Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 3
TÓMAS KARLSSON SKRIFAR FRÁ FLOTAÆFINGUM NATO Flsggskip 2. bandaríska flotans, USS Newsport News, stærsta beitiskip í heimi með „hröSustu" fallbyssur í heiml. Þegar þoturnar lenda i hafinu Lokið er nú flotaæfingum Nato á Atlantshafi, en þær hafa staðið í marga daga og verið hinar fjölþættustu. Nokk uð hafa verið skiptar skoðanir um gagnsemi þessara æfinga og t.d. hafa brezku blöðin sum talið, að æfingarnar hafi ver- ið til einskis gagns fyrir Nato vegna þess að þær hafi verið miðaðar við ástand, sem aldrei myndi eiga sér stað í raunveru legri styrjöld austurs og vest urs. Nokkur brezku blaðanna eins og t.d. Sunday Express sögðu meira að segja að æf- ingarnar hefðu verið til tjóns fyrir Nato flotann, en orðið stór sigur Rússa, sem hefðu getað fylgzt óheft og mjög náið með æfingunum og meðal annars getað aflað sér fullkominnai vitneskju um fjarskiptabylgjur og fjarskiptasambönd milli her skipanna og kafbátanna, sem hefi verið þeim ókunnug áður í æfingum þessum tóku þátt hundruð skipa bæði herskip og venjuleg flutningaskip í skipa lestum svo og hundruð flugvéla af ýmsum gerðum. Yfirstjórn æfinganna var í höfuðstöðvum Atlantshafsflotans í Norfolk Virginiu í Bandaríkjunum og æðsti yfirmaður Smith, flota foringi, yfirmaður SACLANT og 2. flotans bandaríska, sem myndaði meginbrú þessara æf- inga. Eins og ég hef frá skýrt fyrri grein voru um 50 erlend ir blaðamenn um borð í flug móðurskipunum Independence og Wasp til að fylgjast með æi ingunum. Dvöl þeirra um borð 'nafði verið löngu undirbúin og gott tóm hefði því átt að gefast til að skipuleggja fréttasend ingar þeirra frá skipunum og aðstöðu þeirra lil að fylgjast með æfingunum. Það verður þó að segja, að hvað þetta áhrær ir brást bandaríski flotinn herfilega, allt fór í handaskol um a.m.k. um borð í Indepen dence. Við áttum að eiga þess kost að heimsækja tundurspilla og birgðaskip í þyrlum og fljúga yfir flotann til að sjá skipan hans og aðgerðir. Úr þessu varð ekkert, flugvélar virtust ekki vera til þegar á átti að herða. Fréttaefni blaða mannanna kom ekki til skila í tæka tíð á blöð þeirra og frétta sendingar sumra týndust bók staflega sporlaust. Við íslend ingarnir um borð vorum bezt settir að þessu leyti, því með okkar greinar var á 2. degi flogið beint til Keflavíkurflug vallar. Ekki komum við þó ó- barðir heim. Löngu áður en við lögðum upp í ferðina hafði okkur verið boðið far heim til íslands frá Mildenhall-flugvelli norður af London og töldum við okkur eiga það víst. Það var nú aldeilis ekki og kostaði það okkur tveggja daga stapp, margar símhringingar þar á meðal heim til fslands að fá að stíga upp í flugvélina, sem var komin vel til ára sinna og fór sér hægt og má segja að við höfum orðið að berjast með kjafti og klóm fyrir fari okkar fram á síðustu stundu, því það átti að henda okkur af í Prestwick, en þar reynd- ist okkur vera ofaukið í vélinni. Það tók okkur samtals 18 klukkustundir að komast frá London til Reykjavíkur. Okkur virtist skipulagsleysi því mjög einkenndandi fyrir alla aðbúð blaðamannanna í þessum æfing um, sem kallaðar voru ,,Team- work“. Það er kannski óþarfi að kunna að bóka í flugvél eða koma frá sér bréfi til að vinna stríð — en nóg um það. Það, sem mér mun verða minnisstæðast úr þessari för, Hinar hraðfleygu Phantom-orrustuþotur hafa hafiö sig til flugs af þilfari Independence. í VlDAVANGI Feluklúbburinn Meðán Gunnar fjármálaráð- lierra var að hamast við að „lækka“ skattana á s.l. vori, var haiwi óþreytandi við að skrifa greinar í hjáverkum í Vísi um það, hvernig starfinu miðaði fram, og hve mikil blessun mundi drjúpa lands- fólkinu í skaut af þessum gerð- um hans. Gunnar vildi að vísu ekki beinlímis leggja til, hvað menn skyldu ger við krónurn- ar, sem þeim spöruðust með skattalækkuninn'i, en máigagn Gunnars, Vísir, sagði að íólk numdi bara fara í skemmti- ferð til útlanda fyrir hinar „stórkostlegu skattalækkanir‘‘ ríkisstjórnarinnar. En eftir að „skattalækkan- irnar“ sáu dags'ins ljós og birt- ust mönnum í skattskráinni, ber svo undarlega við, að Gunnar fjármálará'ðlierra skrifar engar skattagreinar og minnist ekki á skatta við einai eða neinn og er alveg ófáanlegur til þess að hæla sér nokkuð af „skatta- lækkuninni“, hvað þá að koma nokkurs staðar fram til þess að taka við þakklætisfögnuði al- mennings. Aúðvitað var ekki nema sjálfsagt, að hann skryppi út sér til hressingar eftir afrekin. Sá átti það nú meira cn skilið. En nú er komið langt fram á haust, og e>nn kem- ur engin skattagrein frá Gunn- ari. Ekki var því furða, þótt menn hresstust nokkuð við, er það gat að lesa í Vísi og Morg- unblaðinu, a'ð Gumnar fjármála ráðherra ætlaði að ræða skatta- mál á fundi. Loksins, loksins, hciður þcim, sem hciður ber. En því miður hefur Gunnar ekki valið sér nógu stórt á- heyrendasvið, hania ætlar sem sé aðeins að ræða málið á lok- uðum klúbbfundi Heimdallar. Jæja, varlega er nú af stað farið, en svona lýðhetjur eiga varla heima á felufundum. Uppbótalausa stjórnin Viðreisnarstjórnin hét af- námi „uppbótakerfisi'ns“ svo- nefnda, því að hún taidi það spillingu og óalandi og óferj- andi. Þetta var hátíðleg stjórn- arloforð — og efndirnar eru aúðvitað eftir því. Viðreisnin átti ekki að þurfa á „uppbót- um“ að halda. Hún átti að lækna allan vanda efnaliags- málanna með öðrum ráðum. En „viðreisnin“ brást í þessu eins og svo mörgu öðru. Að undamförnu hafa menn séð hvert dæmið um það af öðru. Nú er svo komið, að ríkissjóður er látinn greiða nær 85 kr. af hverju smjörkílói til neytenda, kr. 4,72 á hvern mjólkurlítra og á 18. krónu á hvert kjötkíló. Auk þess eru útflutningsbæt- ur á hvert einasta fiskkíló og kjötkíló, eða því sem inæst alla útflutningsframleiðslii lands- manna. Þetta er það, sem íhalti ið kallar uppbótarlausa stjórn. Gáta Morgunblaðið var skáldíegt í gær. Það birtir brimmynd mikla og vitnar í ljóð á þessa leið: „Svífur að hausti og sval viðrið gnýr“ Svona segir Moggi. að skáldið hafi kveðið. Mönnum finnst þetta samt vera einna líkast gátu og eru að spyrja, hvað það sé, sem „svífi að hausti“ i Mogga og detjur helzt í hug, að það sé „við reisnin“, sem svífi nú mjög að sínu hausti. En fólkið er van- ara að tala um það, að haustið 1 svífi að, og skáldin líka. T í M I N N, laugardagur 3. október 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.