Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 9
Myndlistarmenn spurðir frétta Haukur Þór Sturluson í Ásmundarsal og tvö verk eftir hann, leirvasi Haukur Þór Sturluson opn- aði sína fyrstu sýningu fyrir síðustu helgi og lýkur henni annað kvöld. Þar sýnir hann 20 teikningar og yfir 50 kera mikmuni úr enskum og skozk um leir. Aðsókn hefur verið góð og helmingur leirmunanna og þó nökkrar af teikningunum var selt, þegar ég leit upp í Ásmundarsal í gær. Það gekk á með útsynnii'gshryðjum og ekki margir í salnum, svo ég notaði tækifærið til að spyrja Hauk um ferilinn, hvenær hann hefði byrjað á þessu o. s. frv. „Eg vann í Landsmiðjunni sem járnsmiður, en fyrir fimm árum fór ég að læra teikningu í Myndlistarskólanum, hjá Ragnari Kjartanssyni, sem þá var aðalteiknikcnnari skólans. Þar var ég í þrjá vetur. Síð- an ákvað ég að leita út fyrir landsteinanna og læra meira í teikningu og hélt þá til Ed- inborgar og innritaðist þar í College of Art “ „Hvernig stóð á því að þú valdir þann skóla, var það eft ir vísbendingu einhvers?“ „Nei. Eg þreifaði fyrir mér og þessi skóli ’mrð fyrir val- inu.“ ,Hafa fleiri Islendingar ve^- ið þar við nám um leið og þú?“ „Jó. Við vorum þarna þrjú samtímis, tveir í byggingarlist, Vilhjálmur Hjálmarsson, er hafur lokið námi Ingólfur Helgason, og Borghildur Ósk- arsdóttir, kona Vilhjálms, sem var við málaranám." „Og kennarar þínir, voru það Skotar?" ,Eg byrjaði í teikninámi, til þess var ferðinni heitið. En svo fór ég allt j einu að sækja tíma í keramik, sem ég hafði aldrei fengizt við áður. Fyrst stundaði ég það aðeins einn dag í viku, en síðasta kennslu skeiðið vann ég fjóra daga vik uijnar í skólanum við það. Kennarar mínir : keramik voru 3 og ber fyrst að nefna Kathie Horseman, sem er skozk og þjóðfræg kona og meira en það í sinni grein. Svo hafði ég tvo aðra keramikkennara. báð ir Kaliforníumenn, og hafði annar verið nemandi skólans áð ur, ungir menn og mjög færir " „Hefurðu venð úti óslitið þessi tvö ár?“ ..Nei. Eg korn heim í fyrra og var þá svo beppinn að fá vinnu i Glit hjá mínum gamla teiknikennara Þar fékk ég svo mikla æfingu í að renna leii muni. að ég gai alveg náð þeim skólabræðrum mínum í fyrrahaust. sem höfðu verið ári lengur en eg í skólanum \nnars hefði é| alls ekki get að komizt vfir að vinna alla bessa muni hér á sýningunni. beir eru allir unnir úti í Ed ;nborg.“ Voru margir útlendingar oðrir en þið ísiendingarnir við 'ám þarna í listaskólanum?" Það var ekki mikið um þa? rmssi tvö ár, sem ég var þar F? man ekki eltir öðrum en ii'■ ''ii nw———— tveim Irum, þýzkri stúlku og annarri frá Jamaica. Eg held að mikill meirihluti námsfólks- ins hafi verið Skotar og alls voru þarna um 800 við nám“. „En svo eru þarna nofckuð margir íslenzkir stúdentar við háskólann og máske fleira ís- lenzkt námsfólk. Komuð þið ekki stundum saman til skrafs og fagnaðar?" „Jú, ekki mjög oft, en það kom fyrir. Helzt var það 1. desember, sem sjálfsagt var að allir mættu á einhverjum góð- um stað einna helzt heima hjá dr. Páli Árdal. Það var aurað saman í bjórtunnu og heil- mikið sungið eins og alltaf þar sem fslendingar eru saman komnir á góðri stund. Og 17. júní bauð sá ágæti ræðismað- ur okkar í Edinborg, Sigur- s:einn Magnússon, öllum lönd- um heim í glaðning, og það er nú leitun á skemmtilegri gest gjöfum en þeim hjónum. Það er ekki ónýtt að hafa slíkan íslandsfulltrúa erlendis.“ „Svo ég spyrjr samvizkuspurn ingar, voruð þið stúdentarnir í Edinborg dáiítið fyrir kút- inn?“ „Nú það er aldeilis spurning. Fyrir kútinn? Ja, það má kannski segja það, svo langt sem það nær Ef þú heldur að við höfum legið í hinu heimsfræga viskíi í tíma og ótíma. þá skjátlast þér. Stúd entar í Edinborg eins og víð ast annars staðar erlendis notn óreiðanlega tímann til annars barflegra en að lepja viskf og hrennivín sem alls staðar er falt, þ. e a s til klukkan tíu n kvöldin en eítir það ekki nema í lokuðum klúbbum En ég er ekki að leyna því, að fyrir kemur að stúdentar sem aðrir siðaðir menr. skreppi Inn á „pub“ og fái sér kollu af bjór eða slái saman í tunnu margir saiman til að rabba og syngja yfir Þá oettur mér það í hug. sem ég i fyrstu var hissa á, að í hvert sinn sem hópur stúdenta hefur slegið saman í bjórkva'til eða tunnu og ölteitin hafin, þá er áður en varir húsið orðið fullt af óboðnum gesturn sem húsráð- endur þekkja hvi.rki haus eða nkwhmhhm hala á. í fyrsta sinn sem ég var teymdur í slíkan gleðskap í heimahúsi, komst ég aldrei að því, hverjir voru gestgjafar. Það þykir ekkeri sjálfsagðara, en maður sem þefckir mann sem þekfcir mann, kemst á snoð ir um að búið sé að taka spons ið úr bjórtunnu einhversstaðar þar sem einhverjir stúdentar eru saman koninir, að ganga rakleitt inn og fá sér kollu eins og ekfcert sé. Það eru kannski tíu stúdehtar, sem hafa splæst í tunnu, og áður en varir eru sextíu mættir. Eg kunni fljótt vel við þetta. Og stúdentar sækja suma pöbba meira en aðra. ef þú vilt fá nafnið á einum, sem þeir sækja mikið í Edinborg. fyrirtaks sfcemmtilegur itaður og vist- legur, svo þú vítir, hvert þú átt að snúa þér ef þú ætlar til Edinborg, þá er Grayfriar's Bobby beztur. Það verður eng inn svikinn af honum.“ „Er fjölbreytrtegt skemmtana líf, leikhúslíf "ða slíkt í Edin borg?“ „Ekki er því að heilsa. Edin borg má heita steindauður staður mestan kduta árs að því leyti. Það er fátt um leik sýningar. Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna eitt af því tagi leiklistarklúbbinn Traverse Theatre Club, sem þú hefur eitthvað minnzt á í Tímanum, ég átti sem sé að heita einn af stofnendum þess félagsskap ar í hitteðfyrra. Þá var leitað til stúdenta og námsmanna í flestum æðri skólum til að gefa okkur kost á að gerast styrfct arfélagar fyrir vægt gjald og við sem tókum því, teljumst stofnendur. Þetta er tilrauna- leikhús, sem starfar allan vet- urinn og er eiginlega lokaður félagskapur, sýningar einung- is ætlaðar styrktarfélögum, líkt og tónlistarfélagsins hér. En húsið, þar sem klúbburinn hef ur aðsetur og svningar fara fram, er nokkurra alda gam- alt og hefur verið notað til ýmissa hluta. Það var t. d. lengi vændishús, víst alveg og teiknlng úr borginni. fram á þessa ö)d, og númer vændiskvennanna standa enn á hurðunum, cg flest með sömu ummerkjum og var. Það hefur löngum verið gestkvæmt í þessu gamla húsi.“ „Hvernig féll þér annars við Edinborg yfirleití?" „Hún var ákafJega falleg borg, bæði frá náttúrunnar hendi og fjöldi fallegra tygginga frá gamalli tíð, þær falla inn í landslagið. En nýjustu stórhýs- in, sem eru að ryðja sér til rúms þar, stórs'kemma útlit borgarinnar. Ef þeir halda áfram að láta falleg gömul hús víkja fyrir ijótum nýbygg ingum, þá langar mig ekki til Edinborgar framar.“ „Hver er sá Bvian, sem þessi mynd er af þarna á veggnum?“ „Það er skozkui stúdent og skáld sem kom oft í heimsókn til okkar hjónanna úti í Edin- borg. Hann var að stúdera bók menntir og máifræði, aðallega íslenzku hjá He>-manni Páls- syni, ferlega ljótur og ágæt fyrirsæta. Eg gerði nokkrar teikningar af honum t. d. líka þessa þarna, Dautt skáld. Ann ars þekkja hann margir hér, hann hefur verið hér tvö sum- ur á togurum og þess á milli drukkið talsvert af kaffi á Mokka. Og í sumar kom hingað hópur skozkra stúdenta, sem höfðu heyrt okkur landana tala um að hér fiskaðist mikið og nóg að gera. Þeir tóku pok- ann sinn þegar sfcólinn var úti í vor, bæði strákar og stelpur og unnu bér í sumar í síld, heyskap og frystihúsum og héldu ánægðir heim með sumarhýruna.“ * Þorlákur Haldoresn er ekki nýliði í að halda málverka sýningar, ætli hann hafi ekk’ haldið einar fjórar áður? Og þó byrjaði hann fyrst að sýna myndir sínar í búðargluggan um á Grund við Laugarveginn Þetta er trúlega fimmta sýning in hans, sem hann heldur uú í Bogasalnum, en hún stendur ekki yfir nema til annars kvölds. Eg tók Þorlák tali í Bogasalnum í gær og bað hann að heyra mig ut undir vegg og srvara nokkrum forvrtnis- spurningum. „Telurðu, að þú eigir ein- hverja eftirlætisstaði, þar sem þú sækir fyrirmyndir fremur en annars staðar?“ „Eg get ekki neitað því, að helztu uppáhaldsstaðir mínir eru Eyrarbakki og Stokkseyri, einnig Grindavík. Eg geri m?r ljóst, að ég þarf að fara víðar um landið en ég hef gert hing i'Tamnaio =i iðu io Þorlákur Haroldsen í Bogasól og mynd hans „Frá Noregl". T í M I N N, laugardagur 3. október 1964. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.