Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 9
NÝR HRYLLINGUR hefur séð dagsins Ijós f Bandarikjunum. Ýmslr blökkumenn þar f landl hafa farið að dæmi Mau-Mau og myrða nú hvfta menn eingöngu tll þess að vekja ógn og hræðslu. Fjórlr hvítlr menn, sem dvöldu í Harlem, fundust dauðlr af þess- um ástæðum síðustu sólarhrlngana. Bandaríska rfkislögreglan, FBl, sem óttast, að þetta sé upphaf alvarlegra kynþáttaóelrða á þessu ári, telur, að þessi nýja hryðjuverkahreyflng, sem gengur undir nafninu „The Blood Brothers", Blóðbræðurnir, hafa meira en 400 félagsmenn I New York einni. Þelr eru allir á aldrinum 14—18 ára og hafa verlð þjálfaðir í morðum og hryðjuverkum f kjöllurum Harlems. Og skllyrði þess, að vera teklnn inn í hreyflnguna er, að viðkomandi getl sannað, að hann hafi drepið að mlnnsta kosti einn hvítan mann. Hinir svörtu Múhammeðstrúarmenn — Black Muslim- hreyfingin — eru taldir standa á bak vlð þessa hryðjuverkahreyfimgu. Black Muslims í Bandaríkjun um var stofnuð af arabís&um eða semískum sölumanni, V- C. Fard, sem fór til Detroit og sagði öllum, sem á hann vildu hlusta í svörtu bæjarhverfun- um, að hann væri sendur af Allah til þess að vekja frændur sína — blökkumenn Bandaríkj anna — til dáða. Sagðist hann koma beint frá Mekka. Blað nokkurt í Chicago, sem rannsakaði málið, komst þá að annarri niðurstöðu. Sagði blað- ið, að Fard væri „fyrrverandi tyrkneskur nazistanjósnari, sem starfaði fyrir Hitler í síðari heimsstyrj öldinni“. Fjórum árum seinna hvarf Fard sporlaust og leyndardóm- urinn um hvarf hans hefur aldr ei verið afhjúpaður. Banda ríkjamaður af arabískum ætt- um, Elijah Poole, sem verið hafði hægri hönd Fards, gerð- ist eftirmaður hans sem hinn andlegi yfirmaður hreyfingar- innar, breytti um eftimafn og kallaði sig Mohamed. Hann er- ennþá „spámaður" hreyfingar innar, en heilinn á bak við upp byggingu Black Muslims síðustu árin hefur verið Malcolm X. Malcolm Little, en það var hið upprunalega nafn hans, fæddist í Omaha í Nebraska, og var einn af 11 sonum. Faðir hans var baptistaprestur. Mal- colm var aðeins sex ára, þegar Ku Klux Klan brenndi heimili fjölskyldunnar til grunna og hatrið til hins hvíta tnanns festi snemma rætur í brjósti hans. Ein af minningum hans frá brunanum: Slökkviliðsmennirn ir, sem voru hvítir, settust nið- ur og horfðu á húsið brenna án þess að sprauta einum einast.a vatnsdropa á eldinn. Þegar sextán ára gamall var hann vel þekktur í undirheim- um Harlems og þénaði tæplega 100.000 krónur á mánuði við að selja eiturlyf og starfa við gleðihúsin í Harlem. Hann reyn ir alls ekki að hylja fortíð sína. né heldur það, að hánn hefur oft dvalið í fangelsi. Hann seg- ir, að það hafi verið meðan hann var borgari í hinu kristna þjóðfélagi hvíta mannsins, að hann framdi afbrot sín, og full- yrðir, að hann hefði aldrei get- að gert annað eins, ef hann hefði verið Múhammeðstrúar- maður. Hann er nú 39 ára, hár, sterk lega byggður og húðin er nokk- uð ljós. Röddin er syngjanói og virðist fylgja ákveðnu hljóð falli þegar hann predikar har ur sitt til hvíta mannsins, og augun eru ísköld og virðast aldrei breyta um blæbrigði. f einu þeirra leikrita, sem Biack Muslims hefur látið sýna í flestum stærri borgum Banda ríkjanna, sjáum við hálffullan hvítan mann, órakaðan. dreginn fyrir 12 manna kviðdóm, sem eingöngu blökkumenn eru í. — Ákærandinn hrópar, og bendir um leið á hvíta manninn: „Ég ákæri þennan hvíta mann fyrir að vera mesta lyg- ara, mesta drykkjumann, mesta fjárhættuspilara, mesta aum ingja, mesta stríðsglænamann, mesta hórkarl, mesta þjóf og mesta óeirðasegg á þessari jörð. Kyiðdómendur; — þess vegna bið ég ykkur um að finna þenn- an mann sekan og dæma hann til dauða“. Malcolm X Svörtu Múhammeðstrúar- mennirnir hugsa ekki lengue um friðsamlega sambúð milli hvítra og svartra manna. Hvíti maðurinn er allt það, sem illfc er í þessum heimi og sambúð við hann ómöguleg. Dómurinn er kveðinn upp, og nú er bara eftir að framkvæma hann, ann- aðhvort með útrýmingu hvíta mannsins, sem þeir telja beztu leiðina, eða þá með því að koma á fót sérstöku blökkumanna- ríki í Bandaríkjunum. Ef þetta skyldi ekki takast, þá er Suð ur-Afríka betra en ekki neitt. Malcolm X. hefur gott samband við svörtu þjóðernissinnana í Afríku og Blóðbræðra-hreyfing hefur þegar verið stofnuð í Já hannesarborg. Black Muslims hafa til taks sinn eigin lögregluher — FOI — Fruit of Islam, eða Ávexti' Islams. — Opinberlega á þessi lögregla að sjá um að allt fari lögum samkvæmt innan hreyf ingarinnar. Allir FOI-menn eru þjálfaðir í meðferð vopna. Yfirvöldin vilja helzt gera sem minnst gegn Black Muslim', því að fullvíst er talið, að ri hreyfingin yrði bönnuð, eða meðlimir hennar handteknir þá tnyndi blökkumannaæskan um gervöll Bandaríkip fylkja sér um hreyfinguna. Það er nefnilega einikum unga fólkið, sem lætur ginnast af loforðum Blaok Muslims. Um 80% af Mú- hammeðstrúarmönnum í hinum stærri söfnuðum Bandaríkj * anna eru frá 17—35 ára. Og umhverfis Malcolm X. er tal3 hinna ungu miklu hærri. Harður agi er innan hreyf ingarinnar- Það er ekki leyfilegt að drekka vín, reykja, dansa, spila eða syngja. Biðja skal fimm bænir dag hvem og snúa þá andlitinu í austur. Og bannað er að borða ýmsar fæðu tegundir, t. d. svínakjöt, og er það skýrt með þessum orðum í einni moskunni í Harlem: — „Svínið er skítugt, grimmt ó- eirðasamt gráðugt og ljótt. Það er skrapatól sem lifir á úr- gangi. Það er hið lægsta í dýra heiminum. Það getur jafnvel fundið upp á því að éta sína eigin unga. Með öðrum orðum: Svínið hefur alla eiginleika hvíta mannsins. En fyrir marga blöklcumenn eru þessar ströngu reglur fram för í lifnaðarháttum. Þeir lifa á betri og heilbrigðari hátt síð an þeir innrituðust í hreyfing- una. Þeir eru hættir að stela og slæpast. Þeir hjálpa hvor öðrum til þess að fá betri vinnu og þéna meiri peninga, þótt hreyfingin sjálf taki væn- an hluta teknanna, og þeir hafa fengið eitthvað til þess að trúa á. Og bandarískir þjóðfélags fræðingar viðurkenna, að Black Muslims hafi bjargað mörgum blökkumönnum, sem annars hefðu endað í fangaklefanum. Aðrar blökkumannahreyfing- ar í Bandaríkjunum eru jafn skelfdar yfir þessari þróun og hvítu íbúamir. Og með hverj- um degi seim líður án þess að líkur fyrir lausn á kynþ.misréíi inu aukist (aðeins 10% blökku barna í USA hafa verið 'tekin upp í „hvíta “skóla), eykst hættan á því að hinir öfgalausu blökkumannaleiðtogar missi tökin á æsku síns kynþáttar. — Framvarpið um borgararétt indi, sem nú liggur sem dautt, í Öldungadeild Bandaríkja- þings, og ef til vill verður til þess ,að Johnson forseti verðí að kalla fulltrúadeildina saman til aukafundar, bætir ekki mát- ið. En það er annar hópur Banda ríkjamanna, sem skilur algjör- lega, og hefur jafnvel samúð með Black Muslims. Það er Ku Klux Klan, sem að vissu leyt.i hefur skapað þessa syni haturs ins. Hefur KKK lagt fram áæt.1 un um að byggja sérstaka bæi, sem verða í einkaeign,'og þar geta þeir, sem ekki vilja lifa nálægt þeim svörtu, búið. Annað er furðulegt í skoðun um Black Muslims. Þeir telja að rót alls ills séu Gyðingar, og því beri að útrýma þeim. Þeir segja: — „Það sem Hitler gerði við Gyðinga í síðustu heims styrjöld í Þýzkalandi og víðar var ekki kynþáttahatur, heldur skýr og köld rökfræði. Og svo spila þeir hina götnlu og út slitnu plötu um peningana og síonismanfi einu sinni enn. Árið 1964 telja margir að verði ár mikilla kynþáttaóeirða í Bandaríkjunum. Black Musl- ims hefur kallað það einungi:. „Árið“. Og morðin í Harlem síð ustu dagana benda til þess, að mikið eigi eftir að gerast. Enn um Sardasfurstinnuna Söngvararnir Ketill Jensson og Svala Nielsen hafa komið að máli við mig út af leikdóml mínum um Sardasfurstinnuna hér á síðunni í gær. Létu þau í ljós óánægju út af ummælum mínum í greininni, sem þau skildu á þann veg, að koma ungverska hljómsveitarstjór- ans István Szalatsy hingað til ans István Szalatsy hingað til lands, hefði orðið þeim til ang- urs, þar eð því væri alls ekki til að dreifa. Eg sagði þeim, að ummælin hefðu sýnilega eitthvað brengl azt og ég ekki gætt þess að lesa próförk af greininni. Hins vegar mætti skilja setninguna rétt, ef hún væri lesin á enda. En fyrir mér vakti ekki annað en segja, að afleiðing þess, að ungverski hlj ómsveitarstj órinn kom hir.gað og hafði meðferð- is aðra gerð óperettunnar hefði orðið sú, að þau Ketill og Svala voru svipt hlutverk- unum, sem búið var að fela þeim og þau byrjuðu að æfa. Svala Nielsen tók svo til orða: „Eg hef hreint ekkert út á ungverska hljómsveitarstjór- ann að setja persónulega eða komu hans hingað til lands, heldur einungis framkomu þjóðleikhússtjóra við okkur í þessu máli.“ Ketill Jensson sagði: „Mér er ekki á nokkurn hátt uppsig- að við ungverska hljómsveitar- stjórann. En þess má gjarnan geta, að ég tel mjög æski- legt, að ráðamenn Þjóð- leikhússins temdu sér betri mannasiði gagnvart fólki, sem þeir hafa gert samninga við. Þegar tekin hafði verið sú á- kvörðun, að við Svala yrðum ekki með í leiknum, var ekki haft fyrir því að boða okkur niður á skrifstofu þjóðleikhúss stjóra til að ræða málið við okkur, heldur ‘var starfsmanni leikhússins falið það skítverk að hringja í okkur seint um kvöld og segja okkur, að við þyrftum ekki að mæta oftar á æfingum." Það er ekki nema sjálfsagt, að sjónarmið þeirra Ketils og Svölu komi hér fram úr því að vikið var að þeim í grein minni, og þykir mér fyrir því, ef þau telja sig hafa orðið fyr- ir óþægindum af ummælum mínum, sem ekki var ætlunin af minni hálfu. G. Bergmann. TlMINN, föstudaginn 22. maí 1964 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.