Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.05.1964, Blaðsíða 15
Þórhallur F. 1. sept 1906. D. 7. maí 1964 Þórhallur Jónasson léz' á heim- ili sínu að Höfn við Bakkafjörð. Foreldrar hans voru Kristín Jó- hannesdóttir og Jónas Jakobsson é Gunnarsstöðum í Skeggjastaða- hreppi. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða hin síðari ár, sem hann ibar með karlmennsku og þeirri stillingu, er jafnan einkenndi hann. Hann féll í starfinu. Síð- ustu handtökin, voru að hlynna að lambám, sem hann átti. Þau voru unnin fyrir lífið og gróand- ann. Þetta var einmitt mjög ein- kennandi hjá Þórhalli og lífsstarf hans, allt mótað af þessum eigind um. Hann vann meðan orkan entist og fyrst og fremst fyrir sveitina sína og hélt tryggð við hana enda búsettur þar að þremur árum undanskildum, en þá var hann kennari í Keflavík, en stundaði jafnframt útgerð heima á sumr- um. Hann nam einn vetur við bænda skólann á Hólum, en brautskráð- ist sKSar frá Kennaraskólanum í Reykjavík. Heima stundaði hann mest kennslu og útgerð. Þórhallur' var um tíma formaður Verkalýðsfé- lags Skeggjastaðahrepps og starf- aði í hreppsnefnd um langt ára- bil, auk margra annarra trúnaðar starfa, sem hann annaðist fyrir sveit sína. Framkvæmdir og framtak ein- staklinga og sveitarfélaga á an- nesjum við yzta Dumbshaf láta ekki mikið yfir sér. Og ekki er nú orðið fýsilegt að heyja lífsbar áttuna þar, en sem betur fer höfum við þó enn átt menn, sem ekki hafa hopað, og trúað á til- verurétt og lífsmöguleika þess- ara byggðarlaga og Þórhallur Jón asson var einn af þeim. Hafnar- gerð, rafmagn og vatnsveita, að ógleymdri Síldarverksmiðjunni á Bakkafirði, er að vísu samstillt átak margra manna, en hans hlut ur var þó stærri, en flestra ann- arra. Þórhallur var prýðilega ritfær- og vel hagorður — svo sem hann átti kyn til í móðurætt. Móðir hans og Þórunn amma hans voru vel hagmæltar. Jakob Jónasson rithöfundur er bróðir hans en Kristján skáld frá Djúpalæk syst- ursonur hans. Þórhallur var kvæntur Dýrleifu Þorsteinsdóttur frá Syðri-Brekk- um á Langanesi, en missti hana 21. jan. 1960. Þau áttu fjögur börn. Kristján, sem dó ungur, Halldóru og Ingibjörgu, sem báö- ar eru giftar og Hörð, sem er nemandi í menntaskóla. Þegar Þórhallur lézt var hann heitbundinn Járnbrá Friðriksdótt- ur frá Bakka í Skeggjastaðahreppi og hún annaðist hann með frá- bærri fórnfýsi og alúð til síðustu stundar. Við Þórhallur þekktumst frá barnæsku og lögðum út í lífið með glæstar vonir. Sumt hefir farið að óskum eins og gengur, annað miður, en allt jafnast þetta í lokin. » í samstarfi okkar þau 50 ár, sem við lengst af áttum samleið í gleði og baráttu bar aldrei skugga. Og óvildarmann hygg ég að hann hafi engan átt. Þetta er mikið sagt, eh rétt. Eg þakka þér Halli minn, fyrir allt. Við fráfall þitt, er sár harmur kveðinn að vinum og aðstandend um þínum. Harmur, sem tíminn einn, er fær um að mýkja og fara höndum um. En minningarnar lifa og það er bjart yfir þeim öllum. „Þú hefir gengið til góðs göt- una fram eftir veg“. Eg trúi því að líkamsdauðinn, sé tímamót í lífinu — ekki tor- tíming heldur fæðing og að við sem enn bíðum á ströndinni, eig um endurfundi í vændum. Þórarinn frá Steintúni Vísitalai) upp 2 stig Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um tvö stig í apríl, nánar tiltekið 2,2 stig. Þar af 0,9 stig vegna hækkunar á verði ýmissar matvöru og 0,6 stig vegna hækkun ar húsnæðisliðs vísitölunnar, en 0,7 stig stafa af ýmsum öðrum verðhækkunum. Vísitala frarn- færslukostnaðar er nú 163 stig og vísitála vöru og þjónustu 187 stig. MARGRÉT Framhaia ai 1 síðu. kannski bila ég fyrst, þegar á hólm inn er kotnið. Ég skalf að minnsta kosti mest af stelpunum í gener- al-prufunni. — Hvernig stóð á því, að þú á kvaðst að taka þátt í keppninni? — Ég hitti Einar* af tilviljun á götu og hann spurði mig, hvort ég vildi ekki vera með. Fyrst var óg alveg mótfallin því, en svo lét ég undan. — Hvar vinnurðu? — Ég vann á Læknastofunum á Klapparstíg 27, en er hætt þar núna. — Hvernig verður kjóllinn þinn? — Hann er hvítur, perlusaumað ur í hálsinn, ég er bara í vafa, hvort ég á að ganga inn í salinn eftir laginu Romantika, eða ein- hverju öðru. RÓSA Framhald af 1. síSu. — Ertu vön að koma fram? — Ég hef verið í tízkuskólanum hjá Sigríði Gunnarsdóttur, hún bað mig um að taka þátt í keppn- inni. — Hvað gerirðu annars, þegar þú tekur ekki þátt í fegurðarsam- keppnum? — Ég vann hjá Últíma, en er hætt. Mig langar til að fara eitt. hvað út. T f M I N N, föstudaginn 22. maí 1964 LISTAHÁTÍÐIN Framhald af 16. síðu. hámarksviðstaða hér sé tíu dag- ar og keyptur sé aðgöngumiði að einu hátíðaratriði. Dagskrá Listahátíðarinnar verð- ur sem hér segir: Sunnudagur 7. júní: Setningar- athöfn í samkomuhúsi Háskólans, ; þar sem menntamálaráðherra og borgarstjóri flytja ávörp, en Hall dór Laxness rithöfundur heldur ræðu. Síðan verða flutt tónverk eftir Jón Leifs og Pál ísólfsson. Tveir kórar syngja í sameiningu, Fílharmonla, og Fóstbræður, og verður það víst fjölmennasti kór, sem hér hefur sungið til þessa. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur, en Igor Buketoff stjórnar bæði hljómsveit og kór. Um kvöldið verður hátíðarsýning í Þjóðleik- húsinu á óperettuni Sardasfurst- innunni. Mánudagur 8. júní: Tónleikar í samkomuhúsi Háskólans, þar sem Kristinn Hallsson syngur „An die feme Geliebte“ eftir Beet- hoven og „Dichterliebe“ eftir Schumann. Vladimir Asjkenazy leikur undir á píanó og auk þess píanósónötu op. 110 eftir Beet- hoven. Þriðjudagur og miðvikudagur 9. og 10. júní: Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í Iðnó leikritið Brunna Kolskóga eftir Einar Pálsson und- ir stjórn Helga Skúlasonar. Að auki lesa þar nokkrir rithöfund- ar upp úr verkum sínum. Fimmtudagur 11. júní: Þjóðleik húsið frumsýnir leikritið Kröfu- hafa eftir Strinberg undir stjórn Lárusar Pálssonar. Föstudagur 12. júní: Listamanna kvöld í Tónabíó, þar sem rithöf- undar og tónskáld flytja frum- samin verk. Laugardagur 13. júní: Ruth Little söngkona heldur ljóðakvöld með píanóundirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Sunnudagur 14. júní: Musica nova kynnir ný íslenzk tónverk- og að auki Tríó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, en það hefur aldrei áður verið flutt opinber- iega. Það eru síðdegistónleikar, en um kvöldið verður Listamanna- kvöld í Tjarnarbæ, þar sem Til- raunaleikhúsið Gríma frumflytur einþáttunginn Amelíu eftir Odd Björnsson, og skáld og rithöfund- ar flytja eigin verk. Mánudagur 15. júní: Frumflutn ingur í Þjóðleikhúsinu á fyrstu ís- lenzku óperunni, höfundurinn Þor- kell Sigurbjörnsson, stjórnar sjálf ur tónlistinni, en leikstjóri verður Helgi Skúlason. Ennfremur verð- ur þar ballettsýning á vegum Félags islenzkra listdansara, flutt verkið Les Sylphides undir stjórn Elizabetn Hodgson ballettmeist- ara. f þriðja lagi leikur Sinfóníu- hljómsveit íslands, Igor Buketoff stjórnar. Þriðjudagur 16. júní: Myndabók úr Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar, sett á svið af Lárusi Páls- syni. Föstudagur 19. júní: Hátíðarlok með listamannasamkvæmi að Hótel Sögu, og verður þar Páll ísólfsson veizlustjóri en Tómas Guðmundsson aðalræðumaður. Allan hátíðartímann standa þrjár sýningar, mjög fjölbreytileg- myndlistarsýning í Listasafni ís- lands, sýning í Bogasalnum á ís- lenzkri bókagerð síðustu 20 árin, og hafa rithöfundafélögin ann- azt val sýningarbóka, og loks verð ur í húsakynnum Byggingarþjón- ustunnar að Laugavegi 26 sýning á þróun íbúðahúsabygginga ó ís- landi frá stofnun lýðveldisins. BERGIÐ HART Framhald al 16. stðu. kom í ljós. Berglögin eru mjög hörð, og er það orsök þess hve hægt verkinu miðar. Aðalfundur Kaup- félags Skagfirðinga DAGANA 13. og 14. maí s. L. var aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga haldinn á Sauðárkróki. — Fundinn sátu 68 menn með full- trúaréttindum. Formaður félagsins Tobías Sigurjónsson, bóndi í Geld- ingaholti, flutti skýrslu stjórnarinn ar og taldi hann s. 1. ár í flestum greinum með hagstæðustu rekstr- arárum félagsins. Tobías minntist þriggja atburða, er fundarmenn fögnuðu sérstaklega: 1. Hinn 8. apríl var upp kveðinn í Hæstarétti dómur í útsvaramáli félagsins með fullum sigri þess. 2. Efinn 23. apríl voru 75 ár lið- in frá stofnun félagsins. 3. Hinn 12. maí var stofnað hér á Sauðárkróki útibú frá Samvinnu bankanum. Sveinn Guðmundsson, kaupfél. stjóri skýrði ýtarlega reikninga fé- lagsins ræddi rekstur þess og af- komu. Félagsmenn voru 1368 í árs- lok 1963 og hafði fjölgað um 38 á árinu. Vörusala hafði aukizt um 19% frá fyrra ári og nam rúml. 63 milljónum króna. Er þá sala verkstæða talin með. Sala land- búnaðarvara nam ucn 62 millj. kr. og sala sjávarafurða hjá Fiskiðju Sauðárkróks h.f. nam um 12 mill- jónum svo að heildarsala á vegum félagsins nam um 137 milljónum króna á árinu. Greiðsla til fram- leiðenda landbúnaðarafurða var tæpar 50 milljónir króna á árinu og náðist mjög hagstætt afurða- verð miðað rið verðlagsgrundvþll Mjólkursamlagið tók á móti 5.762. 521 kg. tnjólkur og er það 17,58% aukning miðað við árið áður. Sala neyzlumjólkur var aðein| 14,4% en var 17,1% af innlögðu magni árið áður. Sauðfjárslátrun s. 1. haust var 36.525 kindur sem er 1316 kindum fleira en árið áður hins vegar er kjötmagnið mjög álíka vegna minni meðalþunga fjárins. Fjárfesting hjá félaginu nam utn 3 milljónum króna á árinu og var stærsti hluti þess vegna mjólkur- samlagsins. Afskriftir af eignum námu um 1,7 milljónum og var reksturshaga: aður eftir að lagðar höfðu verið kr. 400.000,00 í varasjóð og kr. 50.000,00 í menningarsjóð kr. 1. 655.649,42, sem fundurinn ákvað að endurgreiða félagsmönnum i hlutfalli við vöruúttekt þeirra. Framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks h.f. Marteinn Frið- riksson, flutti skýrslu um starf- semi þess fyrirtækis á s. 1. ári og taldi hann reksturinn hafa gengið framar vonum. Reksturstap varð samkvæmt rekstursreíkning rúm- lega 50 þús. krónur. Hafði afurða- Sonur minn, magn minnkað nokkuð frá fyrra ári, vegna hins alvarlega aflabrests fyrir Norðurlandi, sem verið hefur hvað tilfinnanlegastur við Skaga- fjörð. Greiðsla vinnulauna og fyr- ir akstur og þjónustu nam samtals hjá kaupfélaginu og Fiskiðjunni um 15,6 millj. kr. Byggjast at- vinnutekjur mikils hluta bæjarbúa á starfsemi félaganna. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd, sem vinna á að athugun & stofnsetningu iðnaðarfyrirtælkja á félagssvæðinu og samþykkt var til laga um að athuga sérstaklega um sútunar- og skinnaverksmiðju. Úr stjórn áttu að ganga Jóhann Salberg Guðmundsson, Sauðár- króki og Bjöm Sigtryggsson, Fram nesi og voru þeir báðir endur- kosnir. Auk þeirra eru í stjóm Kaupfélags Skagfirðinga, Tobías Sigurjónsson, Geldingaholti, for- maður, Gísli Magnússon, Eyhild- arholti, varamaður og Bessi Gísla son, Kýrholti, meðstjórnandi. Endurskoðendur era Jóhann L. Jóhannesson, Silfrastöðum og Árni Hansen, Sauðárkróki. ELIZABET Framhald af 1. síSu. morguninn. Mér fannst ekki hægt að fara að vakna þá. — Var erfitt að fá þig til að taka þátt í keppninni? — Ég veit það efcki, annars var ég beðin í fyrra lífca. — Þú ert nú svolítið óstyrk að sjá. — Það er ekkert að marka, ég er með 39 stiga hita. Ég er að farast úr kvefi, en það háir raér vonandi ekki, ég reyni að hlaða í mig hylkjum. — Hvar verður þú í röðinni, Elizabet? — Ég geng fyrst inn. SKÁKHÚS Framhald af 16. síðu. krónur. Það var rifið og flutt til Hólmavíkur og bygging hafin árið 1956, og fyrsti fundurinn í Skák- höllinni var haldinn 5. maí 1957, og síðan hafa þar verið haldnar margar taflæfingar og fundir, en félagsmenn eru nú um 20 talsins, og formaður er Hans Sigurðsson. UMFERÐARSKILTÍ Framhald af 1. slðu. vörðustígnum, þegar hann var gerður að aðalbraut — nóg er af umferðarslysunum samt. Svo er það líka óþarfa sparnaður að klessa umferðarskiltum hátt á ljósastaura, sem standa upp við húsagarða, og sjást því illa, eins og Mávahlíðarskiltið imargumtal- aða þegar það var og hét. Sigurður Guðmundur Katarínusson andaSist mánudaginn 18. þ. m. — Jarðsett verður laugardaginn 23. maí ki. 10,30 f.h. í Fossvogskirkju. Katarínus Jónsson. Jarðarför mannsins míns, Bjarna Þorbergssonar, smlðs, ^ sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyrl 17. þ. m. fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 23. þ. m. kl. 2 e. h. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna. Guðrún Guðmundsdóttir. te

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.