Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 24. nóvember 1964 239. tbl. 48.árg. AUKNING í FARÞEGA- FLUTNINGUM HJÁ F.f. FB-Reykjavík, 23. nóv. Mjög mikil aukning hefur orðið í farþegaflutningum Flugfélags fs- lands fyrstu tíu mánuði þessa árs, og nær aukningin bæði til innan- lands- og utanlandsflugsins. í inn- anlandsfluginu nemur aukningin 14,4% en 27,5% í millilandaflugi. Fyrstu tíu mánuði ársins fluttu flugvélar Flugfélagsins 63,161 far- þega innanlands á móti 55,193 árið áður. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa FÍ hefur ferðafjöldi innan- lands breytzt lítið sem ekkert og er því eingöngu um að ræða fjölg un farþega í flugferðum. Virðist augljóst, að íslendingar eru farn- ir að taka flugið æ meira í þjón- A Isuðu ss- skápunu! KJ-Reykjavík, 23. nóv. I Á sunnuttaginn fundu tollverðir mikið magn af áfengi í togaranum Þormóði goða, sem smygla átti inn í landið. Lögregluþjónar er voru á eftir- litsferð víð höfnina veittu athygli leigubíl, sem einn skipverjanna hafði pantað, og í bílnum var smyglað áfengi. Var bíl og skip- verja skipað niður í Tollbúð, og þar taldar 55 flöskur út úr bíln- um. Var síðan hafin leit í skipinu og bar hún þann árangur, að í gærkveldi fundust í skorsteinshúsi togarans 10 kassar af genever og 35 kassar af 75% vodka. Alls gera þetta tæpar sex hundruð flöskur með þeím, sem áður höfðu verið teknar. Til viðbótar þessum 595 flöskur voru 24 flöskur teknar úr öðrum togara, sem líka kom til Reykjavíkur í gær. í Þormóði goða fundust einnig 3 kæliskápar, sem smygla átti í land, og höfðu þeir verið „ísaðir“ í fiskilest skipsins, þ. e. is hafði veríð mokað yfir þá I lestinni. Báðir togararnir, sem smyglið var tekið úr í gær, voru Framhald á 15. síðu. ustu sína, því að um leið og far- þegum fjölgar hjá Flugfélaginu bæta minni flugfélög við sig flug- vélum, og taka upp nokkuð reglu- bundið flug víða um land. Farþegaaukningin í millilanda- flugínu hefur orðið meiri en í inn- anlandsflugi, en þar hefur ferðum einnig verið fjölgað, en samt mun nýting vera betri í ár en undan- farið, að sögn Sveins. Fyrstu tíu mánuði þessa árs flutti Flugfélagið 34.076 farþega milli landa á móti 26.710 á sama tímabili í fyrra og er aukníngin þar 27,5%. Þess má að lokum geta, að hér er aðeins um farþega í áætlunarflugi félags- ins að ræða, en allmargir farþegar ferðast sem kunnugt er með flug- vélum félagsins 1 leiguflugi. T. d. hafa farþegar í Surtseyjarflugi verið mjög margir og þá sér í lagi fyrst eftir að eyjan varð til. REYKJANESKJÖRDÆMI Áskrifendasöfnun Tímans í inni á hverju svæði. Reykjaneskjördæmi er haf- . Síðar mun tilkynnt í in. Af því tilefni hefur kjör 2J7 dæminu verið skipt í sext- án svæði og vinna tveir menn að áskrifendasöfnun- blaðinu hvemig áskrifenda- söfnunin gengur. sm Mynd þessa tók Harsldur SigurSsson af NorSurlandsborn um, þar sem hann er nú staS- settur viS Laugaland í Horgár- dal. Borunin þar gefur góSar von lr aS hafa fengizt um 14 sek- úndulítrar af 86 stlga heitu vatnl TVÍSETT ER í 9 GAGNFRÆÐASKÓLA - 0G ENN ER ÞRÍSETT í FJÓRA BARNASKÓLA FB-Reykjavík, 23. nóv. Fjöldi nýrra skólabygginga hef- ur risið á undanfömum árum, en þrátt fyrir það er enn þrísett í 21 kennslustofu í fjórum barnaskól- um og tvísett að einhverju eða öllu leyti í níu gagnfræðaskólum 1....■mi" ■"■■b Halldór Pálsson búnaðmálastjóri til starfa á ný. Á fundi stjórnar Búnaðarfé- lags íslands í dag, 23. nóvem- ber, tók dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, aftur við störfum sínum hjá félaginu, en hann hefur sökum veikindafor- falla verið fjarverandi frá störf um um 10 mánaða skeið. Hefur Ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur, gegnt starfinu á þcssum tíma. (Frá Búnaðarfélagi íslands). á Halldór Pálsson borgarinnar. f öllum áætlunum. um skólamál er miðað að því, að hægt verði með tímanum að ein- setja gagnfræðaskólana en tví- j setja barnaskólana, en þar er það talið sjálfsagt, þar sem bamaskóla-1 börnin eru svo miklu skemmri j tíma í skólanum dag hvern en i nemendur gagnfræðaskólanna. Blaðamönnum var sýndur ÁJfta I mýrarskólinn nýi fyrir nokkru og j kom þá fram, að þar er þrísett í! fjórar stofur, og í því tilefní sneri ■ blaðið sér til Fræðsluskrifstofu j borgarinnar og spurðist fyrir um ' þessi mál almennt og varð Ragn- j ar Georgsson fyrir svörum. Ragnar sagði, að þrísett væri samtals í 21 stofu í fjórum barna- skólanna, fimm stofur í Hlíða- skóla, 5 í Breiðagerðisskóla, 7 í Laugalækjarskóla, það er að segja í allan skólann og þar að auki í 4 stofur í Álftamýrarskólanum. Ár- leg fjölgun í barnaskólum borgar- innar er frá 150—200 börn, og eru um 92% barnanna lir mann- talshópnum í borgarskólunum, en 8% eru í einkaskólum, eða annars staðar. í vetur eru 337 deildir í barnaskólunum og börnin eru 8671 og því er meðaltal í bekk 25,73 böm. í einstaka bekkjum, þar sem búið er að velja vel sam-1 stæðan hóp, eru nemendurnir oft | um 30 talsins, en í seinfærari bekkjunum er talið betra að hafa færri nemendur, svo að kennarar j geti betur veitt hverjum einstök- j um meiri athygli og kennslu. í gagnfræðaskólum er talið mjög æskilegt að ekki sé nema einsett í stofur, þar eð nemendur ern þar mun lengri tíma dag hvern en barnaskólanemendurnir. Ástandið virðist þó vera heldur Framhald á 15. síðu. 100 þús. mörk tíl höfuðs Bormann NTB-Frankfurt, 23. nóv. Saksóknari vestur-þýzka ríkisins í Frankfurt, dr. Fritz Bauer, lýsti því yfir í dag, að heitið væri 100 þús. mörkum hverjum þcim, er gefið gæti upplýsingar um aðset- ursstað Martin Bormanns, þess er næstæðstur var Hitler innan Naz- istahreyfingarinnar. Samkvæmt upplýsingum dr. Bauers tókst Bormann, sem nú mundi vera 64 ára gamall, að flýja til Paraguay, en þar er einnig haldið, að hinn alræmdi fangabúðalæknir, Josef Megele, sé í felum. Skömmu eftir síðari heimsstyrj- öldina var því lýst yfir opinber- Framhald á 15. siðu Keflavík - Suðurnes Framsóknarvist verður spiluð í Aðalveri, næstkomandi miðviku- dag, klukkan 9 síðdegis. Mætið stundvíslega. F.U.F., Keflavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.