Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefc’ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framlcvæmdastjóri: Tómas Arnason. _ Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas' Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjórnarskrifstofur f Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Baukastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar
skrifstofvir, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
iands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Vinnufriðurinn
og ríkisstjórnin
„Þ.jóðin verður að fá vinnufrið“ heitir forystugrein
Morgunblaðsins s.l. sunnudag. Engum blandast hugur
um, að hér er vikið að einu mesta vandamáli okkar
og þjóðin öll óskar einskis fremur, en vinnufriður náist
og haldist, en jafnframt er ljóst, að þessi vandi er svo
mikill, að engin von er um viðunandi árangur, nema
launþegar, vinnuveitendur, löggjafarvald og ríkisstjórn
leggi sig fram saman til’ þess í heiðarlegri viðleitni.
Morgunblaðinu er hollast að minnast þess, að það er
til einskis að hrópa í sífellu um það, að þjóðin verði að
fá vinnufrið, meðan ríkisstjórnin grefur daglangt og nátt-
langt undan hverri stoð vinnufriðarins af annarri og lít-
ur á það sem kjarnann í stjórnarstefnu sinni og eina
jafnvægisráð í þjóðarbúskapnum að veikja kjaragrund-
völl almennings í stað þess að treysta hann.
Morgunblaðinu er gjarnast að bera ósk sína um vinnu-
frið fram sem einhliða kröfu á hendur launþegum rétt
eins og þeir einir hafi það í hendi sinni að tryggja hann,
og lætur oft í það skína, að þar standi helzt illvilji launa-
stéttanna í vegi. Allir, sem skyn bera á þessi mál, vita
að jafnvel góður samkomulagsvilji launþega og atvinnu-
rekenda dugar ekki til þess að tryggja vinnufrið, ef rík-
isvaldið beitir öfugum klónum í þessum málum.
Það er aðeins hið hatrammasta íhaldssjónarmið, sem
ekki vill skilja það, að launafólkið kýs ekkert fremur
en vinnufrið. Það er ekki von að langt þokist í átt til
varanlegs vinnufriðar í landinu, ef ríkisstjórnin og að-
almálgagn hennar halda og klifa á því, að vinnustéttirnar
geri það að gamni sínu eða af illum hvötum að efna til
langvinnra og harðra verkfalla. Allir, sem vilja skilja
rétt samhengi þessara mála, vita að engin stétt leikur
sér að þessu. Hún gerir það ekki fyrr en í algerri nauð-
vörn. Ef litið er t. d. á verkföllin á s.l. ári sést gerla, að
ekki var lagt út í þau, fyrr en þau voru orðin óhjákvæmi-
legt neyðarúrræði. Stéttirnar gáfu hvern frestinn á fæt
ur öðrum, og ríkisstjórnin misnotaði biðlund þeirra.
Nú hefur enn einu sinni verið samið á töluvert breið-
um grundvelli um kauphækkanir, sem enginn sanngjarn
maður telur vinnustéttirnar ofhaldnar af, þegar litið er
á dýrtíðina. Þá er komið að því að treysta þann grund-
völl vinnufriðarins, sem þar var lagður. Blandast nokkr-
um hugur um, hvaða aðilar það eru, sem þar geta bezt
að unnið? Það er að sjálfsögðu ríkisstjórnin með skyn-
samlegum efnahagsráðstöfunum, sem hefta dýrtíð og
treysta atvinnuvegina. Eins og málin standa í dag, er
það ríkisstjórnin ein, sem getur gefið þjóðinni vinnufrið.
Á þessu sést, hve mikilvægt það er, að stjórnin reiði ekki
svipu nýrra álaga og dýrtíðar að launafólkinu og reki
það með því út í nauðvörn nýrra verkfalla.
Ráðhús og þinghús
Ráðhús Reykjavíkur er mjög á dagskrá og á margra
vörum. Borgin ákvað 1955 að byggja ráðhús í Tjarnar-
endanum og hefur nú samþykkt gerð hússins. Alþingi
hefur hrokkið vig og telur vanda sinna óráðnu húsnæðis-
mála aukast og jafnvel að sér þrengt. Hvorir um sig
ræða málin í sínu horni. Þetta bendir ótvírætt til
bess, að nauðsynlegt sé að taka mál þessi nýjum tökum,
fiannig að borgin, ríkisstjórnin og Alþingi taki sér fyrir
íiendur að leysa málið allt í samvinnu, og það svo mynd-
Arlega, að í einu verði ákveðið um stað ráðhússins, þing-
Gússins og skipulag gamla miðbæjarins alls,.
Ekki verður um það deilt, að
full þörf er á ráðhúsi í Reykja-
vík, heimili fyrir stjórn og aðal-
skrifstofur höfuðborgarinnar. —
Fundarsalur fyrir borgarstjórn
og vinnustaður fyrir borgarfull-
trúa og ýmsar nefndir, sem
vinna að fjölþættum málefnum
borgarinnar.
Þetta er bæði menningarmál
og metnaðarmál fyrir höfuðborg
ina. Er það raunar merkilegt og
lærdómsríkt, hve það hefir dreg
izt lengi, að koma því í fram-
kvæmd.
Sérstaða Reykjavíkur
Það kom fram við opnun sýn-
ingar í Hagaskóla á ráðhústeikn-
ingunum, að Reykjavík væri eina
höfuðborgin í Evrópu og þótt
víða væri leitað, sem ekki ætti
ráðhús. Ekki var þess getið í út-
varpinu, hvort ráðamenn borgar-
innar roðnuðu við þessar upp-
lýsingar. En öðrum fannst þær
I mjög eðlileg afleiðing af margra
áratuga valdatíma sama meiri-
hluta í Rvík. — Eða eins og dag-
blaðið Vísir orðaði það, ekki alls
fyrir löngu í ritstjórnargrein, að
það „skapaði óhjákvæmilega
stöðnun“, ef einn og sami flokk-
ur færi áratugum saman með
völdin
Staðarval
Átta ár eru nú liðin, síðan
bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað
að ráðhúsið skyldi byggt í norð-
anverðri Tjörninni. Og um líkt
jlJI,.ÍéytiHýár ráðhúsnefnd kosin. Og
iaru&t|./ a^íhefir tekið, að undirbua
óg' ge'rá' þær telkningar að ráð-
húsi Reykjavíkur, sem nú liggja
frammi og till. eru um að samþ
hér í dag. Og þessi undirbúning-
ur og teikningár mun þegar nú
kosta um 3 millj. króna. — Og
nú er að komast hreyfing á mál
ið. Það er fagnaðarefni.
Borgin þarf að eignast ráðhús:
Virðulegt, einfalt en vandað. Og
sé hófsemi gætt um stærð og
kostnað allan.
Teikningarnar
Hvernig myndu nú teikning-
arnar fullnægja þessum sjónar-
miðum? Eru tök á að endurbæta
þær, eða gera betur?
Það er skylda okkar við nú-
tíð og framtíð, að athuga gaum
gæfilega, hvort þær tillögur
og teikningar, sem nú hafa verið
gerðar, séu svo alfullkomnar, að
þær sé ekki hægt um að bæta.
Það er raunar alkunna, að betur
sjá augu en auga.
Það var í alveg ákveðnum til-
gangi, að ég hvatti til þess á síð
asta borgarstjórnarfundi, að
sýna borgarbúum teikningarnar
og líkan af þessari miklu bygg-
ingu, — áður en fullnaðarsam-
þykkt væri gerð um hana. —
Eg er þakklátur borgarstjóra fyr
ir að hafa gefið almenningi kost
á að sjá þær, — þennan stutta
tíma. En álít að tíminn sé of
stuttur og að of mikið sé hrað-
að, að fullnaðarsamþykkt á þess-
um teikningum í borgarráði og
borgarstjórn, — áður en almenn
ingi gefst kostur á að sjá þær
og athuga.
Eg taldi og tel að þetta sé vafa
söm vinnuaðferð og ekki full
kurteisi við borgarbúa og tæp-
lega nógu bjargföst trú á yfir
burðum teikninganna.
Vissulega eru það horgarbúai
almennt, sem verða að borga
þær hundruð milljóna króna, er
ráðhúsiS ásarnt rýmingu húsa og
lóðakaupum, kostar.
Ráðhúsnefnd og sérfræðing-
ana, tók það 8 ár, að vinna verk
ið. Er það til of mikils mælzt,
að skattborgararnir fái 8 vik-
ur til að athuga það, áður en
borgarstjórn samþykkir?
Vinsamleg gagnrýni.
Það er búið að ákveða stað
fyrir ráðhúsið. Staðurinn er fal-
legur — en mjög dýr og hefir
fleiri ókosti. Og margir borgar-
búar eru óánægðir með hann. Og
meðal þeirra eru fuglavinir og
BJÖRN GUÐMUNÐSSON
börn, sem gengur illa að skilja
hvers vegna sé ekki annar stað-
ur fyrir þetta stóra hús, heldur
en leikvangur þeírra og.fuglanna
í sól og skjóli fyrir norðan-
nepjunni.
En hússtæðið var ákveðið á
þessum stað. Og við hann eru
teikningarnar að sjálfsögðu mið
aðar. Og við fyrstu sýn, komu
þær mér myndarlega fyrir sjón
ir. En tel þó öllum borgarfulltr.
skylt, að hafa uppi um þær vin-
samlega gagnrýni. Og ættu þeir
alveg sérstaklega, að hugleiða
skoðun og ummæli formanns
ráðh.nefndar, Gunnars Thorodd
sen, sem komu fram hjá honurn
við opnun sýningarinnar s. 1
föstudag En hann taldi bæði
rétt og nauðsyn, að hafa uppi
vinsamlega gagnrýni.
Bakhliðin og borgin
Ráðhúsið snýr bakhliðinni að
ráðhústorginu og kjarna mið-
borgarinnar, með Alþingishúsið
og Dómkirkjuna í næsta ná-
grenni, en fjær slagæð verzlunar
og viðskiptalífs borgarinnar og
alla umferðina um miðbik henn
ar. — Þetta byggingarfyrirkomu
lag mun vera nokkúð óvanalegt,
og með réttu þykir mörgum að
staðsetning hússins geri kröfu
til þess, að báðar hliðar þess
séu jafn fallegar.
En það þarf ekki lengi, að virða
fyrir sér líkan hússins til að sjá,
að miklu meira er lagt upp úr þvi
að gera suðurhliðina fallega, —
þar er allt stál og gler (reglu-
legt gróðurhús). Og þar gengur
háhýsið fram úr hlið stóra húss-
ins, og mun það eiga að gera
hliðina tilkomumeiri, a. m. k
breytilegri. Ber að virða þessa
viðleitni, þótt um fegurðina megi
deila. Einfaldleikinn í byggingar
stíl, er býsna sterkur.
Norðurhliðin er norðansvali
festur í stein. Sú hlið er að neð-
an í nokkuð á 4. mtr. hæð, öll
gluggar, en að ofan, á 7 metr.
hæð, allt gluggalaus steinhella
Þeir, sem vmna ínnan vio vegg
í framtíðinni, tefja sig ekki á að
horfa út á ráðhústorgið.
Ekki kann ég að meta þessa
byggingarlist, — og mun það ríkt
í eðli íslendinga, að geta litið út
um glugga.
Að utan er ekki vandalaust að
ganga frá þessum mikla stein-
vegg í miðri borginni, þannig að
hann komi mönnum í gott skap og
lyfti huganum. Það þarf að vera
fallegur steinn og bjart yfir hon-
um. Ekki mun af veita, því oft
verður kalt á ráðhústorginu. Sól-
ar og sunnanblæs nýtur þar tak-
markað og er nokkur ókostur, að
loka þau úti frá þessu hátíða-
svæði borgarinnar um alla fram-
tíð.
Stærð hússins:
Flatarmál ráðhússins er 2165
m2. Meginhluti þess er aðeins
tvær hæðir. Jafnskjótt og ég sá
teikninguna, fannst mér það mik-
ið örlæti, að byggja aðeins 2
hæðir ofan á jafndýran grunn og
hér er gerður. Og til eru menn,
sem finnst það nokkurt örlæti,
að hafa þessa aðra hæð á 7. m.
undir loft. Mun þess þó þörf fyrir
nokkurn hluta hennar, en ekki
allan.
Þegar rætt er um kostnað við
bygginguna, er skylt að gera sér
grein fyrir notagildi hússins. Við
fljótlega athugun virðist manni
allmikill hluti af aðalhúsinu vera
ætlaður til annars en .hagrýtrar
starfsemi stjórnar borgarr.nnar,
eða fyrir skrifstofur hennar.
Á fyrstu hæð virðist aðeins
tæplega 14 hluti flatarmálsins
ætlaður undir skrifstofur, en
meginhlutinn ýmsir salir:
Forsalur skreyttur lista-
verkum 475 m2
Ráðhússkáli 608 —
Forsalur fyrir ráðhús-
skála 345 —
o.s.frv.
Á 2. hæð er fundarsalur borg-
arstjórnar og nokkurt húsrými
ætlað fyrir bókasafn og lesstofu
fulltrúanna. Þar eru einnig smá
herbergi fyrir borgarstjóra, for-
seta borgarstjórnar og ritara.
Þetta húsrými nær yfir um %
hluta 2. hæðar. En um % hlutar
fara í ýmiss konar sali: Lista-
verkasal (334 m2), Forsal (176),
Matsal (143), Framleiðslu fyrir
matsal (43). Enn fremur gengur
Ráðhússkáli (608 m2) upp í gegn-
um 2. hæð. — Þannig er fyrir-
hugað, að'mikill meirihluti af 1.
og 2. hæð hússins sé notaður fyr-
ir ýmsa sali.
Það skal ákveðið tekið fram,
að ekki er hægt að byggja ráð-
hús með neinum kotungsbrag,
eða að komast hjá að hafa ein-
hverja móttöku- eða matsali í því.
En borgin hefur verið á gelgju
skeiði með eigið húsnæði. Og
sumum hættir við, þegar þeir
rétta úr kútnum, að stökkva
Iengra en þeim er hollt. En stóru
stökkin verða sjaldan til farsæld-
ar. Og hér er hugleitt hvort ekki
sé fær leið, að breyta eilftið til
og taka eitthvað meira af hús-
rýminu til hagnýtrar notkunar.
Skiptar skoðanir eru um hve
mikið borgin á að byggja af óhag
nýtu húsnæði í skjóli ráðhússins,
eða innan veggja þess. Að sjálf-
sögðu er rétt-mætt hjá borgarbú-
um, að gera kröfu um, að gætt
sé fyllsta hófs í þessum hlutum.
Þess ber og að gæta, að meira
Framhald á 13. síSu.
ÍÍMINN, þrlðjudaginn 21. janúar 1964 —