Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 16
Laugardagur 3. oktdber
285 tbl.
48. árg.
MYNDAVÉLARNAR FUNDNAR
OG SÁ SEM STAL AFENGINU
KJ-Reykjavík, 2. október.
Uppvísir hafa orðið tveír þjófn
a#ir, sem framdir voru í Reykja-
vík fyrir nokkru. Annars vegar er
um að ræða myndavélaþjófnað-
inn frá Snorrabraut 52, og hins
TILLAGAN IIM LOOANEFND
FELLD I BORGARSTJÖRN
EJ-Reykjavík, 2. okt.
f GÆRKVÖLDI vísuðu borgar-
stjórnarfultrúar Sjálfstæðisflokks
ins og Alþýðuflokksins frá tillögu
um, að kosin ■ yrði fimm manna
lóðanefnd, sem vinna ætti úr um-
sóknum og gera till. til borgarstj.
um úthlutun lóða, en það starf er
nú í rauninni í höndum lóðan.,
í rauninni í höndum lóðanefndar,
sem í eru tveir embættismenn
borgarinnar.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins báru tillöguna fram, en
hún var svohljóðandi: „Borgar-
stjómin ályktar að kjósa fimm
manna nefnd, er hafi það verk-
efni að vinna úr umsóknum um
byggingarlóðir, og gera tillögur til
?íorgarstjórnar um úthlutun lóða.
Nefndin skal kosin hlutfalls-
kosningu að afstöðnum borgarstj.-
kosningum og kjörtimabil hennar
skal vera það sama og borgar-
istjórnar. Kosning nefndarinnar
nú, gildi það sem eítir er af kjör-
tímabili borgarstjórnar. Borgar-
stjórn setur nefndinni starfsregl-
ur og er borgarráði falið að láta
semja frumvarp að slíkum regl-
um, er síðan verði lagt fyrir
borgarstjórn“.
Guðmundur Vigfússon hafði
framsögu um málið, og kvað það
verða sífellt tíðara, að ágreining-
ur yrði í borgarráði um lóðaút-
hlutunina, og hefði lóðaúthlutun
nú undanfarið einkennst af póli-
tískri misbeitingu og valdaníðslu
íhaldsmeirihlutans í borgarstj.
Kvað hann þetta mál oft áður
hafa verið rætt í borgarstjóm, en
allar tilögur til úrbóta verið felld
ar af íhaldinu, sem auðsjáanlega
vildi hafa algjöra einokun á
lóðaúthlutun í borginni. Rakti
hann nokkrar lóðaumsóknir, sem
meirihlutinn vísaði frá á sínum
tíma, í þessu sambandi.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarmanna, kvaðst
fylgjandi tillögunni um lóðanefnd,
enda væri hann þeirrar skoðun-
ar, að flest, sem gerc væri í þess-
um málum, væri til bóta. Hann
kvað mjög erfitt að gera breyt-
ingar á tillögum núverandi lóða-
nefndar í borgarráði Sagði Kristj
án, að nefnd sú, sem hér væri
gerð tillaga um, ætti að starfa á
svipuðum grundvelli og t. d. fram
talsnefnd — þ. e. a s. að vinna
verkið, I stað þess. að láta em-
bættismenn gera það Hann ræddi
nokkuð, að KRON var neitað um
verzlunarlóð í Árhæjarhverfinu,
og kvað meirihluta borgarstjórnar
alltof neikvæðan í afstöðu sinni
til KRON. Borgarstjómin ætti að
styðja eðlilegan vöxt KRON, svo
að félagið gæti gcgnt hlutverki
sínu, þ. e. að veita almenningi
nauðsynlega þjónustu og kaup-
AÐALFUNDDR
FUF í RVÍK
Aðalfundur Félags ungra Fram-
sóknarmanna í Reykjavík, verður
miðvikudaginn 7. október í Tjam-
argötu 26 og hefst kl. 8:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða: Hermann Jónasson, al-
þingismaður.
Stjórnin.
vegar áfengisþjófnað úr Káetunni
í Glaumbæ.
Þvottakona, er var við hrerngem
ingu að Snorrabraut 52 í morgun,
veitti athygli kassa, er stóð utan
við kjallaraglugga hússins, en það-
an úr húsinu var Hasseblad-mynda
vélunum tveim stolið fyrir tæpri
viku. Er að var gáð kom í ljós að
í pappakassanum, sem var reyrð-
iþ- saman með snærum, var taskan
með myndavélunum tveim og öllu,
sem þeim tilheyrði. Eini hlutur-
inn, sem Carlén ljósmyndari sakn-
ar úr tösku sinni er whisky-flaska,
er þar var. Aítur á móti var ekki
hreyft við sígarettulengju, sem
var í töskunni.
, . Hinn þjófnaðurinn, sem upp-j
mönnum nauðsynlega samkeppm. lýstist j dag> var innbrot ; Káet-
Birgir Isl. Gunarsson kvað til-j una - Glautmbæ> en þaðan var
logu þessa ekki gcra neina ser- : stolig 31 tegund áfengis sera
staka breytmgu a nuverandi skipu | jjellt var á 18 flgskur, og hefur
lagi þvi að uthlutun lóða væn í:það eflaust verið herlegt hanastél.
hondum borgarraðs, sem væri;piltur um yar hér að
Framh á L5 síðu verki.
f
Neyðartalstöðvarnar geta komlð skipreka sjómönnum í gúmmíbjörg-
unarbátum að miklum notum. Hér á myndinnl sézt vel hve stöðin
er handhæg, þótt maðurinn sitji í dyraopi gúmbjörgunarbáts.
(Tímamynd, KJ).
50 SKIP MEÐ EINFOLDU
NEYÐARTALSTQB VARNAR
KJ-Reykjavík, 30. september.
Um fimmtán íslenzk skip og
bátar hafa nú innanborðs mjög
handhægar og einfaldar neyðar
talstöðvar, er við prófun hér á
Iandi hafa dregið yfir 60 sjó-
mflur.
Það er alkunna að lengi hef-
ur verið skortur á handhægum
neyðartalstöðvum til að hafa í
bátum og skipum. Fyrirtækið
Grandaver h.f. hóf fyrjr nokkru
innflutning á neyðartalstöðv-
um, sem við prófun hér á landi
þafa dregið yfir 60 sjómílna
vegalengd. Prófanirnar fóru
fram á yegum Skipaskoðunar
ríkisins, Landssíma íslands og
Landhelgisgæzlunnar, og eru
talstöðvarnar viðurkenndar ef
tveim fyrrnefndu aðiljunum.
Talstöðvarnar eru stilltar á al-
þjóðaneyðarbylgjuna 2182
krið/s., og eru þær svo einfald-
ar í notkun, að allir geta not-
að þær. Stöðvunum er komið
fyrir í sívalning, sem festa á
upp á vegg í stýrishúsi, korta-
klefa eða annars staðar í skip-
um eða bátum. Sívalningurinn
er aðeins rúmir 76 oip að lengd
og fer vel í hendi. í honum er
Frámh á 15 síðu
BERSERKSGANGUR í HAFNARBÍÚI
KJ-Reykjavík, 2. okt.
Það var heldnr ófögur sjón, sem
blasti við starfsmönnum Hafnar-
bíós í morgun er þeir komu til
vinnu sinnar. Óboðinn gestur hafði
gert mikinn usla í húsakynnum
bíósins, brotið upp hurðir, rifið
gat á veggi og snúið öflu við.
Gesturinn hefur fengið innilok-
! unartilfinningu, að því er bezt
verður séð, í stigagangi upp í
sýningarklefann. Þótt smekklás-
inn væri hans megin, hefur hann
ekki séð ástæðu til að opna hurð-
ina með honum, heldur réðst hann
á vegginn, reif á hann gat, og
ekki gat hann heldur á sér setið
með að brjóta spegil, sem var á
veggnum í ganginum. Úr bíósaln-
um hefur hann ætlað í gegnum
SVIPTIBYLUR
YFIRAKUREYRI
vegginn inn á skrifstofu bíósins,
og reif hann klæðningu af veggn-
um, en fyrir honum varð þá vikur-
veggur. Síðan hefur hann ráðist
á hurðina að skrifstofunni, og það
svo hressilega. að dyraumbún-
aður með öllu saman hrökk inn á
gólfið. Þúsund krónur hafði hann
upp úr krafsinu, en tjónið sem
hdnn olli, skiptir þúsundum króna
varlega áætlað.
í öllum hamaganginum hefur
maðurinn annaðhvort orðið svo
hræddur eða þá þetta hefur reynzt
svo erfitt, að hann gerði öll sín
stykki í einu horni sýningarklef-
ans.
Heybruni i Alftaveri
MB-Reykjavík, 2. október.
í gær kviknaði í hlöðu í Álfta-
veri. f hlöðunni munu hafa ver-
ið milli eitt og tvö hundruð hest-
burðir af heyi. Fólk dreif að til
aðstoðar og var hlaðan rofin og
hey rifið út úr henni. Mun björg-
unarstarfi að mestu hafa verið
lokið eftir þrjá tíma, en eldur
mun þó aftur hafa gosið upp í
heyinu í nótt. Hlaðan var áföst
við fjárhús og mun það ekki hafa
skemmzt. Heyið mun að mestu
ónýtt, enda vont veður fyrir aust-
an í dag, rok og rigning. Bóndi í
Holti er Páll Bárðarson.
Mjög ókyrrt loft var yfir íslandi
s.l. fimmtudag. Stór flugvél, sem
fór til Akureyrar seint á mið-
vikudagskvöld, varð að bíða þar
þangað til síðla á fimmtudag. Var
allhvasst og mjög byljasamt á Ak-
ureyri fram eftir fimmtudegi. Eft-
ir hádegið bar svo við, að mikill
sviptibylur, eða skrúfuvindur fór
yfir norðurhluta bæjarins á mjóu
belti. Reif hann járnplötur af einu
eða tveimur húsum og braut rúð-
ur í gluggum. Þegar hann kom út
á fjörðinn nokkuð norðan Odd-
eyrar, þyrlaði hann upp háum
löðurstrók og hvarf til norðaust-
urs. Segja þeir, sem urðu á vegi
þessa sviptibyls, að honum hafi
fylgt mjög þytur eða hvinur.
BLAÐBURÐARBÚRN
Blaðburðarbörn óskast í
HAFNARFJORÐ
Umboðsmaður Tímans er að Hringbraut 70, Hafnar-
firði, sími 51369.