Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1964, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. nóvember 1964 TÍWBBNN BORGARMÁL Algert ðngþveiti varðandi íþróttakennslu í skólum Vantar átta og hálfan íþróttasal til þess að unnt sé að fuHnægja lög- um um íþróttakennslu í skólum. Skólaárið 1963-64 fengu 8717 nemend- ur barna- og gagnfræðaskóla ekki næga leikfimikennslu samkvæmt Fidel Kastró Fyrri grein Jóns H. Magnússonar um Kastró og Kúbu reglugerð. f umræðum, sem urðu í borgar- stjórn Reykjavíkur s. 1. fimmtudag um íþróttakennslu í skylduráms- skólum Reykjavíkur kom greini- lega í ljós, að algert öngþveiti ríkir nú í þessum efnum. Vantar mjög á, að skyldu samkvæmt náms skrá sé fullnægt eins og sést á því, að hálfan níunda fimleikasal vant ar í borginni til þess að fullnægja lagaskyldu um íþróttakennsu í skólum, og í fyrravetur voru kennslustundir í þessari námsgrein 420 færri en vera bar á viku hverri og það skólaár fengu 8717 nem- endur barna- og gagnfræðaskóla ekki leikfimikennslu eins og reglu gerð mælir fyrir um. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu, sem íþróttafulltrúi ríkis ins hefur nýlega gert um ástandið í höfuðborginni í þessum málum, og fræðsluráð borgarinnar hefur nú til athugunar en hefur ekkert látið frá sér heyra enn, þótt ;iokk uð sé umliðið, síðan skýrslan barst því í hendur. Af þessu tilefni bar Kristján Benediktsson, borgárfulltrúi Fram- sóknarflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn til borgarstjóra: „Hvaða ráðstafanir eru áformað ar til þess að bæta úr þeim gífur lega skorti, sem nú er á íþrótta húsnæði við skóla borgarinnar, samanber skýrslu íþróttafulltrúa ríkisins, sem lögð var fram á fundi fræðsluráSs hinn 13. október s. l.?“ Geir Hallgrímsson, borgarstjóri svaraði fyrirspurninni nokkrum orðum, viðurkenndi að skortur á fimleikasölum við skólana hefði verið alllengi og lýsti síðan því, hvað fyrirhugað væri að bvggja á næstu árum af slíku húsnæði við skólana. Hins vegar hefði fræðslu- ráð lítið rætt skýrslu íþrótafull- trúa enn, og væri rétt að bíða með frekari umsögn um hana þang að til álit fræðsluráðs hefði borizt. Kristján Benediktsson tók einn ig til máls og sagði að stutt væri síðan umræður í borgarstjórn hefðu nokkuð snúizt um bygginga mál skólanna, en þær umræður hefðu einkum beinzt að fram- kvæmd áætlunar þeirrar um bygg ingu skólahúsnæðis, sem fræðslu skrifstofa borgarinnar hefði gert 1963. Komið hefði i Ijós, að sú áætlun hefði engan veginn staðizt prófraun fyrsta ársins fremur en Krlstján Benediktsson 10 ára áætlunin um skólabygging ar frá 1957. Aukin þrísetning í almennar kennslustofur í vetur væri glögg sönnun þess, að það, sem áunnizt hefði á árunum 1962 og 1963 hefði aftur færzt til verri vegar. Þótt bóknmámsstofurnar væru hið nauðsynlegasta, sagði Kristján, mætti ekki loka augum fyrir því, og margvíslegt annað húsnæði þyrftu skólarnir! Fjöldi bókacáms stofa og skípun í þær gæfi því ekki rétta mynd af ástandinu í skólabyggingamálum borgarinnar. Með í þann reikning yrði iíka að taka t. d. sérkennslustofur eld- hús, samkomusali. íþróttasali og húsnæði fyrir skólastjóra og kenn- ara. Víða vatnaði þetta húsnæði til finnanlega. í engri grein mundi ástandið í þessum efnum vera eins illt og varðandi íþróttakennsluna. Kæmi þetta glöggt fram í skýrslu þeirri frá íþróttafulltrúa ríkisins sem vitnað væri til i fyrirspurninni. Kristján kvaðst því miður ekki hafa getað kynnt sér skýrsluna ná kvæmlega, aðeins fengið að líta yfir hana, en séð þar ýmsar merki légar upplýsingar sem sýndu mjög Ijóslega, hve geigvænlegt ástandið væri. í skólabyggingaáætluninni er lítið ,rætt um íþróttahúsbyggingar, sagði Kristján, og virtist hún bera með sér, að ekki væri ætlunir að TRAKTORSGRAFA Viljum kaupa traktorsgröfu. í Tilboð óskast sent blaðinu fyyrir i desember, merkt „Traktorsgrafa“. bæta verulega úr því ástandi, sem ríkti í þessum málum. Á tveimur stöðum væri þó minnzt á það, að byggja þyrfti íþróttasali en ekki sagt, hvenær það eigi að gerast. Þessir salir eru við Vogaskóla og Hlíðaskóla. Þá minnti Kristján á, að i íeglu gerð, sem sett hefði verið um íþróttakennslu í skólum sam- kvæmt íþróttalögunum, sé svo kveðið á, að allir skólanerrendur, eldri en 11 ára skuli stunda íþrótt ir þrjár stundir vikulega, og þeir sem yngri eru tvær stundir Kvaðst Kristján síðan vilja víkja að nokkr um atriðum úr skýrslu íþróttafull trúa um það, hvernig þessu væri fram fylgt. Ættu upplýsingar þess ar aðeins við um barna og gagnfræðaskóla, en ástandið í öðrum skólum væri ekki síður bágborið í íþróttakennslunni í skýrslunni ségir, að skólaár ib 1963—64 hafi 8717 nemendur barna -og gagnfræðaskóla ek'ki fengið tilskilda kennslu í leikfmi, þar af 1414 alls enga, þótt þeir ættu samkvæmt reglugerð að njóta hennar Fyrir níu árum, veturinn 1954 —55 voru 5,9 nemendur á hvern fermetra leikfimisala í eigu borg arinnar, en skólaárið 1963—64 | voru 6,8 nemendur á hvern fer- i metra. Ástandi? hefur þannig stórlega versnað síðasta áratuginn. Þá segir einnig í skýsrlu íþrótta fulltrúa, að s. 1. vetur hafi vant að hálfan níunda fimleikasai í borginni til þess að unnt væri að | kenna íþróttir í skólunum eins I og til er ætlazt, og 420 íþrótta- kennslustundir hafi vantað viku lega á stundaskrár skólanna til þess að svo væri. Eins og nú er verða nemendur margra skóla að fara í önnur bæj arhverfi á hinum óhentugustu tímum til þess að sækja þá litlu leikfimikennslu, sem veitt er, víða yfir miklar og hættulegar um- ferðagötur. Kristján sagði, að augljóst væri, að ástandið i þessum eínum mundi ekkert batna á næstu ár- um, ef látið væri nægja að byggja leikfimisali eftir þeirri éætlun, sem fyrir liggur. Hér yrði því að j grípa til róttækari ráðstafana, en j fræðsluráð virtist seinf f'.mska, i eins og fram kæmi m.a sein- læti þess við að ræða þessa skýrslu íþróttafulltrúa. í henni væri þó vikið að bráðabirgðaúr- ræðum, sem vei gætu komið til álita. . Fælu þær m.a. í sér, að meðan þetta ástand ríkir, séu sundiðkanir skólanemenda auknar, svo og úti- íþróttir á leikvöllum borgarinnar; eftir því sem veður levfir og skíða ferðir auknar. Frú Auður Auðuns og Gísli Halldórsson tóku einnig til máls en reyndu lítt að mæla bór því vandræðaóstandi, sem ríkir í þess iim rnÁJniri Rússar orðnir leiðir að borga millj. doil- ara á dag með Kúbu Rétt rúmai níutíu mílur suður af Flórída liggur eyja, sem er litlu stærri en ísland; þessi eyja heitir Kúba. Kúba er það ríki sem mest fer í taugarnar á Banda ríkjunum af öilum þjóðum heims, auk þess sem þeir skammast sín fyrir Kúbu, um leið og þeir hræð ast hana. Kúba er aðeins um 44 þúsund fermílur að stærð (ísland er 39,7), en Bandaríkin eru mörg hundruð sinnm stærra landsvæði. Þjóðin talar ekki eins mikið um Kúbu í dag, eins og' 'Bún gerði fyrst yftir. afi Kastró ky^j. til valda; eða eftir hina heimsfrægu Svínaflóainnrás (Bay of Pigs); eða eftir að Krustjoff varð að beygja sig forðum og fara aftur heim með eldfærin sín. Þrátt fyr ir það er Kúba alltaf ofarlega á dagskrá í Washington og i hugum lanasmanna. Það má líkja Kúbu við lítinn eitiaðan snák, sem ligg- ur við þröskuldinn á stóru og fjöl- mennu húsi, þar sem íbúarnir lifa við stanzlausan ótta um að einn góðan veðurdag verði þessi snákur þeim að bana. Bandaríkjamenn hafa mun meiri áhyggjur af Kúbu, heldurj en þeir hafa t.d. af baráttunni £ Viet Nam. Fyrir þessu liggja ein- faldar, en skiljanlegar ástæður: 1) Kúba er níutíu mílur frá ströndum landsins, en Viet Nam er „hinum megin á hnettinum*-: 2) Kúba, sem er kommúnistaríki j ógnar friðinum í allri Suður-Ame-j ríku sem Bandaríkjamenn reyna nú af *öllu afli að efla og koma um leið í veg fyrir endalausar byltingar: 3 Kúba er áþreifan- legt“ vandamál fyrir alla þjóð-j ina er. Viet Nam ei óáþreifan-, legt vandamái, sökum fjarlægðar sinnar: 4) Bandaríkjamenn hafa aldrei getað sætt sig við uppreisn Kastrós og hvernig þeir misstu hana út úr höndum sér. og svona mætti lengi telja. Á sama tíma og Bandaríkja- menn naga sig í handabökin yfir Kúbu og Kastró, þá er óhætt að segja að Kúba sé enginn „para-j dís“ Kommúnismans Það virð- ist allt ganga hálf illa hjá Kastró. þessa dagana og lítið útlit er fyrir skjctó lausn á málunum. Fidel Kastró er sagður óánægður með valdaskiptin Kreml, enda leit hann á Krustioff sem vin sinn,j þó svc að hann hefði tekið eld- flaugarnar út úr Kúbu Kastrói er líka sagður óánægður með i gang uppreisnanna í S-Ameríku. Hann hafði oúizt við meiri bylt- inon nf að mp.nn cpm vapi’ii 'Jir veittari sér kæmust tii valda. Eins hefur það mistekizt að gera Kúbu að sýningarhöll kommúnismans í Karabíska hafinu, en það er atriði sem ergir bæði Fidel og Kreml. Kastro hefur orðið að hætta við innflutning frá Vestur Evrópu á þessu ári, sökum þess hve sykuruppskeran var slæm og vegna mikils verðfalls á sykri í heiminum. Fyrir um það bil ári síðan var sykurpundið 13 cent á heimsmarkaðnum, en nú í sept- ember s.l. var það komið niður í 3,6 cent. Þar að auki er sykur- framleiðslan á Kúbu 40 prósent lægri í dag, en hún var fyrir upp- reisnina Öll önnur framleiðsla þar í landi er 20 prósent lægri en hún var þegar Batista réði þar ríkjum. Öll ríki B-Ameriku að undan skilinni Mexikó, hafa slitið öllu stjórnmálasambandi við Kúbu, sum viljandi ónnur óviljandi. Kúb anskir flóttamenn hér í Miami, vona að ekki komi til slíkra fram- kvæmda á milli Kúbu og Mexico, þar sem Mexicó er eitt af fáum flóttaleiðum frá Kúbu, sem enn eru opnar. Washington leggur aftur á móti áherzlu á það við Mexicó að slíta öll sambönd við Kúbu. Rússar eru sagðir orðnir leiðir á að borga eina milljón dollara á dag með Kúbu, til þess að halda stjórninni gangandi og til að efla efnahaginn, sem er í molum. Á sama tíma er Fidel smeykur við að ef Rússar og Bandaríkjamenn geri með sér frekari friðarsamn- inga, þá muni þeir fyrrnefndu vera viljugir að „selja“ Kúbu fyr ir góðan samning um Vestur-Ber- lín. Á hinn bóginn óttast Banda ríkjamenn að Kastró eigi eftir að skjóta niður eina af LM2 njosnaþotum bandarísku leyni- þ.lónustunnar sem gæti leitt af sér mjög alvarlegar afleið- ingar Kastró myndi vera löngu búinn að slíku, þar sem hann hef ur nógu fullkomnar eldflaugar til þess, en Rússar hafa ekki leyft honum það að svo komnu. Kastró hefur kvartað án árangurs við U Thant um njósnaflug Banda- ríkjamanna yfir Kúbu. Fréttamaður blaðsins hefur rætt við tvo blaðamenn, sem voru í blaðamannahópnum sem Kastro bauð til Kúbu á 8.1. hausti. Báðir sögðu að ástandið á Kúbu væri heldur dapurlegt, en á sama tíma væri það áberandi að nokkuð stór fi'rflmhald A 14 sffln

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.