Tíminn - 12.03.1964, Qupperneq 15

Tíminn - 12.03.1964, Qupperneq 15
A ENDASPRETTI Framhaic aí 9 síðu. skiptis í löndum og ég hef sótt nok-kur, fyrst í Edinborg 1929. Þegar við Margrét vor- um á leið með járnbrautarlest til Sofia í fyrra, rákumst við 'þar á gamlan mann, sem var líka á leiðinni á þingið þar. Hann heitir Kennedy, ég man ekki hvort hann er enskur eða skozkur, en hann var einn þeirra, sem undirbjuggu þingið í Edinborg forðum daga. Við tókum nú tal saman, og ég segi við hann, að það hafi ver ið skemmtilegt á þinginu í Ed- inborg, þó að þar hafi ekki ver ið mættir nema 960 fulltrúar. Hann rak þá upp stór augu og sagði: „Ha, 960? Já, þeir voru víst 960. Mikið afskaplegt st.ál minni hafið þér, maður“. Þá gat ég ekki gert að að brosa og hugsaði sitt af hverju. — Þótti þér það fámennt þing? — Já, yfirleitt skipta fulltrú ar þúsundum. T. d. 5000 fulltrú ar á þinginu í Sofia, en þar i borg er líka óvenjumikill í- hugi á esperanto. Allt gátu gestirnir fengið sér til skemmt unar, andlegrar uppbyggingar eða sáluhjálpar framreitt á esperanto, fyrirlestra, upplest ur á sögum og kvæðum, tvö leikhús fluttu leikrit á málinu allan tíman, prestar messuðu á esperanto. — Einu sinni hélzt þú esper- antonámskeið hér í Reykjavík. Heldurðu, að unga fólkið hér hafi áhuga á málinu? — Því miður er því ekki að heilsa. Hér veður uppi sú tízka að allir eigi að læra ensku og þurfi helzt ekki ann- að. Margir halda því fram, að enskan sé svo létt mál, mál- fræði svo fábrotin, en sannleik urinn er sá, að enska er mjög erfitt mál, flóknara eii margux hyggur og orðaforðinn gífurleg ur. En hér bjarga flestir sér með það eins og á hundasundi. Ensku lesa ekki nærri allir sér til gagns, sem þykjast kunna hana. En mér þótti gott það sem Sigurður Nordal sagði í blaðagrein í vetur, þar se:n hann sýndi fram á, að sú útlend þjóðtunga, sem flestum kæmi að mestu gagni að læra, væri danskan, þegar allt kæmi til alls. Það þykir víst ekki nógu fínt um þessar piundir eins og áður var, en á dönsku er gef inn út allur sá fróðleikur, sem við höfum brúk fyrir, eins og Sigurður sýndi fram á. Nú erum við komnir upp á fjórðu hæð að Hringbraut 45, þar eru dyr til hægri með þremur máluðum rúðum í, verk eftir Nínu listmálara Tryggva- dóttur. Þórbergur bendir á myndirnar og segir: „Jæja, þarna sérðu garnaflækjuna, og gakktu í bæinn.“ Frá Alþingi hefði komið, að annar háttur yrði hafður á framkvæmd málsins en raunin hefur orðið á. Gísli Guðmundsson sagði, að í ályktuninni hefði ekki verið kveð ið á um neina framtíðarlausn þessara mála, heldur verið um bráðabirgðalausn fyrir Vestfirði. eem Alþingi vildi láta framkyæma tafarlaust. Hins vegar yrði að gera áætlanir um heildarlausn þessara mála og minnti hann í því sambandi á frumvarp Fram- sóknarmanna um jafnvægi í byggð landsins og rakti nokkuð efni þess. Nauðsynlegt væri að fcoma upp sérstakri stofnun með lérstöku starfsliði til að fylgjast með og stjórna þessum málum. Þá átaldi Gísli það, að þetta frum 7arp sem flutt hefði verið í þing ísyrjun og vísað til nefndar í októ ber, skyldi ekki fást afgreitt frá nefnd. Það er kannski sami sof- andahátturinn sem veldur því og virðist hafa valdið því að fram- kvæmd þingsályktunarinnar hef- ur dregizt svo. Hannibal Valdimarsson kvað það nú upplýst, hve slælega hef- ur verið að þessu máli unnið. Formaður atvinnubótasjóðs upp- lýsir að ekkert samráð hafi verið haft við stjórn sjóðsins, ekkert hefur verið talað við bankaráð Framkvæmdabankans og ekki var búið að skrifa sveitarstjórnum og bæjarstjórn ísafjarðar í nóvem- ber. Þá sagði hann þingmenn hafa kynnt sér Norður-Noregsáætlun- ina og við vitum betur en Norð- menn, hvað hér á við. Einar Olgeirsson sagði, að í nefnd, sem vinstri stjórnarflokk- arnir hefðu skipað til að athuga um áætlunarmálin, hefði fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Skúli Guðmundsson, verið andvíg ur slíkum áætlunum. Þá sagði Einar, að áætlun miðstjórnarfund ar Framsóknarflokksins nú um áætlunargerð væri greinilega hræsnin ein. Eysteinn Jónsson kvaðst ekki vita, hvað fram hefði farið í þeirri nefnd, sem Einar Olgeirs- son hefði nefnt, en staðreynd væri að Framsóknarflokkurinn hefði ekki verið andvígur slíku í ríkisstjórninni og það var ríkis- stjórnin, sem gerði út um þessi mál og það er afstaðan þar, sem skiptir máli. Framsóknarflokkxir- inn hefur staðið að margs konar áætlunargerð og fjárfestingar- skipulagningu og minnti hann á Rauðku, Fjárhagsráð og þjóðhags áætlanagerð Framkvæmdabank- ans. Vitnaði Eysteinn síðan í fjár lagaræðu, er hann hefði flutt í vinstri stjórninni árið 1956, þar sem hann hefði lagt áherzlu á nauðsyn áætlanagerðar og að þjóðhagsáætlanir- .yrðu. lagðar, fram með fjárlagafrumvarþi hverju sinni. JÓN MÚLI Framnalo al 16 síðu. — Plöturnar, sem leiknar eru milli kl. 7 og 8, tek ég til fyrir vikuna um helgar tneð að stoð Egils Jónssonar, klarinettu leikara. Svo snakka ég, eins og andinn inngefur, jafnóðum og þær eru spilaðar. Þetta er skemmtilegra svopa, þ. e. a. =, ef manni dettur eitthvað í hug- Eg get þetta þó ekki all- an morguninn, þarf líka að líta yfir fréttirnar og leiðarana. — Þú hlýtur að véra mikill morgunhani? — Svona sæmilegur. E.g verð að vakna kl hálf sex, enda má það ekki seinna vera, því ég álít, að ekki sé hægt að mæta fyrir framan mikrófón- inn, fyrr en maður er búinn að raka sig, bursta tennurnar, greiða sér og pússa skóna, og þetta tekur langan tíma. -i— Hefurðu samið nokkuð upp á síðkastið? — Nei, en ég tók nú meðal annars þessu tilboði um breyt ingu á starfsháttum vegna þess, að nú vonast ég til að eignast einhvern frítíma, svolítinn tíma fyrir prívatlíf, og þá kannski dettur manni eitthvað í hug. SÖLUMENN GEYSAST Pramhald af 16. s(8u. — Já, segir Þórhallur, ég fór vestur á land og þaðan til Hólma- víkur um Tröllatunguheiði. Hann var nú dálítið erfiður á köflum vegurinn þar, og ég þurfti að nota spilið í múlanum Steingrímsfjarð armegin. — Og hvernig gekk svo salan í þessari ferð? — Nokkuð vel, segja þeir báðir. Þetta eru erfiðir tímar að verzla á, segir Kristján, en hann hefur verið við sölumennsku í um 20 ár, ferðazt vítt og breitt um land ig, og þekkir því orðið verzlunina mæta vel. —■ Ekkert hefur bilað í ferð- inni? — Nei, það er ekki hægt að segja það. Það þarf bara að passa að smyrja í hjöruliðina á 500 km. fresti svo einhver ending verði í þeim, segir Þórhallur að lokum. PRÓFKJÖRIÐ Framhalo af 1 síðu. ur ekki ennþá sagt, hvort hann muni gefa kost á sér sem forseta- efni, en Goldwater og Rockefeller skoruðu á hann í dag að segja ann að hvort af eða á, og það strax. Stjórnmálafréttaritarar telja, að úrslit kosninganna og sigur Lodge beri fyrst og fremst að skilja sem andúð gegn Goldwat er og Rockefeller, en ekki sem tákn um, að republikanar vilji endilega Lodge sem forseta. Ekki var um neina opinbera kosningabaráttu að ræða í próf- kjöri demókrata, þar sem Johnson forseti er talinn öruggt forseta- eíni síns flokks, en demókratar voru þó beðnir um að greiða at- kvæði, og fékk Johnson 18.058 atkvæði og Robert Kennedy, dóms málaráðherra 14.548 atkvæði. Hef ur hið mikla atkvæðamagn, sem Kennedy fékk, vakið töluverða at- hygli. Henry Cabot Lodge er komini af háttsettri fjölskyldu í Nýja Englandi, og hafa 6 úr fjölskyld- unni setið í Öldungadeildinni. Lodge var varaforsetaefni repu- blikana 1960 þegar John F. Kenn- edy varð forseti. Kennedy út- nefndi Lodge síðan sem sendi- herra Bandaríkjanna í Suður-Víet- nam og dvelur hann þar nú. FLUGMENNIRNIR íiKfflinlifi111 at L si?u- eru á vérði í heraðinu vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum, og stöðva alla, sem fara um göturn- ar. Sovétríkin sendu Bandaríkjun- um í dag mótmælaorðsendingu vegna þess, að könnunarflugvélin hafi brotið lofthelgi A-Þýzkalands. Segir í orðsendingunni, að flug- vélin hafi verið í njósnaleiðangri yfir A-Þýzkalandi og þess vegna verið skotin niður. Ekki vildu Sovétmenn gefa neinar upplýs- ingar um, hvort rrrennirnir 3, sem í vélinni voru, væru á lífi, en sendiráð USA í Bonn tilkynnti seint í kvöld, að þeir væru lif- andi. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessum atburði, og segja, að Rúss ar hafi skotið niður flugvélina að mjög vanhugsuðu máli. Er þess krafizt, að áhöfn vélarinnar og flakið verði þegar sent til V-Þýzka lands. Einnig hafa Bandaríkja- menn óskað þess, að fá að heim- sækja staðinn, þar sem flugvélin hrapaði niður. Bandaríkjamenn hafa borið til baka fullyrðingar Sovétríkjanna um, að flugvélin hafi vérið í njósnaleiðangri, og telja óskiljan legt hvernig flugvélin, sem var á æfingarflugi yfir V-Þýzkalandi, hafi getað villzt. Áhöfninni var; sérstaklega skipað að forðast að I koma nálægt .kommúnistískum ! svæðum, einkum vegna þess, að 'bandarísk æfingarflugvél var skot in niður yfir A-Þýzkalandi 28. janúar s. 1. Til GUNNARS BJARNAS0NAR: Þú hefur vel um vitið rætt, — vit og skyn er öllum gott,— en þig og aðra þú hefur vætt því, sem vekur háð og spott. Halldór Kristjánsson Kvöldvaka stúdenta TK—Reykjavík, 11. marz. Stúdentaráð og Stúdentafélag Reykjavíkur efna til kvöldvöku í Súlnasal Hótel Sögu næst komandi föstudagskvöld kl. 8.30. Mjög verð- ur vandað til kvöldvökunnar. Sverrir Hermannsson, viðskipta- fræðingur, mun flytja stutt ávarp, Sigurveig Hjaltested syngur ein- söng og Rúrik Haraldss. og Róbert Arnfinnsson flytja nýjan gaman- þátt. Dans verður stiginn tiL kl. 1 eftir miðnætti. Síðasta kvöldvaka Stúdentafélagsins og Stúdenta- ráðs var mjög fjölsótt og þótti takast hið bezta. Er ekki að efa að þessi verður einnig fjölsótt og ánægjuleg. NÝSTÁRLEG SKEMMTUN (Framhald af 2. síðu) sérstaklega valin með tilliti til æskufólks má fullyrða að fólk á öllum aldri mun kunna að meia hina fjölbreyttu skemmtiskrá. Er vert að hafa í huga, að með því að fjölmenna á skemmtunina leggja menn einnig góðu málefni lið. MEÐALHITINN Framhald af 1. síðu. 1929 6,1 stig í Reykjavík, og er það heitasti marz, sem mælzt hef- ur á landinu frá því mælingar hóf ust, nema ef metið yrði slegið í ár. Vegir hafa til skamms tíma ver ið góðir, en nú er frost að fara úr þeim norðanlands og þeir byrj- aðir að detta niður og koma í þá hvörf. Hefur af þessum sökum orð ið að loka Lágheiði til Ólafsfjarð- ar og Hálsavegi milli Raufarhafn- ar og Þistilsfjarðar. Vegurinn á Melrakkasléttu er einnig orðinn allblautur og sama máli gegnir Verkamannafélagið Dagsbrún. Arshátíð félagsins verSur í Iðnó n. k. iaugardag og hefst með borðhaldi kl. 7,30 e. h. Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins að Lindarg. 9. Skemmtinefndin. Eg þakka hjartanlega þeim sem minntust mín á sextugsafmaeli mínu 6. þ.m. Sérstakar þakkir færi ég starfsfélögum mínum í Kaupfélagi Rangæinga fyrir höfðinglega gjöf. Guðmundur Karlsson, Hvolsvelli AlúSarþakkir færum viS fyrir auSsýndan vinarhug og samúS í veikindum og við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og iangafa, GuSmundar Kristjánssonar Bjarkarlund!, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Agnesar Þorláksdóttur frá Arnardrangl. Vandamenn. Faðir okkar, Kristján Kjartansson Björnshúsum, Grímsstaðaholti. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. marz kl. 10,30. — Fyrir hönd barna hins látna og annarra vandamanna. Svelnn Kristjánsson. ÞAKKARÁVÖRP um vegi í Skagafirði. Verður Vega málaskritstofan brátt að takmarka umferð um þessa blautu vegi, til þess að reyna að koma í veg fyrir að þeir skemmist meira en þörf krefur. Alls staðar að berast fréttir um það, að bændur séu byrjaðir að vinna vorvinnu í janúar voru menn byrjaðir að plægja fyrir austan fjall, og í og við Reykja- vík er byrjað að stinga upp kart- öflugarða. SEGIR EKKI AF SER Framhald af 1. síðu. ræðu, sem hann hélt á 50.000 manna fundi. MvNamara, sem dvalizt hefur í S-Víetnam ásamt Maxwell Taylor, yfirimanns bandaríska herráðsins, og fleiri bandarískum hernaðarsár fræðingum, síðan 5. marz, kom til Hue ásamt forsætisráðherra S- Víetnam, Nguyen Khanh, hers-höfð ingja, og er talið, að ferðin hafi verið farin til þess að sýna þjóð- inni, að hinn nýi forsætisráðherra hafi allan stuðning Bandaríkjanna. Lodge lýsti því einnig yfir í kvöid í Saigon, að hann væri hrærður yfir úrsljtunum I prófkjör inu í New Hampshire, en að har.íi hafi ekki í hyggju að segja af sér sendiherrastöðunni í S-Víet- nam. '! í M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. — 15 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.