Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 17
Gils Gu&mundsson:
„Þessi litli bæklingur gleður mig/'
Þáttur um tímaritiS „VerSantii'7 og unga realista
fyrir 70 órum.
1
LAUST EFTIR 1870 hefst ný
hrcyfing í andlegu 1 íf i Norður-
landa, einkum Danmerkur og Nor-
eg's. Hreyfing þessi, er um nokkurt
skeið hafði mikil áhrif á sviði bók-
mennta, þjóðfélags- og menningar-
rnála, hlaut nafnið’ .,realismi“, en á
íslenzku var hún kölluð raunsæis-
stefna. Brautryðjandi realismans og
œðsti prestur var danski bókmennta-
fræðingurinn og ritdómarinn Qeorg
Brandes. Svo sern frægt er oröið,
lióf hann í nóvembcrmánuði 1871
að flytja fyrirlestra við Kaupmanná-
háfnarháskóla um meginstefnur í
bókmenntum Bvrópu'þjóða á fyrri
hluta 19. aldar. Fyrirléstrar þessir
vöktu gífurlega athygli og óþrotleg-
ar deilur. Verður bví naumast á móti
mælt, að Brandes hafi með fyrir-
lestrum sínum valdið aldahvörfum
í bókmenntasögu Nprðurianda. Hér
er þess enginn kostur, að gera veru-
lega grein fyrir skoðunum Brandes-
ar. Hann réðst með fullkomnu
hlífðarleysi á værð þá og lognmollu,
er honum þótti einkenna andlegt líf
þjóðar sinnar. Um þáu efni farast
lionum svo orð:
„Dansltar bókmenntir hafa aldrei
verið svo aðframkomnar sem á vor-
um dögum. Skáldin eru næstum því
algerlega þögnuð, og ekkert vanda-
mál, sem varðar þjóðfélagshagi eða
mannleg málefni yfir höfuð, megnar
að róta upp í hugum manna eða
vekja umræður annars síaðar en í
dagblöðunum og dægurbókmenntun-
um. Verulega frumlegar gáfur hafa
aldrei gert vart við sig í bókmennt-
um vorum, og nú er svo komið, að
vér erum næstum því gersamlega
hættir að kynna oss andlegt líf ann-
arra þjóða, og þetta andlega heyrn-
arleysi hefur gerl; okkur mállausa.
Það er lífsmark bókmennta á vor-
um dögum, að þær ræða vandamál
(„sætter problemer under debat“).
.... Ef bókmenntirnar ræða engin
málefni, þá er það segin saga, að
þær eru að ganga úr sér. Þjóðin,
sem á þær, getur í lengstu lög haft
Géstur Pnlsson tmi tvítugt.
þá trú, að hún muni freisa allan
heiminn, en hún mun verða fyrir
vonbrigðum. Slík þjóð stjórnar ekki
fremur framsókn og umbótastarfi,
heldur en flugan, sem hélt að hún
knýði vagninn áfram, af því að hún
kroppaði við og við líti-ls háttar í
hestana, sem drógu hann.“ (Þýðing
Árna Pálssonar.)
Brandes lagði höfuðáherzlu á
frelsi einstaklingsins og rétt gagn-
vart ríki, kirkju og þjóðfélagi. Eink-
um var áköf barátta hans gegn
kirkjunni, er hann leit á sem „stór-
veldi mýrkranna, er öldum saman
hefði þjáð mannlega skynsemi, kæft
frjálsar rannsóknir og barizt á móti
og afvegaleitt heiibrigðar tilfinning-
ar mannanna.“ Mannlega skynsemi
taldi hann hið eina leiðarljós, sem
eftir bæri að fara. Skynsemi manns-
ins hefði stjórnað hverju feti, sem
hann hefði stigið fram á leið. Hvert
skáld, sem gerast vildi þátttakandi
í framvindu lífsins, yrði að hafa
sannleiksleitina að marluniði. í
þeirri leit yrði það að vera óbundið
af gömlum kreddum og kenningum,
en einbeita' viti sínu og skilningi að
lausn vandamálanna. Löngu síðar
orðaði hann á þá leið kröfuna um
sannleiksleitina, að hver rithöfund-
ur ætti að vera vígður prestur sann-
leikans. Ef hann hefði eitthvað ann-
að fyrir stafni en að segja satt, þá
væri hann einskis nýtur og að engu
hafandi.
Kenningar Brandesar höfðu brátt
mjög mikil áhrif. Þeim var að vísu
illa tekið af ýmsum hinna eldri
skálda, og barátta hans gegn kirkju
og kristindómi var fordæmd af
mörgum. En hið nýja skáldakyn
skipaði sér undir merki lians. Brátt
hafði safnazt um hann hirð ungra
og gáfaðra rifchöfundaj er geystust
fram á vígvöllinn og sögðu stríð á
hendur öllu því, er þeir töldu ósatt,
fúið og maðksmogið í bókmenntum
og stjórnmálalífi. Flest beztu skáld
Norðurlanda voru um skeið að ein-
hverju eða öllu leyti vopnabræður
Brandesar í styrjöldinni fyrir „sigri
sannleikans“. Má þar einkum nefna
Draclunann, Jacobsen, Schandorp og
Gjellerup í Danmörku, Kielland,
Ibsen og Björnson í Noregi. Sum
þessara skálda sneru að vísu síðar
baki við Brandesi, og deilurnar um
„rómantík“ og „realisma“ hjöðnuðu