Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 4
Sæmundur Eyjólfsson:
ENGIN HÁTÍÐ er meiri fagn-
aðarhátíð en jólahátíðín. Hún er
móðir allra annarra hátíða, því hún
er haldin í minningu þess, sem er
upphaf hins mikla gleðiboðskapar,
— í minningu þess, að f-relsari mann-
anna fæddist í heiminn. Á engri há-
tíð er eins mikið um. dýrðir og á
jólunum. Allir fagna komu jólanna,
og allir kosta kapps um að hafa þá
svo mikla viðhöfn og svo mikinn
fögnuð. sem föng eru á. En einkum
eru það börnin, sem hlakka mjög
til jólanna.
„Kátt er á jólunum, — koma þau
senn,“ segja börnin, þegar jólin
. nálgast. Löngu, löngu áður en jólin
koma spyrja tíörnin bvort nú sé
langt til jólanna, og ef illa liggur á
þeim, þegar jólin eru í nánd, þarf
oft eigi annað en kveða við þau
þessavgömlu vísu:
„Það skal gefa börnum brauð,
að bíta í á jólunum;
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð,
er fjalla gekk a hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð;
gafst hún upp á róluaten."
Dagana fyrir jólin hafa allir nóg
að starfa, að búa allt sem bezt undir
hátíðahaldið.Þá er allur bærinn þveg-
inn og öll húsgögn og allur fatnað-
ur. í gamla daga var miklu minna
fengizt við þvotta en nú á tímum.
Það var eigi sjaldgæft, áð bærinn
væri sjaldan eða aldrei þveginn
nema fyrir jólin, — en þá þótti sjálf-
sagt að, gera það. Sumir gamlir
menn vildu aldrei láta þvo askinn
sinn, nema fyrir jólin. Þeir trúðu
því, að það spillti auðsæld þeirra,
ef askurinn væri þveginn; kö'lluðu
þeir bað að „þvo af sér auðinn“, En
ávallit létu þeir þvo askinn fyrir jól-
Höfundur hinnar fróðlegu og
slcemmtilegu ritgerðar, sem hér
fer á eft.ir, Sæmundur Eyjólfsson,
var fæddur 1861 í Sveinatungu í
Norðurárdál. Hann nam búfræði í
Ólafsdal, gekk síðan í i.ærða skól-
ann og því n'æst prestaskólann,
lauk.guðfræðiprófi 1891. Á náms-
árum sínum starfaði hann sem bú-
fræðingur á vcgum Búnaðarfélags
íslands, og varci órið 1392 ráðu-.
nautur félagsins. — Hann andað-
jst vorið 1896, aðeins 85 ára gam-
all.
Sæmundur Eyjólfáson var skáld-
mæltur vel og á.g'ætiega r.itfær.
Liggja eftir hann. nokkrar rnerkar
ritgerðir um ýmis atr.iði úr menn-
ingarsögu þjóðarinnar. Greinin
„Kátt er á jólunum“ birtist árið
1891 í Kirkjublaði Þórhalls Bjarn-
arsonar, síðar biskups. Þótt ótrú-
legt megi virðast, vakti grein þessi
nokkrar deilur. Þrön.gsýnir menn
í trúarefnujn töldu Kirkjublaðið
hafa með birtingu herrnar gerzt
„málgagn hjátrúarinnar“ o.g orðið
sér til vanza með því að birta svo
,,óandlega“ ritgförð. Svaraði Þór-
hal’lur Bjarnarson aðfinnslum
þessum vel og röggsamlega, taldi
Kirkjublaðinu feng að hinni
skemmtilegu grein Sæmundar.
in, bví það þótti óhæfa, að eta úr
óþvegnum aski á svo dýrlegri hátíð
sem jólahátíðin er. Oft voru menn
í sömu flíkinni allt árið, og létu
aldrei þvo hana nema fyrir jólin, en
það þótti ósæmilegt, að nokkur hlut-
ur væri óþveginn á jólunum, — þá
varð allt að vera hreint. Einu sinni
var kerling, sem hafði gengið með
sarna faldinn á hverjum degi allt
árið og aldrei þvegið hann. En þegar
hún sauð hangikjötið til jólanna, tók
hún sig til og þvoði faldinn upp úr
hangikjötssoðinu, þurrkaði hann
síðan og setti hann svo upp á jól-
unum. Þegar karlinn, bóndi hennar,
sá hana með faldinn nýþveginn, seg-
ir hann: „Já, já! Mér þ.ykir þú vera
farin að halda þér til, kelli mín! --ý ■*
Satt er það, einatt er munur að sjá
það, sem hreint er.“
Nokkru fyrir jólin eru jólakértin
steypt. Á Þorláksmessu er soðið
hangikjöt til jólanna. Þá er og góðui’
og gamall siður í sveitinni, að gera
ósköpin öll af lummum fyrir jólin-
Það er og gamall siður, að skera
kind á aðfangadaginn, til þess a'ð
fólkið skuli fá nýtt kjöt á jólanótt-
ina. Er venjulega valin tii þess feh
og fönguleg ær og' kölluð ,,jólaærin‘ •
Einlcum eru allir rnjög önnum
kafnir sjálfan aðfangadaginn. Alh
þarf að vera undribúið áður en há-
tíðin kemur. Fyrir dagsetur verða
allir að hafa hvegið sér og kemh1
hár sitt. Þá ver'ða og allir að hafa
klæðzt sínum bezta búningi. Þega1'
rökkva tekur fara klukkurnar a®
hljóma við hverja kirkju og kalla tu
aftansöngs, — kalla, að allir komi 1 ?
hús Drottins til þess að heyra hin’)
himneska jólaboðskap um „frið 11
jörðu og velþóknun yfir mönniiH'
um“. Hafa feá allir ærinn að starfíh
því nú er bess skammt að bíða, aD
dagurinn renni undir og hin helg'?
nótt birtist í allri sinni dýrð. ViD
þessa síðustu undirbúningsstund 11
hin forna vísa:
„Hátíð fer að höndum ein, -
hana vér allir prýðum.
Lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.“
Og svo lcoma jólin. „Gleðileg j^'
Gleðilegá hátíð!“ hljómar þá á hvef
manns vörum. Og þá er fagurt
að litast í liíbýlum mannanna. M1
er sópað og prýtt, þvx alls staðar loi