Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 6
»ér fer á eftir nefndaráíit •Mnnihluta fjárveitinganefndar nm tillögu Framsóknarmanna um endurskoðun laga inn lánveiting- ar til íbúðabygginga. Meiriihlut- in lagði ti'l að tillögunni yrði vísað frá þinginu. Minnihlutann skipuðu þeir Ingvar Gíslason, Halldór E. Sigurðsson, Vilhjáimuir Hjálmars- son og Geir Gurenarsson: Nefndin hefur ekki orðið sam- mála um afgreiðslu tillögunnar. Meiri hl. leggur til, að henni verði vísað til ríkisstjórnarinnar, en við undirritaðir mælum með því að húre verði samþykkt óbreytt. Með tillögu þessari er gert ráð fyrir, að Alþingi kjósi nefnd til að endurskoða öll gildandi lög um lánveitingar til íbúðabygginga í iandinu og geri tillögur til nýrrar löggjafar í þessum efnum, er hafi m. a. það markmið: að lánað verði til hóflegra íbúða sem svarar % af byggingarkostnaði, að jafna að- stöðu manna til lánsfjár, að greiða fyrir þeim, sem ætla að endur- bæta íbúðir eða kaupa íbúðir til eigin nota, að lækka byggingar- kostnað. Flestum mun bera saman um, að skipulagi húsbygginga sé mjög á- bótavant í ýmsum greinum. Stönd- um við þar að baki flestum eða öllum sambærilegum menningar- þjóðum, og það m.a eftirtektarvert að nýting þess fjármagns, sem ár- lega er lagt í íbúðabyggingar, er stórum lakari hér en í öðrum löndum, sem að langmestu stafar af skipulagsleysi í lánastarfsemi og byggingarháttum. Veldur það margs konar vandræðum, en um- fram allt sóun verðmæta, sem er því tilfinnanlegri, bæði fyrir ein- staklinga og þjóðfélagið í heild, sem þörf íslendinga fyrir íbúða- byggingastarfsemi er gífurlega mikil. Kemur það m.a. af því. að þjóðinni fjölgar ört og húsakost- ur frá fyrri tímum- lítill og yfir- leitt lélegur. í opinberum skýrsl- um og álitsgerðum hefur verið gert ráð fyrir, að nauðsynlegt sé að byggja 1500 íbúðir á ári næstu ár til þess að fullnægja með sæmi legum hætti þörfum þjóðarinnar á þessu sviði. Hér er um mikilsverða stað- reynd að ræða, sem ríkisvaldið verður að gefa náinn gaum að. Húsnæði er slík frumþörf hverrar fjölskyldu, að á því veltur meira en flestu öðra efnaleg afkoma og Hfshamingja fólksins. Þó að at- vinnuskilyrðum sé fullnægt, trygg- ingum og heilbrigðisþjónustu, menntamálum og öðrum menning armálum sé sæmilega fyrir komið, þá er aimenn afkoma í landinu léleg í raun og veru, ef húsnæðis- skortur ríkir eða húsaleiga er svo há, að almenningur getur ekki risið undir sómasamlegu húsnæði. Það er einnig kunnara en frá þurfi að ségja, að bygging ibúðar er svo fjárfrekt fyrirtæki, að ó- hugsandi er, að einstaklingar geti yfirleitt komið sér upp húsnæði af eigin fé. Þjóðfélagið verður, ef vel á að vera, að leggja til megin- hluta þess fjár, sem þarf til íbúða- bygginga, með hagstæðum lánum, sem dreifist á langt árabil, þannig að lánabyrðin leggist ekki með of- urþunga á efnahag alþýðu manna, sem yfirleitt má gera ráð fyrir að hafi aðeins venjulegar launatekjur sér til framfæris. Að réttu ber að miða stefnuna í húsnæðismálunum við þetta. Við undirritaðir teljum hins vegar, að ástand húsnæðismálanna, einkum lánakerfið, sé þveröfugt við það, sem það ætti að vera. Segja má, að „hið almenna veðlánakerfi" sé óstarfhæft langtímum saman og alls óvíst, að húsbyggjendur geti treyst því að fá þar lán, sem heim- ilt er að veita, enda algengast, að umsækjendur verði að bíða árum saman eftir fullu láni. Er þó sann- ast sagna, að „fullt lán“ frá hús- næðismálastjóm er mjög lágt í hlutfalli við byggingarkostnað. Ber að sjálfsögðu brýna nauðsyn til þess að hækka nú þegar láns- heimildina og færa hana til sam- ræmis við hækkun byggingarkostn aðar. En umfram allt er nauðsyn- legt, eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir, að taka upp nýtt skipu- lag byggingarmála og lána- starfsemi, þar sem miðað verði við það, að byggðar séu hóflegar íbúðir með hagkvæmum vinnuað- ferðum og lánað verði til slíkra íbúða til langs tíma og með hag- stæðum vöxtum sem svarar a.m.k. % byggingarkostnaðar. Þetta á að vera hægt, ef skipulega er að unnið og hið opinbera fæst til að leggja nýskipan lánakerfisins það lið, sem nauðsynlegt er. Þegar um þetta er rætt, er svar ið oft á þá leið, að það vanti fjár- magn tii íbúðalánastarfseminnar, vandinn sé að útvega fjármagnið. Þetta er J>ó ekki rétt nema að vissu marki. Islendingar eyða tiltölu- lega miklu fjármagni í húsbygging ar, en leið þessa fjármagns er ær ið krókótt. Það er því ekki fjár- magnsskortur út af fyrir sig né efnaleysi þjóðarheildarinnar, sem er orsök getuleysis hins almenna veðlánakerfis hér á landi, heldur er um að kenna óstjóm á fjár- magninu. Fjárins er aflað eftir ýmsum krókaleiðum, sem þó eru ekki öllum jafnauðrataðar. Húsbyggingarstarfsemi hér á landi er að verulegu leyti reist á svo veikuni fjárhagsgrunni að hún gæti ekki þrifizt nema í sjúku efnahagskerfi. En á hitt verður að líta, — og er mikilvægt, að ráðamenn þjóðarinnar geri sér þá staðreynd Ijósa, — að stjórnleysi húsbyggingarmálanna orkar mjög til hins verra að því er tekur til verðbólguþróunarinnar. Er um hin óheillavænlegustu víxláhrif að ræða cnilli verðbólgu og brask- kenndrar íbúðabyggingastarfsemi, sem er m.a. fólgin í voninni um að geta greitt byggingarskuldir með verðminni peningum og okrl á íbúðasölu. Miðað við það, hve íbúðabygg- ingar hljóta lengstum að vera gild ur þáttur í þjóðarbúskap okakr og fbúðakostnaðurinn mikilvægur fyrir afkomu heimilanna, þá skipt- ir afar miklu máli í sambandi við stöðvun verðbólgu og dýrtíðar að koma eðlilegu skipulagi á lána- mál húsoyggjenda. Jafnvel þótt ríkissjóður yrði að leggja allmikið óafturkræft fé til veðlánakerfis- ins, einkum fyrstu árin, meðan vgrið er að byggja upp kerfið, þá mundi það fljótlega vinnast upp vegna þeirrar stöðvunaráhrifa, sem va?nta má í sambandi við verðbólgu- og dýrtíðarvöxtinn. Vísuðu tillögu um nýja héraðsskóla frá þinginu Meiri hluti allsherjarnefndar sameinaðs þings lagði til að til- lögu Ingvars Gíslasonar um nýja héraðsskóla yrði vísað frá þinginu til ríkisstjórnarinnar. Minnihluti nefndarinnar, þeir Einar Ágústs- son, Gísli Guðmundsson og Ragn- ar Amalds, lögðu til að tillagan Sérleyfisferðir I SkelSahrepp, Hrunamannahrepo, Biskupstungur, Grimsnes. — Prá Reykjavík laugardage kl. 1 -.im Selfoss, Skeiöahrepp, Hruna- mannahrepp, Gullfoss, Geysi op Reykjavlk. — Frá Reykjavík sunnudaga kl 1, um Grimsnes Biskupstungur, Hrunamanna- hrepp, SkeiSahrepp Reykjavik AfgreiSsla j Reykjavík, BIFREIDASTÖD ÍSLANDS, Siml 18911. ÓLAFUR KETILSSON yrði samþykkt, og fer hér á eftir álit minni hlutans um tillöguna: „Allsherjarnefnd varð ekki sam mála um afgreiðslu þessa máls, og skilum við séráliti og leggjum til, að tillagan verði samþykkt. Leitað var álits fræðslumála- stjóra og fjórðungssambandanna, og bárust umsagnir frá formanni Fjórðungssambands Norðlendinga, Magnúsi E. Guðjónssyni bæjar- stjóra á Akureyri, formanni Fjórð ugssambands Vestfirðinga, Sturlu Jónssyni oddvita á Suðureyri við Súgandafjörð, og Helga Elíassyni fræðslumálastjóra. Báðir ofangreindir formenn fjórðungssambandanna mæla með samþykkt tillögunnar. Segir Magn- ús E. Guðjónsson í áliti sínu, að tillagan sé „mjög í anda“ sam- þykkta Fjórðungsþings Norðlend- inga í skóla- og fræðslumálum, en kveðst persónulega álíta, að einn- ig sé þörf þess að kanna aðstæður unglinga í sveitum og þorpum til iðnskólanáms. Sturla Jónsson seg- ir í umsögn sinni, að hann áliti að hér sé á ferð mikið nauðsynja- mál og að allir, sem fylgzt hafa með fræðslumálum, viti, að að- sókn að héraðsskólum sé langt umfram það, sem skólarnir taki. Fræðslumálastjóri virðist hins vegar vera þess sinnis, að þess sé tæplega þörf, að þingkjörin nefnd ransaki ástand skólamála dreifbýl- isins og þorpanna. Ofangreindar umsagnir birtast hér með sem fylgiskjöl. Undirritaður minni hl. hefur kynnt sér eftir föngum þau rök, sem liggja að baki flutningi tillög- unnar. Vill minni hl. einkum taka undir það, sem flutningsnjenn hafa rækilega bent á, að námsað- staða sé orðin ójöfn í landinu og halli í því efni verulega á sveitir og smærri þorp. Á þetta fyrst og fremst við um framhaldsmenntun- ina (gagnfræða- eða héraðsskóla- nám), en einnig um framkvæmd þeirrar barna- og unglingafræðslu, sem gert er ráð fyrir í lögum. Einn megintilgangur fræðslulög- gjafarinnar frá 1946 var tvímæla- laust sá að samræma fræðslukerf- ið og jafna námsaðstöðu barna- og unglinga. Minni hl. virðist sem þessum tilgangi sé ekki náð eftir um það bil 18 ára gildistíma fræðslulagana. Þörf landsmanna fyrir nýja héraðsskóla er ótvíræð, og vill minni hl. sérstStlega und- irstrika nauðsyn þess, að henni verði fullnægt svo fljótt sem verða má. Okkur þykir skylt að benda á það, að fræðsluyfirvöldin, og þá ekki sízt námsstjórar, hafa unnið þarft verk frá upphafi með því að auka almennan skilning á nauðsyn fastra skóla og sameiningu sveita í skólahverfi, þar sem slíkt hent- ar. Hins vegar skortir stórlega á, að fyrirliggjandi tillögur um þessi efni séu komnar til framkvæmda, og má vera, að þær þurfi endur- skoðunar við. Á hinn bóginn vilj- um við minna á það, að nauðsyn- legt er að gera stórátak í sam- bandi við byggingu nýrra heima- vistarskóla eða heimangönguskóla. Telur minni hl. bæði æskilegt og nauðsynlegt, að þingkjörin nefnd kanni framkvæmd skyldunáms í sveitum og þorpum, ásamt héraðs- skólamálinu, með þeim hætti, sem tillagan gerir ráð fyrir. Alþingi hefur frá öndverðu ver ið forgönguaðili í skóla- og fræðslumálum, enda' augljóst, að þau eru eitt hið mikilvægasta lðg- gjafaratriði, sem snertir bæði menningar- og. fjárhagsafkomu þjóðarinrear í ríkum mæli. Ber Alþingi að sjálfsögðu að fýlgjast með framkvæmd íræðsJuIöggjaf- arinnar á hverjum tíma og gera sitt til þess að bæta úr þeim á- göllum, sem sýnilegir eru á lög- gjöf eða framkvæmd. Eitt hið augljósasta við ástand fræðslu- og skólamála landsins nú er hin ójafna námsaðstaða, sem ræðst af því, hvar börn og ungl- ingar eiga heima á laredinu. Það er þjóðfélagsleg skylda að jafna þennan mismun að því marki sem kostur er, enda er hann í algeru ósamræmi við tilgang fræðslulöggjafarinnair og eðli máls.. Tillaga sú, sem hér um ræðir, fjallar um nokkur brýnustu vanda mál skólafræðslunnar um þessar mundir. Minni hl. n. Ieggur til, að til- lagan verði samþykkt, en minnir á, að þegar er tímabært að endur- skoða reámsefni og kennslutil- högun i skólum landsins. 16 TÍMINN, föstudagínn 22. mai 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.