Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 26

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 26
MARLENE DIETRICH PRUSSNESKA KVIKMYNDADÍSIN í HOLLYWOOD er það nokkurn veginn jafntítt, að nýjar stjörn- ur rísi þar á himni, og aðrar for- myrkvist eða hrapi. Sumar stíga hægt og hægt frá sjónarrönd, aðrar fara geist upp á við; nokkrar kom- ast alla leiðina upp á miðbik him- inhvolfsins, aðrar eru kulnaðar út eða hrapaðar, áður en því takmarki er náð; nokkrar skína skært, en að- eins , örfáar skína bæði skært og lengi; — en allar eiga þær þau örlög sameiginleg, að þær kulna út og hrapa fyrr eða síðar; og flestar fyrr en síðar. Engin regla er þó án und- antekningar. Og undantekningin, hvað þessa stjarnfræðilegu reglu þeirra í Hollywood snertir, nefnist Marlene Dietrich. Það var leikstjórinn Joseph von Sternberg, sem veitti henni fyrst at- hygli á sviði i sjónleik einum í leik- húsi í Berlín. Skömmu síðar fól hann henni aðalhlutverk í hinni frægu kvikmynd, ,,Blái engillinn“. Síðan 1930 hefur hún verið ein hinna ókrýndu drottninga kvikmynda- tjaldsins, og það í fremstu röð. Jafn- vel enn þann dag í dag, þegar hún hefur — samkvæmt opinberum heimildum — náð 47 ára aldri, og er þess utan orðin amma, leikúr Marlene í kvikmyndum, að minnsta kosti öðru hverju, og enda þótt þær kvikmyndir verði ekki allar taldar með þeim íburðarmestu eða stór- fenglegustu, slær ekki minnsta skugga á hinar miklu og almennu vinsældir hennar. En hvað um það, — einhvern tíma rekur að því, að Marlene Dietrich með dóttur sína, Maríu. hún verður að kveðja kvikmynda- leiklistina fyrir fullt og ailt. Hvernig var það ekki með Ritu Hayworth, sem var þó mörgum árum yngri • En þegar Marlene Dietrich kveður, verður það vart fyrir þá sök, að hin- ir fjöldamörgu aðdáendur hennar verði farnir að sýna henni tómlæti- Þar sem jafn furðulegt fyrirbæri er Ameríkumönnum með öllu óskilj- anlegt, tóku skoðanakönnunarser- fræðingar þeirra og blaðamenn a rannsaka það. „Hvernig getur anna eins og þetta átt sér stað.?“ Þanrug hljóðaði spurningin, sem þeir ein' settu sér að leysa úr, og samkvæm því tóku þeir sér fyrir hendur a athuga nákvæmlega frægðarfen Marlene Dietrich allt frá byrjun. 8 meira en það, — þeir rannsöku u æviferil hennar allt frá því, er un á bernskuárum sínum ólst upp i sv0 að segja öllum herstöðvaborgum Austur-Þýzkalands, þar sem fa ir hennar, Ludwig1 Dietrich, konung- legur prússneskur riddarasveitarfor- ingi og síðar stjúpfaðir hennar, ofurstinn Eduard von Losch, gegn u ýmsum virðingarstöðum við herinn. Svarið, sem Marlene Dietrich ga við spurningum þessara sérfræðinga varðandi það, hvaða veganesti ra bernskuárunum hún áliti að henni hefði dugað bezt í baráttunni Jriv hinni miklu og óvenjulegu íræg , el sérkennandi fyrir hana: ,,Eg e prússnesk!“ svaraði hún. I ÞV1 er ef til vill fólginn lykillinn að on- Marlene Dietrich á heimili sínu. — 26 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.