Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 8
ftytktw SEM betur fer er mannfólkið ekki allt steypt í sama mót og verður sennilega aldrei. Menn með ólíkt skap hafa ólíkan smekk og eiga óskyld áhugamál Hversu stéttlaust sem þjóðfé lag tuttugustu og fyrstu aldar innar kann að verða, þá mun hvert mannsbarn hafa sitt svip mót, vaxtarlag og gáfur. Það mun mála sannast að það er sama við hvers konar þjóð- skipulag menn búa, stjóm sér- hverrar þjóðar er einlægt í höndum fárra valdamanna og það sama má segja um smekk almennings hann er mótaðurað vissu marki af fámennu liði en áhrifaríku. í gamla daga þegar kóngar og drottningar, aðalsmenn og önn- ur ættgöfug stórmenni nutu meiri virðingar en nú á tímum, þá setti almenningur stolt sitt f það að reyna að líkja eftir þessu siðfágaða fólki bæði framkomu og klæðaburði. Enda þótt áhrifa þessa fólks gæti lít ils í nútímaþjóðfélagi, þá er það engu að síður almennt við urkennt, að margar kurteisis venjur nútímamanna eru þrátt fyrir það leifar af gömlum hirð siðum. Það er ekki ný bóla, að heimsfrægir tnenn og konur verði átrúnaðargoð æskufólks Það er kunnara en frá þurfi að segja, að persónudýrkendui kunna sér sjaldnast hóf, enda kemur það iðulega fyrir aö þeir verða sér til athlægis vegna sérvizkulegs háttalags á al- mannafæri. Samtíðarmenn By • ons lávarðar brostu t. d. þegar þeir sáu óhölt ungmenni styðja sig við staf og haltra bara vegna þess að átrúnaðargoð beirra gerði það. Alvarlegra var hitt, þegar skáldverk Goethe.s, Die Leideu des jungen Werth- ers“ hlaut slíkair undirtektir meðal æskumanna, að fjöldi þeirra fór að dæmi söguhetj- unnar og stytti sér aldur. Með tilkomu kvikmynda og útvarps var æskufólki heims 1 gert kleift að velja sér átrúnar argoð úr meiri fjölda „fram bjóðenda" en nokkru sinni fyrr Áhangendur Valentinos, Gretu Garbo, Sinatra, Presley og Bar dot stofna með sér félög og halda samkomur sinum mönn- um til dýrðar. Framhald á 13. s(3u. 'r/TSTJÖR/ olga agústsd'óttir Hraðfrysting grænmetis ÞESSI GREIN er í beinu framhaldi af þeirri, sem birtist í þessum þætti 10. apríl s. I. Margar grænmetistegundir hafa verið hraSfrystar með mjög góðum árangri. Allt grstrnmeti að undanteknum gúrkum, steinselju og rabarbara er snöggsoðið og kælt fyrlr frystingu. Þá tapar grænmetið síð- ur bragði sinu og næringargildi. Til þes að frysting grænmetis takist vel, þarf að hafa eftirfar- andi í huga: 1. Hraðfrystið aðeins nýtt græn- meti og góðar tegundir. 2. Takið grænmetið upp sama daginn og fryst er. Meðhöndlið það fljótt og nákvæcnlega og á þann hátt að það sé tilbúið lil matreiðslu eftir frystinguna. 3. Þvoið það úr köldu vatni og skerið það í minni stykki, ef þörf er á. Láitð grænmetið á iist eða sigti, bezt eru þar til gerð gróf sigti. Hæfilega mikið í einu. Hafið vatnið sjóðandi heitt og það mikið að fljóti vel yfir, grænmetið er síðan látið snöggsjóða. Suðan á að koma fljótt upp, reiknið suðu tímann þar frá. Ég vil minnast lítið eitt á hrað- frystingu berja. Ber má frysta án sykurs, með sykri eða í' sykurlegi. Séu berin fryst án sykurs er bezt að frysta þau í hæfilegum pökkum 1—2 kg. Bezt er að geyma þannig ber í plastpokum. Aðalbláber, bláber krækiber og jarðarber er ágætt að frysta, geta þau geymzt 10—12 mánuði. 1. Notið aðeins hæfilega þrosk- uð og ný ber.. - 2. Hreinsið berin og skolið úr köldu vatni. 3. Látið vatnið renna vel af þeim. Séu berin fryst með sykri þarf að velta þeim vel úr sykrinum, hæfilegt er 200—400 gr. sykur á móti 1 kg. af berjum. Ef frysta á með sykurlegi eru höfð 400—700 gr. sykurs á móti 1 lítra vatns, eða 5—6 dl. sykur- lögur á móti kílóinu. Lögurinn á að hylja berin. Ber með sykri eða sykurleei eru lát- in í krufckur eða önnur góð ílát Fyllið ílátin ekki alveg, þeim er lokað með þettu loki eða vatns- þéttum sellofon. Komið berjunum sem fyrst í frysti. Melónur, perur, epli og plómur geymast ekki vel í frysti. Úr sítr- ónu og appelsínum er bezt að pressa safann og frysta sér. Börk af sítrónum og appelsínum er á- gætt að geyma í frysti og nota síð- an í súkkat eða marmelaði. Fryst ber eru notuð sem ábætis- réttur og til skreytingar eða í á- bætisrétti. Finnig eru þau góð f saft, mauk, súpur og grauta. Rifs ber sem hafa "rosið eru ágæt í hlaup, vegna þess að hleypiefnið minnkar ekki til muna við fryst- ingu í nokfcra mánuði. Frosin ber eru bezt nýþiðnuð, ef þau þiðna of mikið falla þau sam- an og verða álystug. Bezt er að láta þau þiðna í umbúðunuim vegna litarins og vítamíninnihalds ins . Frosin ber sem á að sjóða eru látin beint í potlinn. Þó að ber og ávextir, sem fryst eru séu ekki alveg eins og ný að þéttleika, bragði og lit, þá hafa þau það fram yfir niðursoðin að þau eru bæði vítamínríkari og gefa möguleika á fjölbreyttari berjarétt- um. Rabarbara-, berja-, og ávaxta- mauk, og saft er ágætt að frysta. Egg má vel frysta. Þau eru fryst heil og látin þiðna á venjulegan hátt, og notuð á sama hátt og ný egg, er þá tekið tillit til þess sykurs eða saltsmagns, er áður hefur verið látið í við fryst- ingu. Brauð og kökur má frysta með góðum árangri. Það er hagsýni og sparnaðarauki að baka brauð og frysta til seinni nota. Ef við hugsum til jólabakst- ursins, sem að vísu er langt til enn þá, er ekki úr vegi að byrja hann strax og geyma svo í frysti, þá er allt tilbúið þegar á því þarf að halda. Flestar brauðtegundir er betra að frysta bakaðar en hráar, þó er ágætt að frysta hnoðað deig með venjulegri lyftingu eins og smákökur og tertudeig. í deig með pressugeri minnkar lyftingin við frystingu. Ágætt er áð frysta heilhveitibrauð og alls konar brauð og bollur úr pressugeri. Rúgbrauð er bezt að skera í sneiðar og skipta sneiðunum smápakka, þá er það fljótara að þiðna. Mótkökur, tertur og smákök ur gefst vel að frysta, en hætt er við að sykurbrauðsbotnar verði seigir eftir nokfcurn tíma. Brauð, sem fryst er, á að vera nýbakað og vel kælt. Því er pakk- að í loftþéttar umbúðir og getur það geymzt 3—6 mánuði. Frosið brauð með pressugeri er ágætt að setja beint í volgan ofn og hita upp, annars er það látið þiðna í venjulegum stofuhita. Deig, ertnótað í lengjur og pakk að í loftþéttar umbúðir eða látið í mótið t. d. ef bakaðar eru brauð- kollur úr mördeigi, það má einnig setja fyllingu í deigið, rabarbara, epli o. fl. deig ofan : og frysta þannig, er það látið beint í ofninn og bakað við hægan hita. Gerdeig, sem hefur verið mótað fyrir frystingu og látið lyfta sér. er einnig látið í ofninn og bakað við hægan hita. Þá er komið að tilbúna matnum. Soðinn matur eða steiktur hefur minna geymsluþol en hrár, en ýmsa rétti er hægt að geyma mel góðuim árangri stuttan tíma, má þar nefna kjötrétti, brúnað kál lauk, súpur, ábætisrétti og kökur Verst geymist bað sem er feitt og mikið saltað. Kjöt geymist bezt ef það er hulið vökva því að sósur aðskiljast oft við upphitun. Tilbú- inn matur er kældur, látinn í pakka, sem svarar til einnar mát- tíðar í einu. Hægt er að matbúa fyrir heila vifcu í einu og setja í frystihólf, það getur verið þægi- Þessi rómantiski fölbleiki hattur er saumaður úr stungnu orgaindy, og Þeir þykja bæði kvenlegir og litríkir. Þessi hattur er teiknaður af Leslie James og er til sölu j fínustu verzlun Washingtonborgar. Sumarhattar frá Washington Þessi rómantizki fölbleiki hattur er saumaður úr stungnu organdy, og prýddur stórri slaufu sem blaktir í golunni. Model: Emme Erlebacher. legt, ef húsmóðirin væri fjarver- andi. Ef flytja á frysta matvöru eða geyma meðan hreingerning á frystinum fer íram, og frostið á að haldast sem bezt, er sjálfsagt að vefja uim hana öagblöðum. Frystihólfið á að opna sem sjaldnast og eins stuttan tima í einu og hægt er, þá helzt frostið betur í matvælunum. Til að frystingin haldist sem bezt þarf að skafa innan úr frysti- hólfinu öðru hvoru. Matvælunum er þá safnað í annan endann og skafið af með plastsköfu eða bursta. 2 egg, 1 bolli sykur, 1 tsk. van- illudropar, 1 bl. hveiti, 1 tsk. ger, Vi tsk. salt, yz bl. heit mjólx, 1 msk. smjör. Egg 2 sykur stíf- þeytt, mjólk og smjör hitað sam an og hellt út í og hveiti og geii blandað saman við. Bakað í 20 mín. við góðan hita. Kremf 3 msk. smjör sett í pott, 5 msk. púðursykur, 2 msk. mjólk, % msk. kókosmjöl. Suðan látin koma upp. Hellt yfir á kökuna bafcaða og sett aftur í opninn. Bor- in fram með þeyttum fjóma. 8 TÍMI N N, föstudaginn 22. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.