Tíminn - 02.02.1964, Side 3
í SPEGLITÍMANS
ÁKVEÐIÐ hafði verið að
Anna-María, Danaprinsessa, og
Konstantin Grikkjakrónprins
mund'u gifta sig í janúar 1965,
en nú hefur Friðrik Danakon-
ungur fengið giftingunni frest-
að um rúmlega hálft ár, því að
honum finnst Anna-María vera
óþarflega ung enn þá. f sumar
mun Anna-María fara í nokk-
urra vikna ferðalag til Græn-
lands, en þangað hefur hún
ekki komið áður. Hún vill gjarn
an sjá þennan hluta af Dan-
merkurríki, áður en hún flytur
búferlum til Grikklands fyrir
fullt og allt og gerist þar drottn
ing. Með prinsessunni í ferða-
Iaginu verða Dorrit Bech, hirð-
meyja hennar, og fulltrúi úr
Grænlandsráðinu. Nú sem
stendur er Anna-María í vetrar
fríi í svissneska skíðabænum
Gstaad.
MYNDIN er tekin af Önnu-
Maríu, þegar hún ásamt móður
sinni, heimsótti barnaheimili í
úthverfi Kaupmannahafnar, —
núna rétt eftir jólin.
#
KVIKMYNDA-leikkonan Nat-
alie Wood, sú sem leikur Maríu
í West Side Storv, er 25 ára
gömul og fráskilin. Fyrrverandi
eiginmaður hennar var leikar-
inn Rohert Wagner. Nú ætlar
Natalie að gifta sig aftur og
tilvonandi eiginmaður heitir
Arthur Loew, er 37 ára að
aldri og var áður giftur Dehor-
ah Power.
BANDARÍSKI kvikmynda-
leikarinn Steve Cochrane hefur
ákveðið að fá skilnað frá e'i»-
inkoriu sinni. Heddy Janna Jen-
sen. Þegar skilnaðurinn er sve
um garð genginn. ætlar Steve
að fylla lystisnekkju sína pr
fallegum ungum stúlkum op
i'^’-ðast um heimshöfin Hnn”
hofur siálfur gefið þessar unn-
lýsingar o.g auglýsir nú eftir
•’npum og fallegum stúlkum
Hinir sex heimsfrægu hrafn
ar, sem eru til heimilis í
Tower-turninum í London
hafa aldrei lifað beinlínis í
sátt og samlyndi, en nú tek-
ur þó út yfir allan þjófabálk.
Nýlega réðust fimm þeirra á
þann sjötta og fóru svo illa
með hann, að hið konunglega
félag, sem stofnað er í þeim
tilgangi, að vernda dýr gegn
allri grimmd mannanna, varð
í flýti að aka hrafninum á
sjúkrahús, þar sem gert var
að brotnum fæti hans. Einn
eftirlitsmannanna í turninum
sagði eftir þetta atvik, að
hrafnarnir væru alltaf meira
og minna að slást, en í þetta
skipti hefðu slagsmálin geng
ið of langt. Samkvæmt brezk
um þjóðsögum, þá mun
brezka heimsveldið missa
mátt sinn, ef hrafnarnir yfir
gefa Tower-turninn. Þess
vegan vonar brezka þjóðin að
í framtíðinni fari þeir betur
hver með annan.
#
Undan ströndinni í Suður-
Californíu er eyja er nefnist
Santa Catalina. Þar fór fyrir
skömmu fram loftbelgjakapp
hlaup og vildi svo illa til að
amma nokkur að nafni Bar-
bara Keith hvarf út í busk-
ann ásamt loftbelgi sínum.
Átta loftbelgir tóku þátt í
keppninni og urðu sex þeirra
að nauðlenda á hafinu. Með-
al þeirra var einn, sem inni-
hélt son Barböru Hutton,
Lance Reventlow. Eini maður
inn, sem komst á leiðarenda,
var Ed Yost, og lenti hann
heilu og höldnu á San Clem-
ent. Mikið rok var, þegar loft
kappsiglingin fór fram, og
greip það loftbelg ömmunnar
traustataki og það svo snögg-
lega, að hraðbátar gátu ekki
elt hann uppi. Það síðasta
sem heyrðist frá gömlu kon-
unni voru þau skilaboð, að
belgurinn þeyttist suður á
bóginn með ofsahraða. Um-
fangsmikil leit hefur nú ver-
ið sett af stað, en ekki vit-
um við, hvort hún hefur bor
ið nokkurn árangur.
VICTOR BORGE, danski grin
istinn, sem gjörsigraði Ame-
ríku, ku nú alveg hafa misst
snilligáfu sína. Hann kom fram
í ABC-sjónvarpinu í Bandaríkj-
unum á nýársdag og hét þáttur
hans, Victor Borge í Camegie
Hall, en gagnrýnendur segja,
að frekar hefði mátt nefna(Lib-
erace í Hollywood. Munurinn
er bara sá, að Liberace hefur
fastan áhorfendafjölda, sem
geðjast vel að honum, en aðdá-
endur Victor Borge höfðu bú-
izt við einhverju öðru og betra
af þessum fræga grínleikara. —
Gagnrýnendur spurðu sjálfa sig
skelfingu lostnir, hvað orðið
af hinum frumlega, skemmti-
lega og óaðfinnanlega Borge,
sem allir höfðu þekkt. Það liti
út fyrir það, að hann hefði al-
gjörlega misst gáfu sína-Meðan
á skemmtiþættinum stóð, var
hann alltof kyrrlátur og feim-
inn. Ekki bætti rullan mikið
upp framkomuna, því að hún
var þvogluleg, og setningarnar
illa bornar fram hjá Borge. —
Hreyfingarnar voru óeðlilegar
og í alla staði hafði maðurinn
verið ófyndinn og leiðinlegur.
*
Albert Einstein, það er ó-
þarfi að kynna hann nánar,
var eitt sinn spurður að þvi,
hvaða vopn hann héldi að
mannkynið mundi nota í
þriðju heimsstyrjöldinni. Eg
veit það satt að segja ekki,
svaraði hann og klóraði sér
í hárkollunni, því þróuninni
hefur fleygt svo ótt fram, að
ÞAÐ skyldi engan furða á
því, þó að sænska leikkonan
Britt Eklund brosi glaðlega
framan í lesendur. Hún liefur
nefnilega alveg nýlega gert
samning við kvikmyndafélagið
20th Century Fox, og fyrsta
hlutverk hennar verður í kvik-
myndinni „Those Magnificent
Men in their flying Machine".
Myndin er tekin af leikkon-
unjli á þaki Savoy- hótelsins í
London.
ég get ekki fylgst með lengur.
En ég veit aftur á móti hvaða
vopn munu verða notuð í
fjórðu heimsstyrjöldinni, það
verða steinar.
#
Sænski fornleifafræðingur
inn og docentinn, Márta
Strömberg, er prófessor við
háskólann í Lundi, og þykist
nú hafa fundið sanannir fyrir
þeirri kenningu sinni, að
víkingahöfn hafi eitt sinn ver
ið við Kaseberga, á suður-
strönd Skánar. Eftir þriggja
ára rannsókn á staðnum hef
ur hún fundið minjar tíu lág
reistra húsa. Hægt er að gera
sér grein fyrir byggingarfyrir
komulagi húsanna, og þarna
hefur einnig fundizt arabisk
mynt, skreytt mynd af kalíf-
anum í Bagdad. Harun el
Rashid, sem uppi var fyrir 800
árum.
Egypzki menntamálaráð-
herrann aflýsti nýlega bann
færingunni á Elizabet Taylor
og þar með er mögulegt að
sýna hina umdeilu mynd
hennar Cleopötru í Egypta-
landi. Nafn. Liz hafði verið
sett á lista yfir þær slæmu
manneskjur, sem Egyptaland
vill hvorki sjá né heyra, en
eftir að ýmsir háttsettir emb-
ættismenn þar í landi höfðu
séð myndina, komust þeir að
þeirri niðurstöðu, að hún væri
mjög góð auglýsing fyrir
Egyptaland. Þar að auki er
Liz svo hrífandi, sagði einn
þeirra á eftir, að hún á náð
unina skilið. Áður en myndin
verður sýnd opinberlega í
Egyptalandi, mun samt atrið
ið þar sem Cleopatra er í baði,
verða klippt úr.
*
Eins og allir kennarar vita
geta furðulegustu svör oltið
upp úr nemendum á prófum.
Stundum eru svörin svo vit-
laus, að erfitt er að ákveða,
hvort um misskilning er að
ræða, eða hreina og beina
heimsku. Á skóla einum i
Englandi hljóðaði ein spurn-
ingin svona: Hve mörg tonn
af kolum eru það, sem flutt
eru út frá Englandi árlega?
Eitt svarið var á þessa leið:
Árið 55 f. k. Það þarf ekki að
orðlengja neitt um það, en
nemandinn fékk núll fyrir
svarið.
?. < ' v. V ss -. „ . . % s.v,. ... . .. ..v~...0... .í
ÞETTA eru fjórar konung-
bornar frúr, sem jafnframt eru
tilvonandi mæður, séðar með
augum skopteiknarans Steen,
en hann vinnur við hollenzka
blaðið Panorma. Þessar fjórar
konunglegu tilvonandi mæður
eru þarna í göngutúr í hallar-
garðinum og ýta á undan sér
fjórum konunglegum barna-
vögnum. Elizabeth drottning,
hún á von á barni sínu síðast i
í febrúarmánuði eða snemma
í marz, genfiur fyrst, síðan kem
ur Alexandra prinsessa,
eiginkona Angus Ogilvy, —
en hún mun eiga sitt barn síð-
ast í þessum mánuði eða þar
um bil. Margrét prinsessa kem-
ur þar á eftir, en hún á von
á sér einhvern tíma með vorinu,
og lestina rekur svo hertogaynj
an af Kent, sem á von á barni
sínu síðast í apríl.
★
TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964
3