Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1964, Blaðsíða 7
títgetandi. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indri'ði G Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnan Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur l Gddu-húsinu simar 18300—18305 Skrif- stofur Bankasti 7 Afgr.simi 12323 Augl. sim) 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 90,00 a mán lnnan lands - I lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Mál Vestfjarða í blöðum Sjálfstæðismanna er nú auglýst af kappi. að Sjálfstæðisflokkurinn muni bráðlega halda allmargar ráðstefnur á Vestfjörðum. þar sem rætt verði um ýnnss hagsmunamál Vestfjarða. Það er vissulega góðra gjalda vert, að Sjálfstæðisflokk urinn skuli loks gefa þessum málum gaum. Á það hef- ur hins vegar mjög skort á undanförnum þingum þeg- ar þingmenn þeirra hafa verið að tella hverja tiliöguna á fætur annarri um aukin framlög til framkvæmda á Vestfjörðum. Það hefur þó ekki vantað, að Framsóknar- menn hafi bent þeim á, að Vestfirðir væru sá lands- hluti, sem höllustum fæti stæði, þvi að þar hefur tólks- fækkun orðið langmest. Þrátt fyrir þessar og aðrar hlið- stæðar staðreyndir, hafa þingmenn Sjálfstæðisfiokksins fellr. fjölmargar tillögur á undanförnum þinguni um auknar fjárveitingar til samgöngumála, atvirmumála og menntamála á Vestfjörðum. Vissulega er ekki vanþörf á þvi, að flokkur, sem þanmg hefur breytzt, haldi ráðstefnur um tramfarárnál Vestfjarða. En hér þarf meira en ráðstefnur. Ráðstefn- ur s+nðva ekki fólksflóttann. Hér þar raunhajfar ráðstaf- anir til eflingar samgöngum og athafnalífi. Vestfirðir þurfá að. fá eigin menntaskóla. Það verður að sjást, í, verki, að hlutur þeirra verði ekki látinn eftir liggja. Þetta verður að koma skýrt í ljós a næsta þingi, er hef- ur störf sín að viku liðinni. Aflakóngar í skóla Það vekur athygli, að nokkrir af helztu aflakóngum síldveiðiflotans eru nú seztir á skólabekk í Sjómanna skólanum. Ástæðan er sú, að þessir menn hafa aðeins hið minna fiskimannapróf, þ. e. rétt til að stjórna skip- um sem eru 120 smál. Reyndum mönnum má veita und- anþágur til að stjórna stærri skipum. en aflakóngarnir viÞa heldur ljúka tilskildu prófi en að njóta undanþágu til langframa. Þeir telja sig ekki of stóra tiT að setjast á skólabekk. Með því gefa þeir vissulega gott fordæmi í þ^ssu sambandi má vel geta þess, að það gerist nú meira og neira erlendis, að forustumenn atvinnufyrirtækja fari öðru hvoru á lengri eða skemmri námskeið eða í skóla. Framfarir og breytingar eru nú svo örar á mörg- um sviðum, að þetta er talið nauðsynlegt, Þörf fyrir þrjá Ríkisútvarpið hafði það eftir rektor Menntaskólans í Reykjavík í fyrrakvöld, að ef vel væri, þyrftu að vei-a þrír menntaskólar í Reykjavík í stað hins eina, sem er þar nú. Rektor mun hér hafa miðað við erlenda reynslu. Þetta sýnir það bezt, hvílíkt afturhald það hefur verið hjá núv. stjórnarflokkum, þegar beir hafa verið að fella á undanförnum þingum þá tillögu Framsóknar- manna að hafizt yrði handa um byggingu nýs mennta- skóia í Reykjavík. En þetta er ekki í fyrsta sinn, sem glímt er við slíkt afturhald. Ihaldið ætlaði alveg vitlaust að verða þegar Framsóknarmenn gerðu gagnfræðaskólann á Akureyri að menntaskóla. Það er og í fersku minni, hvernig reynt var að hamla gegn menntaskólanum á Laugarvatni- Oróleiki í þýzkum stjórnmálum Hann stafar einkum frá hægri armi kristilega fiokksins. Erhard og kona hans að skila atkvæðaseðlum. BF MARJKA má fréttir, sem nýlega hafa birzt í ýmsum þekktum erlendum blöðum, hafa undanfarið verið talsverð ar viðsjár á stjórnarheimilinu í Bonn. Viðsjár þessar virðast nokkuð stafa af því, að þing- kosningar fara fram í Vestur- Þýzkalandi næsta haust og er þegar nokkur slcjálfti í flokk unum vegna þeirra. Þrír flokkar ’eiga nú fulltrúa í vestur-þýzka þinginu, kristi- legi flokkurinn, sem er lang- stærstur, sósialdemokratar, sem eru annar aðalflokkurinn, og Frjálslyndi flokkurinn, sem er minnstur. Enginn einn flokk ur hefur meirihluta, og bygg ist sjómin því á samstarfi Kristilega flokksins og Frjáls- lynda flokksins. Óróinn á stjórnarheimilinu á að verulegu leyti upptök sín í Kristilega flokknum. Hægri menn flokksins undir forustu Adenauers og Josefs Strauss hafa jafnan verið andvígir Er- hard kanzlara. þótt þeir hafi einkum látið óánægju sína bitna á Schröder utanríkisráð herra. Þeir áfellast Erhard m. a. fyrir það, að hann hafi ekki haldið áfram náinni samvinnu við de Gaulle, hann sé of hlynnt ur kommúnista o.s.frv. Þessi andstaða gegn Erhard hefur verulega aukizt seinustu mán- uðina. Sá orðrómur hefur jafn vel komizt á kreik, að ætlunin sé að steypa honum úr stóli og gera Krone að eftirmanni hans. Erhard hefur hins vegar þá aðstöðu, að hann er langvinsæl asti maður flokksins og því álitlegastur til forustu í kosn ingabaráttunni. ÞESSI ÁTÖK í Kristilega flokknum hafa haft veruleg áhrif á Frjálslynda flokkinn. Frjálslyndi flokkurinn óttast nokkuð, að hann kunni að tapa í næstu kosningum, jafn- vel hverfa úr sögunni, en þau hafa orðið öriög smáflokka, sem áður hafa unnið með kristi lega flokknum. Foringjar hans telja því miklu skipta, að hann marki sér sérstöðu fyrir kosn- rngar, er sé vænleg til fylgis- öflunar. Af þessum ástæðum, hafa ýmsir foringjar Frjálsl. flokks- ins gripið deilurnar í Kristi- lega flokknum fegins hendi til að skýra afstöðu flokksins. Þeir hafa tekið mjög ákveðna af- stöðu gegn hægri mönnúnum í Kristilega flokknum. Þeir hafa látið ótvírætt í ljós, að þeir myndu efcki styðja annan leið toga Kristilega flobksins en Erhard sem kanzlara. Jafn- framt hafa sumir þeirra kraf- izt að Erhard gæfi þá yfir lýsingu, að hann muni ekki taka Strauss í stjórn sína eftir kosningar, en hægri menn kristil. flokksins munu leggja mikla áherzlu á það Þá vilja leiðtogar Frjálslynda flokksins leggja aukið kapp á bætta sam búð og aukin skipti við Austur Þýzkaland, án þess að viður- kenna það formlega. Þeir telja að á þann hátt verði helzt stefnt að bvi að sameina Þýzka land í framtíðinni. Hægri arm- ur Kristilega flokksins má hins vegar ekki heyra minnst á þetta, heldur telur allt slíkt undirlægjuhátt við ko-mmún ista. Einstaka foringjar Frjáls lynda flokksins halda því fram, að eflist hægri armur í Kristi- lega flokknum geti orðið óhjá kvæmilegt að leita samstarfs við sósialdemókrata. SlÐASTLIÐINN sunudag fóru fram kosningar í tveim ur fylkjum í Vestur-Þýzka ' landi á héraðsstjórnum þar. Úr slit þessara kosninga urðu óhag stæð fyrir stjórnarflokkana. I Nordnhein-WesÚalen, sem er fjölmennasta ríkið í Vestur- Þýzkalandi, fengu sósialdemo kratar flest atkvæði í fyrsta sinn eða juku atkvæðamagn sitt úr 40.7% í 46,6% af greidd um atkvæðum. Hins vegar lækkaði atkvæðatalan hjá Kristilega flokknum úr 45% i 43.1% og hjá Frjálslynda flobknum úr 10.2% í 8%. 1 hinu ríkinu Nieder-Saehsen juku sósíaldemókratar eining fylgi sitt úr 38,8% í 43.2%. Kristilegir demókratar juku einnig fylgi sitt úr 28,2% í 37,5% og Frjálslyndi flokkur inn úr 6.9% í 9,2%. Ástæðan til þess, að allir flokkarnir juku fylgi sitt í Nieder-Sachsen. var sú að ýmsir smáflokkar. sem buðu fram seinast, ýmist helltust úr lestinni eða töpuðu fylgi. Það eru einkum kosn ingarnar í Nordrhein-Westfal en, sem eru taldar gefa vís- bendingu um viðhorf kjósenda þótt að vísu' megi ekki draga . of miklar ályktanir af hóraðs- stjórnarkosningum varðandi úrslit í þingkosningum ári síð- ar. NOKKUÐ er samt það, að þessar kosningar eru taldar veruleg aðvörun fyrir stjórn- arflokkana. Mörg blöðin segja, að þau eigi að vera þeim hvatn ing um að reyna að bæta sam búð sína. Aðrir virðast óttast, að þau hafi öfug áhrif. Hægri armurinn í Kristilega flokkn- um muni nú magnast og segja, að forusta Erhards sé ekki erns sigurvænleg og álitið hafi ver ið. Hins vegar muni svo Frjáls lyndi flokkurinn ráða það af úrslitunum, að hann verði að marka sér skarpari sérstöðu gagnvart Kristilega flokknum. því að ella missi hann fylgi til Sosialdemokrata og tilvera hans geti verið í hættu. Það má því búast við óróa og óvissu. í þýzkum stjómmálum næstu mánuðina. Líklegt er, að það hafi bau áhrif á utanríkismálin, að stjómin reyni að hliðra sér hjá öllum meiriháttar ákvörð unum. Andstaða hægri manna í kristilega flokknum er svo sterk. að Erhard og Schröder munu vart treysta sér til að gera nokkuð, sem máli skiptir, í andstöðu við þá. Af þessum ástæðum er vart hægt að búast við miklum árangri af Þýzkalandsför Krust- joff, ef hún verður farin fyrir kosningarnar. Hægri menn í Kristilega flokknum virðast helzt reyna að kom'a í veg fyrir hana. Erhard virðist hins vegar leggja kapp á, að úr henni verði, og það helzt fyrir kosn- ingar, því að það gæti styrkt aðstöðu hans gagnvart jafnað- armönnum. Enn hefur ekkert verið endanlega ákveðið um, hvenær Krustjoff skuli koma, en það er Erhards að ákveða það, og mun sú ákvörðun hans sennilega markast mest af við- sjánum í flokknum. Þ. Þ. T í M | N D, laugardagur 3. október T9M. — ______ . I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.