Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 1
SPRAKK í FLUG- TAKINU NTB-Róm og New York, 23. nóv. 43 létu lífið og 29 særðust, þar af 8 lífshættulega, þegar spreng- ing varð í bandariskri farþegaflug vél á flugvellinum i Róm í dag. Þetta var stór þota af gerðinni Boeing 707 og varð sprengingin um leið og vélin var að hefja sig til flugs með 72 menn innanborðs. Óvissa ríkir um ástæðuna fyrir sprengingunni. Háttsettur embætt- ismaður á flugvellinum heldur því fram, að sprengingin hafi orðið um Ieið og flugvélin ætlaði að lyfta sér frá jörðunni og neitaði því, að vélin hefði rekizt á vöru- bíl, sem tilheyrði flugvellinum. Flugvélin hafi rekizt á vörubilinn eftir að sprengingin varð. Eigandi flugvélarinnar, Trans- world Airlines, lýsti því yfir í New York í dag, að sprengingin hefði orðið, þegar vélin rakst á vöru- bíl, en vélin hefði þá reynt að stöðva flugtakið. Varaformaður fé- lagsins sagði, að vélin hefði ætlað að hætta víð flugtakið, en því mið ur hefði vörubíll þessi staðið rétt hjá flugbrautinni. Flugstjóri vél- arinnar segist hafa stöðvað flug- Framhald á 15. síðu. Pólskr kartöfl- ur koma um mánaðamátin MB-Reykjavík, 23. nóv. Eins og kunnugt er af fréttum brást kartöfluupp- skeran víða hérlendis í sum- £ ar, og er auðséð, að flytja § verður inn talsvert magn af 1 kartöflum til að fullnægja 1 innanlandsþörfinni. Fyrstu f' erlendu kartöflumar koma 8 hingað til lands nú um mán. K aðamótin, verða það pólskar a kartöflur. II Jóhann Jónasson forstjór: sagði blaðinu i dag, að ýms- ar ástæður væru til þess, að pólsku kartöflurnar væru fluttar svo snemma inn. Meðal annars þær, að vegna mikilla vetrarfrosta í Pól- landi væri varasamt að draga flutníngana á iang- inn, því að hafnir frysu inni og erfitt væri að flytja þar innanlands varning, sem ekki þolir frost. Jóhann kvað erfitt að segja til um það enn þá hversu mikil heildaruppsker an væri hér í sumar, því að skýrslur lægju enn ekki fyrir og margir bændur geymdu sjálfir uppskeru sína og myndu gera það fram eftir vetri. Hneig niður / ræðustól MB-Reykjavík, 23. nóv. Sá atburður gerðist á flokks- þingi Alþýðuflokksins, sem nú stendur yfir í Reykjavík. að utan- ríkisráðherra, Guðmundur f. Guð- mundsson, sem er varaformaður Alþýðuflokksins og tormaður blað stjórnar Alþýðublaðsins, hné nið- ur í ræðustól. Gerðist þetta i gær er utanríkisráðherra var að ræða málefni Alþýðublaðsins. Utanríkisráðherrann hefur i mörg ár verið heilsuveill, en síð- ustu árin hefur heilsa hans samt verið með betra móti, og hefur hann alla jafna sinnt störfum sin- um frávika litið. En eins og gefur að skilja eru störf utanríkisráð- herra oft og tíðum erilsöm. Ber i því sambandi að minnast á, að hann var í ferðalagi í Noregi í sumar. Strax eftir að ráðherrann hneig niður i ræðustólnum var hann fluttur heim til sín, suður í Hafn- arfjörð, í sjúkrabifreið og Uggur hann nú heima hjá sér. Þegar Tíminn vissi síðast í gærkveldi var liðan utanrikisráðherra skárn en í gær. ítarleg læknisrannsókn hefur ckki farið fram. og enn ekki ákveðið h^ort hann byrfti að fara i sjúkrahús. Eftir þennan atburð var flokks- þinginu haldið áfram, en því lauk seint í kvöld. Guðmundur í. Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.