Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 8
„ÞÓTT ÞÚ LANG-
FÖRULL LEGÐIR"
„Faðir minn segir oft við
okkur mömmu, að hann öfundi
olckur af því að vera af íslenzk
um ættum. Við séum svo miklu
ríkari vegna þess frændgarðs,
sem við vitum rtanda að baki
okkar, heldur en hann, sern
bara sé ættaður frá Englandi.“
Unga stúlkan, sem sagði
þetta, heitir þó alensku nafni,
Madelyn Rawlinson, en móðir
hennar heitir Ethel Rósa Stept.
ansson, dóttir Guðmundar, son
ar Stephans G. Stephanssonar
skálds. Hún hefur víða ferð
ast, en gistir nú fsland í fyrsta
sinn.
er að nota mér tækifæri.
sem ef til vill gefst aldrei fram
j ar á ævinni. Eg ætla að skipta
j um starf og er því um sinn
| með öllu óbundin, tek mér
tíma til að hugsa mitt ráð og
* skoða meira af heiminum áður
en ég tek aftur til við nám og
starf, eins og ég hef gert und-
j andanfarin ár. Og fsland hef ég
alltaf ætlað mér að sjá.“
„Ert þú kanadísk eða banda
rísk, Madelyn?'
„Eg er bandarísk, fædd og
uppalin í Idaho. Foreldrar mín
ir kynntust í háskólanum í Ed
monton í Kanada, þar nam
móðir mín hjúkrun, en faðir
í minn læknisfræði. En læknis
störfin hóf hann í Idaho og
þar búa þau enn. Mömmu hef-
ur alltaf langað til að koma til
íslands og kannrki lætur hún
það eftir sér þegar hún fer
að minnka við sig hjúkrunar-
störfin.“
„Hvernig er það umhverfi,
sem þú ólst upp í?“
„Það er þrjú þúsund manna
smábær í dal þar sem stund
uð er grænmetis- og ávaxta-
rækt, auk annars landbúnað-
ar. Þar er heitt og þurrviðra-
samt á sumrum, en á veturna
er hægt að fara á skíðum í
fjölunum uppaí dalnum.
Þegar ég var sautján ára
varð ég að fara að heiman til
frekara náms og fór fyrst í
kvennaskóla í Missouri, sem
heitir Stephens College. Þar
kunni ég ekki vcl við mig, ég
saknaði vesturríkjanna, svo
ég fór næst í Kaliforníuhá-
skólann í Los Angeles. Þar
lauk ég „Bachelor of Science"
prófi i kennslu afbrigðilegra
barna, sem þjást af málgöllum
eða heyrnardeyfu. En mér
fannst alltof margt fólk i
Kaliforníu, svo að ég fór það
an til Seattle og þar kann ég
vel við mig. Þar eru um þús-
und manns af ísienzkum ætt-
um og þar eru vötn, sjór og
fjöll, sem hægt er að ferðast
um frjáls og í næði“.
„Hvaða atvinnu hefurðu
stundað þar?“
„Kennslu. Fyrstu tvö árin
kenndi ég heilbrigðum börn-
um og stundaði jafnframt nám
í háskólanum á kvöldin og bjó
mig undir að kenna heilalöm
uðum bömum. Síðustu tvö
árin hef ég kennt börnum, sem
fötluð eru á þann hátt.“
„Eru þau í sérskóla?"
„Nei, þau eru í sérdeild við
venjulegan skóla og geta num
ið í sömu stofnun til átján
MADELYN RAWLINSON
ára aldurs. Ef þau geta þá
taka þau þátt i námi með heil
brigðum börnum og fá aðeins
sérkennslu i því. sem þörf kref
ur.“
„Njóta kennarai, sem kenna
afbrigðilegum börnum, betri
launa eða anna*ra hlunninda
í Seattle?“
„Einu hlunnindin, sem þeir
njóta eru þau, að færri nem
endur eru í bekkjum hjá þeim.
Launin eru þau sömu, enda
finnst mér, að ekki væri æski
legt að égna fyrir fólk með
hærri launum til að snúa sér
að slíkri kennslu Engin get-
ur leyst hana vel af hendi
nema sá, sem hefur sérstakan
áhuga fyrir starfinu, því það
er alltaf mikið þolinmæðisverk
að kenna bömum, sem fötluð
em viðlíka og þau, sem feng-
ið hafa heilalömun“.
„En nú ætlar þú að skipta
um starfssvið?“
„Já, ég ætla að kenna heil
brigðum börnum um tíma á
meðan ég er að læra kennslu
heyrnardaufra bama. Það
tekur allan tíma manns að
kenna og nema i senn.“
„Þú nefndir áðan, að auk
þess sem þú hefðir ferðast um
Eviópu með foreldrum þínum,
þá hefðir þú farið til Japan
og starfað þar í alþjóðlegum
vinnubúðum. Hvernig féll þér
það?“
„Það var á margan hátt
merkileg reynsla Við unnum
saman í sjö vikur 1 Japan, fólk
frá ellefu löndum á vegum al-
þjóðlegs félags friðarvina.
Segja mátti, að starfað væri
á tveim ólíkum sviðum. Við
unnum líkamlega vinnu og
kynntumst því, hve góður fé-
lagsskapur getur breytt leið-
indaverkum í ánægjulegt starf,
en auk þess voru umræðufund
ir haldnir um gildi mannsins
í hinu vélvædda þjóðfélagi.
Það var ekki sízt forvitnilegt
að kynnast hug.myndum Asíu-
manna, sem sprcttnar eru úr
menningu og atvinnuháttum
ólíkum okkar. Þegar dvölinni
í Japan lauk, feróaðist ég um
suð-austur Asíu, fór til Taiwan,
Hong Kong, Fiiippseyja, Thai
lands og víðar.“
Nú ber sambúðarvandamál
svartra manna og hvítra í
Bandaríkjunum víða á góma.
Verður þú nokkuð vör við
það í Seattle?“
„Seattle er fremur frjáls-
lynd borg, enda eru ekki
nema tíu hundraðslutar íbú-
anna þar blökkumenn. Þar er
því ekki við svipuð vandamál
að eiga og í Suðurríkjunum.
Margir vitrir menn vilja sporna
við því eftir megni. að í Seattle
geti skapazt fátækrahverfi
blökkumanna og nú hafa
menn um allt iand verið vakt
ir til vitundar um, að sam-
búðarvandamálið verður að
leysa, svo að vonandi fá þeir
vitru að ráða. En því miður
eigum við enn lnnga leið ó-
fama til að skapa blökku-
mönnum jafnréttisaðstöðu í
landi okkar. í mínum augum
er það siðlaust að neita blökku
mönnum um jafnrétti, enda e.
ein bezta vinkona mín af þeirn
kynstofni."
„En víkjum að öðru. Hefur
þú hitt nokkur skyldmenni þín
hér á landi?“
„Eg hef hitt eina frænku
mína, og veit ekki hvort ég á
hér fleiri ættingja. Eg hafði
lítið samband við íslenzkt
fólk fyrr en ég kom til Seattle,
en þar er ég heimagangur hjá
frú Jakobínu Jobnson, sem er
óþreytandi að fræða mig um
ísland og það, sem íslenzkt
er“.
Hefur þú lesið kvæði Steph
ans langafa þíns?“
„Aðeins þau, sem Jakobína
hefur þýtt. Eg taíaði við ung
an pilt hér á landi, sem sagði
mér, að jafnvel ungt fólk hér
læsi kvæði hans með að dáun.
Það er dásamlegt að vera þess
megnugur að eftirláta kom-
andi kynslóðum slíka andans
auðlegð".
Það er ánægjulegt að tala
við þennan unga afkomanda
Stephans G. Stephanssonar. Þó
að hún kunni ekki stefin í
„Erfðaskránni" eftir langafa
sinn virðist hún hafa tileinkað
sér hugsun þeirra:
Að fljóta ei sem straumhrakin
dreif gegnum drif
öll dægur með sofandi geði
að snúa ei angri i ómegins lyf
né eitra sér lífsstundar gleði
Að rýna ei svo fast á alll
svipljótt og svart
að sökkvi hvert ljósbrot í
móði'
en una við sólskin og sumarlof'
bjari
og sálirnar háfleygu og góði
Sigriður Thorlacius.
HARMAFREGi
Féll yfir
sem fárviðri
sorgin þung
í sál þjóðar,
þá afbragðskona
í æðstu stöðu
lokaði brá
í lífi þessu.
Biskupsdóttir
og búhöldar,
ljúf dvaldi
í Laufásí.
Ættir báðar
með ágætum.
Sjálf hún
sólargeisli.
Mann hlaut
mikilhæfan.
Stoð hans
og stytta reyndist.
Fór þar saman
fyrirmennska,
yfirbragð
og úrvalskostir.
Óx vegur
auðna og gengi.
Hlutu þau
hæstu stöður.
Þjóðin treysti
þeirra leiðsögn.
Bú fluttu
að Bessastöðum.
Húsfreyjan
á höfuðbóli
hlý var
og háttgöfug.
Breiddi hjúp
beztu kosta
yfir umhverfi
og ættjörð sína.
Móðir var
mild og vitur.
Vakti yfir
velferð barna.
Þau studdi
í stríðu og blíðu
og leiðbeindi
um lífsins götur.
Þjóðin unni
þessari konu
og glöggt skildi
gildi hennar.
Fann sjálfs sín
sæmd aukast
af virðing hennar
og vinsældum.
Æðsti maður
með ættjörð vorri,
svitpur er nú
sumargleði.
Hægri hönd
hefur glatað
Sárast hans
svíða undir.
Þjóðin öll
með þungum trega
harmar fráfall
höfðingskonu.
Mannkosti hennar
man og virðir.
Hryggð hvílir yfir
höfuðbóli.
Sól ris
og sígur að viði.
Lif glæðist
og lýkur dögum.
Allt er hverfult
ævi og saga.
Almætti guðs
um eilífð varir.
Biðjum hann
brár að þerra
ástvina
og íslands þjóðar.
Allt hann gefur
af gæzku sinní
og varðveitir
þótt veröld hverfi.
12. september 1964.
Eiríkur Pálsson
frá Ölduhrygg.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Framsóknarfélags-
Borgfirðinga, var haldinn að
Fannahlíð i Skilmannahreppi,
sunnudaginn 13. sept. s.l. og voru
fundarmenn úr flestum hreppum
Borgarfjarðarsýslu og af Akranesi.
Fundarstjóri var Valgeir Jónasson
bóndi Neðra-Skarði og fundarrit-
ari Guðmundur Björnsson kenn-
ari , Akranesi.
Formaður félagsins gerði grein
fyrir störfum félagsins s.l. ár og
las upp reikninga þess. Stjórn fé-
lagsins var endurkjörin, en hana
skipa: Daníel Ágústínusson, Akra-
nesi, formaður. Þórir Steinþórs-
son Reykholti varaformaður, Guð-
mundur Björnsson, Akranesi, rit-
ari, Ingimundur Ásgeirsson. Hæli,
gjaldkeri og Þorgrímur Jónsson,
Kúludalsá, meðstjórnandi. End-
nrskoðendur voru kjörnir: Krist-
ján Jónsson og Ingólfur Helgason,
Vkranesi. Þá var kjörið 12 manna
fulltrúaráð og 12 fulltrúar á kjör-
dæmisþing Framsóknarflokksins í
Vesturlandskjördæmi.
Að loknum aðalfundarstörfum
I voru þessi erindi flutt:
11. Rafmagnsmál Borgarfjarðar-
héraðs: Daníel Ágústínusson,
Akranesi.
■2. Verðlagsmál iandbúnaðarins og
aðstaða bænda: Gunnar Guð-
j bjartsson formaður Stéttarsam-
bands bænda.
3. Stjórnmálin í dag: Halldór E.
Sigurðsson alþm.
Um erindi þessi urðu meiri og
I minni umræður og tóku þátt í
þeim: Valgeir Jónasson “lóndi,
| Neðra-Skarði, Guðmundu’ f'or-
Isteinsson bóndi. Klafastöðum lúlí-
us Bjarnason hreppstjóri i.eirá,
Sigurður Sigurðsson, hreppstióri,
Stóra-Lambhaga og Guðmundur
Björnsson kennari Akrarie '
Frummælendur tóku at' 'il
máls og svöruðu ýmsum ir-
spurnum, sem fram kornn ijá
ræðumönnum. — Var funon-inr
ihinn ánægjulegasti, enda rær irr
I málefni. sem mönnum eru nug
1 stæð um þessar mundir.
8
TÍMIN N. laugardagur 3. október 1964. -