Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 14
Ég varð að þola mikið. Ég var höfð undir ströngu eftirliti, og farið með mig eins og glæpa- mann. Mér var ekki einu sinni leyft að fara á salernið nema und- Ar eftirliti. Ég var látín fá hræði- leg raflost eins og þau, sem geð- veikissjúklingar fá. Svo var ég látin í venjulegt fangelsi í Wash- ington, þar sem saman komnar voru vændiskonur. Ég var mjög móðguð yfir þessari meðferð, eft- ir allt það, sem ég hafði gert fyr- Ir Bandaríkin. Svo las ég það, sem Violet Kylc, Öðru nafni Pinky, framreiðslu- stúlkan í Chicago-veitingahús- inu hafði að segja. — Cornelia kom til okkar úr fangabúðum í Bismarck, Norður- Dakota, skrifaði >hún. — Hún vánn líka sem framreiðslustúlka. Við urðum vinir. Þarna var þýzk- ur barþjónn, Wolfgang,- ég man ekki eftirnafn hans, sem einnig hafði verið í búðum. Hann var mjög ástfanginn i Corneliu. Hann gaf henni heimilisfang hr. Cout- andin, sem var þýzkrar ættar. Cornelia fékk leigt hjá Coutand- inhjónunum. Wolfgang var sendur aftur til Þýzkalands, en Cornelia svaraði aldrei bréfum hans. Hún var vön að drekka tuttugu bolla af kaffi á dag, og var ein tauga- hrúga. Hún sagði mér, að hún elskaði föður sinn meíra en nokk- uð annað. Hann hafði eyðilagt hana í uppeldinu. Sem barn hafði hún alltaf fengið það, sem hún bað um. Hún hafði aldrei mikið af peningum, á meðan hún var hér, en hún verzlaði í beztu og dýrustu búðunum. Um tíma bjó svo þessi sundur- kramda, óhamingjusama Cornelia hjá Countandin-hjónunum í Chic- ago. Ég las líka það, sem hjónin skrifuðu um hana. — Hún sagði okkur frá því, sem gerðist í Ankara. Hún hafði útv.egað þýzka dulmálslykilinn og látið Bandaríkjamenn fá mikið af leynilegum upplýsingum. Ilún varð að fara frá Ankara í apríl 1944. Hún var ekki fús að fara, því næturlífið var spennandi, og hún var ástfangin. Við fundum til með Corneliu, sem reyndist vera undarleg stúlka. Hún talaði stanz- laust um ungan mann, sem hún hafði verið ástfangin af í æsku, og hitti aftur í Ankara. Hún gerði allt, sem hún gat til þess að finna hann aftur í Bandaríkjunum, þar til hún að lokum komst að því, að hann var dáinn. Hún kynntist manni sínum hér — hann bjó líka hjá okkur — og þau giftu sig. Árið 1947, þegar hún fékk frétt- irnar af dauða föður síns, grét hún og æpti: — Það er mér ^að kenna: Það var vegna mín! Hún trúði því, að faðir hennar hefði dáið úr sorg. FÍB heimsóttu hana einu sinni í hverri viku. Voru Cicero-aðgerðirnar sjúk- dómur, þar sem óhamingjan var smitandi og breiddist út til allra, sem nálægt mönnum höfðu kom- ið? Tólfti kafli. Ég fann til nokkurrar huggunar þegar ég komst að raun um, að ég var ekki sá eini, sem örlögin höfðu farið illa með. Ég gleypti græðgislega í mig sérhverjar upp- lýsingar, sem ég gat aflað mér um hina þátttakendurna. Ruth Countandin, dóttir hjón- anna, sem Cornelia Kapp hafði leigt hjá, hitti hana í Californiu. Maður hennar hafði fengið at- vinnu í sunnanverðri Californiu. Ruth Countandin skrifaði: — Þau eiga hús ekki langt frá Kyrrahafsströndinni. Það er fall- egt Íítið hús, og börn Corneliu eru hreinleg og glaðleg. Hún sjálf virðist róleg, en getur verið óþolandi þrá. Hún er sögð vera stöðugur og fastur gestur á fund- um Hjálpræðishersins fyrir drykkjusjúklinga, og sögð vinna míkið og gott starf í því sambandi. Gestir, sem koma til hennar, eru undrandi yfir því, að í hverju her bergi í húsinu eru veggplötur með áletrunum: — Guð fyrirgefur öll- um, og — Guð er hjálpræðið, sem voru innrammaðar á salerninu. Mitt eigið hús er í lítilli hlið- argötu langt frá hringiðu heíms- borgarinnar Istanbul. Zulali Ces- me Sokak er fremur brött, óhrein gata, sem lokuð er í annan end- ann, og það væri ekki hægt þrátt fyrir mikið ímyndunarafl að kalla hana fina íbuðar hverfisgötu. Þeg ar ég kem heim á kvöldin verð ég að klifra upp háar steintröpp- ur upp á aðra hæð. Stiginn er dimrnur, og sama máli gegnir um forstofuna. Bak við dyrnar er mjög venjuleg íbúð, með þægileg- um hægindastólum, og sófa, sem fellur vel að þægilegu heimilislíf- inu. Faðirinn er kominn hátt á fimmtugs aldur, mjög hrifinn af sætu kaffi og sætum drykkjum, móðurtoiit .)g fjórum börnum sín um. Þegar ég lít á sjálfan mig í speglinum reyni ég að sjá mig sem fyrrverandi ævintýramann, skeytingarlausan njósnara með glitrandi drauma. í raunveruleik- anum er það eina sem ég sé sköll- óttur, uppgefinn heimilisfaðir, | sem býr nú með annarri konu sinni, sem er tuttugu árum yngri ! en hann sjálfur. Fjögur börnin ‘ mín frá fyrra hjónabandi heim- ; sækja mig alltaf annað slagið. i Ævintýramaður með átta börn? í Maðurinn, sem kallaður hef- ur verið hættulegasti njósnari síð- ari heimstyrjaldarinnar?. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af að skoða sjálfan mig í spegli. Ég hef ekki lengur ástæður til þess að vera hégómlegur. Barátta mín við lögregluna var hættuleg, sömuleiðis við dóm- arana, og við skuldunautana. — Þér komuð fölsúðum pen ingaseðlum í umferð. — Ég vissi ekki, að þeir voru falsaðir. mmaamm—uaimmmmmmm 52 — Þér reynduð að svíkja fólk. — Ég greiddi með þessum pen ingum í góðri trú. Það voru Þjóð- verjarnir sem sviku, ekki ég. — Hvernig getið þér sannað það? Árin liðu, en yfirheyrzlurnar og eftirgrennslanir og grunsemdirn- ar breyttust ekki. Ég hitti Duriet, og hún varð konan mín. Hún vissi, að ég var fátækur, en henni stóð á sama um það. Dómstólarnir gáfust að lokum upp við að stimpla mig sem glæpa mann.En þeir kröfðust þess, að ég endurgreiddi skuldirnar, sem ég hafði stofnað til óafvitandi með því að greiða með fölsuðum pen- ingum. Ég kenndi söng, vegna þess að það eina, sem ég átti eftir var röddin, sem einu sinn hafði hlotið lof Sir Hughe. Þær lágu upphæðir sem ég vann mér inn fóru til skuldunauta minna. Ég seldi gamla bíla, og skuldunautamir tóku sinn hluta af hagnaðinum. Þegar ég var að niðurlotum kom- inn endaði ég með því, að fá lán- uð kvöldföt, svo, tók ég á leigu Saray kvikmyndahúsíð í ístiklal Caddesi og lét prenta miða, þar sem konsertinn minn var auglýst- ur. Morguninn eftir tónleikana las ég í blöðunum: — Auglýsinga- spjöld á götum úti höfðu tilkynnt að maður að nafni Elyesa Bazna ætlaðí að lialda söngskemmtun. Baritónninn Bazna söng í gær- kvöldi aríur eftir Handel, Giord- ani, Verdi, Mascagni, Grieg og Bized, hann endaði með því að syngja Ó sole mio! — Fagnaðarlætin voru mikil á eftir hverju lagi, enda þótt að- eins nokkur hundruð manns væru viðstödd. Kvöldið endaði sorglega hlægilega. Meðal áheyrenda var kaupmaður frá Istanbul, sem 10 um, tautaði Súsú, og læknislyf koma að' engu haldi. — Já, en þú skalt nú samt taka þau. Ileyrirðu það? Ilverjum skyldi svo sem detta í hug að beita göldrum við svo góða konu sem þig, Súsú? Og hvers vegna? — Það veít ég ekki. — Hvernig gengur eiginlega með gigtina í dag? Hún er betri greip Cumba fram í fyrir þeim, — síðan hún hætti að taka pillurnar frá Miché og fór að smyrja sig með krókó- dílafeiti og ránfuglafeiti. — Já, því skal ég trúa. Lækn- irinn varp öndinní, reis upp og fór. Hann minntist þess frá starfs- tíma sínum við Charity sjúkrahús- ið, hvernig sumir sjúklingarnir beljuðu og börðust um til að missa ekki af knýttum sínum, töfrasteinum, tönnum, beinum og rótum, sem fundizt höfðu hjá þeim. Einn maður hafði dáið eft- ir að verndargripur hans hafði verið tekinn frá honum — án efa úr hræðslu. Ef til vill átti hálfrar aldar barátta Jolivets læknis við þessa töfragripi sök á því, að hann óskaði nú að draga sig í hlé. Eins og á stóð, fannst Viktor það nær óviðráðanlegt vandamál, að ætla sér að láta aðferðir vís- indanna skipa sess voodoo, vernd- argripanna, meðal hins frumstæða fólks. Og á göngu sinni heim til hússins aftur þakkaði hann guði f.yrir, að það var ekki hann, sem 'ttí við það vandamál að etja. 6 Guðsþjónusta föður Guichards klukkan tíu var vinsælust allra, því að þá náðu soknarbörn hans heim til morgunverðar klukkan ellefu. Það var mesti mannfjöldi, er streymdi út úr kirkjunni og safnaðist í hópa í kirkjugarðinum eða spjallaði saman á götunni fyr- ir utan hann. Fjölskyldur þeirra deRochers og Roussels töfðu einnig stundar- korn við samræður á leiðinni til vagná sinna. Engin var jafnfögur og smekklega klædd'sem Kóletta, þar sem hún stóð við hlið Viktors, og hann gat ekki að sér gert að finna til nokkurs yfirlætis, þegar fólk starði á hana, er þau gengu fram hjá. Faðir Guichard reikaði milli hópanna, kinkaði kolli til sumra, tók í höndina á öðrum. Hringur af músgráu hári stóð fram undan kollhúfu hans hinni svörtu. Yfir kirngluleitu og sællegu andlití hans hvíldi sífellt bros og hann bar útsaumað mittisband um svart an silkikuflinn, er féll að fyrir- ferðarmiklum líkama hans. Sókn- in sá honum fyrir ríkulegu lífs- viðurværi og olli honum sjaldan ei-fiðleikum. Einn þessara erfiðleika var þó Ulysses frændi, og þegar prestur kom auga á Rochers fólkið, flýtti hann sér þangað og sneri sér til Nanaine. — Ungfrú Nanaine, bróðir yðar var aftur fjarverandi í dag. Þér lofuðuð mér þó . . . . Nanaine hafði lofað presti því að reyna að telja Ulysse á að mæta við messuna, en þar sem þau systkinih töluðust yfirleitt ekki víð, hafði hún sent Kólettu til að ljúka þessu erindi. — Kóletta, hvað sagði afi þinn? spurði Nanaine, fokreið yfir því, að Ulysse skyldi ekki hafa látið sjá sig. — Hann var að lesa um orr- ustuna við Bull Run í dag og gat ekki slitið sig frá henní, svaraði Kóletta og átti bágt með að verj- ast brosi. — Herra Vik, er ekkert, sem þér getið gert í þessu? spurði prestur. — Ég vil gjarna reyna það. Ég skal tala við hann. — Eg þakka, ef þér vilduð gerá svo vel, en helzt þegar í stað. Prestur litaðist um í sífellu, og varð á ný litið á Jolivet lækni, er var sokkinn niður í.samræðu við borgarstjórann, sem ekki virtist ýkja vinsamleg. Ilann þaut til og greip fram í, fyrir þeim. — Er það satt, sem ég hef heyrt, Jolivet læknir, að frændi Árelíu Coulon — ? Ég ætla að syngja messu fyrir sálu hans. — Vesalings Árelía, mælti frú Larouche. — Hún gerir bara ekk- ert annað en vera við jarðarfarir. — Vesalingur, hrópaði frú Vigée, móðir hennar. — Hún, sem fær rokna arf eftir frænda sinn. — Ég á við, að hún verður allt- af að ganga í sorgarklæðum, svar aði frú Larouche til skýringar. — Sem er líka rnikill kostur fyrir hana, því svart fer henni svo vel, sagði frúVigeé ögn skrækróma. Hún fór aldrei svo út úr húsi að hafa ekki Kúkú, hund- inn sinn, með sér. Faðir Guichard varð meira að segja að láta sér lynda, að hún kæmi með hann inn í kirkjuna. — Ég veit eftir öruggum heim- ildum, að Jolivet læknir hefur ekki komið að gröf konu sinnar þrjá síðustu sunnudagana, sagði Nanaine. — Hann hefur ekki fellt tár af auga i sex mánuði, ætti frú Larouche við. — Hvernig í ósköpunum geta manneskjurnar vitað þetta allt saman, hugsaði Viktor furðu lost- ínn. — Sjáðu nú bara — það er ekki liðið nema eitt ár, og hann er hættur að bera slæðu um hand legginn. Allar konurnar litu þangað, en þögnuðu skyndilega og tóku að veifa sér svala, því að nú skildi borgarstjórinn við Jolivet lækni og gekk til þeirra. — Við skulum reyna að koma okkur heim. Föður Viktors var farið að langa í morgunverðínn. — Nei, nei, Mikalel, andartak enn þá. sagði frú Larouche. Já, en mamma, — ertu viss um það? — Hárviss, svaraði frú Vigée ákveðin. —Hún er hjá Fauvette d'Eaubonne, éins og ég var búin að segja. - Ótrúlegt, mælti Nanaine lágt. — Ekki get ég hugsað mér, að hún myndi dirfast .... ’— Ef hún gerir það, heimsækir hún okkur áreíðanlega, áður en langt líður. Og hvað eigum við þá að gera? hrópaði frú Larouche. 7 Sennilega mun hún fylgja ameríska siðnum, en þar er venja, að þeir, sem fyrir eru, heimsæki nágrannana fyrst, fullyrti Nan- aine. — Og því má hún bíða eftir til síns efsta dags. Samtalið féll niður, því að nú kom Bidault til Viktors og hneigði sig fyrir dömunum í leiðinni. Hann var lágur og gildvaxinn, og léreftsfatnaður hans hafði þörf fyrir þvott. Það voru blettir fram- an á köflóttu vestinu. Hann bar strítt, brúnt yfirskegg, augun voru smá og náin í akfeitu andlitinu. — Við þurfum að fá nýjan lækni híngað. Borgarstjórinn þerr aði af svitaskinninu á hatti sín- um með kryppluðum vasaklúti. I-Ionum féll bersýnilega ekki við Jolivet lækni. — Ég vona, að þér séuð kominn hingað heim á æsku- stöðvarnar til varanlegrar dvalar? — Ekki býst ég við því, sagði Viktor. — Það er ýmislegt ógert ennþá í Panama. — Dveljið hér að minnsta kosti um tíma. Þér munuð komast að raun um, að hér er nóg að gera, fullyrti borgarstjórinn. — Það efast ég ekki um, anz- aði Viktor brosandi Rétt í þessu kallaði einhver til borgarstjórans Það var Guy Chauvin lyfjafræðingur. Hann átti fullt í fangi með að ganga beint áfram og hélt sér fattari en bein- línís var þörf á. Þótt sunnudags- morgun væri, sá Viktor' glöggt að hann var drukkinn. — Afsakið. Bidault borgarstjóri hvarf frá þeim og gekk til lyfja- T í M I N N, laugardagur 3. október 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.