Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu- kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Löggæzla og ölæði ÞaS hefur aS vonum vakið mikla athygli, að atburð- ir þeir, sem gerðust í Þjórsárdal um hvítasunnuna í fyrra, skuli hafa endurtekið sig að Hreðavatni um hvíta- sunnuna nú. Ástandið þar hefði að öllum líkindum orð- ið enn ömurlegra en í Þjórsárdal, ef ekki hefði verið aukinn viðbúnaður að hálfu lögreglunnar til að mæta þessum ófögnuði. Eins og að líkum lætur, finna menn margar skýringar á þessum atburðum. Einna oftast nefna menn það, að ekki sé nóg gert til að fullnægja þörfum æskufólks fyrir hollt tómstundalíf og er það hverju orði sannara. Þar hefur þjóðfélagið mikið verk að vinna. Þar þurfa hinir færustu menn að bera saman ráð sín um nauðsynlegar að- gerðir. Því er sérstök ástæða til að fagna því, að þing- vilji virtist fyrir því á nýloknu Alþingi að kveða sam- an sérstaka ráðstefnu fulltrúa ýmissa helztu félagssam- taka og stofnana til undirbúnings slíkum framkvæmd- um. Snorri Sigfússon fyrrv. námsstjóri varpaði þessari hugmynd fram í útvarpserindi á síðastliðnu hausti, en hún var síðan flutt af Framsóknarmönnum á Alþingi í þingsályktunarformi. Þingnefnd mælti síðan með því, að þessari tillögu yrði hrundið í framkvæmd. Það er hins vegar ekki eina skýringin á drykkjulátun- um í Þjórsárdal og á Hreðavatni, að illa sé búið að ungu fólki í sambandi við tómstundir þess. Augljóst er, að ungt fólk þyrpist ekki þannig á vissa staði til drykkju- skapar og óláta, nema einhver samtök eða einstaklingar gangist fyrir því. Það er verkefni dómsmálastjórnarinn- ar að upplýsa þetta til fulls og búa þannig um hnútana, að slík saga endurtaki sig ekki refsilaust. Hér má ekki sýna neina linkinnd. Löggæzlan þarf einnig að ganga miklu ríkara eftir því en verið hefur, að ölæði eigi sér ekki stað á al- mannafæri og menn geti því sótt veitingastaði eða farið um göturnar óáreittir af drykkjulýð. Þennan ósið, sem eykst mjög hér á landi, verður að uppræta með harðri hendi. Menn eiga ekki að sleppa refsingarlaust fyrir slíka framkomu. Þannig verður að haldast í hendur aukin holl tómstundaiðja fyrir ungt fólk og aukið viðnám löggæzl- unnar gegn ölæði á almannafæri. Hvorugt þetta má ( vanrækja. Nú eru ekki kosningar f gær birtist hér í blaðinu grein eftir Hannes Pálsson um hið ömurlega ástand, sem nú ríkir í lánamálum hús- næðismálastofnunarinnar. Stofnunin hefur enn ekki get- að veitt íbúðarlán á þessu ári, en það hefur aldrei komið fyrir áður, að lánveitingar hafi hafizt svo seint á árinu. I fyrra var úthlutað rúmum 80 millj. kr. fyrstu þrjá mánuði ársins, en þá stóðu líka kosningar fyrir dyrum. Síðar á árinu 1963 var svo aðeins úthlutað röskum 20 milljónum kr. og engin úthlutun hefur svo verið á þessu ári. Nú eru ekki heldur neinar kosningar fram- undan. Ekki þ'arf að útskýra þau óþægindi, sem þessi seina- gangur á lánveitingum húsnæðismálastjórnar veldur íbúðabyggjendum. Nokkur von er nú til þess, að eitthvað rofi bráðlega til í þessum efnum vegna samninga launþegasamtak- anna við ríkisstjórnina, en þau hafa m. a. gert kröfu um bætta framkvæmd húsnæðismálanna. Hætt er þó við að það verði alltof lítið, sem fæst fram. Söguleg aukakosning í Devizes Enn er þó a-imenni spáö sigri Verkamannaflokksins. SIÐAST LIÐINN fimmtudag fóru fram fjórar aukakosningar í Bretlandi. Aukakosningar þessar fóru allar fram í kjör- dæmum, þar sem íhaldsmenn höfðu unnið í seinustu þing- kosningum. Home forsætisráð- herra hefði getað látið fresta þeim til haustsins, þegar aðal- kosningar eiga að fara fram, ef hann hefði viljað, og ráð- lögðu margir flokksmenn hans að það yrði gert, þar sem úrslit þeirra myndu leiða í ljós fylgis hnignun íhaldsflo'ksins. Home leit hins vegar svo á, að hann hefði engu að tapa í þessum efnum, þar sem fylgistap 1- haldsflokksins væri talin stað- reynd, en hins vegar gæti verið von um vinning, ef heppnin væri með. í tveimur af þessum kjör- dæmum, hafði meirihluti íhaldsflokksins verið það mik- ill í seinustu þingkosningum, að ekki þótti líklegt að hann tapaði þeim. Hins vegar þótti líklegt, að hann tapaði hinum tveimur. í öðru þeirra, Ruther- glen í Skotlandi, hafði meiri- hluti hans. verið 1520 atfcv., en í hinu, Devizes, sem er smá- borgarkjördæmi í 80 mílna fjarlægð frá London, hafði •meirihlutinn verið 3840 atkv. Mest athygli beindist að þessu síðarnefnda kjördæmi. Úrslitin urðu þaq, að íhaldsmenn héldu þeim tveimur kjördæmum, sem talin höfðu verið viss fyrir fram, en töpuðu Rutherglen. Hins vegar héldu þeir Devizes með 1670 atkv. meirihluta, og þykir það mesti sigur, sem íhaldsflokkurinn hefur unnið um langt skeið. Ef íhaldsflokk- urinn tapaði hlutfallslega ekki meira fylgi í aðalkosningunum en hann gerði í aukakosning- unni í Devizes, myndi hann halda 4—5 þingsæta meiri hluta á þingi áfram. Ef tap hans yrði hins vegar álíka mik- ið í aðalkosningunum og það vaíð í hinum þremur kjör- dæmunum, myndi Verkamanna flokkurinn fá um 70 þingsæta meirihluta á þinginu. í heild eru því úrslitin ekkert ánægju- leg fyrir íhaldsflokkinn, en úr- slitin í Devizes veita honum þó verulegan siðferðilegan stuðning pg styrkja nokkuð sig- urtrú meðal liðsmanna hans ANNARS vilja margir telja kosninguna í Devizes sérstakt tilfelli, sem ekki megi miða al- mennt við. íhaldsflokkurinn hafi verið mjög heppinn með frambjóðanda í Devizes og jafnframt rekið áróður þar af meira kappi en yfirleitt verði komið við í almennum jkosning- um. Flokkurinn h'afði marga launaða erindreka í þjónustu sinni meðan á kosningabarátt unni stóð. Tveir fyrrv. forsæt- isráðherrar eða þeir Eden og Macmillan, voru fengnir til að halda ræður, og alls mættu 25 íhaldsþingmenn þar á kosn- ingafundum. Þá var lögð mikil áherzla á að fá unga menn, sem bjóða sig fram fyrir íhalds- flokkinn í fyrsta sinn í næstu kosningum, til að mæta þar á fundum og sýna með því, að íhaldsflokkurinn væri flokkur Charles Morrison og frú á heimili þeirra. hinna yngq manna. Ekki faerri en 100 slíkir frambjóðendur voru iátnir koma fram við ýmis’ tækifæri. Annar áróður var eftir þessu. Það er þó talið hafa riðið baggamuninn, að frambjóðandi íhaldsflokksins var sérlega álit- legur, ungur maður, sem hefur um skeið starfað að ýmsum fé- lagsmálum í kjördæminu og aflað sér vinsælda og kunn- ingja á þann hátt. SIGURVEG ARIN N í kosn- ingunni í Devizes heitir Char- les Morrison. Faðir hans hefur átt sæti á þingi í 22 ár fyrir Salisbury, en hann erfði þing- sætið frá föður sínum. Auð- legð ættarinnar er mikil og stendur víða fóturn, en hana má nokkuð marka af því, að Morrison eldri hefur verið tal- inn einn ríkasti maðurinn, sem hefur átt sæti í brezka þinginu að undanförnu. Jafn- hliða þingmennskunni rekur hann stórfelldan búskap, á fræga veðhlaupahesta, og tekur þát í stjórn ýmissa fyrirtækja. í höll hans eru sögð ekki færri en 60 herbergi. Morrison yngri hlaut að sjálfsögðu menntun í samræmi við stöðu föðurins Hann stundaði nám í Eton og Cambridge, og var um skeið • frægn herdeild. Siðar gekk á landbúnaðarskóla, og hefur m.a. rekið umfangsmikinn bú skap undanfarin ár. Þá hefur hann tekið þátt í ýmsum fé- lagsstörfum, og bæði hann og kona hans eiga sæti í héraðs- stjórn. Á þann og annan hátt hafa þau aflað sér verulegra vinsælda, og kom það honum að góðum notum í kosninga- baráttunni nú. Hann er allgóð- ur ræðumaður og þykir koma vel fyrir Þótt Morrison yngri búi ekki jafn ríkmannlega og faðir hans, býr hann eigi að síður á stór- um og fornfrægum herragarði. Sagan segir m.a., að í einni stofunni þar hafði Walter Ra- leigh kveikt í pípu í fyrsta ÞÓTT spádómar um úrslit aðalkosninganna í haust, séu enn yfirleitt hliðhollir Verka- mannaflokknum, hafa úrslitin í Devizes heldur ýtt undir þá skoðun, að sigur hans sé alls ekki öruggur. M.a. geti það hjálpað íhaldsflokknum, ef við- skiptaþróunin verður hagstæð næstu mánuðina, eins og al- mennt er búizt við. Sumir telja, að Wilson hafi birt ýmis lielztu stefnuskráratriði Verkamanna- flokksins of snemma, en það hafi stafað af því, að hann hafi búizt við kosningum fyrr. Þess vegna verði allt nýjabragð far ið af þeim, þegar gengið verð- ur til kosninga. Allmikil athygli er nú veitt aukakosningum, sem eiga að fara fram í tveimur kjör- dæmum 4. júní, en Verka- mannaflokkurinn sigraði í báð- um þeirra í seinustu kosning- um. í öðrum þeirra varð meiri- hluti hans þá aðeins 200 atkv. íhaldsmenn heyja harða bar- átu í þessu kjördæmi nú. Þ.Þ. TÍMINN, föstudaglnn 22. mai 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.