Tíminn - 03.10.1964, Side 5

Tíminn - 03.10.1964, Side 5
ÆSKUNI \IAR |ffr ÆBKUHH^R :V~: ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÖKNARMANNA Ritsljóri: Elías Snæland Jónsson. ÖRLYGUR HÁLFDÁNARSON, FORMAÐUR SUF, Á10. ÞINGINU Á BLÖNDUÓSI: SAMEIN, RÆDISSl s Góðir þingfulltrúar og gestir — ungir Framsóknarmenn: Fyrir hönd stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna býð ég ykkur velkomna til þessa tímamóta þings, tíunda þingsins að ioknu aldarfjórðungsstarfi. Ástæða er til þess að Iitast um öxl á slíkum tímamótum, læra af reynslu liðinna ára og færa öllum þeim þakkir, lífs eða liðnum, sem lagt hafa hönd að þeirri hleðslu, sem við stöndum á nú í dag. Þökk sé þeim öllum. En eigi skulum við einungis Iíta aftur, heldur fyrst og fremst fram — fram til betri og bjartari tíma. Starf okkar er helgað framsókn þeirra þjóðfélagsafla er við teljum hin beztu, og hlutverk okkar ungra Framsóknar manna er að marka brautina og gæta þess að eigi verði villzt af leið. Og þing okkar eru til þess haldin, að ræða það í fullri alvöru hvort við höfum rækt þetta hlutverk okkar sem skyldi Lýðræði er það þjóðfélags- form, sem Framsóknarflokkur inn hefir ætíð staðið vörð um — og við stærum okkur gjarn an af því að vera sverð og skjöldur samvinnuhreyfingar innar og annarra þeirra félags samtaka, sem byggja á félags legu lýðræði. Fað er fiill ástæða til þess að minnast þess hér, að þjóðin fagnaði 20 ára afmæli hins íslcnzka lýðveldis á liðnu sumri. Eg vil óska þess hér, að um alia framtíð búi í landinu frjáls og fullvalda ís lenzk þjóð, sem hafi til að bera þann þroska og skilning gagnvart þjóðerni sínu og umgangist leikreglur lýðræðis ins af slíkum drengskap, að til fyrirmyndar og eftirbreytni verði fyrir aðrar þjóðir. Ástæð ur eru til allra ltluta, og ástæð an fyrir þessari ósk er sú ann arsvegar, að tungu okkar, þjóð erni og menningu er mikil hætta búin i hinuin nýja hcimi Atómaldar, þar sem vélmennið ýtir manninum ti! hliðar, og hins vegar sú, að fátt er vand meðfarnara en sjálft lýðræðið, það stjórnarform sem kennt er við fólkið, þjóðina. f lýðræðisríkjum er það und ir hinum almenna borgara kom ið, hverjum og einum, hvort stjórnað er af sanngirni og réttlæti, eða livGrt stjórnar- form lýðræðisins er aðeins gríma einræðis, þar sem ein- staklingar og hópar þeirra hafa með vélabrögðum og sök hinna þó ábyrgu borgara, náð til sín völdunum. Slíka stjórn endur hendir það oft að fyrir líta minnihlutann, láta kné fylgja kviði miskunnarlaust: Láta liðsmunar gjalda, eins og skáldið segir, en hafa uppi fag urgala um lýðræðisást sína á mannfundum og mannamótum. Fátt veit ég verra en ein- ræði í nafni lýðræðis, og á þa jafnt við um sjúlft þjóðfélas ið sem og öll þau félagssamtöl innan þess, sem lúta skulu lýfi ræðisreglum. Fil þess höfum við öðlazt réttinn til sjálf stjórnar, að hér ríki hvorki óstjórn né ofstjérn og til þess er hverjum einstaklingi gef inn réttur til afskipta af stjórn þjóðfélagsins og al- manna samtaka, að hann neyti þess réttar og njóti þess í stað fyllstu mannréttinda. Samband ungra Framsóknar- manna hefir nú starfað i 25 ár. Þúsundir æskumanna hafa starfað í samtökunum frá stofnun þeirra og við fögn- um því. En þeir eru til, sem líta stjórnmálaafskipti ungs fólks hornauga og spyrja gjarnan: Hvers vegna er verið að þessu? Hví ekki að leyfa æskufólki að vera í friði fyrir stjórnmálum og öllu því er þeim fylgir? Og slíkar spurn ingar leiða af sér aðra:: Hvert er hlutverk ungra stjórn- málainanna? Wörg svör finnast við þessum spurningum, en þegar ég er spurður, svara ég oftast eitthvað 4 þessa Ieið: Með stofnun samtaka ungs fólks innan st.íórnmálaflokk- ínna er því gefin sérstök að- itaða til þess að fylgjast með hjóðmálum og hafa afskipti af framvindu þeirra. Slík samtök oiga með öðrutn orðum að iryggja það, að hinir eldri, sem urn stjórnvöldin halda, séu i nánum tengslum við æskuna og taki tillit til hennar í öllum sínum gjörðum. Og því fleiri, sem við erum ungir menn í hverjum flokki, þvi meiri mögu leiki til áhrifa. Við erum full trúar æskunnar innan stjórn- málaflokkanna, það er hlut- verk okkar. Og það mikilvæga hlutverk rækjum við bezt með því að efla okkai eigin sam- tök, með því að kynnast inn- byrðis og kynnn hinum eldri skoðanir okkar og óskir, og með því að standa af einurð og fórnfýsi á verði fyrir því að réttur okkar verði ekki fyr- ir borð borinn i cinu né neinu. f hvaða stjórnmálaflokki æskufólk haslar sér völl fer eftir mati hvers einstaklings. Við höfum kosið Framsóknar- flokkinn og sú jörð, sem hann er sprottinn úr, saga hans og starf, er okkur Gllum sem hér eruð stödd, svo kunn, að ekki þarf að rekja núnar. En eitt þykist ég vita með vissu, að fjöldinn allur af þeim sem fylkja sér undir merki flokks ins, gera það sökum afstöðu hans til samvinnumála, vegna sóknar- og varnarstarfs hans fyrir samvinnufélögin. Og þar tel ég að Framsóknarflokkur- inn liafi hvergi lokið sínu ætl unarverki. Samvinnufélögin eru byggð upp með sama hætti og þjóðfélagið, í formi lýð- ræðis. en samvinnumenn verða að gæta þess, og minnast ætíð, að sömu hættur lcynast inn an samvinnufélaganna og sjálfs þjóðfélagsins. Hinum al- mcnna félagsmanni er lögð sú skylda á herðar að standa á verði gegn „Læpuskaps ó- dyggðum“, en veita hverju holl- máli liðsinni sitt og styrk. Hér á þessu þingi munum við gera tillögur í hinum helztu þáttum þjóðmálanna, og leggja ráðin á um hvernig við getum bezt unn-ið að vexti og við- gangi Framsóknarflokksins. Við Framhalo S síðu 10. þing SUF ályktar um iðnaðarmál: Leggja ber sérstaka áherzlu á aukna tækni og vinnuhagræðingu if Ljóst er, að hlutur iðnað- arins hlýtur að fara sívaxandi i þjóðarbúskap íslendinga á kom- andi árum. Leggja ber sérstaka áherzlu á fullnýtingu sjávarafla og landbúnaðarafui ða. iafnframt því að nýtt séu sem bezt náttúru- auðæfi landsins, vatnsafl. iarð- hiti og iarðefni. (iei að leggja sérstaka áherzlu » uppbyggingu iðnaðar til þess að auka öryggi í atvinnulífinu og gera ítarlega at- hugun á þeim iðnaði. sem bezt mundi henta og hagkvæmastur þætti til að efla atvinnulif á þeim stöðum. sem höllum fæti standa. Vill þingið i því sambandi benda á þá ríku þörf sk.iótra aðgerða, sem nú er i vmsum kaupstöðum og kauptúnum á landinu. if .Jafnframt bmmr þingið ovi til bæja og sveitarstjórna að þær skipuleggi sérstök iðnaðari’verfi op 'evsi bannig lóðamál iðnaðai ins. it Fm leið leggui þing SUF áherzlu á. að iðnlyrirtækjúm se ekki íþyngt með hát-m lóðagjöld um sem greiðast aðut en bvgging arframkvæmdir -r» hafnar lield-! ur verði þau greidd á nokkrum árum. ★ Tollskránni verði breytt þann veg, að ekki sé flutt inn fullunnin iðnaðarvara tollfrjáls, en tollar lagðir á hráefni til sams konar framleiðslu. ★ Þingið telur því nauðsyn- legt að aukin-n vorði stuðningur ríkisvaldsins við vinnslustöðvar sjávarútvegs og landbúnaðar til að stuðla að betri nýtingu hráefn is og meiri verðmætasköpun. Sér staklega sé lögð áhcrzla á aukna tækni og vinnuhagræðingu. íðnlánasjóður verði elfdur þannig, að ríkið teggi jafn háa upphæð árlega og iðnaðarmenn greiða sjálfir. ★ (Jndanfarin n hefur orðið töluverð aukning véla- og verk smiðjuhaldi. Leggia ber áherzlu á áframhaldandi uppbyggingu þessarar atvinnugreinar, sérstak lega með eflingu iðnaðar sem sam keppnisfær getur orðið á erlend uir markaði. Ber oð efla þennan iðnað sem víðast uni landið cil j aukins atvinnuöryggis og er rett að athuga sérstakn fiárhagsaðstoð ríkisvaldsins til uppdyggingar iðn j aðarmiðstöðva, eins og tíðkast i mörgum öðrum löndum. it Komið getur til greina að leita í einstökum tilfellum sam vinnu við erlenda aðila um upp- byggingu stær-ri iðjuvera, en gæta verður fyllztu varkánni í því sambandi og tryggja verður áframhaldandi yfirráð okkar ís- lcndinga yfir ölum náttúruauðæf- um Iandsins. it Efling iðnaðar hefur i för með sér síaukna raforkuþörf og ber að Ieggja áherzlu á hagkvæm ar virkjanir til þess að tryggja ódýra raforku. Má ekki dragast lengur að tekin sé ákvörðun um næstu virkjun, er fullnægi auk- inni raforkuþörf landsins á næstu árum. it Framfarir og aukin fram- leiðni i iðnaði hlýtui að grund vallast á stórbættri tæknimennt un og skipulagningu vinnunnar og stuðla þannig að víxandi fram leiðni til kjarabóta fyrir hinar vinnandi séttir og bættrar af- komu atvinnuveganna Hraða parf ondurskoðun fræðsiukerfis iðn- aðarins og koma upp fullkomnum tækniskólum hér á landi. 10. þingið áiyktar: ÍÞRÓTTAMÁL. — 10. þing S.U.F. bendir á, að þó íþróttalögin hafi verið hin mesta Iyftistöng fyrir íþróttalíf í landinu, þá þarfnast þau gagngerðrar endurskoðunar. Treysta verður fjárhagsgrundvöll íþróttasamtakanna og margfalda það fjármagn, sem þau fá til um ráða. Stuðla ber að aukinni íþrótta kennslu, t. d. með scndikcnnurum og íþróttafulltrúum út um Iand- ið, sem verði íþróttasamtökunum og íþróttafulltrúa ríkisins til að- stoðar. Þingið vekur athygli á að kann að verði við byggingu félagsheim ila, hvort unnt sé að nýta þau einnig til íþróttaiðkana. SAMGÖNGUMÁL. 10. þing S.U.F. leggur áherzlu m. a. á cftjrfarandi. ★ Góðar samgöngur á landi, sjó og lofti eru eitt af veigamestu skilyrðum fyrir bví, að lands- og sjávargæði verði hagnýtt þjóð- inni og einstökum byggðarlögum til gagns, og að landið haldist í byggð. ic Endurbæta þarf stórlega vinnuaðferðir við lugningu og við hald vega og gera bá varanlegri en verið hefur. Til þess þarf að verja m. a. öllum tekjum af um- fcrðinni. Auka þarf vega- og brú argerð í öllum landshlutum, en sérstaklega í þeim oyggðarlögum. þar sem þörfin er brýnust, svo sem Siglufirði, á Vestfjörðum og Austurlandi. ★ Augljóst er að flutningar á sjó munu framvegis sem hingað til verða snar þáttur í samgöngu málurn þjóðarinnar vegna legu Iandsins og náttúruskilyrða. Hlut verk strandsiglinga er hið þýð ingarmesta og ber brýna nauðsyn til að endurnýja skipastól Skipa- útgerðar ríkisins í samræmi við auknar samgöngur og flutninga- þörf landsins. ★ Vaxandi flugsamgöngur hafa bætt að nokkru leyti aðstöðu ein stakra byggðarlaga, en þurfa að aukast að miklum mun og verði komið á milli fleiri staða en nú er, og að gerð verði flugbraut fyr ir sjúkraflug í hverju þvi byggðar lagi, þar sem aðstæður Ieyfa. HÚSNÆÐISMÁL. ★ 10. þing S.U.F. telur að leggja beri áherzlu á lækkun bygg ingarkostnaðar með fljótvirkari og hagkvæmari vinnutilhögun. Skilyrði er að ungu fólki, sem ráðast viil f byggingarfram- kvæmdir standi ávallt nægilegur fjöldi lóða til boða. Þingið álítur að hagkvæm lánastarfsemi hins opinbera sé grundvöllur íbúða- bygginga efnalítils fólks, og því verði ávallt að tryggja, að nægi- legt lánsfé sé fyrir hendi. it Húsnæðisvandræðin þurfa aö leysast með samvinmi ríkisvalds ins og samtaka launþega. T í M I N N, laugardagur 3. október 1964. — ]

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.