Alþýðublaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 28
ingarlítinn atburS; — en Marlene
Dietrich er ekki þannig gerð. Hún
fékk kunningjakonur sínar til að
halda uppi njósnum varðandi klæða-
burð þeirra kvenna, sem áttu að taka
þáit í þessari athöfn. Og þegar hún
fékk vitneskju um það, að þær
myndu verða ýmist í hvítum, bláum
eða rauðum kjólum, varð henni að
orði: „Þá er mömmu bezt að klæð-
ast svörtum kjól! “ Og ekki nóg með
það, heldur lét hún gera Þann kjól
með opinni hliðarklauf, svo að á-
horfendunum gæfist tækifæri að
sjá „sem mest“ af fótleggjum henn-
an, sem frægir voru fyrir fegurð
sína. Svo fór, að engin þeirra leik-
listarkvenna, sem þarna hlutu verð-
laun, vakti slíka athygli sem Mar-
lene Dietrich. Fagnaðarlátunum ætl-
aði aldrei að linna, þegar hún gekk
á brott af leiksviðinu. Einn kvik-
myndagagnrýnendanna, er sagði
fregnir af þessum atburði, komst
svo að orði, að hinar bandarísku
glæsimeyjar stæðust, þrátt fyrir alla
Marlene Dietrich í hlutverki sínu
í kvikmyndinni „The Devil Is
a Woman“.
JÓLAHELGIN
sína kunnáttu í notkun fegurðar-
lyfja, Marlene ekki snúning hvað
sálfræðilega þekkingu á veikleika
karlmannanna snerti. Marlene hefði
notfært sér þá þekkingu út í yztu
æsar, svo að sannkölluð list yrði að
teljast.
í þessu er einmitt að leita leynd-
ardómsins, sem valdið hefur því, að
Marlene Dietrich hefur notið, og
nýtur enn, slíkrar fádæma lýðhylli,
sem raun ber vitni. Kvikmynda-
áhorfandinn veit, að það er Marlene
Dietrich sjálf og í eigin persónu, sem
hann sér á tjaldinu. Marlene, sem
alltaf kemur fram eins og eðli henn-
ar og skapgerð býður henni; dálítið
djörf á stundmn, en aldrei ósennileg
eða ósæmileg. Með öðrum orðum —
Marlene er gædd athyglisverðum
persónuleika, og það er meira heldur
en sagt verður um flestar aðrar kvik-
myndastjörnur í Hollywood, sem
margar hverjar hafa verið valdar í
hlutverk eingöngu vegna þess, að
þær höfðu glæsilegt vaxtarlag og
snoppufríðleika, en skorti hins vegar
svo gersamlega allt annað, sem til
hæfileika getur talizt, að oft og tíð-
um verða aðrar leikkonur að segja
fyrir þær þær fáu setningar, sem
þeim eru lagðar í munn í kvikmynd-
inni. Satt er það að vísu, að Marlene
á hálfa heimsfrægð sína fegurð fót-
leggja sinna að þakka, en fegurð
þeirra hefði aldrei komið henni að
slíku gagni, ef hún hefði ekki einnig
verð tíguleg og gædd sérkennilegri
andiltsfegurð og töfrandi yndis-
þokka, sem hefur hana hátt yfir hið
hversdagslega.
Mörgum konum — og jafnvel
mörgum mönnum — mun veitast
örðugt að skilja, að Marlene, sem
frægust hefur orðið fyrir þau kven-
hlutverk, sem ekki sýna allt of mikla
tryggð, er mjög trygg vinum sínum
og á sér marga einlæga og trygga
vini og aðdáendur í hópi „andans
manna“. Meðal þeirra eru Ernest
Hemingway, Erich Maria Remarque,
Jean Cocteau og Noel Coward. Og
það er ótrúlegt, en satt, að allir þess-
ir rithöfundar telja sér gagnrýni
hennar ákaflega mikils virði.
Að síðustu verður að minnast á
eitt, sem er sérkennilegt fyrir Mar-
lene — og stendur í ótrúlegri mót-
sögn við annað prússneskt í fari
hennar: -— hún er eyðslusöm á pen-
Marlene Dietrich á marga góða og
trygga vini meðal skálda, rithoí-
unda og annarra listamanna. Hér sést
hún með góðkunningja sínum, rit-
höfundinum heimsfræga Erich Mana
Remarque.
inga og gjafmild, og það hefur auki ^
mjög á vinsældir hennar meða
blaðamanna og almennings í Banda-
ríkjunum. Peningar eru henni 1
sjálfu sér lítils virði, en slíkt y®reur
ekki sagt um Hollywoodstjörnu
yfirleitt. Og hún er gjafmild nreo a "
brigðum, þegar hún veit einhvern
þurfandi fyrir fjárhagslega aðsto^.
Eitthvert merkilegasta atriði
lífi hennar er hin nána vinátta henn
ar’ og Adolfs Hitlers á árunum
—1933. En hún komst skjótt að raun
um, að hið sanna eðli nazistas e -
unnar var henni viðbjóður, °S ® e
þá óðar öllum kunningsskap viö ior-
ingjann og hans nánustu. En an-
ríska blaðamanninum
Sargeant farast þannig orð. „,
getur xmi það sagt, hvort en
hinna miklu átaka hefðu ek 1 . .
á annan veg, og atburðarásin
inn í annan farveg, ef ,
trich hefði tekið að sér það Wutverk
í lífi Hitlers, sem Eva Braun
síðar með höndum!“ Hver vei ,
ímyndunaraflinu eru hvað þa ®ner
ir vissulega engin takmörk se