Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 12
12
■99
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1964
a mo
“ ....................
Á myndinni að ofan sést Hörður Kristiivsson skora mark fvrír til-
raunalandsliðið í leiknum gegn Ajax á laugardag. (Tímamynd KJ)
Þrír nýliðar eru í íslenzka lands-
liðinu, en það eru þeir Tómas
Björnsson, Ármantii og Sigurður
J. Þórðarson. Annars er liðið skip-
að þessum mönnum:
Ragnar Jónsson, FH (fyrirl.)
Tilraunalandsliðið hafði
yfirburði á öllum sviðum
Sigraði AJAX með 32 : 20. - Danirnir fara helm án sigurs
Alf — Reykjavík, 23. nóvember.
Sjaldan hefur íslenzka landsliðið í handknattleik náð betur saro-
an en það gerði gegn dönsku meisturunum Ajax í íþróttahúsinu á
Keflavíkurflugvelli s.l. laugardag. Aldrei eina einsutu mínútu leiks-
ins lék vafi á því hvor aðilinn var betri, bókstaflega á öllum sviðum
höfðu íslenzku leikmennimir yfirburði. Og áhorfendurnir, sem fylltu
hvert sæti og stæði, kunnu vel að meta þann handknattleik, sem
íslenzka liðið bauð upp á, og á síðustu mínútunum klöppuðu þeir
stanzlaust, þegar kempurnar Ragnar, Guðjón og Karl Jóhannssonr
skoruðu síðustu mörk leiksins, sem undirstrikuðu stórsigur, 32:20. —
Eg minnist þess ekki að hafa séð íslenzka landsliðið jafn sam>
stillt, jafn öruggt og leikglatt eins og á laugardaginn. Þessi stóri
sigur gefur góð fyrirheit vegna leikjanna við Spánverja, þó svo mað-
ur vilii aldrei vera of bjartsýnn.
1 tvo danska varnarleikmenn með
j einni handsveiflu, þannig, að þeir
! hrukku til hliðar — og um leið
I opnaðist leiðin að marki fyrir
hann — Þorsteinn B.iörnsson. lék
í marki í fyrri hálfleik og stóð sig
með prýði, sömu sögu má raunar
segja um Sigurð Jonny, sem lék
síðari hálfleikinn. Mörkin skoruðu
Guðjón 8, Ragnar 7 (3 víti) Karl
Jóh. og Gunnlaugur 4 hvor, Hörð-
ur og Orn 3 hvor, Birgir 2 og Ein
ar 1. i
í danska liðinu voru þeir Claus
Sörensen og Eriksen beztir ásamt
markverðinum Petersen. Danirnir
fara nú heim án sigurs í fjórum
leikjum, tapað 3 leikjum, en einn
varð jafntefli. Samtals skoruðu
þeir 86 mörk, en fengu á sie 120.
Dómari í leiknum var Hannes
Þ. Sigurðsson og dæmdi mjöp vel.
j
| (w) westinghouse(w) westinghouse(§)
Guðión Jónsson átti mjög góð-
an dag og var án efa bezti niaður
vallarins. Hann skoraði 8 mörk,
var sterkur í vörn og byggði vel
upp í sókninni. Annars fékk Guð
jón að leika frekar lausum liala
vegna þess. að Danir lögðu áherzlu
á að gæta Ragnars og Gunnliugs.
Vörnin hjá íslenzka liðinu var
heldur laus í reipunum tii að
byrja með, en hún þéttist, þegar á
leið. Ajax komst í 2:0, en síðan
ekki söguna meir. Ragnar Jónsson
skoraði fyrsta mark ísl. liðsins
og jafnaði síðan úr víti. Um miðj
an hálfleikinn var staðan 10:8 fyr-
og ísl. liðið og í hálfleik var mun-
urinn orðinn 5 mörk, 15:10.
Síðari hálfleikurinn var oft stór-
kostlega leikinn af hálfu 'andsliðs
ius. Þrátt fyrir of fáa línumenn
var óspart ógnað með línuspili
og var Gunnlaugur Hjálmarsson
ásamt Herði Kristinssyni mjög
virkir á línunni. Bilið breikkaði
óðum og áður en varði var stað-
an orðin 19:10. Yfirburðir ísl. liðs
ins voru svo algerir að keppnin
stóð raunar aðeins um þaS með
hvað miklum mun það myndi
vinna. Tveimur mín. fyrir leörslok
var staðan 29:19 og þá var hraðinn
orðinn gífurlegur. Með fallegum
samleik skoruðu svo Karl, Ragn
ar og Guðjón síðustu mörk tsl. liðs
ins við mikil fagnaðarlæti áhorf-
enda, sem risu úr sætum og
fylgdu sigrinum eftir með inni-
legu lófataki. Danir áttu síðasta
orðið í þessari skemmtilcgu við-
ureign og urðu því lokatölur 32:
20.
Sem fyrr segir, var Guðjón Jóns
son áberandi beztur og var oft
gaman að sjú til þessa snjalla leik
manns sem er einn fjölnætasti
leikmaður okkar Ragnar og Gunn-
laugur voru einnig mjög góðir,
en þeirra var gætt betur. Annars
reyndi Gunnlaugur iítið á sig,
enda ekki alveg heill < fæti enn
þá. Gunnlaúgur sýndi bú mjög
skemmtileg tilþrif og minnisstætt
verður atvikið, þegar hann lék á
CU
GO
bJ)
c
to
cu
vandlátir
velja
Westinghouse
05
CO
bD
c
Xo
03
CD
sa
mmm*
0Q
03
CD
CD
i-
00
CD
_ kaffikönnu
(w) Westinghouse (g) Westinghouse @
Landsleikirnir eru í kvöEd og
annað kvöid á Keflavíkurvelli
Alf — Reykjavík.
Hverjir eru möguleikar íslands gegn Spánverjum í lands-
leikjunum í handknattleik í kvöld oS annað kvöld? Vissu-
lega eru miklir möguleikar fyr'ir hendi og líklega koma
Spánverjar ekki eins vel frá þessum leikjum og fyrsta leik
landanna, sem þeir unnu með 20 : 17 í Bilbao. Það er tvennt
sem mælir með því, að útkoman verði okkar mönnum hag-
stæð. í fyrsta lagi afar góð frammistaða gegn dönsku hand-
knattleiksmönnunum síðustu daga. Gg í öðru lagi virðast
Spánverjar ekki eins sterkir og áður, því þeir töpuðu gegn
Norðmönnum á sunnudag 11:22. En hvað sem öllu líður, má
búast við skemmtilegri viðureign íslenzkra og spænskra hand-
knattleiksmanna í íþróttahúsinu á Keflavíkurvelli í kvöld og
annað kvöld. Hefjast leikirnir klukkan 21 bseði kvöldin.
Gunnlaugur Hjálmarsson, Firam
Hörður Kristinsson, Ármanni
Guðjón Jówsson, Fram
Karl Jóhannsson, KR
SigurSur Einarsson, Fram
Framhald á 15. siðu.
Úrslit í ensku knattspyrn-
unni á laugardaginn urðu sem
hér segir:
1. deild:
Birmingham-Chelsea 1—6
Burnley-Wolves 1—1
Everton-Leicester 2—2
Fulham-Blackpool 3—3
Manch. Utd.-Blackburn 3—0
Nottm. For.-Sheff. Wed. 2—2
Sheff. Utd.--Sunderland 3—0
Stoke City-Liverpool 1—1
Tottenham-Aston Villa 4—0
W.B.A.-Arsenal 0—0
West Ham-Leeds Utd. 3—1
Manch. Utd. er efst með 30
stig, einu stigi á undan Chel-
sea, og bæði liðin unnu góðan
sigur á laugardag.
2. deild:
Bolton-Portsmouth 3—2
Cardiff-Bury 4—0
Coventry-C. Palace 0—0
Huddersfield-Norwich 0—0
Ipswich-Charlton 1—1
Middlesbro-Swindon 4—1
Newcastle-Derby County 2—2
Northampton-Swansea 2—1
Plymouth-Manch. City 3—2
Preston-Leyton Orient 3—0
Southampton-Rotherham 6—1
Á Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Aberdeen-Kilmamock 1—1
Dunfermline-Hibs 1—0
Hearts-Clyde 3—0
Rangers-Motherwell 1—0
Th. Lanark-St. Mirren 2—1
Hearts og Kilmamock eru
“fst með 22 stig, en Rangers
sr komið í sjötta sæti með 15
stig.
FORSALA
Sala aðgöngumiða að lands-
leikjunum í kvöld og annað
kvöld er hafin og fást roiðar
í Bókaverzlun Lárusar Blönd
al í Vesturveri og á Skólavörðu
stíg. í Hafnarfirði fást miðar
í verzl. Hjólið og í Keflavík
hjá verz. Fons. Fólki er ráð-
Iagt að tryggja sér miða i tíma
þar sem búast má við mikilli
aðsókn.
Bílferðir verSa frá BSÍ bæði
kvöldin milli kl. 7—8 og strax
í bæinn aftur að leikjunum
loknum.
KÖRFUBOLTI
Tveir leikir fóru fram í
meistaraflokki karla í Reykja
víkurmótinu í körfuknattleik
um helgina. Úrslit urðu þessi:
ÍR — ÍS 71:63
KR — Árm. 57:52.
ÍR og KR eru einu félögin,
sem ekki hafa tapaS leik og
stendur því baráttan um
Reykjavíkurmeistaratign milli
þessara félaga.
Bíla & búvélasalan
Við hötnum bíiana og trajct-
orana.
Vörubílar
Fólksbílar
Jeppar.
Trak'orar meS ámokst'fs-
tækjum alltai tvrir hendi.
Bíla & búvelasalan
við Miklatorg, simi 2-31-36.