Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 14
 ROBERT STORM PETERSEN ÍGÍknaði myndir, sem gerðu allri hinni dönsku þjóð glatt í geði, og þegar hann lézt, var hann orðinn hálfgildings þjóðsagnapersóna. — Meira en þrjú ár eru nú liðin frá dauða hans, og enn finna Danir til þeirrar tómleikakenndar,, sem greip þá, er þeir fréttu lát hins 68 ára snillings árla morguns þann 6. marz 1949. Storm Petersen var óvenju fjölhæfur maður, — leikari, málari, frumherji í fluglist, kvikmynda- tökustjóri, rithöfundur, heimspek- ingur, baráttumaður fyrir þjóðfé- iagslegum endurbótum, en þó, — fyrst og fremst hinn .sífrjói snilling- ur, kýminn og góðlátlega glettinn, sem daglega, frá því árið 1916 og allt fram í andlátið, teiknaði íjölda gamanmynda og' samdi texta við þær, og urðu þær alls yfir 30 000 talsins! Þar birtist hið hlýja spaug hans og gamansemi, bæði í orðúm og pensildráttum, sem vakti með þjóð hans þann holla, græzkuiausa hlátur, sem öllum ber saman um að lengi lífið. Storm P, eins og hann var nefndur í daglegu tali, naut ekki aðeins mikiíla vinsælda, heldur og mikillar virðingár með löndum sín- um. Danir guldu honum einlæga að- dáun og viðurkenndu þannig fús- lega, að enginn, — að konunginum undanteknum, — hefði þýðingar- meira hlutverk með höndum í þjóð- félaginu, en einmitt humoristinn. Það liggur því djúp meining að baki þess heitis, er þeir gáfu honum, ,,Bros dönsku þjóðarinnar". Oft ha'fa menn verið kærulausir í vaiinu, begar beir sæmdu einhvern meðbræðra sinna sæmdarheiti snill- ingsins. Storm Petersen átti það sæmdarheiti sannariega skilið. Hann var þroskaður og leik.inn listamaður, sem á snilldarlegan hátt fann háði sínu og glettni útrás í formi auð- skilinnar kýmni í orðum og mynd- um. Robert Storm Petersen tókst að sanna það, að það mannshjarta fyr- Robcrt Storm Petersen. irfinnst ekki, sem reynzt getur skopi, ýkjum og öfugsnúningum ó- vinnanlegt virki til lengdar. Hann sannaði, að Danir eru 'engir þurra- drumbar, heldur er þeim létt um hiáturinn, þegar um góða kýmni er að ræða, og láta sig þá cngu skipta, þótt svolítill b'roddur leynist á bak við grínið. Háðfuglar og grínistar rnunu alltaf upp rísa meðal fólksins, því að alvara heimsins krefst mót- vægis, en meistarar á því sviði, sem gerskilja skapgetð þjóðar sinnar. kosti hennar og galla og afstöðu hennar til hversdagslegra og eilífia vandamála, eins og Storm Petersen gerði, munu reynast sjaidséðir _8'est' ir í ve'röldSnni, hér éftir sem hinga til. Góðvild hans í garð alþýðunnar og traust hans á henni bja-rgaði hon- um sem listamanni frá bölsýni^ og biturleika. Hin markvísa og umbúða- iausa kímni hans í orðum og mynd- um varð milljónum Dana dagleg' hlátursefni í meira en þrjá tugi ara, og á hverjum morgni hlökkuðu þ(Mr til þess að komast að raun um, upP á hvaða spaugi Storm Petersen 'hefði nú ífundið, til þess að gleðja þá með þann daginn. Hann virtist vita leyndustu hugsanir fólksins og afstöðu þess gagnvart hversdagsleg- ustu og smávægilegustu málum- Þessi næmi miðilshæfileiki hans varðandi hugsanir landa sinna birt- ist í þeim snjöllu, gagnorðu setning- um, sem flugu manna á milli og Petersen frændi var nefndur faðir 'áð. Hvar sem tveir eða fleiri Ðanir hittust, bar síðustu fyndni Storm P- á góma, óg enn þann dag í dag er vitnað í orð hans óftar en nokkurs annars Dana, dáins eða lifandi. Storm Petersen taldi það þó ekki hlutverk sitt eingöngu, að vera með- bræðrum sínum til skemmtunar. Upp með þig, Vilhjálmúr, — þáð er stórt skip að fara fram hjá. Mig varðar ekkert um skip, — láttu mig vita, þegar þú sérð strætisvagn. *—> 14

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.