Ríkið greiðir þrjá fjórðu hluta af launum leikstjóra. Af tveim hinum minni leikhús- um í Reykjavík hefur Leikfélagið náð meirí árangri. Það hefur ekki aðeins sett á svið leikrit eftir Ion- esco, Beckett, Priestley og Diirren- matt, heldur stappar það stálinu í unga íslenzka höfunda og sýnir verk þeirra, en eitt slíkt, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, dró að 91% gesta á síðasta leikári Þó er ekki þar með sagt, að Þjóðleik- húsið reyni ekki líka að sýna ís- lenzk leikrit. T. d. hefur það flutt tvö leikrit eftir hið gáfaða sagna- skáld Halldór Laxness, en hvorugt hafði neina sérstaka kosti til að bera og voru heldur ekki mikið sótt. Það er Leikfélagið, sem hef- ur uppgötvað hér „reiðan ungan íslending" þar sem Jökull Jakobs- son er. Nú kemur til kasta hins mýja leikhússtjóra félagsins, — Sveins Einarssonar, að brydda upp á nýjum hugmyndum og um leið að ráðast í byggingu nýs leik húss. En Sveinn verst allra frétta um hið síðarnefnda, það er ómögu- legt að veiða upp úr honum eða Ólafi Mixa eða nokkrum öðrum, hvernig hið nýja leikhús á að vera. Hið eina, sem gaf nokkra hugmynd um, að Sveinn hafi orð- ið fyrir nokkrum áhrifum annars staðar frá, var hversu hann ljóm- aði allur, þegar hann heyrði nefnd nöfnin Planchon og Joan Little- wood. Sveinn hefur numið Ieik- húsfræði í Stokkhólmi og París, og hann er einn þeirra heimsborgara- iegu íslendinga, sem fara utan svo framarlega sem þeim áskotnast far areyrir. tala um dvöl sína í París eða Moskvu, Vín eða Kaupmanna- höfn 1 fyrrasumar svona rétt eins og margur Bretinn minnist á að hafa skroppið til Manchester eða Brighton. Flestir íslenzkir leikarar, sem farið hafa til náms hin síðari ár, hafa lagt leið sína til Englands og numið við ieiklistarskólana RADA og LAM- DA, en fyrir stríð sóttu íslenzkir leikarar til Danmerkur. Eins og aðrir íslendingar, sem til þekkja bera þeir góðan hug til Bretlands — og það þrátt fyrir allan mis- skilning út af fiskveiðitakmörk- um. Það er alveg afleitt að hin- ir ísl. leikarar skuli ekki fá vinnu- leyfi i Englandi til að öðiast reynslu í grein sinni. Þetta er hart —■ þegar á það er litið, að þetta fólk hefur borgað fyrir þriggja ára skólagöngu. Jafnvel takmark- að vinnuleyfi, þótt ekki væri nema svo sem til sex mánaða, mundi veita þessu fólki þá reynslu, sem ekki fæst í skólum. íslenzkir leik- arar taka með glöðu geði á móti leikstjórum og leiktjaldamálurum frá hvaða landi, sem er, til að vinna að sviðsetningu leikrita hér. Hér hafa t. d. verið undanfarið í þeim erindum írski leikstjórinn Thomas MacAnna til áð stjórna Gisl, sænskur að sjá um Strind- berg og ég að hjálpa til við Shake- speare, svo nokkrir séu taldir. Og allir leikarar hér minnast Walter sáluga Hudd með virðingu og þakk læti fyrir það verk, er hann vann hér, og einnig Paui Mayo fyrir tjöldin, sem hann gerði á fyrsta ári Þjóðleikhússins. fslenzkir leik- arar eru starfsamir og hafa ábyrgð artilfinningu gagnvart samborgur- um. Þeir telja sig ekki of góða að hjálpa til við önnur störf í tveggja Framhald ð 15. síðu. Boðskapur krata í Krýsuvík í síðasta tölublaði Þjóðólfs, málgagni Framsóknarmanna á Suðurlandi, eru m.a. gerðair að umtalsefni ræður og skrif Gylfa Þ. Gíslasonar viðskipta- 1 málaráðherra, um landbúnaðar- málin. Er ráðherranum svarað nokkiru, en í framhaidi af því er minnt á búskap krata í Krýsu- vík og segir þar þetta: „Nokkrir forvígismenn bænda hafa nú hrakið lielztu firrur Gylfa, og verður það látið nægja i því efni. En af þessu efni, að Gylfi hefur talið sig þess umkominn, að taka bændur á kné sér og hirta þá, hefur Þjóðólfur talið viðeigandi, að kynna fyrir bændum, hvernig kenningar krata í Iandbúnaðarmálum reynast í framkva>md. Kratar hafa nefnilega gert eina tilraun til að kenna bænaum að búa og að sýna þeim með því, hvernig Gylfaráð duga í þeiin má'lum. I Kostajörð Eins og alkunnngt er, Iétu flokksmenn Gylfa Þ. Gíslason- ar, Hafnarfjarðarbæ kaupa hið gamla höfuðbót Krýsuvík. Hugð ust þeir reisa fyrirmyndarbú á jörðinni, framleiða þar úrvals- Imjólk handa börnum og mat- jurtir og ávexti. Til þess hefur Krýsuvík marga kosti Þar er firn jarðhita og hið ákjósan- legasta ræktunarland og allar 'leiðir greiðfærar til stærstu markaða, Hafnarfjarðar, Reykja víkur og þéttbýlisins á Suður- nesjum. En oft reynist örðugra í að komast en um að ræða og svo reyndist í búskaparmálum fcrat- anna. Allmikið svæði var ræst og ræktað Byggt var fjós mikið og tveir súrheysturnar, hús fyrir forstöðumann, gróðrarstöð með fjórum góðum gróðurhúsum og hús fyrir starfsfólkið. En lengi máttu börnin í Hafn arfirðj bíða eftir mjólkinni úr kratabúinu og er hún ókoinin enn eftir rúm 15 ár. Engin kýr Engin kýr kom nokkru sinni i fjósið. og enginn búskapur var hafinn á vegum kratanna. Þeir gáfust hreinlega upp við búskapinn, áður en hann hófst. Eftir mikinn tilkostnað á þeirr- ar tíðar mælikvarða. við þessar undirbúningsframkvæmdir, sáu þeir fram á, að þeir myndu aldrei geta framleitt mjólk fyr- ir jafn lágt verð og bændur, ef búið ætti að bera sig, og ti'l að leysa sig frá frekari kostnaði og vanda, leigðu þeir húsin undir fjárrækt Var gerð til- raun með hana, en nú er allt endað í fullkoininni uppgjöf og þetta fyrirmyndarbú flokks- bræðra Gylfa Þ. Gíslasonar stendur nú autt, hurðir o,pnar, turnar tómir, en rottur og mýs geta þakkað þeim húsaskjól. Olíukyndingin f gróðurhúsaræktinni gekk betur. Byggð voru 2 góð gróð- urhús og síðar var 2 stærri bætt við og byggt var hús yfir starfs fólk En eitt lítið atriði varð út undan: AÐ TRYGGJA ÖRUGG AN HITA í HÚSIN. Fyrstu ár- in reyndu kratar að reka gróðr. Framhald á 15. síSu. TÍMINN, þriðjudaginn 21, janúar 1954 — 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.