Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 1
TVÖFALT EINANGRUNAR on. GLER /Uam rcynsl.i liérlend'S SIMI 11-400 EGGHRT KRlSTJANSSQN .\CO Hf tbl. — Föstudagur 22. maí 1964. — 48. árg. Áaðakaeftirminni eða eftir skiltum? KJ—Rcykjavík 21. maí. „Mcnn ciga att aka eftir skiltuni en ckki eftir minni“ var blaðisiu tjáð af Umferðam-efnd í liaust, er spiurzt var fyrir hvers vegna ekki væri auglýst í blööunum þegar götur fengju aðalbrautar- réttindi, væru gerðar að ein- stefnuakstursgötum o.s.firv. Breyt- ingar sem þcssar eru að vísu aug- lýstar í Stjómartíðindum, en hve mörg prósent af ökumönnum lesa Stjómartíðindi að staða'ldiri? Þetta svar umferðarnefndarinn ar rifjast upp núna, er einstefnu- akstursskiltið sem sett var í Máva hlíðina í haust er búið að vera á bak og burt í rúma viku, og fólk veltir því fyrir sér hvort gat- an sé einstefnuakstursgata ennþá cða ekki. Margir hafa þó ekki ver- ið að velta þessu neitt fyrir sér, heldur ekið austur og vestur alla götuna, rétt eins og hún væri tví- stefnuakstursgata. Svo eru aftur a móti aðrir sem reikna með að gatan sé einstefnuakstursgata, eins og hún hefur verið í vetur, og haga akstri sínum eftir því. Umferðarnefnd sagði mönnum í vetur, að það sé ekki nóg að aka sömu götuna ár eftir ár, held- ur verði þeir í hvert sinn að fylgj- ast með því, hvort eitthverju nýju skilti hafi verið laumað upp við hana. Gott og vel, — en það þarf að vera samræmi í þessu, það er ekki hægt að taka niður skiltin og ætlast til að menn aki eftir horfnum skiltum samt sem áður. En hverjum sem það er nú að kenna, að einstefnioikstursskiltið hefur vantað í Mávahlíðinatí meira en viku, þá er það líka ► lgjörlega cviðunandi að auglýsa ekki, þegar sett eru upp umferðarmerki á nýjum stöðum, eins og t.d. Skóla- Fr’.mhíiltl a 15 sfSu Skiltið i Drápuhlíðinni stendur enn, en Mávahliðaskiltið er farið. Garna veiki- ilfelli FB-Reykjavík, 21.maí. ALVEG nýlega kom upp garna- veikitUfelIi í Lundarreykjadal, nán ar tiltekið að Kistufclli. Féð verð- ur einangrað og skorið niður í haust. Miklar rannsóknir hafa farið fram á fé í Mýrasýslu til þess að athuga hvort mæðiveiki hafi kom izt þangað, en hvergi fundizt sýk- ing. Hins vegar kom nýlega upp garnaveikitilfelli í einum hrút frá Kistufelli. f Kistufelli eru 130 fjár. Féð verður einangrað á Skálpastöðum í sumar, og síðan verður því lógað í haust. Pálína Jónmundsdóttir Þorbjörg Bernhard FEGURÐARSAMKEPPNIN VERÐUR í KVÖLD Sex bíða spenntar HF-REYKJAVÍK, 21. maí. TÍMINN heimsótti í dag fegurðardísirnar scx, sem heyja niunu harða keppni á föstudags- og laugar- dagskvöldið. Það er í- mörgu að snúast fyrir svona víðburð, en samt virtust þær allar vera furðuróleg- ar. Það verður úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina, því að stúlkurnar eru hver annarri glæsilegri, en einhvcr verður að hreppa fyrsta sætið og við því er ekkert að segja. Ljósmyndari TÍMANS, Guðjón Einarsson, tók myndirnar. Jónmundsdóttir: Pálína Jór.mundsdóttir er nýkom in heim frá Englandi, þar sem hún var á tízkuskóla, en starfaði jafn- framt sem fyrirsæta. Þegar við heimsóttum hana, var hún nýbú- jn að fá fjallháan myndabunka af sér sendan frá Englandi, og við leyfðum henni að blaða í bunkan- um á meðan myndin var tekin. — Varstu að vinna í dag, Pálína7 — Já, og verð það líklega á morgun líka. — Hvenær geturðu þá látið | leggja á þér hárið og snyrta þig? — Ég geri þáð sjálf í kvöld. — Heldurðu að þú sofir vel í nótt? — Já, það vona ég að minnsta kosti. Þorbjörg Bernhard: Glgja Hermannsdóttlr Þorbjörg Bernhard hafði svo mikið að gera, að hún sást ekki heima hjá sér allan daginn, en þeg ar hún loksins kom þangað, sátum við fyrir henni og tókum af henni mynd, þar sem hún var að taka upp sundbolinn. — Verða allir sundbolirnir bláir núna, Þorbjörg? — Já, þeir verða allir eins, ea ekki kjólarnir. — Hvernig er þinn kjóll? — Hann'er grænn, ósköp ein- faldur- — Hvar vinnurðu? — Ég afgreiði í Fcldinum. — Ætlarðu að snyrta þig sjálf? — Nei, það verður gert í tízku- skóla Andreu. Ég hef verið þar og sýnt á nokkrum tízkusýningum. Gígia Hermannsdóttir: Við náðum i Gígju Hermanns dóttir á hraðri ferð niðri í bæ, en hún var á leið til saumakonunnar Við smelltum okkur með henni og tókum af hcnni myndir, þar setn hún mátaði grænbláan kjól, einfaldan og látlausan. —.Hvað gerir þú, Gígja? — Ég vinn í Glóbus h.f., en ann ars er ég íþróttakennari. Ég fer líklega í sumar út á land sem íþróttakennari. — Þú ert ekki farir. að kvíða fyrir? — Ég hef nú engan tíma haft til þess að hugsa um það, ég er að vinna fram á föstudagskvöld. Ann ars skil ég ekkert í sjálfri mér að taka þátt í þessu. —Ertu búin að velja þér lag? — Ég veit það ekki, ég var nú að hugsa um nótt í Moskvu. Þeir sögðu í Vikunni, að ég hefði ver- ið í Rússlandi, en þó að ég hafi ferðazt mikið að undanförnu, þá kom ég ekki þangað. Mér finnst því alveg tilvalið, að láta spila rússneskt lag. Elizabet Ottósdóttir: Elizabet Ottósdóttir var í fyrsta bekk Kennaraskólans i vetur og er því í prófum jafnframt því sem hún tekur þátt í fegurðarsam- keppninni. Hún var önnum kafin við að lesa bamasálfræði, þegar Ijósmyndarinn heimtaði að íá að taka af henni mynd. — Það er mikið að gera hjá þór Elizabet. þú þarft bæði að lesa und ir próf og undirbúa þig undir keppnina. — Já, samt fresfa ég ekki nema einu prófi, það er á laugardags- Framhald á 15 sfðu Rósa Einarsdóttir: Rósa Einarsdóttir sat og spilaði á píanó, þegar blaðamenn Tímans bar að garði. Hún sagðist ekkert spila á píanó að ráði, en grípa í þetta stundum sér til afþreyingar. — Hvar verður þú í röðinni, Rósa, þegar þú gengur inn í sal- inn? — Ég verð fjórða, það er ágætt Framhald á 15. síSu Margrét Vilbergsdóttir: Margrét Vilbergsdóttir verður númer þrjú í keppninni annað kvöld og þegar við heimsóttum hana í dag, sat hún og prjónaði, en á eftir var hún að fara að máta sundbolinn. — Ertu taugaóstyrk, Margrét? — Nei. Mér finnst eiginlega ó- eðlilegt hvað ég er lítið nervös Framb. á bls. 15 s. j Rósa Elnarsdóttir Margrét Vllbergsdóttlr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.