Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER
Eftir a'ð hafa minnzt á fyrstu
sigra Þýzkalands í Póllandi, end-
aði Hitler með þessum orðum;
. . . . Ég mun vera á verði í
vestri. Frakldand getur úthellt
blóði sínu þar fyrst. Þá mun sú
stund renna upp, þegar við getum
grafið okkur þar og beint öllum
styrk gegn óvininum.
Ég færi yður enn einu sinni
þakkir rnínar, fyrir allan þann
stuðning, sem þér hafið veitt mér
á undanförnum árum, og sem ég
bið yður um að neita mér ekki
um í framtíðinni.
ADOLF HITLER
Vonbrigði Hitlers yfir því, að
Ítalía stóð ekki við gefin loforð,
jafnvel eftir að Bretland og Frakk
land höfðu staðið við sín, með því
að lýsa yfir stríði á hendur Þýzka
landi þennan sama dag, voru vel
dulin. Hann gat enn haft gagn af
vinsemd Ítalíu, þótt hún berðist
ekki.
En Rússland gat samt hjálpað
enn meira.
Þegar á fyrsta degi innrásarinn-
ar í Pólland, hafði Sovét-stjórnin
veitt þýzka Luftwaffe sérstaka að-
stoð, eins og kemur fram í þýzkum
leyniskjölum. Mjög snemma um
morguninn hafði yfirmaður her-
foringjaráðs þýzka flughersins,
Hans Jeschonnek hershöfðingi
hringt til þýzka sendiráðsins í
Meskvu, til þess að segja, að hann
yrði mjög þaklátur, ef rússneska
útvarpsstöðin í Minsk sendi stöð-
ugt út kenniheiti sitt, til þess að
hjálpa flugmönnum hans í að
beina sprengjuárásunum á rétta
staði í Póllandi. Eftir hádegi gat
Schulenberg sendiherra skýrt Ber-
lín frá því, að Sovétstjórnin væri
reiðubúin „að uppfylla þessar ósk-
ir.“ Rússarnir samþykktu, að koma
inn kynningu á útvarpsstöðinni
eins oft og hægt væri í dag-
skránni, sem þeir sendu út, og
bæta tveimur stundum við útsend-
ingartíma Minsk-stöðvarinnar til'
þess að aðstoða á þann hátt þýzku
flugmennina að næturlagi.
En þegar Hitler og Ribbentrop
voru í þann veginn að leggja af
stað frá Berlín seint 3. septem-
ber, höfðu þeir í huga miklu um-
fangsmeiri hernaðaraðstoð frá
Rússum, til þess að tryggja sigur-
inn yfir Póllandi. Klukkan 6:50
um daginn, sendi Ribbentrop af
stað „mjög áríðandi" skeyti til
sendiráðsins í Moskvu. Það var
merkt: „Algjört leyndarmál" og
hófst með þessum orðum: „Ein-
göngu til sendiherrans. Aðeins
fyrir yfirmann sendiráðsins. Sér-
stök öryggismeðferð. Sendiherr.
ann á að leysa dulmálslykilinn
sjálfur. Mjög leynilegt."
Með mestu leynd buðu Þjóðverj
ar Sovétríkjunum að taka þátt í
árásinni á Pólland!
— Við gerum fullkomlega ráð
fyrir að hafa borið pólska herinn
ofurliði eftir nokkrar vikur. Við
munum þá halda því landsvæði,
sem ákveðið var í Moskvu, sem
þýzkt yfirráðasvæði með hernámi.
Við verðum að sjálfsögðu af hern-
aðarlegum ástæðum, að halda
áfram aðgerðum gegn þeim pólsk-
um hermönnum, sem þá verða til
staðar inni á rússneska svæðinu.
, Ræðið þetta þegar í stað við
Molotov og komizt að því, hvort
Sovétríkin telja ekki æskilegt, að
rússneskt lið haldi á réttum tíma
gegn pólska hernum á rússneska
svæðinu, og hernemi þetta svæði.
Samkvæmt áliti okkar yrði það
okkur ekki aðeins léttisauki, held-
ur einnig samkvæmt Moskvusamn-
ingunum til hagsbóta fyrir Sovét-
ríkin.
Það er augljóst, að slíkar að-
gerðir af hálfu Sovétríkjanna yrðu
„til léttis “fyrir Hitler og Ribben-
trop. Það myndi ekki aðeins koma
í veg fyrir misskilning og átök
milli Þýzkalands og Rússlands,
þegar til skiptanna kæmi, heldur
taka mesta broddinn af árás naz-
ista á Pólland og beina sökinni að
Sovétríkjunum. Ef þeir fengju
hluta af herfanginu, hvers vegna|
ættu þeir þá ekki að bera hluta af i
sökinni?
Sá Þjóðverji, sem þyngst var
í sinni, út af afleiðingunum þenn-
an sunnudag í Berlín, eftir að upp
komst, að Bretland var komið í
stríð við Þýzlcaland, var Erich
Rader aðmíráll, yfirmaður þýzka
sjóhersins. Styrjöldin hafði komið
fjórum til fimm árum of snemma
fyrir hann. Framkvæmd Z-áætl-
unar nazistanna átti að vera lokið
í fyrsta iagi árið 1944—45, og þáj
hefði Þýzkaland haft yfir að ráða
all'góðum sjóher, sem það gæti
mætt Bretum með. En nú var 3.
september 1939, og Rader vissi,
jafnvel þótt Hitler vildi ekki
hlusta á hann, að hann hafði
hvorki yfir að ráða skipum né kaf-
bátum, sem gátu staðizt brezkaj
flotanum snúning í stórstyrjöld.1
Aðmírállinn trúði dagbókinni
sinni fyrir þessu:
í dag brauzt út styrjöldin viðj
Frakka og Englendinga, styrjöldin,
sem foringinn hafði fullvissað
okkur um, að við þyrftum ekki að
búast við fyrr en árið 1944—45.
Foringinn trúði því fram á síð-
ustu stundu, að hægt væri að kom-
ast hjá henni, þótt það þýddi, að
fresta yrði lokauppgjörinu á Pól-
lands-vandamálinu . . .
Hvað viðkemur sjóhernum, þá
er hann greinilega á engan hátt
fær um að • standa í mikilli bar-
áttu við Stóra-Bretland . kaf-
bátaflotinn er enn allt oí veikur
til þess að geta haft úrslitaþýð-
ingu í styrjöldinni. Skipastóllinn
er svo miklu mínni og langtum
veikari en floti Breta, að jafnvel
þegar hann er eins mikill og hann
getur verið, þá geta hermennirnir
ekki gert annað en sýna, að þeir
kunni að deyja tignarlega . . .
Samt sem áður gerði þýzki sjó-
herinn arás klukkan 9 að kvöldi
3. september 1939, á þeirri stundu,
sem Hitler var að yfirgefa Berlín.
Án aðvörunar sendi U-30 kafbát-
urinn sprengju að brezka farþega-
skipinu Athenia, og sökkti því um
tvöhundruð milum vestur af He-
brideseyjunum, þar sem það var á
leið frá Liverpool til Montreal
með 1400 farþega innanborðs. Þar
af fórust 112 manns, þeirra á með-
al tuttugu og átta Bandaríkja-
menn
Síðari neimsstyrjöldin var hafin.
Tilkynning
um atvinnuleysisskráningu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt á'kvörðun laga
nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum v/Tryggvagöíu
dagana 3., 4. og 5. febrúar þ. á., og eiga hlutað-
eigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum
að gefa sig fram kl- 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h.
hina tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir
að svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði
2. Um eignir og skuldir.
Borgarstjórinn í Reykjavík
5
að borð, utan það sem hann hafði
l'átið mjög skýrt í ljós, að hann
hirti ekki um samneyti við hana?
Livvy l'eit snöggvast í spegilinn,
svo gekk hún niður í dagstofuna
til liinna.
Þau sátu hringinn í kringum
borðið. Maggie hafði borið fram
skinku, salat og ýmiss konar á-
vexti. Adrienne brosti til hennar.
Liwy horfði á hana og hugsaði
eins og oft áður: en hvað hún hef-
ur einkennileg augu . . . fallega
grá með gullnum deplum og ljóm-
andi . . . eins og hún búi við stöð-
uga innri spennu.
Hún tók þátt í samræðunum.
Allir reyndu að tala eins og dag-
urinn væri á engan hátt frábrugð-
inn öðrum dögum, all't sem máli
skipti hafði verið sagt meðan hún
var uppi á baðherberginu.
Adrienne lagði fæst til málanna,
enda var hún sú eina, sem ekki
heyrði til fjölskyldunni. Fyrir
mörgum árum hafði hún búið í
Ardern með foreldrum sínum.
Síðan hafði hún flutzt til London
og þá til París að nema listfræði
við Sorbonne. Og ekki alls fyrir
löngu hafði hún komið aftur og
Cl'ive réð hana sem teiknara við
verksmiöjuna.
Liwy horfði á hana og hugs-
aði:
— Hún er mjög falleg. Hvers
vegna ætli hún hafi ekki gifzt?
Allt í einu sneri Adrienne sér
að Ihenni og sagði:
— Ég hitti ungfrú Colby í dag
og hún bað mig fyrir skilaboð til
þín, Liwy: Segið frú Berenger, að
við söknum hennar á Barnaheim-
ilinu og vonum a'ð hún láti fljót-
lega sjá sig.
— Og var henni alvara? sagði
Liwy undrandi.
—Auðvitað var henni alvara,
; skaufr Simon inn í. — Þú-ert ein-
114
mitt uppfylling bæna þeirra, Liv-
vy. Það eru ekki margir, sem hafa
áhuga á að starfa kauplaust á
Barnaheimilinu. Auk þess skiptir
það börnin engu, þótt einhver
maður sé drepinn. Þau hafa aldrei
heyrt hann nefndan og þau eiga
enga foreldra, sem hafa áhyggjur
af þeim.
— Ég hélt að Barnaheimilið
kærði sig ekki um auglýsinguna.
Blöðin hafa þefað allt mitt einka-
líf uppi, eitt sunnudagsblaðanna
birti langa sögu um að ég hefði
hafizt „frá bláfátækt til auðæfa“
eins og ég væri úr einhverju fá-
tækrahverfi og hefði nú hús og
fjóra þjóna og ekki bara hana frú
Starr!
— Þú mátt ekki verða bitur,
sagði Maggie. — Blöðin þurfa líka
að græða, og þegar við leggjum
up í hendurnar á þeim jafn ákjós-
anleg efni, finnst mér ekki við
getum áfellzt blaðamennina.
Simon leit við sem snöggvast.
— Ég býst við að Rorke Han-
lan . . .
— RORKE? Hvað áttu við? hróp-
aði Maggie upp yfir sig og roðnaði.
— Ég hélt að við hefðum minnzt
á hann? Hann var þarna á Torginu
fyrir utan dómshöllina. En eins og
ég sagði, skal ég veðja, að hann
lætur svei mér slá þess upp. Hann
þekkti Livvy . . .
— Þegiðu, sagði Maggie fljót-
mælt. — Rorke hefur aldrei haft
áhuga á hneykslismálum:
Hún sneri sér hvatlega að Livvy
og breytti urn umtalsefni.
— Ég enundi hafa samband við
ungfrú Colby fyrr eða síðar, ef ég
væri í þínum sporum. Ég frétti
að þau hefðu tekið á móti fjórum
flóttamannabörnum í viðbót.
Liwy tautaði eitthvað óskiljan-
legt. Hún kepptist við að kyngja
skinkubita, en þegar minnzt var
í SKUGGA ÓTTANS
KATHRINE TROY
á Heimilið, fór hún ósjálfrátt að
hugsa um það. Þeir tímar, sem
hún hafði verið þar og unnið fyrir
foreldralausu flóttamannabörnin,
höfðu verið mestu gleðistundir
hennar í Ardern. Hún var útlærð-
ur „fysioterapeut", og það hafði
komið að góðum notum, og eftir
því, sem Adrienne sagði, yrði svo
einnig framvegis.
En þau yrðu að komast af án
hennar, því að hún hafði í hyggju
að fara burt og hún hafði ekki
minnzt á það við fjölskylduna enn.
Adrienne hallaði sér nær henni.
— Hvernig litist þér á að flytja
til mín um stundarsakir? Mig lang-
ar mjög mikið til að fá þig ,Livvy.
Gestaherbergið er að vísu lítið, en
ég er að heiman mest allan dag-
inn, og þú gætir notað dagstofuna
eftir vild.
Livvy herti upp hugann.
— Þetta er vel boðið, sagði hún,
— en ég er að hugsa um að fara
aftur til London.
Hún varð gripin þeirri undar-
legu tilfinningu, að einu þeirra
þriggja brygði illilega í brún, en
hún vissi ekki hverju þeirra.
Svo sagði Maggie stutt í spuna:
— Það væri heimskulegt. Lög-
reglan og fólkið hér mundi líta á
það sem flótta, og fólk færi að
spyrja, hvað þú værir að flýja. Ef
þú verður hér um kyrrt, munu
allir segja, að það sé merki um,
að þú hafir ekkert að óttast.
Brún augu Maggie mættu. róleg
augum Liwy.
— En ég afber ekki tilhugs-
unina að búa í húsinu!
— Og hvers vegna ekki? sagði
Simon skilningsssljór. — Frú
Starr verður þar ekki lengur. Þú
hlýtur að vita, að hún hefur feng
i'ð aðra stöðu. Larne er fallegt
hús, Livvy! Og þú getur gert það
að hamingjuhúsi aftur. Hamingj-'
i an veit, að það var það ekki með-
! an Clive var á lífi!
— Simon! sagði Maggie þrumu
lostinn. — Þú getur að minnsta
kosti beðið með að útmála and-
styggð þína á bróður þínum í dag.
— Gott og vel. Hann roðnaði
við — Clive er dáinn, en við skul-
um ekki fyllast viðkvæmni af
þeirri ástæðu. Hann var skepna!
Haldið þið ekki að ég viti það?
Hvað annað hef ég gert í verk-
smiðjunni en reyna að stilla til
friðar þegar hann móðgaði verka-
fólkið.
— Þú hefðir getað valið heppi-
legri stund og stað til að segja
okkur, að þú hataðir hann, sagði
Maggie þurrlega.
— Ég hataði hann ekki. En ég
þekkti nann, ég vissi, hvernig
hann var, og það vissir þú líka
Maggie, ef þú bara kærir þig um
að viðurkenna það.
— Og hvað ertu eiginlega að
gefa í skyn? Rödd Maggie var ís-
köld.
— Kannski vissirðu ekki, að ég
frétti um rifrildið milli þín og
Clive, fyrir viku? Hann sagði mér
frá því, hann líkti þér við tígris-
ynju þegar einhver reynir að ráð-
ast á ungann hennar — og hann
átti auðvitað við Keith. Ó, Nei, þú
elskaðir Clive ekki sérlega heitt,
frekar en ég Maggie?
— Það getur alltaf komið fyrir
að manni lendi saman við ein-
hvern. En þótt við Clive rifumst
. . . er ekki þar með sagt . . . að
ég hafi hatað hann . . .
— O, nei, auðvitað ekki, sagði
Simon hæðnislega.
Livvy hlustaði a orðaskiptin
með vaxandi kvíða. llún þoldi ekki
meira af svo góðu i dag. Hún
spennti greipar í kjöltu sér og
sagði stundarhátt:
-- Það er reglulcga fallegt af
þér að bjóða mé- 'U búa hjá þér,
Adriennc!, en ið fara burt
héðan, vera i. n fólk, sem
ekki þekkir mig g veit elckert um
mig.
— En þú gelur reitt þig á, að
það fær að vita, skaut Simon inn
í. — Og þá verður enn erfiðara
að búa við það. Þú hlýtur að
skilja
— Komdv og vertu hjá mér
nokkra daga að minnsta lcosti,
sagði Adrienne biðjandi, — þang-
að til þú hefur ráðið við þig, hvað
þú hyggst fyrir Ef þér fellur
ekki hjá mér, geturðu bara flutt
aftur En taktu enga lokaákvörð-
un núna ekki i dag, að
minnsta kosti.
— Ætii hún gæti það? Orð
Maggiear komu snöggt og óvænt,
svo að Livvy hrökk við.
TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964
\