Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 5
 iiiillil IÞI RITSJJORl: HALLUR SÍMONARSON STÓRLEIKURÁ SUNNUDAGI Alf-REYKJAVÍK, 21. maí. if FYRSTI STÓRLEIKUR sumarsins verSur n. k. sunnudagskvöld, þegar KR mætlr „rest", þ. e. úrvali annarra félaga, á Laugardals- vellinum. KR styrkir lið sitt meS ÞÓRÓLFI BECK og veröur án efa gaman að sjá hvernig KR-liðinu tekst upp með hann innanborðs. Þess er skemmst að minnast, að KR-liðið náði glansleik á síðasta sumri, þegar Þórólfur lék með liðinu gegn finnsku meisturunum HAKA. —Verður væntanlega um jafna og tvísýna baráttu að ræða á sunnudagskvöld. Llð KR verður þannig skipað: Heimir Guðjónsson Hreiðar Ársælsson Bjarni Felixson Hörður Felixson Þórður Jónsson Sveinn Jónsson Þórólfur Beck Gunnar Guðmannsson Örn Steinsen Gunnar Felixson Sigurþór Jakobsson Hermann Gunnarsson Jón Jóhannesson Jón Ólafur Jónsson (Val) (ÍBK) (ÍBK) Kári Árnason Skúli Ágústsson (ÍBA) (ÍBA) Jón Leósson (ÍA) Arni Njálsson (Val) Matthías Hjartarson (Val) Jón Stefánsson (ÍBA) Guðjón Jónsson (Fram) Helgi Daníelsson (ÍA) Úrvalslið (skipað af landsliðsnefnd): Þess má að lokum geta, að leikurinn hefst kl. 20,30. — Forsala aðgöngumiða er hafin og eru miðar seldir í sölutjaldi í Austur- stræti (við Útvegsbankann) og í vercluninni PÓ, Laugavegi 95. ÞESSIR þrír leikmenn, sem sjást liér að ofan, léku aðalhlut verk í leik Norðurlanda og úr- valsliðs Evrópu á Idrætspark- en í fyrradag, en myndin var tekin á æfingu deginum áður. Þeir eru, talið frá vinstri, Grea- ves, Englandi, sem var ,aðal- stjarna“ Ieiksins og skoraði tvö fyrstu mörkin Dennis Lavv, Skotlandi, sem skoraði þriðja markið, og Lev'Jasliin, Sovéí, sem lék í marki fyrri hálfleik — og varði allt, sem á markið kom, cn varð að yfirgefa völl- inn eftir meiðsli, sem lvann lilaut í návígi við Ole Madseu Þjóðverjinn Tilkowski kom þá í mark og varð að horfa á eftir knettinum tvívegis í markið. — Hamilton, Skotlandi, kom þá einnig inn sem bakvörður fyrir Bomba, Tékkóslóvakíu, og Euse bio, Portúgal, fyrir van Himst, Belgíu sem varla kom við knölt ÞRIR FRÆGIR inn allan fyrri hálflcikinn. — Fyrsta markið var skorað eftir aðeins fjórar mín., en þá léku Charlton, Englandi, fyrirliði Evrópuliðsins, og Greaves í gegn og skoraði Greaves. Línu- vörður veifaði á rangstöðu, en ltinn hollenzki dómari tók ekki tillit til þess. Um miðjan hálf leikinn bjargaði norski mark- vörðurinn, Sverre Andersen, þrumuskotum Greaves og Ag usta, Portúgal, en réði hins veg ar ekki við skot frá Greaves 4 mín fyrir hlé. Rétt eftir hléið splundraði Greaves vörn Norð urlanda, sendi til Law, sem að- eins þurfti að ýta knettinum i markið. Eftir þetla tók Evrópu Fram náði tveggja marka forustu, en Keflavík vann Markamet í 1. deildarkeppninni -11 mörk i leik Keflavíkur og Fram liðið leiknum með ró, leikmenn forðuðust allar taklingar, en Iiver og einn sýndi frábærar listir með knöttinn. Norður- landaliðið gafst aldrei upp þótt við ofurefli væri að etja og finnski framvörðurinn Pelton- en Iagaði markatöluna i 3:1, og komst aftur á næstu mín, í opið færi, en tókst þá ekki að skora. Eusebio skoraði fjórða mark Evrópu ,en undir lok ieikslns fékk Svíinn Harry Bild mjög góð tækifæri, og tókst að nýta eitt. Lokatölur urðu því 4:2, sem má teljast góð úrslit fyrir áhugamannalið Norðurlanda. en engir atvinnumenn Iéku í því. (Ljósm.: Polfoto). PJ-ICEFLAVIK, 21. maí. SANNKALLAD markaregn var í leik Keflavíkur og Fram í 1. deild á Njarðvíkurvellinum á miðvikudags- kvöld. Samtals ellefu sinnum sigldi knötturinn inn fyrir marklínurnar og þykir slíkt í frásögur færandi, þegar I. deildar lið eigasf við. Keflvíkingar sigruðu réttilega með 6 mörkum gegn 5, en í hálfleik hafði Fram yfir 3:2. Blíðskaparveður var í Njarðvíkunum á miðvikudaginn, þegar leikurinn fór fram. Það ríkti greinilega mikil eftirvænting hér syðra meðal fólks vegna leiksins og má m.a. marka það á þeim fjölda, sem fyliti áhorfenda- pallana, en sjaldan eða aldrei hafa fleiri áhorfendur verið samankomnir á Njarðvíkurvellinum. Sennilega hefur hér ráðið mestu um góð frammistaða heimamanna í undangengnum leikjum fyrr í sumar. Greinileg taugaspenna ríkti með al leikmanna í byrjun og liðin skiptust á þremur tilviljunar- kenndum upphlaupum á fyrstu mínútunum án verulegra mark- tækifæra, en síðan tók mörkunum að rigna. if Á 6. minútu átti Baldur Selie- ving, hægri útherji Fram, skoí í þverslá Keflavíkurmarksins. Knötturinn Iirökk út til Hall gríms Scheving, sem skoraði 1:0 fyrir Fram. ■Á Á 21. mínútu voru Framarar heppnir. Helgi Númason, inn- herji, skaut lausum knetti að Keflavíkurmarkinu, sem hafn- aði í fangi Kjartans markvarð ar, en hann missti knöttinr, klaufalega inn fyrir sig og ann að mark Fram var staðreynd. ★ Á 25. mínútu renndi Hólmbert, innherji Keflavíkur, knettinum til Jóns Ólafs á hægri kanti, sem skoraði um leið og Geir Kristjánsson kom út á móti honum, 2:1. Á 34. mínútu nnyndaðist feikna hætta upp við Fram-markið, an Sigurður Einarsson; bakvörður, bjargaði á marklínu. it Á 43. rnínútu skaut Ásgeir Sig- urðsson, innherji Fram, lang- skoti af u. þ. b. 30 metra færi að Kcflavíkurmarkinu. Og aft- ur varð markverði Keflavíkur alvarlega á í messunni, þegar hann missti af knettinum í net- ið, 3:1 fyrir Fram. Keflvíkingar hófu leik á miðju og fyrr en varði og nokkur átt aði sig almennilega á hlutunum var knötturinn kominn inn í mark Fram. Það var Jón Jó- hannsson, miðherji, sem va^ áð verki og sennilega er þetta eina markið, sem Geir hefði átt að verja. Á 45. mínútu var hornspyrna á Fram frá hægri og upp úr henni skallaði Einar Magnússon í stöng, en knötturinn hrökk út. — Þannig iauk nokkuð jöfnum fyrri hálf- leik. ★ Á 3. mínútu í síðari hálflcik Framhald ð 13. siðu. ★ Sovétríkin sigruðu Uruguay í Iandsleik í knattspyrnu á mið vikudaginn í Moskvu, með eina markinu.sem skorað var í leikn um. Lið Sovétríkjanna var betra, þrátt fyrir þá staðreynd, að tveir af beztu mönniun liðs- ins, Jashin og framvörðurinn Voronin, léku sama dag gegn Norðurlandaliðinu í Kaup mannahöfn, og gátu því ekki tekið þátt í landsleiknum. Tyrkland sigraði England (leikmenn yngri en 23 ára) í Iandsleik > knattspyrnu í An- kara á miðvikudag með 3—0. Enska liðið, sem liefur á að skipa mörgum þekktum leik- mönnum, náði sér aldrei á strik í leiknum, og var ekki svipur hjá sjón miðað við leik- inn við ísrael, þremur dögum áður, en sama lið Englands vann þá 4—0. Skag&menn unnu nýliðana Nýliðarnir í 1. deild, Þrótt- ur, stóðu sig mun betur í við ureiffninni við Slcagamenn, en búizt hafði verið við. Þróttur sótti að vísu ekki stig á Akra- nesi á miðvikudagskvöldið, en barðist þá af miklum krafti, og sigur Skagamanna varð ekki stór, einungis 3 : 1, og hefði reyndar g'etað orðið minni, hefði Þrótti tekizt að nýta hættuleg tækifæri sem sköpuðust. En hvað um það. Akranes var allavega sterkari aðilinn og átti skilið að hreppa bæði stigin. Ef til vill hafa Skagamenn mætt of öruggir til leiks og því ekki náð eins góðum leik og efni standa til. Það voru Þróttarar, sem skoruðu Framhald á 13. síCu. TÍMINN, föHudaelim 22. maí 1964 S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.