Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 14
f CLEMENTINE KONA CHURCHILLS og ég sagði: „Vertu ekki í þessum skóm. Þeir eyðileggjast og þú hef- ur væntanlega þurft að snara út þíniun skömmtunarmiðum fyrir þá.Hún svaraði, að þeir ykju henni 'kjark og ef til vill gætu þeir haft sömu áhrif á fólkið. Húi\ hélt af stað prúðbúin og fögur eins og ætíð. ÉS hef aldrei nokkurn tíma séð hana öðruvísi en eins og klippta út úr tízkublaði. Fyrst fórum við til Paddington, en þar höfðu sprengjurnar gert usla. Það hafði mikil áhrif á hana. Á meðan við stóðum þar við, féll þar önnui sprengja. Ég vildi ekki eiga á hættu að hún léti lifið, svo að'ég stakk upp á að fara til upp- lýsingamiðstöðvarinnar handan fljótsins við Battdlsea. Við höfð- um ekki verið þar lengur en fimm mínútur, þegar sprengja féll í nokkurra metra fjarlægð, svo að við ákváðum að fara til East End. Við fórum þangað, en innan þriggja mínútna hrópaði vörð- ur: „Fljótt“', og síðan næstuim hratt hann henni inn í götubyrgi úr múrsteinum. Næstum í sama bili höfnuðu þrjú flugskeyti fyrir framan okkur og í kringum okk- ur. „Ég held okkur væri nær að halda heim“, sagði ég. „Þetta er orðið heldur háskalegt.“ j Við hiupum inn í bílinn. Ég hafði bandarískan bílstjóra, Pauline Fenno að nafni, Hún gætti þess alltaf mjög vel að hafa gluggarúðurnar hálfskrúfaðar nið- ur. Þegar við ókum áleiðis til Westminster, heyrðum við í sprengju fyrir ofan okkur. Bíllinn fyrir framan okkur stanzaði. Fjór- ir menn stukku út og fleygðu sér í götuna. Það var ekkert fallegt, sem kom út úr bílstjóranum mín- um. Hún sagði, að mennirnir væru í meiri hættu af að lenda undir bílnurri okkar en nokkurn tíma af sprengjunni. í sama bili féll sprengjan til jarðar og allar rúð- Ur í verzlununum í kringum okk- ur brotnuðu í smátt. Við héldum áfram og umferðar- Ijósin fyrir framan okkur skiptu yfir á rautt, og bílstjórinn minn stanzaðj ósjálfrátt. Við vorum í eina bílnum, sem sjáanlegur var. Skyndilega sagði bílstjórinn: „Ég er nú meira fíflið. Vegna þess að ég vinn á Englandi, hef ég stanzað við þetta rauða ljós, sem skiptir engu máli, þegar flugskeytin eru á hælum okkar.“ Hún bætti við: „Það, sem mér finnst leiðinlegast, |er, að ég fæ ekki einu sipni al- ; mennileg eftirmæli, ef við verð- |um sprengd í loft upp. Þau verða Saðeins:,, Lafði Reading, frú Chur- ehill og vinkona." ‘ Ég verð að játa, að ég var mjögi fegin, þegar ég hafði komið frúj Churchill heilu og höldnu til baka| í Annexíuna. Mér fannst ábyrgð; mín tvöfaldast við þá staðreynd, I að hún var afar mikilvæg persóna, I o? of mikilvæg til að verjandi i væri að taka hana út í þennan ófögnuð.“ Önnur vinkona Clementine, lafði Hillingdon, varaformaður Sjálf- boðaliðssveita kvenna, fór með henni í ferð til Norwich, en þang- að fór hún til að vera við stofnun ensks-bandarísks hermannaklúbbs. Hún segir^svo frá: „Þegar við komum til Norwich, var fyrst borgaraleg móttaka með borgarstjóranum, hershöfðingjum og öðrum álíka. í miðju hádegis- vefðarsamkvæminu hvíslaði ein- hver í eyra borgarstjórans: „For- sætisráðherrann vill fá að tala við yður.“ Borgarstjórinn gekk því út. Hann kom aftur og var allreiðilegur á svip. „Getið þér hugsað yður ann- að eins“, sagði hann við mig. „Þetta var forsætisráðherrann, sem spurði hvort ég gætj séð um að svefnvagn væri tengdur við lestina, sem þið takið klukkan 4 í dag. Hann var hræddur um, að frú Churchill mundi verða mjög þreytt. Hvernig á ég að fara að því að fá svefnvagn? Hvað sem öðru líður, kemur þetta mér ekki við.“ En einhver hefur gert eitthvað, og þegar við gengum upp á braut- arpallinn með öllu tignarfólkinu þarna á staðnum, var okkur vísað inn í fyrsta farrýmis vagn. Dyr- unum var skotið upp á gátt, og þar gat að líta tvö rúm — sitt við hvorn vegg klefans. Frú Churchill hvæsti að mér: „Ef þú leggst ekki niður, þegar við komum inn í þessa lest, þá kreisti ég úr þér líftóruna!" Svo að við lögðumst I báðar fyrir, unz lestin var komin út af stóðinni, en þá stóðum við á fætur og fórum inn í matvagn- ínn og fengum okkur te. Þetta sýnir hve vel hann hugs- aði til hennar mitt í hörmungum styrjaldarinnar. Þó að hann .væri önnum kafinn, hringdi hann til að reyna að koma í veg fyrir að hún yrði of þreytt, og til að tryggja, að hún gæti hvílzt nóg á heimleiðinni“. Þó að Winston neytti stöðu sinnar stundum til að ná vissum forréttindum fyrir konu sína, sem hann taidi aðeins rétt, að hún fengi að njóta eftir allt sitt starf og óþægindi, er hennar starf hafði ií för með sér, kom sjálfsvirðing ! hans í veg fyrir að hann léti uppi ýmsar opinberar ráðagerðir, sem fjölskylda hans gæti haft hagnað ! af. Stuttu eftir að fataskömmtunin var sett á, kom Clementine til klæðskera og sagðj um leið og hún rétti honum skömmtunarmiða fyrir nýjum kjól: „Ég varaði mig ekki frekar en hinir“. Hún bætti við: „Það skrýtna við þetta er, að maðurinn minn sagði fyrir löngu: „Þú ættir að kaupa fyrir mig einn eða tvo vasaklúta. Maður veit aldrei nema sett verði á skömmtun. Þessa vasaklúta keypti ég aldrei. Ég hélt að hann væri að gera að gamni sínu.“ Líf hennar í Downing Street var einmanalegt, enda hitti hún fáa vini, aðra en þá, sem voru í innsta stjórnmálahringnum. Henni fannst það vera skylda sín að vera heima eins mikið og kostur var, svo að Winston gæti hitt hana þar fyrir, hvenær sem hann kynni að koma heim. Hún vissi að hann þarfnað- ist hennar nú, meira en nokkru sinni fyrr. Hann átti hægara með 1 að tala við hana en nokkurn annan. Alltaf þegar hann kom í Ann- exíuna frá nr. 10, beið hún hans ! þar, til að bjóða hann hjartan- lega velkominn. Hún heilsaði hon- um aldrei með neinum látum, ! t eldur var kveðja hennar oft ekki önnur né meiri en að leggja hönd | sína á arm hans, en það voru aug- ljós þau áhrif, sem það hafði á | bann. Strax og hann kom inn í forstof- una, hrópaði hann eins hátt og I hann gat: „Clemmie, elskan! Clemmie, elskan!“ Stundum hrað- ; aði hún sér til dyranna til að taka ! á mótj honum. Væri hún í her- bergi sínu, fór hann til hennar. I Hún gat alltaf heyrt á rödd hans . hvernig gengið hafði um daginn, .og ef illa hafði gengið, hughreysti I hún hann. Honum létti mikið, þó að ekki \ æri nema að heyra töfr- andi rödd hennar, heyra hana segja blíðlega: „Þetta gengur á- reiðanlega vel. Þú gerir það, sem þú getur." Hann trúði henni fyrir jöllu sínu hugarangri og áhyggj- um. j Þá sjaldan, að engir gestir voru hjá þeim, snæddu þau saman í borðstofunni eða að henni var borinn málsverðurinn í rúmið, og þá sat hann við rúmstokk hennar með bakkann fyrir framan sig.Eitt slíkt kvöld kom hann frá Downing Str. 10 og var hryggur vegna ein- hverra íllra frétta og augu hans voru rök af tárum. Clementine sendi eftir matarbakka fyrir hann og hann snæddi í svefnherbergi hennar. | Fall Singapore var mikið áfall 1 fyrir Winston. Það var honum jjafnvel enn meira áfall en fall Frakklands, enda hafði hann eins |og allir aðrir, álitið þessa austur- ' lenzk herstöð óvinnandi. Hann 43 Stornj höfuðið og pírði augun á Harri. Að lokum sagði hann: ’ — Tja . . . hm . . . Það gæti verið eitthvað til í þessu. Að sjálfsögðu er ekki unnt að varpa þessu frá sér sem möguleika. Ef það bara foefði verið einhver ann- ar en Lindkvist. Ef hér hefði ver- ið um mann að ræða, sem væri uppstökkur og fljótfær og sæist lítt fyrir, væri ég á sama máli. En Lindkvist virðist hins vegar vera stöðugur í rásinni, gáfaður og hugsa skýrt. Gæti það í raun og veru hugsazt, að maður með slíka eðliskosti, sem þar að auki hefur náð svo góðum starfsgrund- velli eftir áralanga fórnfúsa bar- áttu, færi að fórna öllu nú af ein- skærri hefndarfýsn? — Ef til vill hefur hann verið viss um, að hann slyppi . . . — Það er hver sakamaður. En þarna liggðr einmitt hundurinn grafinn. Lindkvist virðist ekki vera neinn sak^naður. Hann virð ist vera skarpgreindur lögfræð- ingur, sem athugar gaumgæfilega allar hliðar, áður en hann athafn- ar sig ... — Kannske hefur hann verið búinn að velta þessu lengi fyrir sér, og svo þegar honum loks gafst tækifæri . . . — Kannske . . . Storm grfetti sig og lagaði hálsbindið. Harri veitti því athygli, að hálsbindið fór vel við jakkafötin og var smekklega bundið og hnúturinn sat á sínum rétta stað. En hann fékk hins vegar annað að hugsa um, þegar Storm sagði: — Hvern- ig getið þér skýrt hvarf frú Lat- vala? Hvað það snertir, hlýtur þó Lindkvist að vera saklaus., Hann var lokaður inni í klefanum. Harri ók sér vandræðalega í stólnum. — Ef til vill var það aðeins slysni, |ð hún féíf fyrir borð. Kannafc»^tnissti hún jafn- rægið ... — Það var blíðalogn, þegar far ið var úr Visbyhöfn. Skipið valt ekki og borðstokkurinn var hár. — Það er satt. — Það var, þegar frú Berg hvarf í hafið, sem veðrið var slæmt. — Já . . . Storm hreytti nú út úr sér gremjulega: — Þetta er það versta helvítis mál, sem ég nokkru sinni fengið til úrlausnar. Það er hvergi að finna fastan punkt, og það er eiris og allt renni jafnóðum út á milli fingr- anna á manni. Enginn hefur séð nokkurn skapaðan hlut, engir sjónarvottar, ekkert morðvopn sem hægt væri að láta rannsaka . . . Aðeins grunur, veikar efa- semdir, byggðar á kenningum, þola ekkj nánari athugun og skilja eftir rómantískt væmnisbragð í munninum á manni. Og ofan í kaupið á þetta allt sér stað á nið- dimmri nóttu úti á rúmsjó — og nú er langt um liðið — og vind- urinn hefur bókstaflega feykt öllu í burtu, sqm gæti orðið til nokk- urrar hjálpar. Og svo spyr vinur okkar, Karhuvaara, aðstoðarsjeff- ann á hverjum morgni, hvort eitt- hvað nýlt sé að frétta af málinu. Og bætir svo við: Herðið ykkur, strákar! Blöðin vilja vita, hvort við höfum gert eitthvað. Mann langar helzt til að berja í borðið og. .. Storm þagnaði skyndilega, þeg- ar hann minntist þnss, að Harri var sérlegur skjólstæðingur Kar- huvaara. Ungi maðurinn virtist hafa orðið skelfdur undir reiði- lestri Sorms. Þeir sátu þögulir drykklanga stund og fskur í bíl- hemlum barst inn um opna glugg ana. Storm varpaði öndinni og sagði rólega: — Ef ekki verður unnt að fá nokkurn til að játa, neyðumst við til að fórna hönd- um í uppgjöf og láta blöðunum I té hina velþekktu yfirlýsingu um, að lögreglan geri allt, sem í henn- ar valdi stendur og haldi rann- sókninni áfram. Eða með öðrum orðum, býr sig undir að gefast upp. Hvað snertir játningu, höf- um við hvorki vald né rétt til að þvinga hana fram. í öðru lagi vit- um við ekki einu sinni, hvern við ættum að þvinga til að gefa játn- ingu, þótt unnt væri. Harri leynilögreglumaður hætti á að brosa um leið og hann mælti: — f þriðja lagi eruð þér greinilega á þeirri skoðun, að það sé vonlaust að vænta þess, að ein- hver játi á sig verknaðinn. Þér álítið, að sá, sem verknaðinn hef- ur framið, sé einhver harðsoðinn náungi, sem ekki játar neitt á sig ótilkvaddur. Jafnvel þótt sann anir væru lagðar á borðið. Og nú höfum við ekki neitt til að byggja á, hvað þá sönnun . . . — Rétt athugað. — Það lá við að kæmi viðurkenningarglampi í augu Storms, en bros hans var beizkjublandið um leið og hann mælti: — Við höfum hér gott dæmi um, hvernig lögreglan fer að því að vinna sína stóru sigra. Gengur skelegg í baráttuna með lúðrablæstri og söng. Hm . . . En í alvöru talað. Ég verð einu sinni að taka fram, að ég mundi vera miklu ánægðari — sem fag- maður að sjálfsögðu — ef um hengdan mann eða skotna konu væri að ræða. Þá hefðum við að minnsta kosti „corpus delicti", líkið, kúluna, reipið, eða einhvern fjárann . . . Nú höfum við hins- vegar ekkert. Og loks vitum við ekki með vissu, hvort konurnar eru í rauninni dauðar. Ef til vill hljóp frú Latvala upp í þyrlu . . . ef til vill var frú Berg, sem við þó vitum, að datt í sjóinn, fiskuð upp í skemmtisnekkju Onassis og situr nú um borð og syngur dúett með Maríu Callas . . . Harri leynilögreglumaður hló við kurteislega. Það var greini- lega skyssa, þar sem Storm mælti þurrlega: — Ekki get ég hlegið að þessu. En það, sem þér sögðuð um Lindkvist er a.m.k. einkenni- legt. Ég verð að athuga málið. Þó að ég sé viss um, að Lindkvist á eftir að glotta djöfullega, þegar ég fer að spyrja hann, hvort hann sé meðlimur Mafiunnar eða hvort hann hafi að öðru leyti tileinkað sér aðferðir áhangenda blóðhefnd arinnar . . . 15. KAFLl Storm sat í biðstofu lögfræði- skrifstofu Lindkvists. Vélritunar- stúlka hafði tjáð honum, að Lind- kvist væri í réttinum, en hann mundi vænlanlegur eftir andar tak. Lögregluforinginn svipaðist um í stofunni, á meðan hann beið. Lindkvist hafði augsýnilega kom- ið sér vel áfram. Skrifstofan var nálægt miðbiki borgarinnar, hús- gögnin voru af nýjustu tízku og ljóshærð, kurteis stúlka átti sinn þátt í að gefa skrifstofunni skemmtilegan svip. Storm velti því enn einu sinni fyrir sér, hvernig hann ætti að vekja máls á erindi sínu, þegar hann heyrði að hurðinni var skellt frammi. Lindkvist birtist í dyrun- um á biðstofunni. Hann bar skjalatösku undir handleggn- um og var klæddur fallegum úl- sterfrakka. Allt benti til, að . þarna cæri ungur og duglegur lögfræðingur. — Góðan daginn, lögreglufor- ingi. — Lindkvist hafði átt tal við Storm nokkrum sinnum eftir að ferðinni lauk og heilsaði honum því sem gönlum kunningja. — Hvað liggur yður nú á hjarta? Gerið svo vel að koma inn. Storm, sem var í hálffúlu skapi > ákvað að snúa sér beint að efn- inu, þegar hann hafði setzt í hæg- indastól inni á skrifstofu Lind- kvists. — Vilduð þér segja mér, hvers vegna þér hafið hingað til þagað yfir því, að þér þekktuð frú Berg frá fyrri tíð? Lindkvist hrökk víð, Hann þrýsti fingurgómunum saman og sat um stund og horfðist í augu við Storm. 14 TfMINN, föstudaglnn 22. moí 19(4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.