Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 15
fr w tr
JÓLAHELGIN
— Heyrðu, drengur minn. Hætti;
að blása í þennan lúður!
— Hvers vegha?
— Hefurðu ekki heyrt, hvað
kom fyrir veggi Jerikóborgar?
Þrátt fyrir skop sitt var hann mað-
ur viðkvæmur og tilfinninganæmur,
en kunni þó að stilia viðkvæmni
sinni í hói'. Hann safnaði reykja-
pípum, — og öldungis á sama hátt
sai'naði hann að sér sérvizku manna
og sérkennum, vonum þeirra og von-
brigðum, kæti þeirra og söknuði.
Maður, sem öðlazt hefur svo ríkan
skilning á högum og kjörum með-
bræðra sinna, getur aldrei reynzt
illgjarn eða meinlegur í dómum sín-
um. Sérhver á sinn draumaheim, og
Storm Petersen veitti þeim persón-
um, er hapn skóp, einkum þeim, er
(hann jliafði valið stað við njeðsta
þrep mannvirðingastigans, auðæfi
vonarinnar. Hann var iafnaðarmað-
ur í list sinni og bar í brjósti ein-
læga samúð til allra þeirra, sem
mannfélagið hafði gert að olnboga-
börnum sínum og hornrekum, hvort
heldur það voru starfslúnar hrein-
gerningakonur eða heimilisvaná
flækingar. Jafnvel þessar spaugilegu
persónur hans reyna að halda sinni
virðingu hið ytra, eins og við gerum
öll, og enda þótt þær viti ekki hvað
baðker er og séu klæddar hinum
kynlegustu lörfum, haía þær samt
á sér sinn hefðarbrag. Þær vita sem
er, að sólin skín jafnt yfir vonda
og góða, og máninn fer ekki heldur
í manngreinarálit, jafnvel þótt heim-
ilislaus flækingur eigi hlu.t að máli.
Storm Petersen þráði það heitast, að
allir mættu njóta hamingjunnar
jafnt á þessari jörð, og þess vegna
veittist honum örðugt að hýsa hatur
eða gremju í hjarta sínu. Aldrei varð
útlitið svo vonlaust, aö hressandi
hlátur gæti talizt óviðeigandi. Þegar
þýzku nazistarnir ruddust inn í Dan-
mörku og kúguðu þjóðina undir
járnhæli sínum, fann Storm P.eter-
sen upp á nýju spaugi í orðum og
myndum, til þess að gera hinni
þjökuðu og þjáðu þjóð sinni hörm-
ungarnar létlbærari. Og ef við tök-
um það með í reikninginn, að hann
áleit það köllun sína 'að koma þjóð
sinni til að hlæja, verður okkur auð-
skildari hinn frábæri dugnaður,
sem hann sýndi í starfi sínu, þá
fremur en nókkru .'sinni fyrr. List
hans og fyndni urðu innrásarherj-
unum skæð vopn í höndum hans.
Ii'ann bai'ðist gegn kúgurunum á
sinn hátt, gróf undan veldi þeii’ra
^7
og valdi með markvísu háði og
skopi, sem reyndist hinum drembnu
nazistum hættulegra en opinber
mótþrói og engu áhrifaminni en hin
skipulagða leynihreyfing gegn þeim.
Slík barátta er hverjum sönnum og
miklum listamanni samboðin.
Biöð, sem annars voru alvarlegs
efnis, fluttu skopmyndir Storm
Petersen daglega, og það í meira en
þrjá áratugi. Arlega birtist svo úr-
val úr myndum hans í bókarformi
um jólaleytið. Hann myndskreytti
þess utan fjölda bóka, og málverlc
hans, skopmyndir og fyndni liefur
verið gefið út í mörgum þykkum
bindum. Nú er hann genginn, og’
myndir hans sjást ekki framar í
dagblöðunum. Bókasafnarar leita
dauðaleit í fornbókaverzlunum að
bókum, sem hann myndskreytti, og
þe;r, sem klipptu*myndadálka hans
úr blöðurn og tímaritum, geta nú
fengið of fjár fyrir safnið.
Þótt Storm Petersen sé nú fyrir
nokkru látinn, og því sjaldséðari
gestur en áður á síðum dagblaðanna,
er langur vegur frá því, að hann sé
gleymdur eða verði það fyrst um
sinn. Ritaðar hafa veriö um hann
heilar bækur og úrval úr myndum
hans kemur í nýjum og nýjum út-
gáfum. Enn heldur hann áfram að
gleðja þjóð sína.
Segið mér sannleikann, læknir. Ég er viðbúinn hinu versta.
Tienni mun baína!
■— 15